Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 28
Náttúrufræðingurinn 108 hennar voru talsvert minni á beitta svæðinu og heildarlífmassi hennar því svipaður á báðum svæðunum.41 Beitardýr hafa áhrif á mosa með fleiru en traðki. Næringargildi mosa er almennt hlutfallslega lágt og mos- ar eru því yfirleitt ekki mikill hluti af fæðu beitardýra að sumri þegar nægt framboð er af næringarríkari fæðu. Að vetri og snemma að vori er fæðuframboðið hins vegar lítið og mosanna er þá neytt í ríkara mæli. Læmingjar eru mikilvægar plöntuætur víða á túndrusvæðum og eru mosar aðalfæða ákveðinna læmingjategunda að vetri.56 Á Sval- barða eru engir læmingjar fremur en á Íslandi, en þar eru aðrir grasbítar sem neyta mosa þegar ekki er annað að fá. Mosar voru 26% af fæðu hrein- dýra að vetri og voru haddmosar (Polytrichum), brúskmosar (Dicr- anum) og gamburmosar (Racomitri- um) mest áberandi.57 Gæsir neyta mosa í enn ríkara mæli en hreindýr fyrst eftir að þær koma á varp- stöðvar sínar á norðlægum slóðum. Þær koma yfirleitt talsvert áður en vaxtartíminn hefst, meðan frost er enn í jörðu. Þá er aðalfæða þeirra mosi eða fram að því að þær geta farið að seilast eftir forðalíffærum æðplantna (kornsúrur, grös, starir, fífur) sem liggja ýmist í mosalaginu eða neðanjarðar.58 Við rannsóknir á fæðuvali helsingja (Branta leucopsis) á Svalbarða að vori, áður en varp hófst, kom í ljós að ríflega 96% af fæðu þeirra var mosi, aðallega flóahrókur (Calliergon richardsonii).59 Þegar hels- ingjar og sér í lagi heiðagæsir (Anser brachyrhynchus, 4. mynd C) róta eftir næringarríkum forðalíffærum æðplantna raska þær mosaþekjunni oft á stórum blettum með tilheyrandi áhrifum á jarðvegsþætti.60 Margt bendir þó til að mosinn þoli álag gæsanna nokkuð vel. Í tilraunum á Svalbarða sýndi flóahrókur mikla hæfni til endurvaxtar eftir beit61 og mosarík plöntusamfélög náðu sér fyrr eftir rask gæsanna en þau sem höfðu minni mosaþekju.62 Auk traðks og beitar hraða plöntuætur hringrás næringarefna í vistkerfum, sem eykur aðgengi mosa og æðplantna að næringarefnum. Létt beit með hæfilegum áburðar- áhrifum hefur jákvæð áhrif á vöxt mosa.63 Eins og áður er getið eru hins vegar takmörk fyrir því hversu mikið mosalagið tekur upp af næringarefnum. Þegar beitarálag eykst og mosinn traðkast niður megnar hann ekki að binda næringarefnin sem beitardýrin losa og þá eykst aðgengi æðplantna að næringarefnum í jarðvegi.55 Rétt er að halda því til haga að plöntuætur eru fjölbreyttur hópur lífvera og áhrif þeirra á mosa og æðplöntur geta verið talsvert ólík. Þau fara einnig eftir því hversu þung beitin er. Þar að auki eru beitaráhrifin mismunandi eftir því hvaða tegundir plantna eiga í hlut. Samspil mosa, æðplantna og plöntuætna er því margslungið og hefur afdrifarík áhrif, bæði á bygg- ingu og tegundasamsetningu líf- fræðilegra samfélaga og á hringrás næringarefna og kolefnisflæði. Til að spá fyrir um viðbrögð vistkerfa við hlýnun loftslags er því nauðsynlegt að rannsaka þetta flókna samspil (9. mynd). Áhrif loftslagsbreytinga Alþjóðlega túndruverkefnið ITEX (e. International Tundra Experiment) hófst fyrir rúmum 20 árum og er til- gangur þess að kanna hvernig ein- stakar plöntur og plöntusamfélög bregðast við loftslagshlýnun.64,65 Sett var upp einföld tilraun þar sem líkt er eftir hlýnun loftslags um 1–3 gráður víðs vegar í heimskauta- og fjallatúndru með opnum, gagn- sæjum harðplastbúrum (10. mynd A). Nýleg safngreining gagna sýnir að til lengri tíma eykst hæð gróður- þekjunnar og magn runna, einkum sumargrænna runna, en þekja fléttna og mosa minnkar (11. mynd). 