Morgunblaðið - 19.07.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 19.07.2016, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 Hornsteinn ævilangrar vináttu hófst í skíðabrekkum Skálafells. Hópur unglinga á aldrinum 12-15 ára hóf þá sína vegferð sem fólst í því að ganga frá Þingvallavegi 5 km í KR-skálann. Leiðin var all- strembin, að mestu upp í móti og síðasta brekkan erfiðust. Þegar upp í skálann var komið gerðist kraftaverkið, öll þreyta hvarf fyr- Brynjúlfur Thorvaldsson ✝ BrynjúlfurThorvaldsson fæddist 3. júní 1925. Hann lést á Landspítalanum 9. júlí 2016. Foreldrar hans voru Marín Magn- úsdóttir, og Thor- vald Gregersen. Eftirlifandi eig- inkona Brynjúlfs er Rúna Bína Sig- tryggsdóttir. Börn: Guðrún Brynjúlfsdóttir, Sigríður Brynj- úlfsdóttir, Þóra Brynjúlfsdóttir, Þórir Brynjúlfsson og Steinar Petersen. Útför Brynjúlfs fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 19. júlí 2016, kl. 15 irhafnalaust um leið og komið var á skíð- in, Brynjúlfur var einn úr þessum hópi. Er skólagöngu lauk með útskrift úr Samvinnuskólanum hélt Brynjúlfur til Bretlands þar sem hann hóf flugnám. Þegar náminu lauk hafði ýmislegt gerst, m.a. reyndist hans enska mál taka fram öllu er heyrst hafði áður, hann virtist tala betri ensku en flestir Bretar. Eftir flug- námið voru ekki mörg störf í boði þar sem þetta var frumbernska flugsins, en Brynjúlfur var hepp- inn, Kanadamenn er voru að hasla sér völl í fluginu réðu Brynjúlf sem stöðvarstjóra á Keflavíkurflug- velli. Þar fékk hann góða reynslu í öllu sem tengdist því starfi. Þetta var ómetanleg reynsla enda kynntist hann mönnum frá öllum heimshornum og hélt sambandi við þá áratugum saman. Nokkrum árum síðar hóf Brynjúlfur störf sem flugmaður og flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands og starfaði þar uns hans flugmannstíma lauk. Brynjúlfur var alla tíð unnandi íslenskrar náttúru, bæði skíða- íþróttin og hestamennskan gerði honum kleift að kynnast náttúru landsins. Að ganga á jökla var ár- legur viðburður eftir að skíða- tímabilinu lauk. Þetta voru nokk- uð erfiðar göngur en ánægjunnar virði. Síðar fór hópurinn í árlegar hestaferðir er tóku viku tíma hver. Flestar ferðir voru farnar með Páli Sigurðssyni oftast kenndum við Fornahvamm. Þeg- ar Páll flutti alla sína hesta og fleira að Varmahlíð í Skagafirði fór hópurinn með honum ríðandi vítt og breitt um Skagafjörðinn. Árið 1954 er ákveðið að fara frá Varmahlíð og ríða Kjalveg til Þingvalla en þar var landsmót hestamanna haldið. Við vorum alls tíu ferðalangar auk Páls og unglings sem passaði hestana að nóttu til en alls voru þeir 67 tals- ins. Í ferðina frá Þingvöllum norður í Varmahlíð tók hópur, með Hjalta Pálsson í broddi fylk- ingar, við hestunum og riðu með Páli Kjalveg í Varmahlíð. Í mín- um huga er þetta sennilega fyrsta skipulagða hestaferðin þar sem þátttakendur voru venjulegt fólk búandi á mölinni. Sem áhugamaður um skíða- íþróttina kynntist Brynjúlfur klúbbi flugmanna er náði yfir alla heimsbyggðina en þeirra starf- semi fólst í því að safnast saman eina viku á vetri. Þessar ferðir heilluðu Brynjúlf sem ágætan skíðamann en þessu var stýrt þannig að bestu skíðalöndin voru valin bæði í Evrópu og Bandaríkj- unum, þannig kynntust þátttak- endur flestum bestu skíðasvæð- um er völ var á. Brynjúlfur tók þátt í þessu ásamt nokkrum fé- lögum sínum og gat þannig fram- lengt áhuga sinn á skíðaíþróttinni. Síðari hluti ævinnar var tími hestamennskunnar. Síðustu ár hafa verið Brynjúlfi og Rúnu Bínu