Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 66

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 66
107 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags að hugmyndalíkanið á 7. mynd nái einnig til nýliðunarferlanna, þar sem jákvæð áhrif mosalagsins yfirgnæfa þau neikvæðu þar til lagið hefur náð ákveðinni dýpt. Hver sú dýpt er fer eftir því hvaða æðplöntutegund á í hlut. Samskipti mosa og æðplantna er hins vegar ekki hægt að skoða í einangrun frá þeim lífverum sem neyta þeirra. Hér verður því varpað ljósi á hvernig margvísleg áhrif stórra grasbíta móta samskiptin. Mosar – æðplöntur – plöntuætur Mosar eru almennt viðkvæmir fyrir traðki stórra beitardýra. Uppréttir mosar (acrocarpous) virðast þola traðkið betur en önnur vaxtarform (pleurocarpous, cladocarpous). Til þess benda niðurstöður úr saman- burði á gróðri í beittu og óbeittu landi á Auðkúluheiði (jökulalda í má skýra t.d. með hagstæðari raka-, hita- og/eða næringarskilyrðum. Eftir því sem mosaþekjan þykknar ná neikvæð áhrif yfirhöndinni (skuggi, erfiðleikar við rótun, ein- angrun jarðvegs), jafnvel að því marki að nýliðun stöðvist. Rann- sóknir á vistfræði mosaþembna í Þingvallahrauni, sem ná að jafnaði 15–20 cm þykkt, sýndu að þar var að finna lífvænlegan fræforða í efstu 10 cm jarðvegsins þótt þekja æðplantna væri ekki mikil (4. mynd A).42 Ríkjandi æðplöntutegund var stinnastör (Carex bigelowii) og var engin nýliðun af fræi mælanleg á þriggja ára tímabili nema þar sem mosaþekjan var fjarlægð, og þá aðeins tvö fyrstu árin á eftir (2. tafla).42 Samskonar hamlandi áhrif á nýliðun frá fræi komu fram í rann- sóknum á mosaþembum í Skaft- áreldahrauni sem ná jafnvel enn meiri þykkt en í Þingvallahrauni (1. mynd B).52 Það má því segja Lómatjörn borin saman við beiti- landið umhverfis).53 Mun meira kvað að uppréttum tegundum í beitta landinu en því óbeitta, einkum haddmosum og hnokk- mosum (ættkvíslirnar Polytrichum og Bryum). Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður til- rauna í Svíþjóð þar sem m.a. var líkt eftir traðki hreindýra.54 Traðk hafði engin áhrif á jarphadd (Polytrichum juniperinumum), sem er uppréttur og myndar lágar, gisnar breiður, en tíðni hrísmosa (Pleurozium schreberi), sem er „pleurocarpous“ og myndar vefi, minnkaði verulega.54 Mosalagið er einnig að jafnaði mun þynnra við þunga beit stórra beitardýra, eins og sýnt hefur verið fram á bæði hér á landi,41WW í Norður- Svíþjóð55 og á Svalbarða37 og er traðk sennilega ein meginskýr- ingin á því (4. mynd B, C). Þegar mosalagið raskast og þynnist af völdum traðks eykst örveruvirkni og losun næringarefna í jarðvegi, æðplöntum í hag.3,54,55 Þar með breytist samkeppnisjafnvægi mosa og æðplantna. Ennfremur kann framboð öruggra seta fyrir nýliðun æðplantna að aukast þegar þykk mosaþekja raskast.42 Við saman- burð þungbeittrar og beitarfrið- aðrar mosaþembu með stinnastör á hálendi Íslands reyndist lífmassi mosans í beitta landinu um fjórð- ungur af lífmassa beitarfriðaða svæðisins og þéttleiki stinnastara var helmingi meiri (8. mynd).41 Þessi beitaráhrif geta tæpast talist stinnastörinni í hag því að sprotar 7. mynd. Líkan byggt á rannsóknum Brookers & Callaghans44 sem sýnir hvernig bæði jákvæð og neikvæð áhrif mosa á æðplöntur breytast með þykkt mosalagsins. Heildaráhrif fyrir tegund X eru jákvæð í byrjun en verða neikvæð til hægri við örina. Áhrifin geta verið mismunandi eftir tegundum. Endurteiknað og einfaldað frá Gornall o.fl.47 – Conceptual model adopted from Brooker & Callaghan44 show- ing how both positive