Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 30
Náttúrufræðingurinn 110 sem tilraunareitir voru paraðir við viðmiðunarreiti. Augljóslega er mun auðveldara að spá fyrir um viðbrögð einfaldra túndruvistkerfa en flókinna við hlýnun loftslags. Í vistkerfum þar sem enginn mosahjúpur einangrar jarðveg má gera ráð fyrir hlýnun jarðvegs og dýpkun virka jarðvegs- lagsins á sífrerasvæðum. Við þetta örvast virkni örvera, sundrun líf- ræns efnis eykst og þar með losun 12. mynd. Sviðsmyndir fyrir áhrif hlýnunar á sífreratúndru með A) æðplöntum eingöngu, B) mosalagi og æðplöntum og C) mosa, æðplöntum og plöntuætum. Óvissan í sviðs- myndum um viðbrögð vistkerfa við hlýnun eykst eftir því sem lífveruhópum fjölgar og samskiptin verða flóknari. – Scenarios for effects of warming on permafrost tundra of var- iable complexity with A) only vascular plants, B) bryophytes and vascular plants and C) bryophytes, vascular plants and herbivores. The predictability of the scenarios decreases as the complexity increases. 11. mynd. Safngreining á tilraunaáhrifum hlýnunar um 1–3°C á magn nokkurra helstu vaxtarforma plantna. Gögnin byggja á 61 tilraun frá 27 túndrusvæðum. Ath. að ekki var greint á milli pleurocarpous- og cladocarpous-mosa. Sýndur er staðlaður meðalmunur á reitum innan búra og viðmiðunarreita ± 95% öryggismörk. Endurteiknað og einfaldað eftir Elmendorf o.fl.66 – Meta analysis of the effects of 1–3°C experimental warming on the abundance of selected growth forms. The data is from 61 experiments at 27 tundra sites. Observe, cladocarpous moss species were not distinguished from pleurocarpous species. Bars show the weighted mean effect size (standardized mean difference) and error bars show 95% credible intervals. Redrawn and simplified from Elmendorf et al.66 koltvísýrings og framboð næringar- efna í jarðvegi. Auk þessara óbeinu áhrifa hefur hlýnun einnig bein áhrif á vöxt og æxlun æðplantna og lífmassi þeirra eykst (12. mynd A). Í vistkerfum með samfelldum mosahjúp má gera ráð fyrir að áhrifin á æðplöntur og dýpt virka jarðvegslagsins (á sífrerasvæðum) verði nokkuð dempaðri í byrjun, en síðan má draga upp heilt róf af sviðsmyndum, allt eftir því hve þykkur mosahjúpurinn er í byrjun. ITEX-tilraunasvæðin á Íslandi sýna glöggt tvær andstæður á þessu rófi, annars vegar mikla aukningu í líf- massa æðplantna og samsvarandi minnkun mosans á Auðkúluheiði þar sem mosahjúpurinn var miðl- ungsþykkur, og hins vegar nánast engin viðbrögð í Þingvallahrauni þar sem mosahjúpurinn var mjög þykkur (12. mynd B)67. Til einföld- unar hefur hér að mestu verið fjallað um mosa og æðplöntur án þess að gera greinarmun á tegundum eða virknihópum þeirra. Það er vel þekkt að mismunandi virknihópar æðplantna kunna að bregðast við hlýnun á ólíkan hátt.67,69,70 Minna er vitað um virknihópa mosa, annað en mismuninn á uppréttum mosum og öðrum, og er þarft rannsóknarefni að kanna það nánar því að við- brögð mismunandi virknihópa geta haft afdrífaríkar afleiðingar fyrir vistkerfisferla og afturvirk áhrif á loftslagsbreytingar. Við vinnslu sviðsmynda af áhrifum hlýnunar á vistkerfi eykst óvissan enn frekar þegar plöntuætur bætast við. Viðbrögð plöntusamfélaga og vistkerfa ráðast þá ekki eingöngu af þykkt mosalagsins í byrjun heldur einnig af fjölda og tegund beitar- dýra (9. mynd, 12. mynd C). Rann- sóknir á beit stórra beitardýra á túndrusvæðum hafa sýnt fram á að beit dempar viðbrögð plöntusam- félaga við hlýnun, m.a. með því að hindra útbreiðslu runna.71,72 Þekking okkar á hlutverki plöntuætna í mótun plöntusamfélaga og starfsemi vistkerfa lands á norðlægum slóðum í ljósi hlýnandi loftslags er enn mjög skammt á veg komin og því einnig verðugt rannsóknarefni. 