erfið veikindaár. Að leiðarlokum viljum við Lára senda Rúnu Bínu og börnum Brynjúlfs okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þórir Jónsson. Í dag kveðjum við hinstu kveðju Brynjúlf Thorvaldsson flugstjóra. Með honum er geng- inn einn af frumherjum íslenskrar flugsögu, sem með áræði og dugnaði skópu það ævintýri sem þjóðin nýtur nú í ríkum mæli. Frumherjarnir sem færðu okkur úr einangrun og veittu okkur frelsi til framfara og hagsæld fyr- ir land og þjóð. Binni hóf störf hjá Flugfélagi Íslands hf. þann 1. júní 1955 og lét hann af störfum vegna aldurs í júní 1988. Við Binni störf- uðum saman hjá Flugfélagi Ís- lands og seinna Flugleiðum í ára- tugi og áttum við alla tíð afar gott samstarf. Hann var afar farsæll í starfi og skilaði sínu hlutverki með sóma. Binni var fastur fyrir, hreinn og beinn í framgöngu og tók ætíð málstað þeirra sem minna máttu sín. Þegar breski herinn steig á land þann 10. maí 1940 þá breytt- ist margt í okkar samfélagi, at- vinnuleysi hafði verið mikið enda krepputímar og herinn þurfti á mannskap að halda. Binni var að- eins 15 ára gamall þegar hann var ráðinn til starfa hjá breska hern- um. Fljótlega kom í ljós að pilt- urinn var vel mæltur á enska tungu og var hann umsvifalaust ráðinn sem túlkur. Binni sagði mér oft skemmtilegar sögur af því hvernig tókst að leysa ýmis mál sem upp komu. Þetta er eitt lítið dæmi um það traust sem honum var sýnt af breska hernum aðeins 15 ára gömlum og var hann alla tíð traustsins verður. Ég þakka Binna áratuga vin- áttu og velvild og öll símtölin sem við áttum. Við Aðalheiður vottum ástvinum hans okkar dýpstu sam- úð. Veri hann að eilífu Guði falinn, Aðalsteinn Dalmann Októsson. Ég kynntist Binna hjá Flug- félagi Íslands fyrir rúmum 40 ár- um og þó að nokkur aldursmunur væri á okkur hefur vinátta okkar haldist óslitið æ síðan. Hann kenndi mér ýmislegt um DC-3, enda Íslandsmethafi í flugtímum á þá vél. Það met verður ekki slegið. Binni var traustur maður og þægilegur í návist. Hann var hispurslaus og sagði hreint út það sem honum bjó í brjósti. Hann var höfðingjadjarfur og hikaði ekki við að láta skoðun sína í ljós og kom eins fram við háa sem lága. Utan vinnunnar voru hestar og fjallamennska hans líf og yndi. Oft fór hann einn saman í hesta- ferðir á vit íslensku óbyggðanna. „Þá leið mér vel,“ sagði hann við mig. Binna var margt til lista lagt. Hann var ágætur teiknari og mál- aði á sínum yngri árum. Hann reri til fiskjar með félögum sínum og stundaði hestamennsku og smíð- ar í frístundum. Aldrei hlekktist honum á í fluginu, þó við válynd vetrarveður væri að glíma. Hann kenndi flug og siglingafræði um tíma. Hann var afar fær flugmað- ur, en jafnframt varkár. Eitt sinn sagði hann við mig um flug í tví- sýnu veðri: „Það þarf stundum meiri kjark til að snúa við, en að halda áfram.“ Þetta eru orð að sönnu og lýsa Binna vel, raunar spakmæli og ættu að vera ein- kunnarorð allra flugmanna. Ég kveð Binna vin minn með þakk- læti og virðingu í huga. Blessuð sé minning hans. Óli Hilmar Briem Jónsson. Elsku Kolbrún systir mín er farin frá okkur, langt fyrir aldur fram. Elsku Kolla mín, ég mun sakna þín mikið, þú varst yndis- legust. Þín síðustu ár voru þér mjög erfið og hugsaði ég til þín á hverjum degi. Það eru svo margar minningar sem ég á með þér og Gulla og dætrunum ykkar, ég var mikið hjá ykkur í gamla daga, bæði að passa og fékk bara að vera hjá ykkur sem ég er óend- anlega þakklát fyrir því þetta voru yndislegir tímar sem ég varðveiti í mínu