Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 41
121 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags frá Suðurheimskautslandinu53 og frá rannsóknum á bakteríum undir Vatnajökli54 benda til að vistkerfi geti þrifist undir jökli þar sem jarð- hiti eða kaldavermsl eru til staðar. Lokaorð Jökulskeið ísaldar ollu líffræðilegum breytileika þegar stofnar lífvera að- greindust á ólíkum svæðum og þró- uðust hver í sínu lagi. Eftir síðasta jökulskeið hafa stofnar af ólíkum tegundum numið land á norðurslóð- um, þar á meðal á Íslandi. Margar þessara tegunda sýna lítinn breyti- leika innan svæðis en skörp skil á milli svæða endurspegla landnám stofna úr ólíkum hælum. Breyti- leiki tegunda á Íslandi ber einnig merki þessarar sögu, en á sér ólíkar skýringar. Þannig geta tegundir á Ís- landi sýnt mismunandi mynstur, allt frá litlum breytileika til mikils. Mikill breytileiki greinist ef sama tegund hefur numið land frá ólíkum svæð- um, t.d. frá Norður-Ameríku og Evr- ópu. Tegundir geta hafa kynblandast og búa þannig yfir breytileika sem kemur úr tveimur ólíkum stofnum. Einnig er vísbending um hæli í sjó við Ísland, og grunnvatnsmarflær á Íslandi hafa aðgreinst og einangrast hér um milljónir ára og sýna mikinn breytileika. Auk þessara sögulegu ástæðna fyrir tilurð breytileikans má geta þess að aðgreining tegundanna gæti verið nýleg. Tegundafábreytni á Íslandi er talin geta leitt til fjölbreytt- ari vistnýtingar einstaklinga innan sömu tegundar en á svæðum þar sem meiri samkeppni er til staðar. Landfræðileg einangrun Íslands gerir að verkum að slík þróun getur átt sér stað óháð öðrum stofnum. Því geta náttúrulegt val og tilviljunar- kenndir þættir leitt til jafnvel meiri afbrigðamyndunar hér á landi en á meginlandi Evrópu og Ameríku. Summary Origin and colonization of few species in Iceland Climate changes during Pleistocene have caused changes in species range and led to increased diversity within species and even speciation. These ef- fects are prominent at high latitudes in areas which were covered by glaciers during the cold periods of Ice Age, in- cluding Iceland. Genetic variation within species is characterised by little variation over extended geographic ar- eas but with sharp boundaries between those areas. In this article I review stud- ies on genetic variation of various spe- cies in Iceland, reflecting their history, phylogeography and their colonisation of Iceland. In addition I will describe the contribution of Agnar Ingólfsson to this field. Agnar studied hybridization of glaucous and herring gulls, studied the biogeography of the coastal biota and critically evaluated claims that species had survived in refugia in Iceland. The main result of these studies is that it is difficult to generalize about the origin and colonization of species in Iceland. Even though most species originate in Europe, there are examples of American origin and of admixture of populations from both continents. The variation, which generally reflect historical popu- lation size, can be small or large depend- ing on whether admixture has occurred from different populations or even dif- ferent species. The genetic patterns are further de- pendent on the species dispersal capaci- ty and also the adaptation of species to live in vicinity of the ice edge or even underneath the glaciers. Genetic varia- tion supports putative refugia during the cold periods of Ice Age in marine environment and provides evidence for the survival of groundwater amphipods at the boundaries of the tectonic plates in Iceland. The geographic