Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 16
Náttúrufræðingurinn
96
sem fundust í stranddoppunum.
Hjá tveimur þeirra, M. pirum og M.
breviatus, yfirgefa halalirfurnar ekki
snigilinn heldur þroskast þar áfram
í hjúplirfur. Hjá þessum tegundum
hefur því annar millihýsill fallið út
úr lífsferlinum og sníkjudýrin verða
að treysta því að rétti lokahýsillinn
éti stranddoppuna. Í hinum til-
vikunum, átta talsins (1. tafla), eru
halalirfurnar misvel aðlagaðar að
sundi í vatni (blaðkan misstór, hal-
arnir missterkir eða mismunandi
langir) og líftíminn breytilegur (fer
meðal annars eftir stærð og orku-
forða lirfnanna). Tvær tegundanna,
M. claviformis og M. subdolum, hafa
ágætlega þroskaðar halalirfur sem
leita uppi lítil krabbadýr í næsta
nágrenni snigilsins og þrengja sér
inn í þau með aðstoð nálarlaga
brodds (e. stylet) og lífhvata sem
framleiddir eru í sérstökum kirtlum
í framhluta lirfunnar til að brjóta
henni leið í gegnum yfirborð krabba-
dýrsins. Svipað er uppi á teningnum
hjá lirfum af ættinni Notocotylidea
(7. mynd A). Þær laðast annaðhvort
að gróðri eða fæðutegundum, skel-
dýrum eða krabbadýrum, sem lifa
í næsta nágrenni við stranddopp-
urnar og mynda hjúplirfur á yfir-
borði þeirra (7. mynd B, C). Oftast
eru sundlirfurnar heldur skammlífar
og berast ekki langt í burtu frá snigl-
inum sem þær yfirgáfu. H. continua
og P. brevicolle hafa þó vel þróaðar og
langlífar sundlirfur (6. mynd A) sem
geta borist alllangt frá sniglinum,
meðal annars með straumum. Hala-
lirfurnar reiða sig á að þær berist
eins og hverjar aðrar fæðuagnir inn í
síunarkerfi samlokna. Fangi samloka
slíka lirfu kastar hún halanum og
býr um sig sem hjúplirfa. Sprækustu
halalirfurnar í þessum samanburði
eru samt lirfur C. concavum. Þær
þurfa að leita uppi hornsíli í vatninu
og verða því að vera mjög hreyfan-
legar. Þær festa sig við roðið með
sogskálum, kasta halanum og melta
sér leið inn í gegnum húðina þar sem
hjúplirfan býr um sig og bíður uns
fiskiæta kemur og hremmir fiskinn
(8. mynd A, B). Ferðalög hornsílisins
ráða mestu um það hvert smitið
berst. Samkvæmt ofansögðu er ljóst
Sérkenni lífsferils C. concavum felast í því að hraðsynd
halalirfa leitar uppi fisk í vatninu. Finni lirfan fisk kastar
hún halanum og framhlutinn smýgur inn í roðið og myndar
þar langlífa hjúplirfu. Öfugt við flestar aðrar ögðutegundir
er hún lítt hýsilsérhæfð á fullorðinsstigi og getur þrifist í
meltingarfærum margra tegunda fugla og spendýra sem éta
fiska.
Egg ögðunnar berast með driti eða saur lokahýsils út í
vatnið. Stranddoppan étur eggið og úr því klekst bifhærð
lirfa í meltingarvegi. Hún breytist í lirfusekk eftir að hafa
fært sig yfir í kynkerfi snigilsins og fer að framleiða móður-
lirfur sem fullþroskaðar framleiða halalirfur með tveimur
augnblettum og löngum sundhala (8. mynd A). Þessar
spretthörðu lirfur þoka sér út um fæðingarop á móður-
lirfunni og rjúfa sér leið út úr sniglinum í vatnið og leita að
fiski, svo sem hornsíli (Gasterosteus aculeatus). Þegar leitin
ber árangur festir lirfan sig með sogskálum á roðið og fram-
hlutinn smýgur inn í húðina. Svartur litur safnast í roðið
umhverfis hjúplirfurnar, átta svartir blettir sjást á hornsílinu
á 8. mynd B. Þegar lokahýsill étur fiskinn losna hjúplirfurnar
úr roðinu og þroskast í fullorðnar ögður (8. mynd D) sem
hefja varp að aflokinni mökun. Þegar fullorðnar ögður finn-
ast í ránfuglum, svo sem fálka (Falco rusticolus) (8. mynd
C), er líklegra að smituð hornsíli hafi verið í meltingarvegi
fugls sem fálkinn hefur nýlega hremmt, svo sem kríu (Sterna
paradisea), en að fálkinn hafi sjálfur verið á hornsílaveiðum.18
Rammi E
Agðan Cryptocotyle concavum hefur eitt hreyfanlegt lirfustig, einn millihýsil (stranddoppu) og hjúp-
lirfur í fiskroði. Lokahýslar eru ýmsir fuglar og stundum spendýr.