hjarta. Ég leit mikið upp til þín þar sem þú varst stórglæsileg og ég tala ekki um heimilið ykkar, sem var alltaf svo fallegt og hlý- legt og ég man eftir því að það var alltaf soðin ýsa á mánudögum. Oft fóruð þið á skíði og ég man sér- staklega eftir einu skipti, þá fór ég með þér og Evu og við festum bíl- inn en allt gekk vel að lokum og við hlógum mikið þegar við rifj- uðum þá ferð upp. Svo man ég líka eftir því þegar það átti að skíra Helenu, þú og vinkona þín voruð inni í eldhúsi að baka og skreyta kökur og ég spurði þig hvað hún ætti að heita og þú sagðir að það væri leyndarmál. En ég sagði: „ég veit hvað hún á að heita, hún á að heita Helena“ og þú varst svo hissa og orðlaus, þú bara brostir og knúsaðir mig. Eins ég sagði þá eru óendanlega margar minning- ar sem ég get talið hér upp en ég geymi þær í mínu hjarta. Elsku Kolla mín, nú ertu komin til mömmu og pabba, sem er góð tilhugsun fyrir mig, og kveð ég þig með mikinn söknuð í mínu hjarta. Guð veri alltaf hjá þér, elsku Kolla mín, og guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar, elsku Eva, Helena, Binni, Thelma, Gabríel og ömmustelp- urnar Marín Eva og Guðrún Klara. Þín systir, Guðrún. Kolbrún Gísladóttir ✝ Kolbrún Gísla-dóttir fæddist á Akranesi 27. sept- ember 1951. Hún lést þann 26. maí 2016. Foreldrar henn- ar voru Gísli G. Guðjónsson, f. í Villingadal á Ingjaldssandi 26.9. 1924, d. 16.4. 2004, og Lilja Benedikts- dóttir, f. á Akranesi 29.6. 1922, d. 24.5. 2015. Systkini hennar voru sjö, þar af einn bróðir sem er látinn, Benedikt Rúnar. Eftir- lifandi eru: Ída Bergmann, Rak- el Þórey, Eygló, Kristrún, Ró- bert og Guðrún Bergmann. Kolbrún átti tvær dætur, tengdason og fjögur barna- börn. Dætur Kol- brúnar eru: 1) Eva Bergmann Guð- laugsdóttir, f. 20.8. 1972, dóttir hennar er Thelma María. 2) Helena Guðlaugs- dóttir, f. 17.11. 1978, maki hennar er Brynjúlfur Guðmundsson. Börn: Gabríel Bergmann, Marín Eva og Guð- rún Klara. Útför Kolbrúnar hefur farið fram í kyrrþey. HINSTA KVEÐJA Nú er komin kveðju- stundin hjá þér, Kolla mín. Ég mun alltaf sakna þín, elsku systir. Við vorum góðar vinkonur. Ég gleymi ekki þegar við fórum til Costa del Sol, það var svo gaman hjá okkur. Þakka þér ávallt hlýju og stuðning í gegnum árin, einkum þegar ég þurfti á aðstoð að halda. Þú varst alltaf svo fín, al- veg sama í hverju þú varst. Þín systir, Eygló. Elsku amma Hanna. Við sitjum hér fjöl- skyldan í Kaupmannahöfn og hugsum til þín. Fallegu, sterku og lífsglöðu ömmunnar okkar sem sat sko heldur betur ekki auðum höndum sína ævidaga heldur kunni svo vel og innilega að lifa lífinu lifandi. Þú ert okkur öllum hvatning í því að láta drauma okk- ar og langanir rætast. Okkur finnst sárt að hafa ekki getað kvatt þig eða verið með þér þína síðustu daga, en á móti kem- ur að við erum ótrúlega þakklát fyrir þær fjölmörgu stundir sem við áttum saman áður en við flutt- um hingað út til Kaupmannahafn- ar. Mikið var alltaf yndislegt að kíkja til ykkar Magnúsar í heim- sókn og spjalla um allt og allt. Það eru sönn forréttindi að fá að lifa lífinu eins og þú gerðir, amma mín, og um leið skilja eftir sig fjöldann allan af börnum, barnabörnum og barnabarna- börnum. Öll eigum við yndislegar minningar um þig sem lifa í hjört- um okkar um ókomna tíð. Við munum kíkja til þín og afa í kirkjugarðinn þegar við komum til Íslands í næsta mánuði þar sem við fáum okkar stund saman. Elskum og söknum þín, elsku amma, en vitum að afi, Hanna og Bragi hafa tekið vel á móti þér í Sumarlandinu, þangað