Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 82
91
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
við frumgreiningu snigilsins hér-
lendis var 3,6 mm (bil 2,1–4,5 mm).1
Stranddoppan getur þó orðið stærri.
Lengdarmælingar á þúsundum
snigla sem höfundar hafa safnað að
haustlagi, þeim árstíma sem strand-
doppan verður hvað stærst hér á
landi, sýna að kuðungar verða allt að
6,0 mm langir. Loka á fæti snigilsins
gerir dýrinu kleift að þétta munnann
þannig að stranddoppa þolir tíma-
bundinn þurrk. Tegundin þolir vel
breytilegt seltustig en þrífst heldur
illa í fullsöltum sjó og lifir ekki í
ferskvatni. Í fyrstu söfnunarferðinni
á Melabakka fannst stranddoppa
einungis í tjörnum með seltu yfir
6‰.4 Fæðan samanstendur af litlum
þörungum sem snigillinn étur beint
af gróðri sem hann skríður á eða úr
leðjunni, sem iðulega hylur sniglana
að mestu leyti niðri á botninum
þannig að erfitt getur verið að koma
auga á þá. Sniglarnir eru sérkynja og
makast kynin strax eftir að þau hafa
náð kynþroska.13 Getnaðarlimur
karldýranna er stór og áberandi
þannig að kyngreining er auðveld.1
Kvendýrin fæða lifandi afkvæmi
sem eru komin með útlitseinkenni
foreldranna þegar þeim er gotið.13
Viðkoman verður hröð við hagstæð-
ar aðstæður þannig að fjöldi snigla á
fermetra getur skipt mörgum þús-
undum. Rannsóknir höfunda á þétt-
leika stranddoppna í fitjatjörnum
á Melabökkum hafa leitt í ljós allt
upp í 20.000 snigla á fermetra þar
sem þéttleikinn var mestur í gróður-
ríkum tjörnum.7 Stranddoppur eru
skammlífar og verða yfirleitt ekki
Fullorðin agða makast og verpir eggjum sínum inni í melt-
ingarvegi lokahýsils sem hér gæti verið einhver lítill vaðfugl
eða andfugl. Eggin berast út úr líkama fuglsins með dritinu.
Lendi dritið í vatni eða sjó eru tveir möguleikar fyrir hendi
um frekari þroska eftir tegundum. Annaðhvort klekst strax
úr egginu bifhærð lirfa (e. miracidium) eða þá að klakið verð-
ur ekki fyrr en eggið hefur borist óviljandi niður í snigilinn
með fæðunni. Í fyrra tilvikinu syndir bifhærða lirfan um ná-
grennið í leit sinni að sniglinum sem gegnir hlutverki fyrsta
millihýsils í lífsferlinum. Oftast eru egg agðna sem strax
þroskast í vatni stór (frá 80 µm, blóðögðuegg verða yfir 300
µm löng) og innihalda mikla forðanæringu því orkukrefjandi
er að synda um og leita snigilinn uppi. Finni lirfan snigilinn
meltir hún sér leið inn í hann (sjá ramma B) og þroskast í
honum í sekklaga lífveru sem myndar lirfur með kynlausri
fjölgun. Hinn möguleikinn er að snigillinn éti ögðueggið, þá
klekst bifhærð lirfa úr egginu niðri í meltingarveginum. Egg
sem klekjast eftir að hafa verið étin eru smávaxin (innan við
50 µm löng) og minni forðanæring lögð í hvert og eitt þeirra
en þau sem klekjast í vatni. Ögðutegundir sem hafa þennan
klakferil verpa yfirleitt miklum fjölda eggja. Inni í sniglinum
umbreytast lirfurnar í sekklaga lífsform sem oftast taka sér
bólfestu í meltingarkirtlum eða kynkirtli og framleiða þar
nýjar kynslóðir sníkjudýrsins með kynlausri fjölgun.