8. mynd. Þrjú lífsform ögðunnar Cryptocotyle concavum. A. Frítt-syndandi halalirfur úr stranddoppu Ecrobia ventrosa; B.
Hjúplirfur í roði hornsílis Gasterosteus aculeatus, sjást sem svartir blettir; C. Fálki Falco rusticolus er einn fjölmargra lokahýsla á
Íslandi; D. Fullorðnar ögður úr görn fálka. – Three developmental stages of the digenean Cryptocotyle concavum. A. Free-swimming
cercaria from Ecrobia ventrosa; B. Metacercariae in skin of Gesterosteus aculeatus are seen as black spots; C. Gyrfalcon Falco
rusticolus is one of many fi nal hosts in Iceland; D. Adult fl ukes from the intestine of gyrfalcon. Ljósm./Photos: Karl Skírnisson.
84_3-4.indd 96 1601//15 12:49
157
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Veiðitölur
Hvítmáfa má veiða á tímabilinu 1.
september til 15. mars og auk þess
má tína egg þar sem eggjatekja telst
til hlunninda.15,21 Á 5. mynd er að
finna fjölda veiddra hvítmáfa en
þeim hefur fækkað nokkuð sam-
fellt frá 1995. Árið 2012 var aðeins
veiddur um fjórðungur af þeim
fjölda hvítmáfa sem var veiddur
tæpum tveimur áratugum fyrr. Sam-
kvæmt aðfallslínu hefur veiddum
hvítmáfum fækkað að meðaltali um
7,6% á ári frá 1995 til 2012.
Útbreiðsla
Útbreiðslu- og stofnbreytingar
Meginniðurstaða þeirrar könnunar
sem hér er kynnt er sú að íslenski
hvítmáfsstofninn hefur dregist veru-
lega saman. Um 2007 voru talin vera
1210 pör við Breiðafjörð, 1081 á Vest-
fjörðum, 65 við Faxaflóa og 40 pör
annars staðar í landinu. Samtals eru
þetta 2396 pör.
Talið er að hvítmáfar hafi verið
mun útbreiddari á Íslandi fyrir u.þ.b.
10 þúsund árum eða skömmu eftir
að ísöld lauk og hefur núverandi
stofni verið lýst sem leifum af mun
stærri stofni. Búast má við að síðan
hafi orðið sveiflur í stofninum öðru
hverju. Samkvæmt niðurstöðum
Finns Guðmundssonar16 fækkaði
hvítmáfum á 19. öld og nefnir hann
fjölgun svartbaks sem eina ástæðu
fyrir samdrætti í stofninum. Finnur
nefnir nokkur hvítmáfsvörp sem
höfðu eyðst í lok 19. aldar og á fyrri
hluta þeirrar 20. Skráningum yfir
víðtækari svæði var ábótavant þegar
Finnur birti grein sína 195511 og til-
flutningur fugla milli varpa því ekki
útilokaður.
Lítið er vitað í smáatriðum um
breytingar á varpútbreiðslu og
stærð varpstofnsins fyrr en á 20. öld.
