Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 67

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 67
175 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags um höfundinn Hjörleifur Guttormsson (f. 1935) lauk diplómprófi í líf- fræði við Háskólann í Leipzig 1963. Hann hefur unnið við kennslu, náttúruvernd og rannsóknir, stjórnunarstörf af ýmsum toga, verið ráðherra í fimm ár og alþingismaður í röska tvo áratugi, er höfundur að tylft bóka og hefur ritað ótal greinar í blöð og tímarit. Póst- og netfang höfundar Hjörleifur Guttormsson Vatnsstíg 21 101 Reykjavík Grænn vettvangur (heimasíða) www. eldhorn.is/hjorleifur hjorleifur@eldhorn.is stofurnar eru nú orðnar átta, eins og lög leyfa að hámarki, og starfssvæði þeirra nær að heita má til landsins alls. Aðstæður þeirra eru hins vegar harla misjafnar og fer það ekki síst eftir skilningi rekstraraðila, þ.e. afstöðu og stuðningi við- komandi sveitarfélaga á starfssvæði stofunnar. Á nokkrum af stofunum vinnur nú um tugur starfsmanna og eru langflestir þeirra með háskóla- menntun og sumir með doktors- gráðu. Segir sig sjálft að það munar mikið um tilkomu slíkra stofnana fyrir þróun byggðar og þau mál- efni sem þeim er ætlað að sinna. Í vissum tilvikum var ágreiningur um staðsetningu stofanna, einkum suðvestanlands. Aðstandendur Náttúrufræðistofu Kópavogs, sem opnuð var árið 1983, lögðu áherslu á að hún hlyti stöðu náttúrustofu að lögum, en árið 1999 ákvað þá- verandi umhverfisráðherra að nátt- úrustofa á þessu svæði skyldi stað- sett í Sandgerði. Árið 2002 var lögum breytt þannig að fjölga mætti náttúrustofum í alls átta, óháð kjördæmamörkum, sem þá höfðu líka breyst frá því sem áður var. Sama ár mynduðu stofurnar með sér Samtök nátt- úrustofa (SNS) og síðan hefur sam- starf þeirra eflst og verkefnin aukist stig af stigi. Kveðið er á um sam- starf stofanna við NÍ í 3. grein laga nr. 60/1992: Forstjóri [NÍ] boðar árlega til fundar með starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar og forstöðu- mönnum náttúrustofa til að samræma starfsemina og greina frá niðurstöðum rannsókna. Í 11. gr. sömu laga um hlutverk náttúrustofa er þeim ætlað skv. e-lið: að annast almennt eftirlit með náttúru landsins, sbr. 7. gr. nátt- úruverndarlaga nr. 44/1999, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar. Umhverfisstofnun skal gera samning um slíkt eftirlit við nátt- úrustofur sem staðfestur er af ráðherra. Í lögum nr. 60/2013 um nátt- úruvernd, sem enn hafa ekki öðlast gildi, var á nokkrum stöðum vikið að náttúrustofum, m.a. geti NÍ haft samstarf við þær um tiltekna þætti vöktunar íslenskrar náttúru (74. gr.) og Umhverfisstofnun er heimilt að fela þeim eftirlit með ástandi til- tekinna svæða (77. gr.). Á heildina litið hafa nátt- úrustofurnar þegar lagt margt til nátt- úrurannsókna og fært margbrotin viðfangsefni nær fólki um allt land. Hér er þó aðeins um upphaf að ræða, því að ótal verkefni bíða úrlausnar á sviði náttúrufræða, umhverfismála, náttúruverndar og skipulags, að ógleymdum fræðsluþættinum. Náttúrustofurnar eiga að geta sinnt margbrotnum verkefnum í langtum meira mæli en nú er, ekki síst á sviði vöktunar og eftirlits í samvinnu við hlutaðeigandi ríkisstofnanir. Fyrr en seinna þarf að fara fram heildar- mat á fenginni reynslu af nátt- úrustofunum með það að mark- miði að renna styrkari stoðum undir þessa gróskumiklu vaxtarsprota.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.