Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Side 8
Í PRÓFÍL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.6. 2016
ÍÞRÓTTAGEN Gianluigi Buffon
fæddist inn í mikla íþrótta-
fjölskyldu, 28. janúar 1978, í borg-
inni Carrara við Miðjarðarhafið,
80 kílómetrum sunnan við Parma
en með liði þeirrar borgar sló
hann einmitt fyrst í gegn sem
markvörður.
Móðir hans, Maria Stella, var
kringlukastari og faðirinn,
Adriano, var lyftingakappi. Bæði
voru hætt keppni þegar sonurinn
kom í heiminn en störfuðu þá sem
íþróttakennarar.
Maria Stella og Adriano eiga
einnig tvær dætur. Þær heita
Veronica og Guendalina og var sú
síðarnefnda landsliðsmaður í
blaki. Þá er náfrændi Buffons
markvarðar, Danet Masocco, fyrr-
verandi körfuboltamaður sem lék
í efstu deild á Ítalíu og með lands-
liðinu.
Buffon ungur, þegar hann var í Parma.
Af kempum
kominn
HÆTTIR 2018 Buffon hefur tilkynnt að hann muni
hætta keppni eftir tvö ár, fertugur, eftir HM í Rúss-
landi. Markvörðurinn hefur sjö sinnum orðið Ítal-
íumeistari með Juventus, þar af fimm sinnum í röð
síðustu ár og heimsmeistari varð hann 2006.
Buffon hefur lýst því yfir að ferlinum ljúki hann hjá
Juve, þar sem hann hefur leikið í 15 ár. „Jafnvel þótt
mér yrðu boðin tvöföld laun mín hjá Juventus ein-
hvers staðar annars staðar vil ég vera um kyrrt,“
sagði hann við franska miðilinn So Foot. „Ég er stolt-
ur af því að tilheyra félaginu vegna þess að það stend-
ur fyrir ákveðin gildi.“
Þrátt fyrir mikla reynslu vill hann ekki þjálfa, miklu
fremur starfa við að finna unga og efnilega leikmenn,
jafnvel í Kína og Bandaríkjunum, þar sé úr stórum
hópi að velja og spennandi tímar framundan. Ýjað
hefur verið að því að hann hafi áhuga á að fylgjast
með ungviðinu í því skyni að benda viðkomandi
knattspyrnusamböndum á leikmenn sem gætu sómt
sér vel í landsliði síðar meir.
Buffon er oft flottur í tauinu eins og margir Ítalir. Þarna er
hann í spariklæðum Juventus fyrir mikilvægan leik.
AFP
Hanskarnir fara á
hilluna eftir tvö ár
ÍTALINN GIANLUIGI BUFFON hefur staðið í marki stórliðsins Juventus í
hálfan annan áratug og allan þann tíma verið einn besti knattspyrnumarkvörð-
ur heims. Fjöldi stórstjarna í bransanum lítur mjög upp til hans og hefur gert
nær alla tíð síðan hann komst á toppinn. „Þegar ég byrjaði að spila dreymdi
mig um að verða eins og Buffon. Hann er mitt viðmið,“ sagði spænska goðsögn-
in Iker Casillas, markvörður Real Madrid til langs tíma og landsliðsmarkvörð-
ur Spánar, í tilefni af 500. leiks Buffon með Juventus 2014.
Buffon er að sjálfsögðu með ítalska landsliðinu á EM, enda enn á toppnum
þótt orðinn sé 38 ára. Þessi frábæri markvörður bætti undir vor metið í A-
deildinni á Ítalíu, þegar hann lék í 973 mínútur án þess að fá á sig mark. Metið
átti Sebastiano Rossi hjá AC Milan. Hann lék í 929 mínútur veturinn 1993-1994
án þess að skorað væri hjá honum, en á þeim tíma var Milan-liðið besta lið
heims og varð bæði Ítalíumeistari og Evrópumeistari.
Metið á undan Rossi átti goðsögnin Dino Zoff, markmaður Juventus og síðar
landsliðsþjálfari, sem stóð í marki Juventus í 903 mínútur án þess
að fá á sig mark veturinn 1972-1973.
„Buffon er besti markvörður sem ég hef leikið á móti. Þegar ég
var hjá Juventus var nógu erfitt að komast framhjá [varnarmönn-
unum Fabio] Cannavaro og [Lilian] Thuram á æfingum en ef það
tókst átti ég eftir að kljást við Buffon. Það var nánast ógerningur
að sigrast á honum,“ sagði Svíinn Zlatan Ibrahimovic. Kallar hann
þó ekki allt ömmu sína!
Buffon fæddist í Carrara við Miðjarðarhafsströnd
Toscana-héraðs, 28. janúar 1978. Hann hóf fótboltafer-
ilinn í unglingaliði Parma og lék þá yfirleitt sem mið-
vallarleikmaður og reyndar í fleiri stöðum. Það var ekki
fyrr en báðir markverðir unglingaliðsins meiddust að
Buffon, sem hreifst mjög af kamerúnska markmann-
inum Thomas N’Kono á HM á Ítalíu 1990, var fenginn
til að hlaupa í skarðið vegna þess að hann var stór og
sterkur. Fljótlega kom í ljós að hann smellpassaði í
starfið. Hann fékk fyrst tækifæri með aðalliði Parma
1995, 17 ára, og sló eldri og reyndari markmenn út úr
liðinu ári síðar. Hann lék í fjögur ár með Parma en var
þá seldur til Juventus fyrir metfé; 52 milljónir evra sem
er enn metupphæð fyrir markvörð í heimsfótboltanum.
Það samsvarar um 7,2 milljörðum króna á núvirði.
Einn sá besti
allra tíma
AFP
Gianluigi Buffon, fyrirliði Juventus, fagnar ásamt liðsfélögum sínum og hampar sigurlaununum í kjölfar þess að
þetta fornfræga stórlið varð enn einu sinni Ítalíumeistari á dögunum.
AFP
’Miðvallarleikmað-urinn hljóp í skarðiðþegar báðir markmennunglingaliðsins meiddust.
Strax kom í ljós að þar var
hann á réttri hillu
Ítalska sjónvarpskonan Ilaria D’Amico, unn-
usta og barnsmóðir Buffons.
AFP
FJÖLSKYLDAN Gianluigi Buffon
er kvæntur ítalskri sjónvarps-
stjörnu, Ilaria D’Amico (sem er
reyndar íþróttafréttamaður) og
eiga þau son sem fæddist fyrr á
þessu ári og heitir Leopoldo Mattia.
Samband þeirra hófst 2014, ári eftir
að markvörðurinn skildi við eig-
inkonu sína, tékknesku fyrirsætuna
og leikkonuna Alena Seredova.
Buffon og Seredova giftust 2011
en höfðu verið kærustupar frá 2005
og eiga saman drengina tvo sem
eru með þeim á myndinni.
Á árum áður var Vincenza Cali
unnusta Buffon en hún er þekktur
spretthlaupari og landsliðskona.
Á þrjá litla
Buffona
Buffon ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Alenu Seredovu, og sonum þeirra
tveimur, Louis Thomas og David Lee, þegar Juventus varð Ítalíumeistari 2013.
AFP
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla