Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 40
Náttúrufræðingurinn 120 rétt neðan við fjöruborð eða á um 20–110 metra dýpi. Einstaklingar hafa þó veiðst allt niður á 250–300 m dýpi.45 Sniglarnir við Ísland eru mjög breytilegir, bæði að lit og lögun.46 Dreifigeta beitukónga er takmörkuð þar sem þeir hafa ekki sviflæg lirfustig heldur fæðast litlir sniglar sem skríða úr frjóvg- uðum eggjamössum en ganga ekki í gegnum neina myndbreytingu í þroskun. Vegna lífssögu einstak- linganna má búast við að fargeta sniglanna sé takmörkuð og erfða- fræðileg aðgreining milli svæða því meiri en hjá tegundum þar sem einstaklingar geta borist eða ferðast langar vegalengdir a.m.k. á hluta lífsferils síns. Hildur Magnúsdóttir rannsakaði breytileika í örtunglum og hvatberaerfðaefni tegundarinn- ar í meistaraverkefni sínu,47 og var þeirri rannsókn fylgt eftir með enn ítarlegri greiningu á uppruna beitu- kónga við Ísland og aðgreiningu þeirra frá beitukóngum báðum megin Atlantshafsins.48 Erfðafræði- leg mynstur hjá beitukóngum eru um margt ólík þeim sem finnast hjá lífverum í fjöru og einnig hjá þeim sem hafa sviflæg lirfustig. Amerískir beitukóngar greindust frá þeim evrópsku við upphaf síð- ustu ísaldar og í Ameríku hafa tveir þróunarlegir hópar lifað af á að- skildum svæðum (aðeins tvö svæði voru athuguð, Saint Lawrence-flói og vesturströnd Grænlands, 2. mynd c). Engin tengsl virðast hafa verið milli þessara svæða frá upp- hafi ísaldar, og út frá breytileika á sameindasviði mætti jafnvel flokka þessa stofna sem ólíkar tegundir. Innan Evrópu greindist ein grein með töluverðum breytileika. Snigl- ar frá Íslandi reyndust jafn-breyti- legir og sniglar sunnar í Evrópu og sýndu nýlega aðgreiningu frá færeyskum og enskum sniglum. Meðal íslensku beitukóngana mátti finna sömu erfðamörk og í hinum stofnunum en einnig lítillega frá- brugðnar gerðir þeirra í hárri tíðni. Ekki er ljóst hvort þessi aðgreining sýnir tilvist hælis í sjó við Ísland og er þörf á frekari sýnasöfnun innan Evrópu til að staðfesta að þessar gerðir séu einstakar fyrir Ísland. Grunnvatnsmarflóin Crangonyx islandicus lifði af ísöld undir jökli á Íslandi Fundur tveggja tegunda grunn- vatnsmarflóa, Crangonyx islandicus og Crymostygious thingvallensis, á Íslandi um síðustu aldamót49 eru ein merkilegustu tíðindin í rann- sóknum á lífríki Íslands síðustu ár. Grunnvatnsmarflær eru bundnar við grunnvatn og því var ráðgáta hvernig þær hefðu borist til Íslands. Erfðafræðileg greining á grunn- vatnsmarflónni Crangonyx islandicus sýndi allt annað mynstur en greinst hefur í öðrum tegundum á Íslandi (2. mynd c).50,51 Flokkunartré byggt á breytileika í erfðaefni einstaklinga sem safnað var í eldvirka beltinu sýndi fimm vel aðgreinda hópa og fylgdi aðgreining þeirra landfræði- legri aðgreiningu sýnatökustaðanna. Því lengra sem var á milli þeirra, þeim mun lengra var um liðið síðan einstaklingar frá sýnatökustöðunum greindust frá sameiginlegri formóð- ur. Þannig var sameiginleg formóðir marflónna frá uppsprettum í Þing- vallavatni og við Heklu uppi fyrir um 660 þúsund árum. Sameiginleg formóðir þeirra og marflóa í Skafta- fellssýslu var uppi fyrir um milljón árum. Enn lengra er liðið síðan þessar marflær áttu sameiginlegan formóður með marflónum í Suður- Þingeyjarsýslu, eða um 1,3 milljónir ára, og marflær úr Núpasveit og af Melrakkasléttu greindust frá hinum fyrir tæpum 5 milljónum