Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 56
117 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3. mynd. Hvítmáfur (a) og silfurmáfur (b). – Glaucous gull (a) and herring gull (b). Ljósm./Photos: Yann Kolbeinsson. niðurstöðurnar endurspegluðu að- eins breytileika innan tegundanna og hugsanleg landnemaáhrif.28,29 Silfurmáfar, sem eru útbreiddir um norðan- og vestanverða Evrópu, námu land hér upp úr 1920. Hvít- máfar eru hins vegar útbreiddir í kringum norðurheimskautið og hafa verið lengi á Íslandi. Í Norður-Amer- íku finnast einnig silfurmáfar, sem hafa ýmist verið taldir til annarrar tegundar, Larus smithsonianus, eða deilitegundarinnar Larus argentatus smithsonianus. Agnar hafnaði álykt- un Snells með því að vísa í ákveðin útlitseinkenni og benti að auki á að kynblöndun ætti sér mögulega einnig stað í Norður-Noregi og á Kólaskaga þar sem útbreiðsla silfur- máfa og hvítmáfa skarast einnig.30 Deila þeirra Agnars og Snells er í raun ekki takmörkuð við þessar tvær tegundir heldur endurspeglar almennt vandamál við greiningu erfðafræðilegra gagna frá skyldum tegundum, þ.e. hvort sameiginlegur breytileiki stafar af nýlegri aðgrein- ingu eða kynblöndun. Þegar hópur einstaklinga af sömu tegund aðgreinist, t.d. í tvo landfræðilega aðskilda og allstóra hópa, þá deila báðir hópar flestum sömu afbrigðum af einstökum genum eða eiginleikum þeirra. Það er ekki fyrr en eftir þónokkrar kynslóðir sem hóparnir verða ólíkir, nýjar stökkbreytingar eiga sér stað innan hvors hóps um sig og dreifast þar. Tilviljun getur ráðið því að sum afbrigði tapast og önnur verða allsráðandi. Í tilviki lítilla hópa getur þessi aðgreining gerst hraðar. Athugun á ættartrjám einstakra gena getur hjálpað til við að skilja á milli mögulegra skýringa (sbr. 2. mynd). Ef skörun gerða, t.d. af einstökum DNA röðum, meðal ólíkra tegunda kemur frekar fyrir á sama svæði þar sem báðar tegundirnar greinast en á aðskildum svæðum þar sem aðeins önnur tegundin er, þá er líklegra að það stafi af kynblöndun en af því að breytileikinn hafi varðveist innan beggja hópanna. Eins getur náttúru- legt val breytt tíðni einstakra eigin- leika sem hafa áhrif á frjósemi eða lífslíkur einstaklinganna, t.d. vegna mismunandi umhverfisskilyrða á búsvæðum hópanna tveggja, og breytir valið þá einnig tíðni erfða- markanna sem tengjast þeim eigin- leikum. Til að greina slík staðbundin áhrif í erfðamenginu er því mikil- vægt að skoða fleiri en eitt erfða- mark. Eftir að nægilegar breytingar hafa safnast fyrir í hvorum hópi um sig kemur að því að einstaklingar úr sitthvorum hópnum geti ekki æxlast saman og mynda þeir þá æxlunarlega aðskildar tegundir.a Máfar eru um margt áhugaverðir út frá þróunarfræði og hafa þeir verið efniviður fjölmargra rann- sókna. Um 20 tegundir stórra hvít- höfðaðra máfa þekkjast. Flestar þeirra eru á norðurhveli og mynda röð af mismunandi tegundum í kringum norðurpólinn. Ernst Mayr (1904–2005), einn af áhrifamestu þróunarfræðingum 20. aldar, vísaði til þeirra þegar hann útfærði hug- mynd sína um hringtegund þar sem nálægir stofnar mynda eins konar keðju og geta æxlast saman lang- leiðina eftir keðjunni, en