Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 72
101
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
til upptöku næringarefna (rótum,
leiðsluvef) geta mosar einnig tekið
upp næringarefni frá undirlagi
(jarðvegi) og flutt þau með hárpípu-
kröftum, ýmist utan á sprotunum
eða innan vefja, þangað sem vöxtur
er örastur. Þetta kom skýrt fram í
wtilraun þar sem merktu köfnunar-
efni (15N) var sprautað í jarðveg
undir 20 cm þykkt lag af hraun-
gambra (Racomitrium lanuginosum)
í Þingvallahrauni.10 Viku seinna
fannst merkta köfnunarefnið í mos-
anum og var styrkurinn mestur efst
í grænu hlutum sprotanna.
Búsvæði og vistfræðileg
flokkun
Hið hefðbundna hnattræna
mynstur flestra lífveruhópa er fall-
andi tegundaauðgi með fjarlægð frá
miðbaug, en það á ekki við mosa.
Tegundaauðgi tempraðra svæða
og túndru er álíka mikil og víða
í hitabeltinu.11 Mosa er að finna í
tjörnum, lækjum, lindum, votlendi
og snjódældum, en einnig á þurrari
búsvæðum eins og skóg- og kjarr-
lendi, mólendi og á melakollum,
og þar sem loftraki er hlutfalls-
lega mikill klæða þeir hraun, grjót
og klettaveggi, sem allt endur-
speglar fjölbreytilega aðlögun.
Tegundasamfélög mosa mótast af
umhverfisþáttum, svo sem raka,
snjóalögum, undirlagi, næringar-
framboði og birtuskilyrðum, og
eru því að jafnaði mjög ólík á mis-
munandi búsvæðum. Þá hefur efna-
samsetning berggrunns einnig sterk
áhrif og kemur það sérstaklega skýrt
fram víða erlendis þar sem gerð og
uppruni berggrunns er fjölbreyttari
en hér á landi.
Vistfræðileg flokkun lífvera miðar
að því að flokka saman lífverur sem
hafa svipaða vistfræðilega virkni í
svokallaða virknihópa (e. functional
types) eða eftir lífssögugerðum (e.
life history strategy). Slíkri flokkun
hefur hins vegar yfirleitt ekki verið
mikill gaumur gefinn þegar mosar
eru flokkaðir við gróðurrannsóknir.
Oftast eru þeir flokkaðir eftir vaxtar-
formi kynliðarins (e. growth form). Al-
gengast er að skipta þeim upp í hópa
eftir staðsetningu gróhirslu, sem situr
ýmist á stöngulendum (e. acrocarpo-
us), til hliðar á stönglum (e. pleuroc-
arpous), eða á endum hliðargreina (e.
cladocarpous). Síðan má deila mosum
enn frekar niður eftir byggingu sprot-
anna, þ.e. hvort þeir mynda stöngul
og blöð eða lárétt þal.8 Barnamosar,
þ.e. mosar af ættkvíslinni Sphagnum,
eru það sérstakir að allri byggingu að
þeir eru að jafnaði flokkaðir sér.
2. mynd. Fjallhaddur (Polytrichum alpinum) er einkynja (tvíbýli). Til vinstri karlplöntur með frjóhirslum. Til hægri kvenplöntur með
gróhirslum (tvílitna gróliðurinn). – Polytrichum alpinum is dioicous. Left, male plants with antheridia. Right, female plants with spor-
angia (the diploid sporophyte). Ljósm./Photos: Ingibjörg Svala Jónsdóttir.
Lífsform – Life form Dæmi – Example
Lágar breiður – short turfs Hlaðmosi (Ceratodon purpureus), silfurhnokki (Bryum argenteum)
Háar breiður – tall turfs Móabrúskur (Dicranum scoparum), barnamosar (Sphagnum)
Þúfur – cushions Snúinskeggi (Grimmia funalis), hnúskar (Kiaeria), sótmosar (Andreaea)
Jarðlægir – mats
Stjörnumosi (Marchantia polymorpha),
brekkuglit (Plagiothecium denticulatum),
götulokkur (Brachithecium albicans)
Vefir – wefts
Tildurmosi (Hylocomium splendens),
hrísmosi (Pleurozium schreberi),
móasigð (Sanionia uncinata)
Blævængsformaðir – fans Fossmosi (Thamnobryum alopecuroides), næfurmosar (Neckera)
Hangandi – pendants Ýmsar tegundir ásætumosa í hitabeltinu
Trjákrónuformaðir – dendroids Krónumosi (Climacium dendroides)
Straummosar – streamers Ármosi (Fontinalis antipyretica)
1. tafla. Nokkur lífsform mosa og dæmi um tegundir. – A few life forms of bryophytes and
species examples.
84_3-4.indd 101 1601//15 12:49
Náttúrufræðingurinn
152
samband. Það væri einnig gaman að
heyra frá þeim sem luma á gömlum
fréttabréfum, innbundnum frétta-
bréfunum, myndum eða öðru for-
vitnilegu efni tengdu félaginu og
starfi þess.
Félagsatferli líffræðinga
Strax í öðru tölublaði fréttabréfsins
eru lögð drög að skemmtan. Þar
segir:
“Stungið hefur verið upp á því að
félagið gangist fyrir árshátíð á næst-
unni í þeim tilgangi „að auðvelda
samband og skoðanaskipti milli
félaga sinna“ (sbr. 2. gr. laga félags-
ins). Hefur hugmyndin fengið góðan
hljómgrunn, og mun reynt að hrinda
henni í framkvæmd fái stjórnin um-
talsverða hvatningu.”
Fyrsta árshátíðin var haldin 30.
apríl 1980 í Fóstbræðraheimilinu.