8. mynd. Samanburður á mosaþembu með stinnastör í beittu og óbeittu landi (beitar- friðað í 14 ár) á Hnausheiði í 270 m hæð yfir sjávarmáli. A) Lífmassi hraungambra (Racomitrium lanuginosum) og B) þétt- leiki stinnastarar (Carex bigelowii). Súlur sýna meðaltöl ± staðalskekkju. Byggt á rannsóknarniðurstöðum frá 1991.41 − Com- parison of mossheath with sedges in grazed (sheep grazing) and ungrazed (grazing pro- tected for 14 years) at Hnausheiði, Iceland, at 270 m altitude. A) Biomass of moss (Ra- comitrium lanuginosum) and B) density of the sedge Carex bigelowii. Bars show means ± SE. Based on Jónsdóttir.41 9. mynd. Samspil mosa, æðplantna og plöntuætna. Styrkur samskipta mismunandi lífveruhópa mótar viðbrögð vistkerfa við hlýnun loftslags. − Interac- tions between bryophytes (Mosar), vascular plants (Æðplöntur) and herbivores (Plöntuætur). The strength of interaction between different organism groups shapes the ecosystem (Vistkerfi) responses to climate warming (Hlýnun). 84_3-4.indd 108 1601//15 12:50 145 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ára og báru saman við 463 börn sem ekki fóru í sambærilega ferð. Vinnan í vettvangsferðunum einkenndist af því að kanna fyrirbæri og hluti í náttúrunni og beita vísindalegum vinnubrögðum. Marktækur munur reyndist vera á virkni og þátttöku nemendanna. Börnin í útihópnum voru virkari og áhugasamari og öðluðust góða heildarsýn í gegnum þverfaglegan skilning, tengsl við fyrra nám og félagslegt nám (um- ræða, samvinnunám). Könnun meðal 300 landfræði- og umhverfisfræðinema á háskólastigi í Englandi sýndi að jákvæðni gagn- vart vettvangsferðum jókst mikið eftir að nemendur höfðu sjálfir farið í skipulagða vettvangsferð. Tæki- færið til að tengja bóklegt nám við vettvanginn var það sem þeir mátu mest.24 Rannsókn meðal líffræðinema á háskólastigi í Ástralíu sýndi að 97% þeirra töldu að vettvangsferðir væru nauðsynlegar, hjálpuðu þeim við skilning á námsefninu og væru dýr- mæt reynsla fyrir framtíðarstarf.25 Í sömu rannsókn kom fram að yfir 70% kennaranna fannst vettvangs- ferðir nauðsynlegar og ykju sjálf- traust hjá um helmingi nemenda. Líklegt er að útikennsla hafi verið mjög lítil lengst af á síðustu öld, þótt hinn merki uppeldisfræðingur Guðmundur Finnbogason hafi lagt áherslu á mikilvægi verklegs náms og upplifunar í upphafi 20. aldar (sjá bls. 86–90 í riti hans Lýðmenntun. Hugleiðingar og tillögur frá 1903).26 Það var fyrst í aðalnámsskrá grunn- skóla árið 1989 að settar voru fram hugmyndir um útikennslu sem hluta af skólastarfi. Þær hugmyndir voru raunar ekki bundnar við nátt- úrufræði.2 Í nýjum námskrám1,3 er töluverð áhersla á útikennslu. Áhugi á henni hefur aukist síðustu 10–15 árin og víða hafa verið settar á stofn útikennslustofur. Málþing um útinám og náttúrufræðimenntun í Kennaraháskóla Íslands og á menntavísindasviði H.