Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 34
Náttúrufræðingurinn 114 líkt og nú á Vatnajökli,7 og óvíst er hvort nokkrar lífverur hafa náð að lifa á slíkum svæðum við hámark kuldaskeiðsins. Sumir fræðimenn hafa talið að þar hafi lífverur náð að lifa af jökulskeiðin, svo sem þeir Rundgren og Ólafur Ingólfsson,8 en engar óyggjandi niðurstöður hafa staðfest slíkar tilgátur.7 Því verður að ætla að flestar tegundir hafi numið land eftir lok ísaldar frá suðlægari búsvæðum þar sem þær höfðu lifað af á jökulskeiðinu, yfirleitt frá Evr- ópu en í sumum tilvikum frá Norð- ur-Ameríku. Á Íslandi finnast einnig færri tegundir en á sambærilegum breiddargráðum í Skandinavíu, sem skýra má með landfræðilegri einangrun landsins og með stærð heppilegra búsvæða, sbr. eyjalíkan MacArthurs og Wilsons um teg- undafjölbreytni.9 Áhrif hitabreyt- inga á lífríki sjávar eru einnig talin hafa haft svipuð áhrif á útbreiðslu lífvera þar sem lífverur leituðu til heitari svæða á jökulskeiðunum og aftur til baka í kjölfar bráðnandi jökla.10,11,12 Í sumum tilvikum er þetta landnám nýlegt og hefur átt sér stað með hjálp manna, eins og dæmi verða nefnd um hér að neðan. Jökulskeið ísaldar höfðu afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir lífríki um allan heim og léku einnig stórt hlutverk við myndun þess líffræðilega breyti- leika sem við þekkjum nú, bæði við þróun afbrigða og tegunda. Á þetta sérstaklega við um lífríki á norð- lægum breiddargráðum þar sem mörg ólík afbrigði má finna innan tegunda þótt tegundabreytileikinn sé almennt lítill í samanburði við suðlægari breiddargráður.13 Í þessari grein verður sagt frá afbrigðamyndun, áhrifum jökul- skeiða ísaldar á breytileika lífvera á Íslandi, mögulegum svæðum eða hælum (e. refugia) þar sem lífverur lifðu af harðindi jökulskeiðanna, og landnámi þessara lífvera á Ís- landi. Einnig verður stuttlega lýst greiningu á mögulegri kynblöndun hvít- og silfurmáfa á Íslandi, verk- efni sem ég vann að í samvinnu við Agnar Ingólfsson og meistaranema okkar, Freydísi Vigfúsdóttur. Auk þessa verður greint frá öðrum rann- sóknum sem ég hef unnið að á upp- runa nokkurra tegunda á Íslandi út frá erfðabreytileika og þær tengdar rannsóknum annarra á erfðaland- fræði tegunda. Áhrif jökulskeiða á lífríki norðurslóða og myndun afbrigða Ísöld hófst fyrir um 2,6 milljónum ára og skiptist í tímabil endurtekinna jökulskeiða og hlýskeiða. Jökul- skeiðin fóru harðnandi eftir því sem á leið. Á síðustu milljón árunum eða svo varaði hvert jökulskeið í um 100 þúsund ár og hvert hlýskeið í um 10 þúsund ár. Á jökulskeiðum stækkuðu jöklar og við hámark skeiðanna þöktu þeir mestan hluta Norður-Evrópu (1. mynd), allt suður til miðbiks Englands og Þýskalands, stóran hluta Norður-Asíu og Kanada og einnig fjalllendi á syðri breidd- argráðum svo sem í Ölpunum, Himalajafjöllum og Klettafjöllum. Austasti hluti Síberíu og Alaska voru íslaus vegna lítillar úrkomu. Við hámark ísþekjunnar á síðasta jökulskeiði, fyrir um 20 þúsund árum, náði jökullinn yfir allt Ísland og jökulgarðar eftir framskrið jökla finnast í sjó allt að 100 km frá landi.14 Vegna kulda og ísþekju dóu teg- undir út eða náðu að lifa af, jafnvel í litlum hópum á afmörkuðum svæð- um, eða hælum, yfirleitt á suðlægari breiddargráðum. Margar tegundir sem lifa á landi í Evrópu virðast þannig hafa lifað af í hælum á Íberíu- skaga, Ítalíu og Balkanskaga, jafnvel í litlum stofnum sem voru aðskildir í langan tíma og tóku þróunarlegum breytingum óháð hver öðrum (1. mynd). Þegar hlýnaði gátu þessar teg- undir aukið útbreiðslu sína í kjölfar bráðnandi jökla, numið land að nýju og stofnar ólíkra tegunda stækkað. 1. mynd. Hámark ísþekju í Vestur-Evrópu á síðasta jökulskeiði ísaldar. Dökka línan markar jaðar jökulsins. H1–H3 vísa í möguleg hæli fyrir margar lífverur í Suður-Evrópu. Spurn- ingarmerki (?) vísar í möguleg tengsl ísþekju frá Noregi til Skotlands. Sífreri er talinn hafa verið á íslausum svæðum Suður-Englands og suður að miðbiki álfunnar að Ölpunum. Myndin er byggð á mynd í grein Taberlets o.fl.15 – The maximum coverage of glaciers in western Europe during the last glacial period of Ice Age. Dark line marks the edge of the glacier. H1−H3 refer to putative refugia for many species in southern Europe. “?” refers to possible connection of the glacier from Norway to Scotland. Permafrost area is thought to have been in S-England and south to the Alps. The figure is based on a figure in an article by Taberlets et al.15 84_3-4.indd 114 1601//15 12:50 139 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags í Ekvador. Sýni voru tekin úr 39 sambýlum og erfðaefni (DNA) ein- staklinga