ára.b Frek- ari greining á breytileika marflónna sýndi að mesta breytileika innan þessara fimm hópa var að finna við miðlínu gosbeltanna á rekásnum við mót flekaskilanna en breytileikinn minnkaði með fjarlægð frá honum. Einnig var minni breytileiki fyrir neðan 100 metra hæð yfir sjávar- máli en ofan þeirrar hæðar. Þessar niðurstöður benda því í fyrsta lagi til þess að aðgreining þessara stofna hafi orðið á Íslandi. Innbyrðis-skyld- leika þeirra er þannig háttað að varla er um marga landnámsstofna að ræða. Meiri breytileiki næst rekásnum bendir til að þar megi finna hæli þar sem marflærnar gátu lifað af. Næst rekásnum eru mestu sprungusvæðin sem gætu einmitt hafa verið búsvæði marflónna undir jökli. Minni breytileiki á svæðum neðan við 100 metra yfir sjávarmáli en innar í landinu í meiri hæð bendir til þess að láglendissvæðin hafi ver- ið nýlega numin og landnemarnir komið frá svæðum nær rekásnum sem liggja hærra. Þannig greindist minni breytileiki á Sandi í Aðaldal en við Svartárvatn, í Landbroti en við Lakagíga og í Hrauni í Ölfusi en við Þingvallavatn. Sjávarstaðan í lok ísaldar var víða 100 metrum hærri en nú og þá voru þessi lág- lendissvæði á Sandi, í Landbroti og í Hrauni neðan sjávarmáls. Út frá þessum niðurstöðum ályktum við því að grunnvatnsmarflærnar hafi lifað hér alla ísöld og líklega alveg frá því að Ísland varð til sem eyja, eftir að landbrú milli Íslands og Grænlands rofnaði og grunnvatn þessara tveggja landa skildist að.50,52 Á ísöld hafa marflærnar lifað af á Ís- landi með því að nema nýmyndað land við flekaskilin og þrifist í fersk- vatni í sprungum í jarðskorpunni og í hrauni. Líklegt er að eldri svæði landsins utan við gosbeltið, þar sem ekki voru sprungur og hraun, hafi orðið óbyggileg, sérstaklega á kuldaskeiðum. Þannig getur að- greining stofnanna verið mun eldri en landsvæðin þar sem þeir lifa nú, rétt eins og aðgreining tegundanna frá skyldum tegundum innan sömu ættkvíslar er eldri en Ísland. Grunnvatnsmarflær finnast ekki á öðrum svæðum sem voru hulin jökli á jökulskeiðum, nema þá í ein- staka tilvikum, svo sem í frönsku Ölpunum, þar sem þær gætu hafa numið land frá nálægum svæðum. Hér virðast sprungusvæði og jarðhiti hafa tryggt þessum lífverum skilyrði til að lifa af endurtekið í hæli undir jökli í tugþúsundir ára. Nýleg dæmi b Í nýlegri grein í Náttúrufræðingnum sagði ég ranglega að þessar flær úr Núpasveitinni væru einnig frá Melrakkasléttu.51 84_3-4.indd 120 1601//15 12:50 133 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Inngangur Þróun félagshegðunar þar sem sum dýr fórna æxlunarmöguleikum sínum fyrir önnur hefur verið ein helsta ráðgáta þróunarfræðinnar allt frá því að Darwin kynnti þróun- arkenningu sína í bókinni Uppruni tegundanna.1 Slík dýr eru gjarnan sögð háfélagslynd (eusocial). Darwin benti sjálfur á mótsögnina sem felst í því að gera ráð fyrir samvinnu og sjálfsfórn innan kenningar sem byggist á náttúrulegu einstaklings- vali. Darwin nefndi þetta „sértækt vandamál“ (e. one special difficulty) við kenningu sína. Darwin þekkti ekki gen en nú á tímum má spyrja hvernig genum sem tengjast fórn- fýsi getur fjölgað innan stofns, sér í lagi þar sem fórnfúsir einstaklingar eiga fá eða engin afkvæmi. Háfélagslyndi er þekkt meðal ýmissa dýrategunda. Kunnustu dæmin um slík dýr eru félags- skordýr, sérstaklega æðvængjur (Hymenoptera), svo sem maurar og býflugur, svo og termítar. Í