isolation of Iceland and its geology may have fur- ther augmented the diversification of certain species and shaped their genetic patterns. Þakkir Rannsóknirnar á kynblöndun hvít- og silfurmáfa, á grunnvatnsmarflónum og á breytileika ískóða og ísþorska hlutu styrk úr Rannsóknarsjóði Íslands. Þá fékkst forverkefnisstyrkur úr Rannsóknarsjóði Íslands til rannsókna á vorflugum. Rannsóknarsjóður Háskólans og Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar styrktu báðir rannsóknina á máfunum og á auðnutittlingunum. Doktorsnemasjóður HÍ veitti styrk fyrir launum doktorsnemanna Etienne Kornobis, Sindra Óskars Gíslasonar og Julien Amouret. Ég þakka þeim, og Freydísi Vigfúsdóttur og Laurene A. Lecaudey fyrrum meistaranemum mínum og öðrum samstarfsmönnum á Líf- og umhverfisvísindastofnun. Einnig þakka ég Bjarna K. Kristjánssyni í Hólaskóla fyrir samstarfið við rannsóknirnar á grunnvatnsmarflónum. Heimildir 1. Darwin, C.R. 2004/1859. Uppruni tegundanna. Af völdum náttúrlegs vals, eða að sumum stofnum vegnar betur en öðrum í lífsbaráttunni. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík. 702 bls. 2. Downes, J.A. 1988. The postglacial colonization of the North Atlantic Islands. Memoirs of the Entomological Society of Canada. 144. 55–92. 3. Hewitt, G.M. 2000. The genetic legacy of the Quaternary ice ages. Nature 405. 907–913. 4. Skúli Skúlason, Sigurður S. Snorrason, Noakes, D.L.G. & Ferguson, M.M. 1996. Genetic basis of life history variations among sympatric morphs of Arctic char, Salvelinus alpinus. Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Sciences 53 (8). 1807–1813. 5. Bjarni. K. Kristjánsson, Skúli Skúlason & Noakes D.L.G. 2002. Morpho- logical segregation of Icelandic threespine stickleback (Gasterosteus acu- leatus L), Biological Journal of the Linnean Society 76. 247–257. 6. Bjarni K. Kristjánsson & Jörundur Svavarsson 2007. Subglacial refugia in Iceland enabled groundwater amphipods to survive glaciations. The American Naturalist 170. 292–296. 7. Hafdís Hanna Ægisdóttir & Þóra Ellen Þórhallsdóttir 2005. Theories on migration and history of the North-Atlantic flora: a review. Jökull 54. 1–16. 8. Rundgren, M. & Ólafur Ingólfsson 1999. Plant survival in Iceland during periods of glaciations? Journal of Biogiography 26. 387–396. 9. MacArthur, R.H. & Wilson, E.O. 1967. The theory of island biogeography. Princeton University Press. 203 bls. 10. Allcock, A.L. & Strugnell, J.M. 2012. Southern Ocean diversity: new par- adigms from molecular ecology. Trends in Ecology and Evolution 27. 520–528. 11. Ilves, K.L., Huang, W., Wares, J.P. & Hickerson, M.J. 2010. Colonization and or itochondrial selective swee s across the North Atlantic intertid- al assemblage revealed by multi-taxa approximate Bayesian computa- tion. Molecular Ecology 19. 405–419. 12. Maggs, A.C., Castilho, R., Foltz, D., Henzler, C., Jolly, M.T., Kelly, J., Ols- en, J., Perez, K.E., Stam, W., Vainöla, R., Viard, F. & Wares, J. 2008. Evalu- ating signatures of glacial refugia for North Atlantic benthic marine taxa. Ecology 89. S108–S122. 13. Hewitt, G.M. 2004. Genetic consequences of climatic oscillations in the Quaternary. Philosophical Transactions of the Royal Society B 359. 183– 195. 14. Áslaug Geirsdóttir, Miller, G.H. & Andrews, J.T. 2007. Glaciation, erosion and landscape evolution in Iceland. Journal of Geodynamics 43. 170–186. 15. Pamilo, P. & Savolainen, O. 1999. Post-glacial colonization, drift, local selection and conservation value of populations: a northern perspective. Hereditas 238. 229–238. 