Aðalvarpsvæðin hafa lengi verið á
vestanverðu landinu,22 þótt Suður-
land sé einnig nefnt sem varp-
svæði hvítmáfa snemma á 19. öld.23
Áður voru strjál vörp annars staðar
á landinu en kynblöndun við silfur-
máfa virðist hafa orðið til þess að
hrein hvítmáfsvörp eru þar orðin
næsta fá ef ekki aflögð. Skoðun á
fyrirliggjandi gögnum bendir til að
varpfuglar utan kjarnasvæðanna
fyrir vestan séu sennilega flestir kyn-
blendingar þótt þeir beri einkenni
hvítmáfa.
Fljótlega eftir að silfurmáfar hófu
að verpa á Íslandi snemma á 20. öld
fóru þeir að blandast hvítmáfum.11
Kjarnasvæði silfurmáfa hafa ætíð
verið á Austfjörðum en undan-
farna áratugi hefur útbreiðslu-
svæði silfurmáfa verið að færast
vestur á bóginn, bæði á Norður-
landi og Suðurlandi.5 Varpsvæði
silfurmáfa hafa því stöðugt nálgast
kjarnasvæði hvítmáfa. Nú er svo
komið að silfurmáfar verpa fast upp
að aðalútbreiðslusvæðum hvítmáfa,
t.d. í Grímsey á Steingrímsfirði24 og
Vallnabjargi á Snæfellsnesi.25 Þessi
framvinda getur í framtíðinni orðið
til þess að blönduð vörp myndist
á kjarnasvæðum hvítmáfa eins og
utan þeirra.
Fyrsta tölulega matið á stærð ís-
lenska hvítmáfsstofnsins er frá um
1955 og var hann þá álitinn vera
3500 varppör.16 Tæpum tveimur
áratugum síðar voru álitin vera 3500
varppör einungis við Breiðafjörð þar
sem helmingur íslenska stofnsins
var þá talinn verpa.26 Stofninn hefur
því verið um 7000 varppör um 1973.
Miðað við þessar tvær áætlanir
tvöfaldaðist stofninn frá 1955. Hann
hefur þó að líkindum verið stærri
1955 en talið var enda vantaði tölur
frá sumum stórum vörpum á Vest-
fjörðum11 og aukningin því ekki eins
mikil og ætla mætti. Eftir 1973 hélt
stofninn áfram að vaxa því um 1982
var heildarstofninn metinn 10.000
pör.27 Næsta heildarmat á stofninum
fór fram árið 1995 en þá var íslenski
stofninn álitinn 8000 pör,28 þ.e. farinn
að dala frá því um 13 árum áður.5
Engu að síður var stofninn af ein-
hverjum ástæðum álitinn vera
10.000–15.000 pör árið 200429 sem er
sama ágiskun og í opinberri skýrslu
frá 199230 en full ástæða er að líta
framhjá þessu mati. Ástæður kunna
að vera þær að fyrirliggjandi upp-
lýsingar hafi ekki verið skoðaðar
nægilega eða aðeins fá vörp en fram-
vinda einstakra hvítmáfsvarpa er
mismunandi (óbirt).
Árið 1979 voru sjófuglabyggðir
kannaðar á Hornströndum (nema
í Veiðileysufirði í Jökulfjörðum) og
voru þá talin vera innan við 1000
varppör á svæðinu.31,32 Á þessu
svæði voru talin vera aðeins 300–
400 pör um 2007. Þá áætlun verður
að taka með fyrirvara enda talan
fyrir stærsta vestfirska varpið (við
Kvíar í Jökulfjörðum) frá 1992, auk
þess sem nýlegt mat var ekki tiltækt
fyrir eitt varp (í Drangaskörðum á
Ströndum) sem fyrrum var nokkuð
stórt, sjá viðauka. Á þessu svæði
voru aðeins 300–400 pör um 2007,
eflaust mun færri (óbirt). Í lok átt-
unda áratugarins voru talin vera
4500–5000 pör við Breiðafjörð,8 eða
5. mynd. Fjöldi veiddra hvítmáfa árin 1995–2012 skv. veiðitölum. Tala er ekki til fyrir 2003.
– Numbers of Glaucous Gulls taken and recorded in hunting statistics 1995–2012. No
figure available for 2003.14 Heimild/Source: Umhverfisstofnun 2014.
84_3-4.indd 157 1601//15 12:50
1501197 N
atturufr
4B
C
M
Y
K
56