84_3-4.indd 110 1601//15 12:50 143 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags og erfðafræðilegs, en einnig til fjöl- breytni í samsetningu og starfsemi lífverusamfélaga og vistkerfa.9 Í nýrri bók um Lífríki Íslands10 segir Snorri Baldursson að lífbreytileiki nái yfir „öll birtingarform lífs á til- teknum stað og tíma og breytileika meðal lífsamfélaga ólíkra svæða“ (bls. 324). Á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Rio de Janeiro í júní 1992 skrifuðu fulltrúar 168 þjóða undir sáttmála um verndun lífbreyti- leika (Samningurinn um líffræði- lega fjölbreytni, e. Convention on Biological Diversity). Íslensk stjórnvöld fullgiltu aðild ríkisins að samningnum rúmum tveimur árum síðar. Aðildarríki eru nú 194.11 Stefnumörkun um framkvæmd samningsins hér á landi var unnin í kjölfar fullgildingarinnar og sam- þykkti ríkisstjórnin hana í ágúst 2008. Áhersla var lögð á sérstöðu ís- lenskar náttúru. Sett voru fram tíu meginmarkmið sem birtast áttu í 27 aðgerðum. Lögð er áhersla á þörf fyrir auknar rannsóknir og vöktun á mikilvægum vistkerfum á landi, ferskvatni og í sjó. Einnig að vinna gegn ágengum framandi tegundum, stuðla að endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni, og bæta reglur um með- ferð og dreifingu erfðabreyttra líf- vera og fræðslu.12 Vísindamenn hafa haft áhyggjur af því hve hraður útdauði tegunda hefur verið undanfarna áratugi og því að hraðinn eykst í sífellu.13,14 Ástæður fyrir því að tegundir deyja út geta verið ýmsar og eflaust er oft um að ræða samspil nokk- urra þátta. Það sem oftast er nefnt er eyðing búsvæða, ágengar fram- andi tegundir, ofnýting/ósjálfbær nýting náttúruauðlinda, loftslags- breytingar sem t.d. valda breyting- um á vistkerfum og þar með fæðuframboði, mengun, sjúkdómar og jafnvel innrækt.8,10 En hvers vegna er þörf á að spyrna við þessari þróun? Þyngst vega þau rök að hættulegt sé að raska starfsemi vistkerfa því að til að vistkerfi starfi eðlilega og sé heil- brigt þarf náttúruleg fjölbreytni þess að haldast ótrufluð. Þannig verða áhrif vistkerfis á loftgæði og lofts- lagstemprun jákvæð, vatnsbúskapur sem nýtist okkur mönnunum sem öðrum verum eðlilegur, máttur til niðurbrots mengandi efna óskertur, náttúruleg frævun á sér stað o.fl. Einnig gefur aðgangur að fjöl- skrúðugri náttúru margs konar náms- og rannsóknartækifæri, veitir íbúum aukna ánægju, stuðlar að heilbrigðari lífsháttum og gefur lista- mönnum innblástur. Efnahagsleg rök skipta líka máli, t.d. þau að líf- breytileikinn hefur aðdráttargildi fyrir ferðalanga, sem leiðir af sér fleiri störf í þjónustu og hvetur til uppbyggingar mannvirkja, auk þeirrar staðreyndar að í fjölbreyttu lífríki felast mikil verðmæti, svo sem hráefni fyrir lífræna matvælafram- leiðslu og annan vistvænan iðnað. Síðast en ekki síst hníga siðferðis- leg rök að vernd líffræðilegrar fjöl- breytni, ef við samþykkjum það að lífríkið hafi rétt á að vera til og þróast á sínum forsendum.11,15 Samningurinn um verndun líf- breytileika hefur ekki stöðvað útrýmingu tegunda, og deila má um það hvort eitthvað hafi hægt á hraðanum. Erfitt er að reikna út útrýmingarhraða því að upplýsingar um fjölda lifandi tegunda eru ekki til og ekki ljóst hversu margar tegundir hafa verið til í sögu lífsins.11 Þetta sýnir hversu mikilvægt það er að auka skilning á varðveislu líf- breytileika og það höfum við sem þjóð skuldbundið okkur til að gera. Ferð niður í fjöru er mjög vel við hæfi til að fá tilfinningu fyrir fjölbreytni lífsins og tækifæri til að sjá lífverurnar í sínu rétta umhverfi (3. mynd). Kennarar á öllum skólastigum hafa lengi notað fjöruna til vettvangsferða því hún er aðgengileg mörgum og þar er að finna líf á öllum tímum árs. Óformleg könnun höfundar síðustu þrjá áratugi leiðir í ljós að þeir kennaranemar sem hafa valið líffræði muna helst eftir fjöruferðum og pödduskoðunarferðum úr grunn- skóla en annars konar vettvangs- ferðir, svo sem fuglaskoðun, eru mun fátíðari. Þegar farið er í fjöru þá eru fuglarnir alltaf nálægir og vekja athygli svo mat nemenda á tækifærum til fuglaskoðunar í sínu skólanámi er líklega ekki rétt (4. mynd). Búast má við að fleiri kennarar en áður hugi að fjöruferðum þegar þeir átta sig hversu auðvelt er að tengja þær markmiðum menntunar til sjálfbærar þróunar, þ.e. að nem- endur eigi að læra um lífbreytileika og skilja mikilvægi þess að varðveita hann (sjá kafla um námskrár). 2. mynd. Börn úr Grandaskóla í Reykjavík í fjöruferð. – Children from Grandaskóli in Reykjavík on a field trip. Ljósm./Photo:Valgeir Gestsson. 84_3-4.indd 143 1601//15 12:50 15 01 19 7 N at tu ru fr 5A C M Y K 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.