Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 29
109 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Viðbrögðin verða mest á lág- og súbarktískum svæðum.66 Hins vegar hafði hlýnunin eingöngu neikvæð áhrif á upprétta mosa (acrocarpous) sem má að hluta til skýra með því að uppréttu tegundirnar þola verr skugga en aðrir mosar (pleurocarpous og cladocarpous). Safngreiningin sýndi einnig mis- munandi svörun eftir búsvæðum og var svörunin almennt sterkari þar sem jarðvegsraki var meiri. Með því að skoða nánar niður- stöður frá einstaka svæðum, svo sem íslensku ITEX-svæðunum í Þingvallahrauni og á Auðkúluheiði (súbarktísk), kemur ýmislegt fleira áhugavert í ljós.67 Í Þingvallahrauni nær þekja hraungambra næstum 100% en þekja æðplantna aðeins 5%. Þar hafði hlýnun engin áhrif á samsetningu plöntusamfélagsins eftir fimm ár. Eins og áður hefur verið getið nær mosaþekjan í Þing- vallahrauni um 20 cm þykkt. Hún einangrar því jarðveg vel frá loft- hjúpnum (mælingar bentu jafnvel til kólnunar jarðvegs í tilraunabúrum) og hindraði þar með frekari við- brögð æðplantna. Í fjalldrapamóa á Auðkúluheiði var mosalagið hins vegar talsvert þynnra (5–10 cm) og náði einungis 70% þekju, og þekja háplantna var allt að 30%. Andstætt við mosaþembuna urðu miklar breytingar á plöntusamfélögum fjalldrapamóans við hlýnun. Runnar (fjalldrapi, víðir og lyng) juku þekju sína um ríflega 50% og þekja mosa minnkaði um 18% eftir einungis fimm ár (10. mynd B og C). 67 Mosinn hefur vafalítið dempað viðbrögð æðplantna þar í byrjun, sem endurspeglaðist m.a. í lágum jarðvegshita í tilraunareitunum, en það nægði ekki til að hindra við- brögð þeirra og aukna hlutdeild trjá- kenndra tegunda. Á þeim tíma sem ITEX-tilraunin hefur staðið hefur þegar orðið umfangsmikil loftslagshlýnun á norðurhveli. Af þeim sökum var ráðist í að gera einnig safngreiningu á viðmiðunarreitum tilraunarinnar ásamt fjölda annarra fastra reita til að kanna hvort og hvernig túndru- gróður hafði raunverulega brugðist við hlýnun á tímabilinu.68 Niður- stöður sýndu að hæð gróðurs og þekja runna hefur aukist, einkum á lág- og súbarktískum svæðum, eins og tilraunin spáði fyrir, en aðrar breytingar, þar á meðal breytingar á magni mosa, voru ekki marktækar. Athyglisvert er hve mikill breyti- leiki var í gögnunum og bendir það til þess að margir aðrir þættir en hlýnun loftslags knýi áfram breyt- ingar í gróðri. Má þar nefna þætti eins og köfnunarefnisákomu, breyt- ingar í lengd vaxtartíma og úrkomu, beit og aðra landnýtingu. Í safn- greiningunni var ekki unnt að taka tillit til þessara þátta á sama hátt og í safngreiningu tilraunarinnar þar 10. mynd. Eitt af tilraunasvæðum alþjóðlega túndruverkefnisins ITEX, í fjalldrapamóa á Auðkúluheiði í 450 m hæð yfir sjó. A) Líkt er eftir 1–3°C loftslagshlýnun með gagnsæjum harðplastbúrum sem eru opin í toppinn. B) Nærmynd af tilraunareit eftir 16 ár og C) samsvarandi viðmiðunarreitur. Hæð og magn runna, einkum sumargrænna runna (fjalldrapa og víðis), jókst við hlýnun og þekja mosa dróst saman − hraungambri (Racomitrium lanuginosum) ríkjandi. – One of the International Tundra Experimental (ITEX) sites in a Betula nana dwarf-shrub heath at 450 m altitude at Auðkúluheiði, Iceland. A) Climate warming by 1–3°C is simulated by using transparent open top chambers (OTCs). B) An OTC plot after 16 years of warming and C) the corresponding control plot. Deciduous shrubs (Betula nana, Salix species) increased in height and abundance in response to warming and moss cover (dominated by Racomitrium lanuginosum) decreased. Ljósm./Photo: Ingi- björg Svala Jónsdóttir. 