í þeim raðgreint.19 Mynd- in sýnir staðsetningu 18 þessara sambýla. Niðurstöðurnar tala skýru máli. Innan sambýlis voru allir ein- staklingar annaðhvort með sömu setröð eða setraðirnar voru einni stökkbreytingu hver frá annarri. Slíkan breytileika er best að skýra með því að orðið hafi stökkbreyting innan hópsins. Nágrannasambýli deildu annaðhvort sömu setröð, og eru því komnar frá sama uppruna- lega sambýlinu, eða voru óskyld. Í mörgum tilvikum tilheyrðu þau ólíkum greinum á skyldleikatré setraðanna. Þessar niðurstöður styðja þá tilgátu að einstaklingar haldi sig innan eigin sambýlis. Eng- in merki fundust um „blönduð“ sambýli með ólíkum setröðum. Samanburður á erfðabreytileika meðal félagsköngulóa segir sömu sögu.10 Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna að erfðabreytileiki er mun meiri meðal hópa/stofna en innan þeirra, ólíkt því sem ger- ist meðal flestra tegunda þar sem einstaklingar dreifa sér í leit að maka.6 Til að mynda var minna en 5% erfðabreytileika að finna innan sambýla í ofangreindri rannsókn (FST=0,96, p<0,001).19 Hvaða afleiðingar hefur þessi óvenjulega stofngerð og langvinna innrækt? Fyrst koma kannski í hug beinar afleiðingar innræktunar (e. inbreeding depression), svo sem tján- ing víkjandi banagena (e. lethal re- cessive genes). Oft hafa innræktaðir einstaklingar takmarkaða hæfni. En svo virðist ekki vera hjá þessum tegundum félagsköngulóa. Hugs- anlega er ástæða þess sú að innrækt hefur þegar átt sér stað í einhverjum mæli meðal lágfélagslyndra ætt- ingja og forfeðra félagsköngulóa og þá kannski orðið nægilega mikil til þess að eyða víkjandi banagenum.10 En innrækt hefur aðrar afleiðingar, eins og lýst var að ofan, og leiðir til þess að einstaklingar í slíkum sam- býlum verða mjög einsleitir. Lítill erfðabreytileiki leiðir svo til þess að svar við náttúrulegu vali verður lít- ið. Ef breyting verður á umhverfinu eða sjúkdómar koma upp sem hafa áhrif á einn einstakling er líklegt að allir aðrir einstaklingar, sem eru erfðafræðilega nánast eins (klónar), verði fyrir sömu áhrifum. Heilu stofnarnir geta því dáið út á skömmum tíma. Dæmi eru um slíkan útdauða hjá stórum sam- býlum sem fylgst hefur verið með í fjölda ára og einnig eru dæmi um að sníkjudýr smiti 100% eggja í ein- stöku sambýli.6 En gæti erfðabreytileiki ekki við- haldist innan tegundar þótt hann sé lítill innan stofna? Svo sannarlega. Rannsóknir benda þó til þess að félagslyndar köngulóartegundir séu með lítinn erfðabreytileika, jafnt innan stofns og milli stofna, í samanburði við lágfélagslyndar tegundir sem ekki eru innrækt- aðar.20 Ástæður fyrir því gætu verið margar en líklega tengist það skyndilegum útdauða stofna. Þegar stofn hverfur algerlega eyðast þær setraðir sem voru einstakar hjá ein- staklingum innan þess stofns og smám saman minnkar erfðabreyti- leiki innan tegundarinnar.10 Þegar erfðabreytileiki innan stofna eða tegunda er lítill minnkar möguleg svörun við náttúrulegu vali og heilu tegundirnar geta orðið útdauða vegna umhverfisbreytinga, sjúk- dóma eða sníkjudýra. Er lítil teg- undamyndun hjá félagsköngulóm því afleiðing lítils erfðabreytileika og útdauða tegunda? Svo virðist vera. Köngulær hafa étið pöddur hér á jörð í yfir 380 milljónir ára, og þróunarlínur lágfélagslyndra köngulóa eru oft fornar, en allar félagslyndar köngulóategundir eru ungar þróunarlega séð. Engar þeirra mælast, með klukkum sameindalíf- fræðinnar, eldri en um 1–2 milljóna ára, og margar þeirra eru mun yngri.20 Félagslyndi heldur áfram að þróast aftur og aftur en þó virðist svo sem félagsköngulær séu á þró- unarfræðilegum blindgötum og verði hvað eftir annað útdauða á til- tölulega skömmum tíma vegna inn- ræktar og skorts á erfðabreytileika.7 Niðurlag Hér hafa verið kynntar nýlegar rannsóknir á félagsköngulóm. Ég hef sýnt fram á endurtekna þróun og bent á þætti sem tengjast þróun félagslyndis hjá köngulóm, svo sem gerð og notkun þrívíðs vefjar og tilvist móðurumhyggju. Jafnframt hefur verið rökstutt að draga megi almennan lærdóm af rannsóknum á félagsköngulóm hvað varðar þróun félagslyndis meðal dýra, svo sem að félagshegðun eigi rætur að rekja til fjölskylduhópa og hafi einkum þróast hjá dýrum sem geta á einhvern hátt stýrt kyni afkvæma 4. mynd. Köngulóartegundin Anelosimus agnar sem ég lýsti og tileinkaði föður mínum. Þessi grein er einnig tileinkuð minningu hans. – The species Anelosimus agnar. This article, as was this species Anelosimus agnar, is dedicated to my late father, Agnar Ingólfs- son. Ljósm./Photo: Ingi Agnarsson. 84_3-4.indd 139 1601//15 12:50 1501197 N atturufr 6A C M Y K 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.