Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 7
87 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Brunswick og Nova Scotia í Kanada í því skyni að skoða þar lífríki í fjörum, en hitastig sjávar við norð- anverðan Noreg og austurströnd Kanada er svipað og við Íslandsstrendur. Agnari til mikillar furðu reyndist lífríki í grýttum fjörum í Kanada vera miklu líkara íslensku lífríki en prentaðar heimildir gáfu til kynna. Fjörutegundirnar reyndust vera þær sömu og lifa við strendur í Norður-Atlantshafinu austanverðu, en í Kanada höfðu þær hlotið ný, og þá að sjálfsögðu röng, latnesk heiti. Agnar birti niðurstöður þess- ara rannsókna í tímaritinu Journal of Biogeography árið 1992.15 Meginályktun hans var sú að fánan í grýttum fjörum í Austur-Kanada væri, líkt og fánan í íslenskum fjörum, tegundaskert útgáfa fánunnar í grýttum fjörum Norður-Noregs. Ástæðan væri sú að fánan í grýttum fjörum Kanada og Íslands hefði dáið út á ísöld og landnám eftir ísöld hefði orðið frá meg- inlandi Evrópu. Þessar niðurstöður voru óvæntar og vöktu athygli margra. Niðurstöður Agnars stuðluðu að því að Clifford W. Cunningham við Duke-há- skóla í North Carolina fékk styrk frá Rannsóknaráði Bandaríkjanna (NSF, National Science Foundation) vegna verkefnisins CORONA (Coordinating Re- search on the North Atlantic) en markmið þess var að efla fjölþjóðlega samvinnu um rannsóknir á vist- fræði og haffræði Norður-Atlantshafs.21 Í tengslum við CORONA voru haldnir fimm fjölmennir vinnu- fundir með þátttöku á annað hundrað fræðimanna frá 13 löndum, þar á meðal Íslandi. Agnar Ingólfsson var áberandi á þessum fundum, enda kynnti Cliff Agnar þar jafnan sem höfund þeirra rannsókna sem orðið hefðu kveikjan að CORONA. Í framhaldi af þessu jókst samstarf Agnars við nokkra bandaríska vísindamenn og birti hann ásamt þeim áhugaverðar greinar um líflandafræði íslenskra fjörusvæða.22,23 Í framhaldi af fjörurannsóknum sínum kannaði Agnar samsetningu dýralífs í þangbrúskum sem slitna úr fjöru og birtist fyrsta ritgerð hans af nokkrum um það efni árið 1995.24 Rannsóknir Agn- ars leiddu í ljós fjölbreytilegt lífríki í þessum þang- brúskum þrátt fyrir að þeir væru komnir langt út á sjó. Ein af forvitnilegustu niðurstöðum Agnars var að brúskarnir gætu borið fjörudýr um langan veg, ef til vill hundruð kílómetra. Með þessum rannsóknum sýndi Agnar fram á mikilvægi fljótandi þang- brúska við flutning fjörutegunda á milli fjarlægra hafsvæða. Meðal þess sem kom á óvart við rann- sóknirnar á fljótandi þangi var mikið magn af krab- baflónni Parathalestris croni. Þetta er botnkrabbafló (Harpacticoida), sem var afar lítt þekkt en reyndist mjög algeng í fljótandi þangbrúskum langt úti í hafi. Agnar skrifaði í samvinnu við Emil Ólafsson forvitni- lega tímaritsgrein25 þar sem lífsferli tegundarinnar er lýst, en brúskarnir eru mikilvægir sem búsvæði fyrir náplíuslirfur tegundarinnar. Flestar náplíus- lirfur krabbaflóa synda um í sjónum, en náplíus- lirfur P. croni hafa stuttar lappir og nánast hanga á þanginu. Á síðari árum beindust rannsóknir Agnars Agnar Ingólfsson í fjörunni við Hvassahraun sumarið 2007. Þar var hann við rannsóknir á botnlægu krabbaflónni Itunella muel- leri. Ljósm.: María Björk Steinarsdóttir, 27.júlí 2005. 84_3-4.indd 87 1801//15 16:54 Náttúrufræðingurinn 166 Kísil- og grænþörungar voru aðalfæða Paraclunio alaskensis og Saunderia sp. (Telmatogetoninae) við strendur Bresku Kólumbíu í Kanada.18 Hverjir lifa síðan á rykmýi í sjó? Lirfur af ættkvíslunum Saunderia og Paraclunio hafa fundist í maga laxa- seiða.18 Sést hefur til ungra bog- krabba (Carcinus maenas) éta Clunio- lirfur.5 Lirfur Halocladius-tegunda fundust í mögum sandlóa í fjörum við Önundarfjörð seint í maí 1979 og voru lirfurnar í sumum tilfellum aðalfæða fuglanna.22 Auk þess voru lirfurnar algengar í fæðu lóuþræla í Önundarfirði, svo og tildra úr Arn- arfirði. Athuganir á fæðu vaðfugla á leiru Grafarvogs