Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 68
105
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
mældan styrk þessara jóna í úr-
komu.10 Mosinn batt allt ammóníum
og megnið af nítratinu og jók vöxt
sinn nokkuð. Í þessari tilraun var
einungis köfnunarefnisákoman
aukin. Skortur á öðrum næringar-
efnum (fosfór, kalíum, o.fl.) í réttum
hlutföllum leiddi því til þess að mos-
inn gat ekki nýtt sér að fullu aukið
framboð köfnunarefnis til vaxtar og
af þeim sökum jókst styrkur köfn-
unarefnis í vef mosans. Mælingar
á styrk köfnunarefnis í tildurmosa
(Hylocomium splendens) og hraun-
gambra á mismunandi stöðum á
Íslandi og í Norður-Svíþjóð sýndu
að hann er mjög breytilegur og eykst
almennt með hæð yfir sjó, sem bend-
ir til að loftslag hafi einnig eitthvað
að segja um möguleika mosans til
að nýta sér köfnunarefni til vaxtar.14
Miðað við þessar niðurstöður má
ætla að aukin ákoma köfnunarefnis
og brennisteins í kjölfar iðnvæðingar
hafi stuðlað að aukinni útbreiðslu
mosa og meiri þykkt mosahjúpsins
með tilheyrandi áhrifum á vistkerfis-
ferla, einkum þar sem lofthiti hefur
verið hagstæður mosavexti.
Þó að mosaþekjan hafi náð að
binda sexfalt magn köfnunar–
efnisákomu að sumri í tilrauninni í
Þingvallahrauni10 eru takmörk fyrir
bindihæfni mosahjúpsins.23 Í ann-
arri tilraun á sama stað var bland-
aður áburður borinn á tilraunareiti í
skömmtum hliðstæðum þeim sem
notaðir eru við uppgræðslu og
ræktun túna. Mosaþekjan megn-
aði ekki að binda allt þetta magn,
vöxtur æðplantna, einkum grasa og
stara, tók mikinn kipp og skemmdir
komu fram í mosanum (Ingi-
björg Svala Jónsdóttir, óbirt). Hér
á landi hefur brennisteinslosun frá
jarðvarmavirkjunum fengið aukna
athygli. Ýmsar vísbendingar eru
um að losunin kunni að yfirstíga
þolmörk hraungambra,33,34 en að
öðru leyti er lítið er vitað um áhrif
hennar á vistkerfi.
Mosahjúpur – jarðvegur
Það er vel þekkt, bæði úr rann-
sóknum í barrskógum (sjá t.d. heim-
ild35) og heimskautatúndru (sjá t.d.
heimild36) að jarðvegshiti að sumri
er lægri undir mosaþekju en þar
sem engin er þekjan. Þetta stafar
af einangrandi áhrifum hennar og
eru þau oftast í hlutfalli við þykkt
mosalagsins.37,38 Þetta hefur síðan
víxlverkandi áhrif á ýmsa aðra ferla
jarðvegsins, eins og kom skýrt fram
í tilraunum Gornall o.fl. á Sval-
barða3 þar sem þykkt mosalagsins
var stöðluð. Virka jarðvegslagið (sá
hluti jarðvegs sem þiðnar að sumri
á sífrerasvæðum) þiðnaði fyrr undir
þunnu mosalagi (3 cm) en þykku (6
og 12 cm) (6. mynd A). Jarðvegshiti
var að jafnaði lægri undir þykkum
mosa (12 cm) og dagshitasveiflur
minni en undir þunnum mosa (6.
mynd B). Hins vegar var jarðvegur
rakastur undir miðlungsþykkum
mosa. Örverumassi var mestur og
losun næringarjóna hröðust þar sem
vaxtartími var lengstur og jarðvegs-
hiti hæstur, þ.e.a.s. þar sem mos-
inn var þynnstur (6. mynd C). Þetta
gefur sterka vísbendingu um að
þykkt mosalag hægi á virkni ör-
vera í jarðvegi á túndrusvæðum og
þar með á sundrun lífræns efnis og
losun næringarefna, sem síðan hefur
áhrif á vöxt og æxlun æðplantna.
Þykkur mosahjúpur stuðlar þar með
að bindingu lífræns efnis í jarðvegi
og minni losun koltvísýrings (minni
jarðvegsöndun).4,25
Í ljósi þess mikilvæga hlutverks
sem mosahjúpurinn gegnir í starf-
semi vistkerfa er það áleitin spurning
hvernig hann bregðist við áhrifum
loftslagsbreytinga. Til að svara þeirri
spurningu þarf fyrst að huga að
samskiptum mosa við lífverur utan
mosahjúpsins.