Í. síðustu árin hafa verið vel sótt af kennurum, sem sýnir að áhugi er til staðar. Í könnun meðal stjórnenda grunn- og leikskóla Reykjavíkur frá 2008 kom fram að í 70% grunnskóla og 41% leikskóla var um einhverja úti- kennslu að ræða, mest á yngra stigi, nokkuð á miðstigi (10–12 ára) en mjög lítið á unglingastigi grunn- skóla (13–15 ára). Um 80% skóla- stjórnenda tóku þátt í könnuninni. Þessi könnun var gerð í tengslum við verkefnið Græn skref, aðgerða- áætlun Reykjavíkurborgar í um- hverfismálum. Meðal markmiða þessa verkefnis er að öll hverfi fái „eigið náttúrusvæði til útikennslu og umhverfisfræðslu“.27 Þarna er vissulega um jákvæða þróun að ræða. Í könnuninni kemur líka fram að aðsókn kennara að námskeiðum Náttúruskólans um útikennslu jókst á fyrsta áratug aldarinnar en eftir 2008 hrundi aðsóknin (Helena Óladóttir, munnl. upplýsingar). Ekki var spurt um hvers konar vettvangs- ferðir var farið í og því ekki unnt að sjá hve algengt það er að nemendur fari í vettvangsferðir í fjöru. Rannsóknir á námskrám, kennslu- háttum og stöðu náttúrufræðinnar á Íslandi á síðustu öld eru nokkrar en lítið hefur birst af niðurstöðum þeirra á aðgengulegu formi. Góða samantekt á þeim má finna í rigerð Kristínar Norðdahl frá 1999.28 Hér verður getið rannsókna hér á landi frá þessari öld þar sem spurt var m.a. um útikennslu. Árið 2005 sendi höfundur út könn- un til 150 gamalla nemenda sinna, sem höfðu tekið líffræði sem val í Kennaraháskóla Íslands á árunum 1990 til 2003 og voru við kennslu í grunnskóla. Aðeins 45 svöruðu og voru þeir ýmist að kenna líffræði á miðstigi eða unglingastigi. Bein kennsla (fyrirlestrar) var algengasta kennsluformið en með aukinni kennslureynslu jókst áherslan á vett- vangsferðir. Sérstök kennslustofa fyrir náttúrufræðina reyndist vera til staðar í 65% skólanna, sama hlutfall kennara taldi nágrenni skóla henta til útikennslu og tæplega helmingur fékk aðstoð í vettvangsferðum frá skólaliðum eða öðrum kennurum. Rúmlega helmingur fór oftar en einu sinni í mánuði í vettvangsferð með hvern hóp, aðrir sjaldnar. Áhugavert var að kennararnir töldu verklega hlutann af sínu eigin námi í Kenn- araháskólanum hafa reynst þeim best sem undirbúningur fyrir líf- fræðikennsluna. Þegar spurt var um hvers konar vettvangsferðir væri að ræða kom í ljós að algengast var að fara í vettvangsferð á skólalóðina en fjöruferðir voru næstalgengastar (5. mynd).29 Í rannsókn frá 2006–2007 um stöðu náttúrufræðikennslu í grunnskólum bárust svör við spurningalista frá 119 kennurum í 19 skólum. Fram kom 5. mynd. Svör við spurningu um hvert kennarinn fer í vettvangsferðir. Merkja mátti við fleira en eitt svar. 40 kennarar svöruðu. – The diagram shows where teachers take their students on a field trip. 40 teachers in comprehensive schools answered a questionnaire. Columns from top to bottom: to look at plants, to the school yard, to the seashore, bird watching, to look at invertebrates, to lakes/ponds, nature trail, other places. Horizontal axis shows the number of responses. 84_3-4.indd 145 1601//15 12:50 15 01 19 7 N at tu ru fr 5B C M Y K 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.