sem þig langaði orðið svo mikið að fara síðustu mánuðina, enda södd líf- daga eftir langa og viðburðaríka æfi. Hvíl í friði, elskulegust. Þín Linda, Arnaldur Birgir og börn. Símtalið kom föstudagskvöldið 24. júní, þú hafðir kvatt okkur. Erfitt, ég get ekki hugsað mér líf- ið án þín en samt reyni ég að minna mig á að við höfum verið svo lánsöm að hafa haft þig hjá okkur svo lengi, þú hefðir orðið 98 Jóhanna Magnea Jónsdóttir ✝ Jóhanna MagneaJónsdóttir (Hanna) fæddist 5. nóvember 1918. Hún lést 24. júní 2016. Útför hennar fór fram í kyrrþey frá Lágafellskirkju 8. júlí 2016. ára í haust. Amma mín, þú varst og verður alltaf mín besta fyrirmynd, sterk, dugleg, góð, réttlát og skemmtileg. Mig langar að þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, þolinmæðina, um- hyggjuna, allar vísurnar og bænirnar sem þú kenndir mér þegar ég var lítil stelpa, skilninginn og hvatn- inguna þegar ég var unglingur og allt annað var spennandi og þegar ég varð eldri, allar yndislegu sam- verustundirnar og heimsóknirnar til okkar í Svíþjóð með mömmu, samtölin um lífið og tilveruna, fíflaganginn og hlátursköstin. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigga Dúa) Elsku amma mín, sofðu rótt, minning þín lifir í hjörtum okkar. Þín Hanna Fríða og Anders. Elsku skólasystir okkur og vinkona. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar. Þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik María Dröfn Jónsdóttir ✝ María DröfnJónsdóttir fæddist 21. ágúst 1965. Hún lést 3. júlí 2016. Útför hennar fór fram 11. júlí 2016. gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér ljóma á sálu minni. (Gísli á Uppsölum.) Við sendum börn- um Maríu Drafnar og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur Skólasystkini úr Lækjarskóla, Hafnarfirði, árgangur 1965. Anna Helga Gylfadóttir. Það er með þakk- læti í huga sem við minnumst Sigga frá Bjarnastöðum. Við bræður vorum ungir þegar við komum fyrst á Bjarnastaði með Guðmundi bróður hans og var okkur vel tekið frá fyrsta degi og fjölskyldum okkar ætíð síðan. Við urðum snemma heimagangar og stundum kallaðir bræðurnir frá Bjarnastöðum, þannig leið okkur hjá þeim hjónum. Margt var í heimili hjá Sigga og Láru þegar við komum þangað fyrst og snérist heimilislífið um búskap og hesta- mennsku. Mörg hross voru á járn- um á Bjarnastöðum og í minning- unni var farið með rekstur á öll hestamannamót í nágrenninu og riðið út þess á milli. Siggi ræktaði hross og var virt- ur reiðmaður. Hann hjálpaði okk- Sigurður Oddur Gunnarsson ✝ Sigurður Odd-ur Gunnarsson fæddist 1. ágúst 1931. Hann lést 6. júlí 2016. Útför Sigurðar fór fram 15. júlí 2016. ur mikið í hesta- mennskunni og þar var lagður grunnur- inn að okkar þekk- ingu. Hann sendi okkur gjarnan unga fola upp í Nes sem hann treysti okkur fyrir og lærðum við mikið af því. Enn í dag byggist hrossa- eign okkar á hross- um frá Bjarnastöð- um. Siggi var mikið ljúfmenni, vildi allt fyrir alla gera og var óspar á að lána hross ef þurfti. Hann hafði einnig mikið dálæti á sauðfé og naut þess að snúast í kringum það. Það var hans líf og yndi að ferðast á hrossum og fara á fjall. Fórum við með honum og fjölskyldunni í eftirminnilegar hestaferðir um nærsveitir og vestur á land. Þá var sungið og sagðar sögur frá fyrri tíð. Margar góðar minningar tengjast Sigga og fjölskyldunni á Bjarnastöðum sem lifa með okkur. Innilegar samúðarkveðjur, elsku Lára og fjölskylda. Hjálmur, Tryggvi og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.