á endum keðjunnar eru stofnarnir það ólíkir að einstaklingar úr þeim geta ekki lengur æxlast saman.31 Viðamikil rannsókn Liebers og félaga gaf þó til kynna að saga þessara máfateg- unda væri mun flóknari.32,33 Þannig virðast þær frekar hafa greinst að í ólíkum hælum á jökulskeiðum ísaldar og dreifst svo út um norður- hvel á mismunandi hátt. Bæði hefur aðgreiningin verið mismikil vegna mislangs aðskilnaðar í tíma og eins hefur kynblöndun milli tegundanna verið mismikil. Þegar Agnar varpaði fram ályktun sinni um kynblöndun varð vart ýmissa efasemda. Nú um stundir er þó almennt viðurkennt að kynblöndun meðal tegunda sé nokkuð algeng og talið er að um 10% allra fuglategunda geti æxlast við skyldar tegundir.34,35 Mögulegar ástæður eru að æxlunarhindranir hafi þróast hægt hjá þessum fuglum eða að þeir myndi ungar tegundir. Hið síðarnefnda virðist frekar eiga við um stóru hvíthöfðuðu máfana, sem talið er að hafi myndast á síðustu 100–600 þúsund árum.33 a Nokkur tegundahugtök hafa verið skilgreind og nýtast þau misvel eftir hvaða rannsóknir eru stundaðar eða hvert umfjöllunarefnið er. Má þar nefna líffræðilega teg- undahugtakið, sem byggir á líffræðilegri æxlunareinangrun og flokkunarfræðilega tegundahugtakið sem byggir á flokkunarlegri stöðu lífvera innan ættartrés. 84_3-4.indd 117 1601//15 12:50 Náttúrufræðingurinn 136 eða önnur dýr sem þær líta ekki á sem bráð. Þetta umburðarlyndi hefur leitt til þess að ýmsar aðrar tegundir köngulóa og annarra smá- dýra nýta sér vefi félagsköngulóa til viðurværis. Til að mynda eru Argyro- des-köngulær algengar í vef hinna félagslyndu tegundar Anelosi-mus eximius. Argyrodes-tegundir sérhæfa sig í að ræna bráð annarra köngulóa. Virðast einstaklingar í þessari ætt- kvísl gera það óáreittir í vef félags- köngulóa og eiga jafnvel til að drepa og éta gestgjafa sína. Helstu afræn- ingjar félagsköngulóa eru hins vegar sníkjuvespur sem verpa eggjum sínum í eggjapoka köngulóanna. Í einstaka tilfellum sýkja sníkjuvespur næstum hvert einasta köngulóaregg. Uppruni félagshegðunar Þar sem hlutfallslega fáar könguló- artegundir eru félagslyndar (um 0,05% eða 20–25 tegundir) liggur beinast við að leita fyrst svara við spurningunni um hversu oft félagshegðun hefur þróast meðal köngulóa. Eru tegundirnar fáar af því að félagshegðun þróaðist sjaldan eða liggja aðrar ástæður að baki? Þessari spurningu er best svarað með því að beita skyldleika- greiningu. Ef allar félagsköngulær eru náskyldar má gera ráð fyrir að þær eigi sameiginlegan uppruna í félagslyndum forföður en ef þær eru óskyldar hljóta þær að vera á aðskildum þróunarbrautum. Tegundirnar sem um ræðir hafa ekki allar verið skyldleikagreindar en þar sem slík gögn vantar má notast við klassíska flokkunarfræði. 