84_3-4.indd 109 1601//15 12:50 Náttúrufræðingurinn 144 Gildi útináms og rannsóknir á stöðu náttúrufræðikennslu á Íslandi Margt bendir til þess að fólk á Vesturlöndum njóti náttúrunnar æ minna og átti sig ekki á því hversu háður maðurinn er náttúrunni. Í metsölubók sinni um „Síðasta barnið í skóginum“ frá 200516 benti Richard Louv á þá hættulegu þróun meðal flestra þjóða að yngri kynslóðir eru að fjarlægjast náttúruna mjög hratt og sum börn hræðast hana jafn- vel. Þessi bók vakti mikla athygli og ýtti af stað vakningu í Banda- ríkjunum um að spyrna við þessari óheillavænlegu þróun. Í kjölfarið myndaðist öflug hreyfing þar sem skólar, foreldrasamtök og fleiri að- ilar sameinuðust um að auka tengsl barna við náttúruna.17 Með því að fara út í náttúruna efl- ist skynjunin og þar með hæfileikinn til að taka eftir, áhrifin verða minnis- stæð, skilningur eykst og merkingar- bært nám (e. meaningful learning) á sér stað. Rannsóknir hafa sýnt að náttúrulegt umhverfi hefur jákvæð áhrif á líðan fólks, dregur úr streitu og viðheldur andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði.18,19 Börnum með athyglisbrest líður betur og þörf fyrir rítalín minnkar.20,21 Gildi náms utan skólastofunnar er margháttað. Það mikilvægasta er að gefa nemendum tækifæri til að læra um umhverfi sitt á virkan og skemmtilegan máta, m.a. með nýjustu tækni svo sem snjallsímum og smáforritum.22 Nemendur læra að klæða sig rétt, upplifa náttúruna á eigin skinni og njóta samveru. Einnig eru markmið með slíkum ferðum oft heilsuefling (til líkama og sálar), aukinn sálar- og félagsþroski í gegnum samvinnunám og að gefa nemendum tækifæri til að móta sér viðhorf til náttúru og umhverfis.1 Erlendar rannsóknir um gildi úti- náms eru fjölmargar en höfundi er ekki kunnugt um neinar birtar niður- stöður sambærilegra rannsókna hér á landi. Hér verða einungis nefnd dæmi. Dillon o.fl.4 drógu þá ályktun af greiningu á 150 rannsóknum á eðli og gildi vettvangsferða í Bretlandi á milli 1993 og 2003 að til að markmið náist sé nauðsynlegt að leiðsögn sé góð á öllum stigum vinnunnar, að vinna á vettvangi sé vel skipulögð og að nemendur séu vel undirbúnir. Ef þessar forsendur eru til staðar skilar námið góðum árangri og nemendur bæta þekkingu sína og færni sem nýtist til lengri tíma. Zoldosova og Prokop23 athuguðu áhrif útikennslu í Slóvakíu (nokk- urra daga vettvangsferð) á viðhorf og áhuga 153 barna á aldrinum 10–14 3. mynd. Þegar rýnt er í fjörupolla og undir þangið kemur ýmislegt í ljós. Hér sjást bleikir skorpuþörungar og kóralþang auk fleiri rauðþörunga, grænþörunga og brúnþörunga. Þarna sjást líka kuðungar og hveldýr. – At low tide many species of algae and animals can easily be seen. At least four species of red algae, one species of green algae, two brown ones plus two species of snails and byozoas are seen in the picture. Ljósm./Photo: Hrefna Sigurjónsdóttir. 4. mynd. Óðinshani í fæðuleit við ströndina í Flatey, Breiðafirði. – Red necked phalarope foraging at lowtide by the coast of Flatey, Breiðafjörður, W-Iceland. Ljósm./Photo: Hrefna Sigurjónsdóttir. 84_3-4.indd 144 1601//15 12:50 15 01 19 7 N at tu ru fr 5B C M Y K 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.