Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Page 35
laus framhjá slíkum tilburðum.
Sígarettur eru heldur ekki vel-
komnar í görðunum og er því kjör-
ið að gera sér leið niður í Brook-
lyn þar sem sígaretturnar eru um
helmingi ódýrari en á Manhattan.
Pakkinn af Salem Slim Lights er
þar til dæmis að fara á um sjö
hundruð krónur og því um að gera
að safna þar í sarpinn fyrir kom-
andi átök.
Ferðastu frítt með Úber
Eins og með flestar stórar borgir
þá getur verið langt að ferðast á
milli hinna ýmsu hverfa New
York-borgar, sérstaklega eftir að
Brooklyn varð jafn vinsæl og raun
ber vitni. Neðanjarðarlestarkerfið
í borginni er þó einkar vel skipu-
lagt og auðvelt í notkun. Það er
um helmingi ódýrara en strætó-
kerfið hér heima og þó það sé
vissulega leiðinlegt að stoppa aldr-
ei í Mjóddinni, miðpunkti Norð-
vestur-Evrópu, þá er það án efa
meðal betri almenningssam-
göngukerfa í heiminum. Það er
mjög auðvelt að lauma sér inn um
hliðin á lestarstöðvunum en sé fá-
tæki ferðalangurinn gripinn glóð-
volgur við athæfið þarf hann að
greiða rúmar tólf þúsund krónur
og því eflaust best að greiða sam-
viskusamlega fyrir farið.
Úberinn er einnig vinsæll í
borginni og er hann smátt og
smátt að taka yfir viðskipti þeirra
sem tíma ekki að greiða háar fjár-
hæðir fyrir bíltúrinn. Fæstir Ís-
lendingar eru með Úber-appið í
snjallsímunum sínum enda hefur
einokun á leigubílamarkaði hér á
landi komið í veg fyrir að slík
starfsemi nái nokkru flugi. Það
skal þó ekki gráta þegar komið er
til New York enda er Úber-
þjónustan með byrjendadíl á sín-
um snærum. Það vill nefnilega svo
til að þegar Úber-þjónustan er
sótt í fyrsta skiptið, appinu halað
niður og bankareikningur festur
við það, þá er fyrsta ferðin frí-
keypis. Það má því með ýmsum
útúrsnúningum ferðast frítt um
borgina um nokkuð skeið.
Harlem-hverfið, sem eitt sinn var alræmt, er í dag mjög huggulegt.
Næturlíf borgarinnar er að
sjálfsögðu mjög fjölskrúð-
ugt og hægt er að finna
allt sem hugurinn girn-
ist. Ýmislegt er þó
hagkvæmara en ann-
að og eru jakkafata-
partý á húsþakaklúbbum
í miðbænum til að mynda
hvorki ódýr né kúl. Þá hefur mikið verið
snobbað fyrir Brooklyn síðustu ár þar sem
þar er mikið listabatterí í gangi. Miðstétt-
arvæðingin hefur þar riðið öllu og ýmis gall-
erý, vöruskemmur og tóm rými nýtt undir
partýstand. Þá búa hverfin Lower East
Side og East Village einnig yfir mikið af
skemmtilegum og ódýrum skemmti-
stöðum, galleríum og stúdíóum.
Max Fish
Skemmtistaðinn Max Fish má
finna á Orchard Street í Lo-
wer East Side en þar má fá
Modelo í dós á minna en þrjú-
hundruð krónur. Staðurinn
er á tveimur hæðum og flest-
ir sem sækja hann hafa ýmist
gaman af hip-hop-tónlist eða
hjólabrettum. Af og til slæð-
ast þar inn þekktir rapparar
en þá er um að gera að koma
sér út enda troðfyllist staðurinn þá yfirleitt
á nokkrum sekúndum.
Elvis Guesthouse
Neðarlega í East Village, nánar til-
tekið á 85 Avenue A, má
finna staðinn Elvis Guest-
house. Líkt og með Max
Fish má finna einstaklega
ódýran bjór á barnum
þar á bæ. Staðurinn er í
raun í kjallara sem að ut-
an lítur ekki út fyrir að
vera merkilegur. Stað-
urinn er ekki stór en þar
má iðulega finna góða
tónlist og gott and-
rúmsloft. Þar detta oft
skemmtilegir plötu-
snúðar inn og þeytti
Ariel nokkur Pink þar
einmitt skífum fyrir
skemmstu.
Beverly‘s
Beverly‘s er mjög lítill bar staðsettur á 21 Es-
sex Street í Lower East Side. Þangað sækir
oft svipað lið og má finna á Max Fish en and-
rúmsloftið er þó oft rólegra. Um helgar eru
þar plötusnúðar sem spila yfirleitt ýmsar út-
færslur af rappi. Bjórinn er ekki eins ódýr og
á hinum stöðunum en þar má fá drykkinn
Club-Mate sem mörgum þykir kúl að
drekka.
Good Room
Klúbbinn Good Room má finna við 98 Mese-
role Avenue í Brooklyn en þar duna yfirleitt
þungir elektrótónar í bland við blikkandi ljós
og reyk úr reykvélum. Finna má þar tvö
dansgólf, eitt stærra og annað minna, og
spila þar iðulega efnilegustu plötusnúðar
New York. Þar þarf þó yfirleitt að borga
smáfé við innganginn en slíkt er svolítið
gangurinn þegar kemur að þessum helstu
elektróklúbbum.
Baby‘s All Right
Í Williamsburg í Brooklyn má finna lítinn
tónleikastað að nafni Baby‘s All Right. Hann
lætur ekki mikið yfir sér en þar má oft finna
ansi áhugaverða tónleika. Þar er mikið af
efnilegum pönkurum að flytja efni sitt sem
og rapparar að stíga sín fyrstu skref á sviði.
Output
Output er risastór klúbbur á þremur hæðum
í Brooklyn. Þar má finna svalir þar sem til-
valið er að reykja Salem Slim Lights og horfa
á skýjakljúfa Manhattan-eyju. Þar spila oft
vinsælar hljómsveitir og plötusnúðar og má
þar nefna Moderat, Four Tet, Ellen Allien og
Bonobo. Eins og með Good Room kostar þó
yfirleitt inn á klúbbinn og fátæki ferðalang-
urinn verður því að spara svolítið ferðir sínar
þangað.
Rolling
Rock er án
efa besti
bjór Nýju-
Jórvíkur þó
hann sé erf-
itt að fá á
krana á bör-
um borg-
arinnar.
Output hefur meðal annars hýst Four Tet.
The BasedGod er vinsæll á Max og Beverly’s.
Ariel Pink er mjög
fær plötusnúður
EAST VILLAGE, LOWER EAST SIDE OG BROOKLYN
Ódýr bjór og
góð tónlist
19.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
www.fr.isSylvía G. Walthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
Salvör Davíðsdóttir
Nemi til löggildingar
fasteignasala
María K. Jónsdóttir
Nemi til löggildingar
fasteignasala
FRÍTT VERÐMAT
ENGAR SKULDBINDINGAR
HRINGDU NÚNA
820 8081
sylvia@fr.is
Sjöfn Ólafsdóttir
Skrifstofa