Sekkirnir eru af tvennum toga og uppbygging þeirra
misflókin. Einfaldari gerðin er líffæralaus lirfusekkur (e.
sporocyst) en hin gerðin, svonefnd móðurlirfa (e. redia), býr
meðal annars yfir taugakerfi, sogskál og meltingarkirtli. Í
lirfusekkjum og móðurlirfum þroskast halalirfur (e. cerc-
ariae), þær eru yfirleitt með sundhala til að geta synt um
í vatni. Móðurlirfurnar hafa sérstakt fæðingarop sem full-
þroskaðar halalirfur smjúga út um þegar þær búast til að
yfirgefa snigilinn. Oft eru fleiri en ein kynslóð lirfusekkja
eða móðurlirfna í hverjum snigli og nefnast þau stig dætur
eða jafnvel dótturdætur.16,17
Halalirfur í vatni laðast gjarnan að algengum fæðuteg-
undum lokahýsilsins, kasta þar halanum og mynda um
sig þolhjúp utan á lífverunum. Hjúplirfurnar (e. metacerc-
ariae) sem þannig verða til geta lifað mánuðum og jafnvel
árum saman þar til lokahýsill í fæðuleit gleypir þær með
fæðunni og þroskun hefst í meltingarveginum í fullorðinn,
tvíkynja orm. Ormarnir makast og innan skamms byrja
þeir að verpa eggjum sem berast út með dritinu.16,17
Rammi A
Almennt um lífsferla agðna.
4. mynd. Stranddoppa lifir í leðjunni í gróðurlausum vatnsrásum og fitjatjörnum í
Gálgahrauni við Skerjafjörð innanverðan. – Ecrobia ventrosa lives in mud of brackish
ponds and furrows on the saltmarsh in Gálgahraun at the head of Skerjafjörður (SW-Ice-
land). Ljósm./Photo: Karl Skírnisson.
84_3-4.indd 91 1601//15 12:49
Náttúrufræðingurinn
162
Sýsla
District
Staður
Location
Nánari staðsetning varps
More detailed location
Notkun
Use
Dagur
Day
Mánuður
Month
Ár
Year
Fjöldi para
Nos. pairs
V.-Barð. Hvallátrar bak Látrabjargs Bjarnarnúpur 1 x x 2007 10
V.-Barð. Breiðavík Breiður 1 x x 2008< 10
V.-Barð. Kollsvík í Rauðasandshreppi Blakkur (Blakknes),
björg neðan Láturdals
1 27 5 2009 4
V.-Barð. Hænuvík í Patreksfirði Innri-Hænuvíkurhlíðar:
Fimmhundraðahæð að Láturdal
1 27 5 2009 2
V.-Barð. Hænuvík í Patreksfirði Hænuvíkurhlíðar [innan Sellátraness] 1 27 5 2009 8
V.-Barð. Tálkni milli Patreksfj. og Tálknafj. 1 27 5 2009 39
V.-Barð. Krossi í Tálknafirði 1 27 5 2009 16
V.-Barð. Syðra-Lágnafjall í Tálknafirði 1 27 5 2009 16
V.-Barð. Nyrðra-Lágnafjall í Tálknafirði 0 27 5 2009 0
V.-Barð. Kópur 0 27 5 2009 0
V.-Barð. Arnarfjörður Bíldudalsfjall 0 8 8 2010 0
V.-Barð. Arnarfjörður Bylta (Byltufjall): Þiljur 0 8 8 2010 0
V.-Ís. Arnarfjörður Urðahlíð í Dynjandisvogi 1 8 7 1969 x
V.-Ís. Stapadalur í Arnarfirði Stapi 1 21 6 2007 3
V.-Ís. Arnarfjörður Tóarfjall 1 27 5 2009 6
V.-Ís. Dýrafjörður Ytri-Ófæra 0 9 7 2002 0
V.-Ís. Eyrarfjall í Dýrafirði 1 24 7 1979 24
V.-Ís. Arnarnes í Dýrafirði ströndin neðan bæjar 1 6 7 2002 2
V.-Ís. Dýrafjörður Skagi (Skagafjall) 1 27 5 2009 1
V.-Ís. Ingjaldssandur í Önundarfirði Barði 1 27 5 2009 40
V.-Ís. Ingjaldssandur í Önundarfirði Hrafnaskálarnúpur 1 27 5 2009 58
V.-Ís. Önundarfjörður Hundsárskorur 1 27 5 2009 4