seint í maí 1980 leiddu í ljós að Halocladius-lirfur voru aðalfæða lóuþræla og fundust einnig í fæðu rauðbrystinga, send- linga og heiðlóa á sama stað.23 Halocladius-lirfur fundust í fæðu lóuþræla í Skarðsfirði við Höfn í maí 1979, en lirfur þessarar ættkvíslar komu hins vegar ekki fram í botn- sýnum sem tekin voru á sama tíma á leirunni.24 Í fjörum Vatnsfjarðar á Barðaströnd var fæða úr saursýnum rauðbrystinga greind til að reikna út orkusöfnun fuglanna til áframhald- andi flugs á varpstöðvarnar.25 Sú rannsókn leiddi í ljós að lirfur Halocladius variabilis voru í tölu- verðum mæli í fæðu rauðbrystinga og áætluðu höfundar að sá hópur sem viðkomu hafði í Vatnsfirði á athugunartíma hefði nýtt sér um 11% af þeim lirfum sem voru í fjör- unni samkvæmt mati á þéttleika lirfna. Rykmý í sjó við Ísland Um 80 tegundir eru tilgreindar í nýjustu samantekt um rykmýsfánu Íslands.9 Af þeim eru sex tegundir einkum í fjörum, á leirum og í sjó: Telmatogeton japonicus af undirætt- inni Telmatogetoninae, Clunio mar- inus, Halocladius (H.) variabilis og H. (H.) varians af undirættinni Orthoc- ladiinae, Chironomus (C.) aprilinus og C. (C.) salinarius af undirættinni Chironominae. Auk þeirra eru fjórar tegundir sem fundist hafa í ísöltu vatni en eru að jafnaði algengari í fersku vatni. Þetta eru tegundirnar: Cricotopus (C.). pilocellus og C. (I.) sylvestris af undirættinni Orthoc- ladiinae og Dicrotendipes modestus og Tanytarsus gracilentus af undirættinni Chironominae. Í áðurnefndri saman- tekt er einnig fjallað um þekkta út- breiðslu þessara tegunda. Tegundirnar Telmatogeton japonicus og Cluno marinus hafa einungis fundist á Suðvesturlandi (2. mynd). Þeirra var fyrst getið hér frá Íslandi árið 1999.26 Fyrrnefnda tegundin hafði þá fundist í stórgrýti í fjöru við Dyrhólaey og í fjöru við Þórkötlustaði á Reykjanesi. Síðar- nefnda tegundin fannst í fjöru við Ægisíðu í Reykjavík og einnig við Þórkötlustaði. Fullorðnar karlflugur Halocladius (H.) variabilis hafa fundist við strönd- ina nánast allt umhverfis landið nema við Húnaflóa og austanverðan Skaga (3. mynd). Á hinn bóginn hafa flugur Halocladius (H.) varians aðeins fundist við Suðausturland og á tveimur stöðum á Norðurlandi (3. mynd). Erfitt er að aðgreina lirfur þessara tveggja tegunda og er því jafnan fjallað um þær saman. Þær hafa þó verið aðgreindar í nokkrum tilvikum. Lirfurnar hafa fundist mjög víða á leirum og í þangfjörum hér við land,27 sjá einnig í 1. töflu. Í klóþangsfjörum (Ascophyllum nodosum) getur þéttleiki Halocladius- lirfna orðið mikill, jafnvel nokkur þúsund einstaklingar á fermetra og hafa rannsóknir sýnt að þéttleikinn eykst eftir því sem neðar dregur í fjöruna, allt niður að þarabeltinu.27 Í samantekt Agnars Ingólfssonar27 á rannsóknum á fjörum umhverfis landið, kemur fram að þéttleiki lirfn- anna hafi verið mestur í klóþangs- fjörum á norðvesturhluta landsins, milli Breiðafjarðar og Hælavíkur. 2. mynd. Útbreiðsla Telmatogeton japonicus (bláir hringir) og Clunio marinus (rauðir hringir). Kortið er byggt á fullorðnum karlflugum og er birt hér með leyfi höfundar úr Zoology of Iceland.9 – The distribution of Telmatogeton japonicus (blue dots) and Cl- unio marinus (red dots). The map is based on identified adult males and is published with permission.9 3. mynd. Útbreiðsla Halocladius (H.) variabilis (bláir hringir), Halocladius (H.) varians (rauðir hringir), kort byggt á fullorðnum karlflugum og birt hér með leyfi höfundar úr Zoology of Iceland9 og Halocladius-lirfum (grænir tíglar), kort byggt á heimildum sem getið er í 1. töflu. – The distribution of Halocladius (H.) variabilis (blue dots), Halocladius (H.) varians (red dots) based on identified adult males and is published with permission9 and Halocladius lar- vae (green diamonds) based on studies cited in Table 1. 84_3-4.indd 166 1601//15 12:51 1501197 N atturufr 3A C M Y K 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.