Samskipti mosa og
annarra lífvera
Mosar lifa í flóknu samspili við
margvíslegar aðrar lífverur, bæði
þær sem lifa í mosahjúpnum, eins
5. mynd. Staðsetning mosahjúps á milli lofthjúps og jarð-
vegs. Mosahjúpurinn hýsir flókna fæðuvefi neytenda og
sundrunarlífvera, hamlar leið loftborinnar mengunar og
næringarefna að jarðvegi og lífverum utan mosahjúpsins
og mótar umhverfisþætti jarðvegsins, m.a. dýpt virka
jarðvegslagins á sífrerasvæðum. Ljósmyndir: Grænþör-
ungar á hraungambra (til vinstri) og þræðir Cylindro-
spermum (blágræn baktería) á hraungambra (til hægri)
(Ana Judith Russi-Colmenares); bessadýr (neðst) (http://
www.wired.com/2014/03/absurd-creature-week-water-
bear/). – Position of the bryosphere between the atmos-
phere and the soil. The Bryosphere hosts complex trophic
and detritus food webs, blocks atmospheric pollutants
and nutrient ions from accessing the soil and organisms
outside the bryosphere, and shapes soil environment,
including the depth of the active soil layer in permafrost
areas. Photographs: Green algae on Racomitrium lanug-
inosum (left), threads of Cylindrospermum on R.
lanuginosum (right) by Ana Judith Russi-Colmenares,
Tardigrade (bottom) by http://www.wired.com/2014/03/
absurd-creature-week-water-bear/.
84_3-4.indd 105 1601//15 12:50
Náttúrufræðingurinn
148
Vatnið) og efni um þær lífverur
sem eru í lyklunum,54 viðamikinn
námsvef um fugla55 og Neðansjávar-
myndir eftir Erlend Bogason.56 Að
lokum skal bent á mjög aðgengi-
lega bók sem Kópavogsbær gaf út,
Þar á ég heima. Námsefni um náttúru
Kópavogs, þar sem höfundur, Sólrún
Harðardóttir, fjallar m.a. um lífið í
fjörunni og fuglana þar.57
Þá er mikilvægt að átta sig á
því að talsvert af efni sem gefið er
út fyrir almenning ætti að nýtast
kennurum þegar ferðinni er heitið
í fjöruna. Hér verða einungis nefnd
nokkur ritverk. Í fyrsta lagi tíma-
mótagrein Agnars Ingólfssonar frá
1976 Lífríki fjörunnar,4 bæklinginn
Fjörulíf7 þar sem unnt er að greina
allar algengustu þörungategundir
og dýr, bækurnar Ströndin í náttúru
Íslands eftir Guðmund Pál Ólafs-
son,58 Undraveröld hafdjúpanna við
Ísland eftir Jörund Svavarsson og
Pálma Dungal,59 og síðast en ekki
síst nýja bók Snorra Baldurssonar
um Lífríki Íslands, vistkerfi lands og
sjávar.10
Lokaorð
Höfuðborgarbúar og fleiri lands-
menn hafa aðgang að stórkostlegum
fjörum. Möguleikar til að njóta þeirra
og nýta til náms eru miklir. Litadýrð-
in er feikileg og hún höfðar til allra,
bæði þeirra listfengnu og þeirra sem
huga að líffræðilegri þýðingu lita.
Líf er að finna á öllum tímum árs í
fjörunni en dýrin færa sig neðar þeg-
ar vetrar. Eins og áður hefur komið
fram er lífríkið fjölbreytt. Finna má
dýr úr öllum helstu fylkingum dýra-
ríkisins og úr öllum hópum stærri
þörunga. Þá má víða finna margar
tegundir háplantna sem eru aðlag-
aðar því að þola salt og fleiri um-
hverfisþætti sem tengjast hafinu.
Hegðun dýranna í fjörunni mótast
mjög af hinum sérstöku áhrifum
sem flóð og fjara skapa á búsvæðinu.
Atferli dýranna er mjög áhugavert
en lítið hefur verið rannsakað á því
sviði.
Mikið átak hefur verið gert í
Reykjavík og nágrannasveitar-
félögum í skólpmálum á síðustu
áratugum. Þetta hefur gjörbreytt
ásýnd fjörunnar og um leið gert
mögulegt að njóta þess sem þar er
og nota í kennslu. Verndun Skerja-
fjarðar var mikið framfaraskref að
þessu leyti. Mikilvægt er að halda
vöku sinni um allt land, vernda sér-
stök svæði strandlínunnar og gæta
þess að verklegar framkvæmdir leiði
ekki til þess að fjölbreytnin minnki.