84_3-4.indd 121 1601//15 12:50 Náttúrufræðingurinn 132 Félagslyndar köngulær á þróunarfræðilegum blindgötum Ingi Agnarsson Félagshegðun er þekkt meðal ýmissa dýrategunda og eru kunnustu dæmin háfélagsskordýrin maurar, bý- flugur og termítar. Í slíkum háfélagssamfélögum eru einstaklingar sérhæfðir, langflest kvendýrin eignast ekki eigin afkvæmi en eru í staðinn fórnfús vinnudýr, sum sérhæfð í öflun vista, önnur í byggingu, vernd búsins eða umönnun afkvæma. Fjöldi dýrategunda er ófélagslyndur og sýnir einstaklingum sömu tegundar frekar árásargirni en samvinnu. Það á við um flestar tegundir köngulóa. Finna má ýmsar aðrar gerðir félags- hegðunar hjá dýrum þar sem samvinna er mikilvæg en sérhæfing lítil eða engin, fórnfýsi minni og stór hluti kvendýra eignast afkvæmi (lágfélagslyndi). Sumar köngulóartegundir sýna ýmis form lágfélagslyndis, allt frá hópum sem eru afkvæmi einnar móður og starfa saman tímabundið en sundrast þegar afkvæmin fullorðnast (e. subsocial), til stórra og stöðugra fjöl- skylduhópa sem halda saman í fjölda kynslóða (e. quasisocial). Hér eftir verður notað orðið félagsköngulær um félagshegðun köngulóa í slíkum fjölskylduhópum (e. quasisociality). Köngulær tilheyra fjölbreyttasta ættbálki dýra þar sem allar tegundirnar eru rándýr (Araneae). Þær eru þekktar fyrir árásargirni, ráðast til að mynda hiklaust á aðra einstaklinga sömu tegundar og jafnvel á eigin af- kvæmi og maka. Það kemur því kannski ekki á óvart að meðal um 45.000 þekktra köngulóategunda geta aðeins örfáar, eða 20–25 tegundir, talist vera félagslyndar. Engu að síður hefur félagslyndi margsinnis þróast sjálfstætt meðal köngulóa. Í þessu virðist felast nokkur þversögn. Hér eru kynnt gögn úr nýlegum rannsóknum á félags- köngulóm. Meginspurningarnar eru: Hversu oft og í hvers konar umhverfi hefur félagslyndi þróast meðal köngulóa og hverjar eru orsakir og afleiðingar slíkrar þróunar til skamms tíma og langs, einkum hvað varðar tegundamyndun og útdauða? Einnig er leitað svara við því hvers vegna félagslyndu tegundirnar eru svo fáar sem raun ber vitni, þrátt fyrir að félagshegðun hafi aftur og aftur komið fram í þróunarsögu þeirra. Gögnin benda til þess að félagslyndi hafi þróast sjálf- stætt í flestum tegundum, aðallega í hópum bundnum við hitabeltið. Með samvinnu njóta félagsköngulær meðal annars þess skammtímaávinnings að ráða við margfalt stærri bráð en einstaklingur innan hópsins. Aftur á móti virðist tegundamyndun nánast stöðvast hjá félagsköngulóm. Samhliða þróun félagshegðunar hefur orðið áberandi breyting í mökunarkerfinu. Flest- ar ófélagslyndar og lágfélagslyndar köngulær dreifa sér og leita óskyldra maka, en félagsköngulær dveljast allt sitt líf í sama fjölskylduvefnum og makast við aðra einstaklinga innan hópsins, þar sem allir eru náskyldir. Allar félagsköngulær eru því innræktaðar. Rannsóknir sýna að innrækt veldur líklega eyðingu erfðabreytileika og er hún sennilega orsök lítillar tegundamyndunar hjá félagsköngulóm. Svo virðist því sem félagshegðun hafi jákvæð áhrif til skamms tíma en að lítill erfðabreytileiki sem afleiðing innræktar leiði til takmarkaðs svars við náttúrulegu vali, og því eigi þessar tegundir fremur á hættu að deyja út vegna sjúkdóma eða breytinga í umhverfinu. Tegundir félagsköngulóa eru því allar ungar og skammlífar (mest um 2 milljóna ára gamlar) og eru afar óvenjulegt dæmi um þróunarfræðilegar blindgötur sem tegundir geta ratað í. Ritrýnd grein / Peer reviewed Náttúrufræðingurinn 84 (3–4), bls. 132–140, 2014 84_3-4.indd 132 1601//15 12:50 1501197 N atturufr 7B C M Y K 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.