slík- um samfélögum er mikil samvinna meðal einstaklinga. Flestir einstak- lingar eignast sjálfir ekki afkvæmi en vinna saman við byggingu og vernd búsins, öflun vista og umönnun afkvæma drottningar- innar (eigin systkina). Vinnudýr meðal æðvængna eru öll kvendýr og gjarnan sérhæfð fyrir ákveðin störf innan búsins. Æðvængjur eru eintvílitna (e. haplodiploid), sem merkir að karldýr koma úr ófrjóvg- uðum eggjum og eru því einlitna en kvendýr koma úr frjóvguðum eggj- um og eru því tvílitna. Ef móðirin hefur makast við eitt karldýr hefur þetta þær afleiðingar að systur deila öllum sömu litningunum frá föður en helmingi frá tvílitna móðurinni. Þær eru því skyldari hver annarri (deila að meðaltali 75% litninga) en þær eru eigin móður (50%). Hamilton2,3 setti fram þá tilgátu að í þessum skyldleiki fælist skýringin á fórnfýsi meðal æðvængna þar sem systur koma fleiri af eigin genum til næstu kynslóðar með því að hjálpa móður frekar en að eiga sjálfar af- kvæmi. Þannig auki þær best heild- arhæfni sína (e. inclusive fitness), en hana má í grófum dráttum mæla með fjölda afkvæma, og þar með fjölda eigin gena, ásamt fjölda af- kvæmra skyldra einstaklinga sem einstaklingurinn hefur aðstoðað við að koma upp, margfaldað með skyldleikastuðli. Mikilvægi skyld- leika í þróun félagshegðunar felst líklega í því að bæði eigin afkvæmi og afkvæmi náskyldra ættingja hafa áhrif á heildarhæfni einstaklings, sem getur því verið mikil þótt hann eigi sjálfur engin afkvæmi. Kenningar Hamiltons hafa haft mikil áhrif á rannsóknir á félagsþró- un. Þær hafa líka valdið deilum vegna ýmissa vankanta. Til að mynda makast kvendýr (drottning) oft við fleiri en eitt karldýr og einnig geta þernur eignast syni með með því að verpa ófrjóvguðum eggjum en hvort tveggja hefur áhrif á skyld- leika einstaklinga innan hópsins. Garner og Ross4 halda því fram að ekki sé rétt að staðhæfa að skýringu á félagslyndi sé að finna í skipulagi litninga heldur stuðli eintvílitni (e. haplodiploidy) að fórnfýsishegðun með því að auðvelda móður að 1. mynd. Félagsköngulær. Á efri myndum má sjá sambýli tegundarinnar Anelosimus eximius þar sem nokkur hundruð (t.v.) til yfir þúsund (t.h.) einstaklingar halda til. Sú til vinstri er innan við metri í þvermáli en sú til hægri spannaði vel yfir tvo metra. Höfundur stakk priki í vefinn og varð það áreiti til þess að hópur köngulóa hljóp í átt að prikinu og stökk af vefnum í átt að áreit- isvaldinum. Á neðri mynd má sjá kvendýr tegundarinnar Theridion nigroannulat- um standa vörð um eggjapoka undir lauf- blaði. Sem sjá má eru eggjapokarnir færri en kvendýrin. Líklega eignast ekki öll kven- dýrin afkvæmi, en leggja samt til í búið. – Social spiders. Colonies of Anelosimus eximius (above) spanning less than a meter (left) and over 2 m diameter (right) and containing hundreds to over a thousand individuals, respectively. Poking the web, as done by the author in photo on right, elicits a defensive response, with spiders running towards and jumping off the edge of the web. Below are females of Theridion nigro- annulatum defending egg sacs. There are far fewer egg sacs than there are females and in some social spiders it has been shown that not all females raise their own offspring. Ljósm./Photo: Ingi Agnarsson og Matjaž Kuntner. 84_3-4.indd 133 1601//15 12:50 1501197 N atturufr 7B C M Y K 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.