Það er von höfundar að skóla-
nemendur fái frekari tækifæri til að
uppgötva það stórkostlega lífríki
sem er að finna í fjörum. Þannig
kviknar áhuginn og virðing fyrir
lífverum eykst. Í þessari grein hefur
verið sýnt fram á að unnt er að
nálgast mörg markmið lífvísinda,
umhverfismenntunar og mennt-
unar til sjálfbærni með því að nota
fjörur landsins markvisst í kennslu
á öllum skólastigum.
Summary
The Seashore – a place to
experience biodiversity
Many educational objectives can be
achieved by using the seashore in teach-
ing at all levels. One is biodiversity (ori-
gin, value for nature and humans),
which is one of the main concept meant
to be covered in the context of education
for sustainability. In Iceland the best sea-
shores with respect to rich diversity of
animals and algae are in the south-west
part of the country where the majority of
the nation lives. It is hoped that this
paper will help teachers to realize the
rich learning opportunities which a
good access to the sea shore gives. Re-
search in other countries on the value of
outdoor teaching has shown that stu-
dent’s attitude change for the better, their
interest increases and their understand-
ing deepens. Short overview of research
on the teaching methods and facilities in
natural science in the comprehensive
schools in Iceland is given. The results
show that outdoor teaching is practiced
in many schools in the younger classes
but rarely in classes 8–10. The PISA sur-
vey from 2006, which focused on the nat-
ural sciences, shows that knowledge in
ecology is especially poor students are
neither interested nor well aware of envi-
ronmental issues. Results from the PISA
survey from 2012 are even more worry-
ing because the literacy of 15 years stu-
dents in natural science is well below the
average for the OECD nations. One of
the six pillars in the new official curricu-
lum for pre-, primary- and secondary
schools (from 2011 and 2013), i.e. educa-
tion for sustainable development, is de-
fined and discussed. Finally, recent edu-
cational material for schools especially
connected to life at the seashore and the
sea is listed and other suitable sources.
Heimildir
1. Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti 2011 og greinasvið 2013.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Reykjavík. Skoðað 10. nóvember
2014 á http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/
adalnamskra-grunnskola/
2. Menntamálaráðuneytið 1989. Aðalnámskrá grunnskóla 1989. Mennta-
málaráðuneytið, Reykjavík. 196 bls.
3. Dillon, J., Rickinson, M., Teamey, K., Morris, M., Choi, M.Y., Sanders, D.
& Benefield, P. 2006. The value of outdoor learning: Evidence from rese-
arch in the UK and elsewhere. School Science Review 87 (320). 107–110.
4. Agnar Ingólfsson 1976. Lífríki fjörunnar. Lesarkir Landverndar 1. Bls.
5–16 í: Votlendi. Rit Landverndar 4 (ritstj. Arnþór Garðarsson). Land-
vernd, Reykjavík.
5. Agnar Ingólfsson 2006. The intertidal seashore of Iceland and its animal
communities. The Zoology of Iceland 1 (7). 85 bls.
6. Agnar Ingólfsson 2010. Náttúruverndargildi íslensku fjörunnar og
aðsteðjandi hættur. Náttúrufræðingurinn 79 (1–4). 19–28.
7. Agnar Ingólfsson, Hrefna Sigurjónsdóttir, Karl Gunnarsson & Eggert
Pétursson 1986. Fjörulíf. Ferðafélag Íslands, Reykjavík. 116 bls.
8. Begon, M., Howarth, R.W. & Townsend, C. R. 2014. Essentials of Ecology
(4. útg). John Wiley & Sons, Hoboken, NJ, USA. 440 bls.
9. Umhverfisstofnun án árs. Líffræðileg fjölbreytni. Skoðað 13. nóvember
2014 á https://www.ust.is/einstaklingar/liffraedileg-fjolbreytni/
10. Snorri Baldursson 2014. Lífríki Íslands. Vistkerfi lands og sjávar. Forlagið
og Opna, Reykjavík. 407 bls.
11. Convention on Biological Diversity. Skoðað 10. nóvember 2014 á http://
www.cbd.int/
12. Umhverfisstofnun 2008. Líffræðileg fjölbreytni. Stefnumörkun Íslands
um framkvæmd samningsins um líffræðilega fjölbreytni. 28 bls. Skoðað
5. nóvember 2014 á http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_
skrar/liffjolbreytni.pdf
13. Wilson, E.O. 1992. The Diversity of Life. Harvard University Press, Cam-
bridge, Massachusettes, USA. 420 bls.
84_3-4.indd 148 1601//15 12:50
1501197 N
atturufr
5B
C
M
Y
K
56