Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.2015, Side 30

Ægir - 01.12.2015, Side 30
Verðmæti sjávarafla á 12 mán- aða tímabilinu ágúst 2014-júlí 2015 jókst um 9,9%, miðað við sama tímabil þar á undan. Ef horft er til einstakra flokka sjáv- araflans má meðal annars sjá að verðmætin jukust um 6,4% í botnfiski, 5,4% í flatfiski og 21,6% í uppsjávarafla. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands námu verðmætin á síð- arnefnda tímabilinu rösklega 152,6 milljörðum króna á móti tæplega 139 milljörðum tólf mánuðina þar á undan. Mesta sveiflan í prósentum var í loðnuaflanum en verð- mæti hans jukust um 224% milli tímabila, fóru úr tæpum 4 milljörðum í rösklega 12,7 millj- arða. Kolmunnaaflinn skilaði aukningu upp á 20,4% milli tímabila en aftur á móti minnk- uðu verðmæti makríls um 6,2% og síldar um 15%. Verðmæti þorsk var rúmum 12% meira á síðara tímabilinu en því fyrra. Verðmæti ufsaafla jókst einnig en verðmæti ýsu- aflans minnkaði um 7,6% milli tímabila. Hagstofan greinir einnig verðmæti afla eftir tegund löndunar á áðurnefndum tíma- bilum og þar kemur fram að verðmæti afla til vinnslu innan- lands jókst um tæp 25% á síð- ara tímabilinu í samanburði við það fyrra. Höfuðborgarsvæðið er með mestu verðmæti ein- stakra verkunarstaða, eða 37 milljarða króna og aukningu á samanburðartímabilunum um 6,6%. Hlutfallslega mest varð þó aukningin í verðmætum á Austurlandi milli tímabila eða tæp 34%. Afla að andvirði tæp- lega 25 milljarða króna var landað á Austurlandi á síðara tímabilinu, lítið eitt meira en á Suðurnesjum á sama tíma. Verðmætari sjávarafli Á tímabilinu ágúst 2014 til júlí 2015 lönduðu íslensk fiskiskip afla að verðmæti tæplega 153 milljarða króna. F réttir 30

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.