V.-Ís. Önundarfjörður Sauðanes 1 27 5 2009 10
V.-Ís. Göltur við Súgandafjörð Göltur 1 27 5 2009 24
V.-Ís. Skálavík við Bolungarvík Öskubakur 1 27 5 2009 7
N.-Ís. Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi Deildin (Deildarhorn), utan við
Kambinn
1 27 5 2009 4
N.-Ís. Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi Deildin (Deildarhorn): Kamburinn 1 27 5 2009 133
N.-Ís. Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi milli Krossavíkur og Hvassaleitis 1 27 5 2009 2
N.-Ís. Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi ofan og utan Grjótleitis 1 27 5 2009 20
N.-Ís. Bolungarvík Traðarhorn: Ófæra: sitt hvorum megin
við Snjólfsgjá
1 27 5 2009 5
N.-Ís. Óshlíð við Ísafjarðardjúp Óshyrna: Stórfótur 1 27 5 2009 9
N.-Ís. Óshlíð við Ísafjarðardjúp Ófæra í Arafjalli 1 27 5 2009 77
N.-Ís. Vatnsfjörður í Ísafjarðardjúpi Borgarey 1 x vor 1996 5
N.-Ís. Hlíðarhús á Snæf.jallaströnd Innra-Skarð, sunnanvert 0 x 6 1999 0
N.-Ís. Bjarnarnúpur Bjarnarnúpur, nálægt Míganda 1 29 6 2009 40
N.-Ís. Staðarhlíð í Jökulfjörðum mitt á milli Gathamars og Staðareyra 1 8 7 2003 2
N.-Ís. Kvíar í Jökulfjörðum ofan Borðeyrar 1 22 6 1992 300
N.-Ís. Kvíar í Jökulfjörðum Kvíanúpur 1 28 7 1965 25
N.-Ís. Hesteyrar-/Veiðileysufjörður í Jökulfjörðum Lás 1 28 7 1965 6
N.-Ís. Slétta í Jökulfjörðum Teisti, utan í bjargbrún 1 18 7 1998 35
N.-Ís. Ritur við Aðalvík Ritur: Stapi 1 x x x x
N.-Ís. Almenningar vestri við Hlöðuvík Haugahlíð 1 x x 1982 x
N.-Ís. Ófærubjarg (Ófæra) á Hornströndum 1 13 7 1976 7
N.-Ís. Hælavík á Hornströndum Hælavíkurbjarg 1 15 7 1976 10
N.-Ís. Horn á Hornströndum Hornbjarg 1 21 5 2007 8
N.-Ís. Látravík á Hornströndum Látravíkurbjarg 1 21 5 2007 1
N.-Ís. Bjarnarnes á Hornströndum Hrollaugsvík, stakkur 1 21 5 2007 1
N.-Ís. Bjarnarnes á Hornströndum Digranes: Hólkabætur 1 21 5 2007 1
N.-Ís. Bjarnarnes á Hornströndum Drífandisbjarg/Smiðjuvíkurbjarg 1 21 5 2007 2
N.-Ís. Barðsvík á Hornströndum Barðsvíkurófæra 1 21 5 2007 1
N.-Ís. Furufjörður á Hornströndum Kanna 1 21 5 2007 1
N.-Ís. Furufjörður á Hornströndum klettastandar utan við Mávaberg 0 21 5 2007 0
N.-Ís. Þaralátursfjörður á Hornströndum Furufjarðarnúpur sunnanverður 0 21 5 2007 0
N.-Ís. Reykjarfjörður á Hornströndum Sigluvíkurnúpur 0 21 5 2007 0
N.-Ís. Reykjarfjörður á Hornströndum Sigluvík utan Sigluvíkurár 1 21 5 2007 4
N.-Ís./Strand. Reykjarfjörður/Skjaldabjarnarvík á Ströndum Geirólfsnúpur (Geirhólmur) 1 21 5 2007 2
Strand. Drangar á Ströndum Drangaskörð 1 23 7 1976 6
Strand. Drangar á Ströndum Drangaskörð 1 12 7 1990 x
Strand. Ófeigsfjörður á Ströndum Hrútey 0 13 7 1989 0
Strand. Munaðarnes í Ingólfsfirði Munaðarnessker - Efstasker (Háasker) 0 4 6 2007 0
Strand. Litla-Ávík í Trékyllisvík Reykjaneshyrna 1 26 6 2006 2
Strand. Byrgisvík í Veiðileysufirði sjávarklettar í mynni Skarfadals 1 26 6 2007 1
84_3-4.indd 162 1601//15 12:50
15
01
19
7
N
at
tu
ru
fr
3A
C
M
Y
K
56