Byrjað var á Grensásvegi með
kokteil, sem þarfnast ekki frekari
kynningar, og síðan var boðið upp á
ómótstæðilega blöndu af mat, lifandi
tónlist, diskó, söng og öðru skemmti-
efni. Manni skilst að fyrstu árshá-
tíðirnar hafi verið ansi skrautlegar,
og síðar öðlaðist haustfagnaður Líf-
fræðifélagsins afgerandi orðspor.
Árshátíðir voru og eru góður vett-
vangur fyrir alls konar líffræðinga að
blanda geði, ræða málin eða sprikla
frá sér ráð og rænu. Líffræðikórinn
hefur starfað með rykkjum, og kyrjar
reglulega raunavísuna um Njálginn
og aðra klassíska slagara. Nokkrar
líffræðilegar hljómsveitir hafa troðið
upp, Glasabörnin og Guðni og örver-
urnar voru meðal þeirra fyrstu, en í
seinni tíð er helst að hefna Hina ást-
sælu Spaða og Geirfuglana sem státa af
öndvegis líffræðingum, tónelskum
og hæfileikaríkum. Það er ekki við
hæfi að endursegja sögur af árshá-
tíðum á síðum hins virðulega Nátt-
úrufræðings, en hátíðarræða Björns
Örvars, forstjóra ORF líftækni, á
síðustu árshátíð (2013) verður lengi
í minnum höfð. Þar útlistaði Björn
sóknarfæri fyrir íslenska líffræðinga,
í bæði eftirlits- og fegurðarlíffræð-
inni. Nú er bara dagaspursmál hve-
nær farið verður að kenna námskeið-
in líffræðilega lögfræði, dagkrem
og húðlíffræði I, örverufræði ristil-
skolana og markaðssetningu sloppa
og frumna. Að öllu spaugi slepptu
hafa árshátíðir líffræðifélagsins verið
ómetanlegur hluti af starfi þess og
samfélagi líffræðinga hérlendis, og
er líklegt að svo verði áfram.
Lokaorð
Agnar Ingólfsson tók þátt í að stofna
Líffræðifélag Íslands og móta starf
þess fyrstu árin. Hann var fram-
sýnn í faglegu starfi sínu og lagði
einnig mikið af mörkum fyrir sam-
félag líffræðinga hérlendis. Flest
viðfangsefni félagsins í upphafi eru
enn burðarás í starfi þess, nema þá
fyrirlestrarnir. Þörfin er ekki sú sama
því nú er ágætis framboð á faglegum
fyrirlestrum hérlendis, meðal annars
á málstofu Hafrannsóknarstofn-
unar, hrafnaþingi Náttúrufræði-
stofnunar og föstudagsfyrirlestrum
Líffræðistofu. Ef til vill mætti bæta
upplýsingaflæði með því að setja til-
kynningar um líffræðileg erindi og
viðburði á einn stað, til dæmis á einn
póstlista. Að undanförnu hefur stjórn
Líffræðifélagsins lagt af fréttabréfið
en sent tölvupóst með tenglum á
viðburði eða fréttir um ákveðin mál
um það bil tvisvar í mánuði. Stjórn
félagsins hefur velt fyrir sér hvort
gagn væri að því að bæta þar inn í
líffræðidagatali, þar sem fólk gæti
skráð inn fyrirlestra, varnir fram-
haldsnema eða ráðstefnur sem eru
á döfinni. Þótt umræða um almenn
mál fari fram á vefmiðlum er ljóst
að ráðstefnur eru nauðsynlegar. Þær
draga saman líffræðinga af ólíkum
stofnunum, gefa tækifæri á bein-
skeyttari skoðanaskiptum og sam-
ræðum í stórum hópum, og efla
einnig félagslega þáttinn. Líffræði-
félag Íslands á tilvist sína Agnari
Ingólfssyni að miklu leyti að þakka.
Vonandi tekst okkur, íslenskum líf-
fræðingum sem samfélagi, að þróa
og efla starf félagsins í anda hans.
Heimildir
1. Fréttabréf Líffræðifélags Íslands. Líffræðifélag Íslands, Reykjavík.
19 . yrsta fr ttabr fi s vefnu htt biologia.is files
LFrettabref1.1.pdf; einnig nokkur síðari fréttabréf: http://biologia.is/
files/LFrettabref1.1.pdf; Skoðað 25. nóvember 2014.
2. Hálfdán Ómar Hálfdanarson 1981. Ensk-íslensk orðaskrá í líffræði.
Reykjavík. iii + 119.
3. Hálfdán Ómar Hálfdanarson og Þuríður Þorbjarnardóttir 1997. Líforða-
safn. Enskt-íslenskt. Reykjavík.
4. Líffræðifélag Íslands. Líffræðifélag Íslands. Skoðað 25. nóvember 2014 á
http://biologia.is/
um höfundinn
Arnar Pálsson (f.1970) lauk B.S.-prófi í líffræði árið 1995
og M.S.-prófi í líffræði árið 1998 frá líffræðiskor Há-
skóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi í erfðafræði frá
Fylkisháskólanum í Norður-Karólínu (North Carolina
State University) árið 2003 og vann eftir það við Há-
skólann í Chicago (University of Chicago) og Íslenska
erfðagreiningu. Sem dósent í lífupplýsingafræði við
Háskóla Íslands vinnur hann að rannsóknum á þróun,
þroskun og erfðum. Hann er formaður Líffræðifélags
Íslands.
Póst– og netfang höfundar/Author’s address
Arnar Pálsson
Líf og umhverfisvísindadeild / Líffræðistofnun HÍ
Háskóli Íslands
Sturlugata 7
IS-101 Reykjavík
apalsson@hi.is
84_3-4.indd 152 1601//15 12:50
15
01
19
7
N
at
tu
ru
fr
4B
C
M
Y
K
56