Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Qupperneq 48
SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2016
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Hvaða staða hentar þér best?
Movie Star
Verð frá 433.000,-
Loksins fáum við svör við því hvað gerðist eftir hinn
magnaða bardaga um framtíð mannkynsins, frelsi okkar
og auðlindir í myndinni Independence Day. Koma geim-
verurnar aftur? Hvað varð um alla tæknina sem lá eins
og hræviði um alla jörðina? Sameinuðust þjóðir jarðar
gegn sameiginlegri ógn til frambúðar eða var um tíma-
bundið bandalag að ræða. Þessum spurningum verður
vonandi svarað í nýrri Independence Day mynd sem
frumsýnd verður hér á landi 21. júní með tvöfaldri sýn-
ingu.
Fyrsta myndin verður sýnd kl 19 í Smárabíói og nýja
myndin strax á eftir í 3D.
Independence Day hefur lengi verið talin vera hálf-
gerður hornsteinn epískra og yfirdrifinna ’90s blockbus-
ter-mynda og er á lista yfir bestu myndir hjá mörgum
sem voru á unglingsárunum þegar myndin kom út.
Geimverurnar mættar aftur
Áhugavert verður að sjá hvort framhald af Independ-
ence Day eigi eftir að höfða jafn vel til nýrrar kynslóðar.
Tvöföld sýning á Independence Day
og nýrri framhaldsmynd í Smárabíói
Leikarar á borð við Brent
Spiner, Will Smith og Bill Pull-
man skiluðu ógleymanlegri
frammistöðu í upphaflegu In-
dependence Day myndinni.
Morgunblaðið sagði frá ein-
stökum árangri íslenska lands-
liðsins í knattspyrnu haustið
1998 en þá gerði Ísland jafntefli
við Frakka, sem sama ár höfðu
tryggt sér heimsmeistaratitilinn
í fótbolta.
Guðjón Þórðarson, þjálfari ís-
lenska landsliðsins á þeim tíma,
hafði þetta að segja um leik
sinna manna.
„Síðustu tíu mínúturnar, þeg-
ar sókn Frakka var mjög þung,
einbeittu leikmenn sér mjög að
því sem fyrir var lagt. Vörnin var
skotheld. Frakkarnir væla og
skæla yfir því að hafa ekki unnið
leikinn, en það leikur enginn bet-
ur en andstæðingurinn leyfir og
þeir fengu engin opin færi í síðari
hálfleik. Ég bið menn bara að
rifja upp hversu mörg opin færi
Frakkarnir fengu í leiknum. Það
eitt segir svolítið um það sem
við vorum að gera.“
Tólfti „maðurinn“ fékk svo
hrós frá þjálfaranum.
„Já, nú skapaðist mjög mikil
stemmning. Umgjörðin var frá-
bær og KSÍ á heiður skilinn, og
þeir sem að því stóðu, fyrir að
hafa ráðist í það verkefni að fá
aukasæti – fjölga þannig áhorf-
endum og skapa stemmningu
fyrir aftan bæði mörk. Ég er al-
veg sannfærður um að hvatning
áhorfenda undir lok leiksins var
sem tólfti maðurinn á vellinum.“
GAMLA FRÉTTIN
Vörnin var
skotheld
Ísland gerði jafntefli við Frakka árið 1998 þegar Frakkar voru nýbúnir að
tryggja sér heimsmeistaratitilinn en Ríkharður Daðason átti þá góðan leik.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Brad Pitt, kvikmyndastjarna. Birkir Bjarnason, landsliðsmaður
íslenska karlaliðsins í fótbolta.
Chris Hemsworth í hlutverki sínu
sem þrumuguðinn Þór.