1. tafla sýnir lista yfir þekktar teg- undir félagsköngulóa. Af þeim lista er greinilegt að félagshegðun hefur þróast margsinnis því að hinar 23 félagslyndu tegundir tilheyra átta óskyldum ættum og ellefu ættkvíslum. Hins vegar er skyld- leikagreining nauðsynleg innan ættkvísla með margar félagslyndar tegundir og á það við um ætt- irnar Theridiidae (slútköngulær) og Eresidae (flauelskóngulær). Ég hef rannsakað skyldleika meðal félags- lyndra slútköngulóa12–16 og koll- egar mínir meðal flauelskóngulóa.17 Ætt Family Ættkvísl og tegund Genera and species Útbreiðsla Distribution Búsvæði Habitat Vefur Web Móðurumhyggja innan ættkvíslar Maternal care in genera Agelenidae Agelena consociata Vestur-Afríka Hitabeltisregnskógur Þrívíður + Agelenidae Agelena republicana Vestur-Afríka Hitabeltisregnskógur Þrívíður + Dictynidae Aebutina binotata Suður-Ameríka Hitabeltisregnskógur Þrívíður + Dictynidae Mallos gregalis Mið-Ameríka Heittempruð gresja Þrívíður + Eresidae Stegodyphus dumicola Mið og sunnanverð Afríka Heittempruð gresja Þrívíður + Eresidae Stegodyphus mimosarum Afríka og Madagaskar Heittempruð gresja Þrívíður + Eresidae Stegodyphus sarasinorum Indland og nágrannalönd Heittempruð gresja Þrívíður + Nesticidae Ólýst tegund Kólumbía Hitabeltisregnskógur Þrívíður + Oxyopidae Tapinillus sp Suður-Ameríka Hitabeltisregnskógur Þrívíður + Sparassidae Delena cancerides Ástralía Heittempraður skógur Enginn vefur + Theridiidae Achaearanea disparata Vestur-Afríka Hitabeltisregnskógur, jaðar Þrívíður + Theridiidae Achaearanea vervortii Nýja-Gínea Hitabeltisregnskógur, jaðar Þrívíður + Theridiidae Achaearanea wau Nýja-Gínea Hitabeltisregnskógur, jaðar Þrívíður + Theridiidae Anelosimus domingo Suður-Ameríka Hitabeltisregnskógur Þrívíður + Theridiidae Anelosimus eximius Suður-Ameríka Hitabeltisregnskógur, jaðar Þrívíður + Theridiidae Anelosimus guacamayos Suður-Ameríka Hitabeltisregnskógur, jaðar Þrívíður + Theridiidae Anelosimus oritoyacu Suður-Ameríka Hitabeltisregnskógur, jaðar Þrívíður + Theridiidae Anelosimus puravida Mið- og Suður-Ameríka Hitabeltisregnskógur, jaðar Þrívíður + Theridiidae Anelosimus lorenzo Suður-Ameríka Hitabeltisregnskógur, jaðar Þrívíður + Theridiidae Anelosimus rupununi Suður-Ameríka Hitabeltisregnskógur, jaðar Þrívíður + Theridiidae Theridion nigroannulatum Suður-Ameríka Hitabeltisregnskógur Þrívíður + Thomisidae Diaea megagyna Ástralía Heittempraður skógur Enginn vefur + Thomisidae Diaea socialis Ástralía Heittempraður skógur Enginn vefur + 1. tafla. Listi yfir þekktar tegundir félagsköngulóa. Af listanum er greinilegt að félagshegðun hefur þróast margsinnis þar sem tegundirnar 23 eru í átta óskyldum ættum og ellefu ættkvíslum. Flestar tegundanna þrífast í hitabeltisskógum eða á heittempruðum gresjum. Langflestar tegundirnar vefa þrívíðan vef og móðurumhyggja er þekkt meðal annarra tegunda innan ættkvíslanna sem styður þá tilgátu að þessir þættir geti stuðlað að þróun félagshegðunar hjá köngulóm. – Known species of quasisocial spiders. It is evident from this list that sociality has evolved repeatedly in spiders as the 23 social spiders are distributed in eight families and eleven genera. Social spiders primarily occur in tropical rainforests and warm savannah. Most species make three-dimensional webs and have congeners that show maternal care, consistent with the putative role of these factors in the evolution of spider sociality. 84_3-4.indd 136 1601//15 12:50 15 01 19 7 N at tu ru fr 6B C M Y K 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.