and negative effects of the moss layer on vascular plants change with increasing moss layer depth. The net effect for species X is shown where it is positive to begin with, but becomes negative to the right of the arrow. The effects can be species specific. Modified from Gornall et al.47 Ár Year N Fræforði (fjöldi m-2) Seed bank (number m-2) N Nýliðun af fræi (fjöldi m -2) Seedlings emerging (number m-2) Óröskuð mosaþekja – Intact moss layer Mosi fjarlægður – Moss removed 1990 35 118,7±56,7 15 0 1,03±0,27 1991 15 138,5±55,9 15 0 1,83±0,47 1992 15 0 0 2. tafla. Meðalfjöldi fræja stinnastarar (Carex bigelowii) í fræforða mosaþembna í Þingvallahrauni (efstu 10 cm jarðvegs) og nýliðun af fræi í reitum með óraskaða mosaþekju og eftir að mosi (Racomitrium lanuginosum) var fjarlægður (± SE). N = fjöldi sýna eða reita. Byggt á niðurstöðum rannsóknar frá 1995.42 – Mean number of Carex bigelowii seeds in seed bank in a moss heath in Þingvellir lava fields (uppermost 10 cm of soil) and number of seedling emerging in plots with intact moss layer and with moss layer (Racomitrium lanuginosum) removed (±SE). Based on Jónsdóttir (1995).42 84_3-4.indd 107 1601//15 12:50 Náttúrufræðingurinn 146 að kennarar hafa almennt áhuga á að kenna náttúrufræði. Eftir því sem þekkingin er meiri, því áhuga- samari eru þeir um kennsluna. Svör við spurningu um aðbúnað skólans til náttúrufræðikennslu leiddu í ljós að kennurunum fannst helst skorta vel útbúna líffræðistofu. Aðeins fjórðungur kennara taldi sig hafa fullkominn aðgang að nauðsynleg- um búnaði þegar kom að verklegri kennslu. Rúmur helmingur kennir náttúrufræðina einungis í föstum tímum á stundatöflum.30,31 Í rannsókn sem gerð var 2006–2007 undir stjórn Allyson Macdonald31 fór hópur náttúrufræðikennara á menntavísindasviði Háskóla Íslands (áður KHÍ) í 17 skóla á höfuðborgar- svæðinu og á landsbyggðinni. Ýms- um upplýsingum var safnað og tekin viðtöl. Í ljós kom að verkleg vinna úti og inni virtist almennt takmörkuð og var hún minnst á unglingastigi. Í viðtölum við kennara kom fram að þeir töldu að þeir ættu að geta eflt útikennsluna en sögðu jafnframt að hún væri meiri en áður. Nokkur nýleg dæmi voru um að útikennslu- stofur höfðu verið útbúnar á skólalóð eða í nágrenni skóla.31,32 Í PISA-könnuninni 2006 var áhersla lögð á að kanna stöðu nátt- úrufræði.33 Í ljós kom að Ísland er eftirbátur norrænu ríkjanna þegar kemur að verklegum athugunum, virkum samskiptum nemenda og svigrúmi þeirra til að rannsaka sjálfir í náttúrufræðitímum. Líklega er skýringa að leita í lítilli náttúrufræði- menntun flestra þeirra kennara sem sinna náttúrufræðikennslu, einkum á yngra stigi og miðstigi. Þeir kenn- arar treysta sér illa í verklega kennslu og halda sér fremur við bókina.28,31,34 Þegar undirfög náttúrufræði eru borin saman í PISA-könnuninni kemur í ljós að íslenskir nemendur eru marktækt slakastir í líf- og vist- fræði en bestir í jarðvísindum.33 Lík- leg ástæða er takmörkuð menntun kennara í líffræði- og umhverfis- fræðum. Þar kynni annars vegar að skipta máli að þessar greinar hafa vegið mjög lítið í kjarna í fram- haldsskóla- og kennaranámi og hins vegar að fáir koma í kennaranám úr náttúrufræðideildum framhalds- skóla. Það má líka leiða líkum að því að það orð fari af líffræðinni að hún sé auðveldari í kennslu en önnur svið náttúrufræðanna og menn hafi þess vegna haft minni áhyggjur af henni. Slík viðhorf eru varasöm og sú staðreynd að ranghugmyndir um lykilhugtök líffræðinnar eru mjög algengar meðal nemenda á öllum aldri35,36 segir sína sögu. Því miður virðist ástandið hafa versnað síðustu árin. Nýjasta PISA-rannsóknin, frá 2012, sýnir að læsi í náttúrufræðum (hvernig nemendur nýta þekkingu sína, hver skilningur þeirra er á hug- tökum og geta til þess að beita skiln- ingnum við mismunandi aðstæður) meðal 15 ára unglinga á Íslandi er töluvert fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna.37 Þessar niðurstöður benda til þess að víða sé pottur brotinn í kennslu í náttúrufræðum hér á landi og að eldri nemendur fái ekki mikil tæki- færi til útináms og þar með njóta allra þeirra kosta sem því fylgja. Þetta getur að hluta skýrt lélegt gengi íslenskra nemenda í líffræði í samræmdum alþjóðlegum prófum. Og sú niðurstaða að 15 ára íslenskir nemendur mælast síst meðvitaðir um umhverfismál af nemendum á Norðurlöndum er nokkuð sem skólayfirvöld og kennarar þurfa að íhuga vel og vinna í. Þetta er alvar- legt, ekki síst í því ljósi að áhyggjur ungmenna af umhverfismálum eru miklu minni á Norðurlöndum en að meðaltali í OECD löndunum.33 Hér hefur verið bent á tengsl fjöru- ferða við markmið menntunar til sjálfbærni og er það von höfundar að fjöruferðum nemenda muni fjölga og nemendur öðlist meiri umhverfisvitund í kjölfarið. Námskrár Í nýlegri aðalnámskrá fyrstu þriggja skólastiga á Íslandi er lagt út frá sex grunnþáttum og er sjálfbærni einn af þeim.1 Af þessu leiðir að allir kenn- arar eiga að flétta markmið mennt- unar til sjálfbærni inn í kennslu sína. Þar er átt við menntun til sjálfbærrar þróunar í anda Sameinuðu þjóðanna sem tileinkuðu síðastliðinn áratug slíkri menntun. Í bæklingnum Sjálf- bærni eftir Sigrúnu Helgadóttur,38 sem fylgir námskránni, segir á bls. 2: Sjálfbærni snýst um að hugsa um sam- spil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar. Algengasti skilningur á hug- tökunum sjálfbærni og sjálfbær þróun felur í sér að við skilum umhverfinu til afkomendanna í ekki lakara ástandi en við tókum við því og við leitumst við að mæta þörfum samtíðar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum. Augljóslega er erfitt að skilgreina hugtakið svo vel sé því þarfir eru háðar tíma og rúmi og eru misjafnar milli manna. Menntunin felst í að nemendur skilji sjálfbæra þróun út frá þremur meginsviðum sem móta samfélagið. Þessi meginsvið eru hinn samfélagslegi veruleiki, hinn efnahagslegi og hinn náttúrulegi. Vandinn er að oft skortir á að menn sjái þetta í einni heild og skilji að það er jörðin/náttúran sem setur okkur mörk.38,39,40 Í sameiginlegum hluta námskrám skólastiganna þriggja er fjallað um grunnþáttinn sjálfbærni. Þar segir á bls 20: Umhverfið og þar með náttúran um- lykja allt mannlegt samfélag. Sjálfbær þróun getur ekki átt sér stað nema innan þeirra takmarka sem vistkerfi jarðar setja okkur. Því er skilningur á þeim takmörkum, ásamt ferlum, lög- málum og hringrásum í náttúrunni, mikilvægur grundvöllur þess að okkur takist að vinna eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Þannig þurfa nemendur að þekkja, skilja og virða náttúruna, bæði vegna sjálfgildis hennar og þeirrar þjónustu sem hún innir af hendi við mannfólkið. Umhverfisvernd, loftslagsbreytingar og lífbreytileiki eru dæmi um úrlausn- arefni. 1 Hvað varðar hina náttúrufræði- legu undirstöðu er augljóst að nemendur þurfa að heyra um og öðlast skilning á hringrás efna í vistkerfum, ljóstillífun, eðli orku og orkutapi, mismunandi eðli auð- linda, sjálfbærri nýtingu auðlinda, 84_3-4.indd 146 1601//15 12:50 15 01 19 7 N at tu ru fr 5A C M Y K 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.