Morgunblaðið - 23.07.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.07.2016, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Þetta tengist allt og ferðamaðurinn kemur öllum við. Hann er ótrúlega gjöfull þessi ferðamaður,“ segir Halldór og hlær. Að jafnaði kemur um eitt skip á mánuði í Helguvíkurhöfn með flug- vélaeldsneyti. Halldór segir að stundum verði farmurinn þó ekki allur eftir á Íslandi. „Oft eru skip að flytja flug- vélaeldsneyti og koma við hjá okkur til að létta sig. Þau eru kannski að flytja eldsneyti í Óslóarfjörð. Óslóar- fjörður er með þröskuld, þannig að skipin verða að vera grunnristari þegar þau koma þangað en þegar þau koma til okkar,“ segir Halldór Karl Hermannsson. höfum hér eru mun minni en erlend- is. Það eru miklu stærri bátar er- lendis, þetta segir okkur að við þurf- um að stækka við okkur,“ segir Halldór. Ferðamaðurinn er gjöfull Meðfram ferðamannastraumnum hefur innflutningur flugvélaelds- neytis aukist mjög, líkt og áður sagði. Halldór segir að breyttar for- sendur séu í áætlunum Helguvíkur- hafnar. „Við þurfum í okkar áætlunum að athuga hvað hver ferðamaður gefur okkur í tekjur, þannig við getum metið eftir aukningaspám hvernig tekjustreymið verður hjá okkur. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í nýju yfirliti Vinnumálastofnunar yfir skráð atvinnuleysi kemur fram að í júní síðastliðnum voru 1.133 einstaklingar með háskólamenntun á skrá. Voru háskólamenntaðir 28% þeirra sem voru á atvinnuleys- isskrá. Af þessum fjölda voru 736 konur og 397 karlar. Fækkun hefur orðið í þessum hópi á undanförnum árum og alls hefur atvinnulausu háskólafólki fækkað um 203 frá árinu 2015. Hér til hliðar er yfirlit yfir þær greinar þar sem sem atvinnuleysið var mest í júní. Viðskiptafræðingar eru langfjölmennasti hópurinn eða 144. Í þeim hópi hefur fækkað um 25 frá sama tíma í fyrra. Lögfræð- ingar eru næstfjölmennasti hóp- urinn, eða 52. Í þeim hópi hefur fækkað um 28 frá sama tíma í fyrra. Þegar atvinnuleysi eftir menntun og starfsgreinum er skoð- að aftur í tímann kemur í ljós að ár- ið 2007, sem almennt er talið eitt mesta uppgangsár Íslandssög- unnar, voru 220 háskólamenntaðir á atvinnuleysisskrá. Árið eftir fer fjöldinn upp í 389. Árið 2009 verður algjör sprenging, því þá eru 2.207 háskólamenntaðir einstaklingar skráðir án atvinnu. Síðan dregur smám saman úr atvinnuleysi hjá þessum hópi og í fyrra var talan komin niður í 1.338. Hins vegar hefur dregið minna úr atvinnuleysi háskólafólks en annarra stétta. Árið 2007 var hlut- fallið af heildarfjölda atvinnulausra 11% en hlutfallið er nú komið í 28%. Mesta atvinnuleysi Íslandssög- unnar var árið 2009 þegar heild- arfjöldinn á atvinnuleysisskrá var 15.121. Í síðasta mánuði var þessi tala komin niður í 3.789. Fækkunin er því 11.332 einstaklingar. 144 viðskiptafræð- ingar eru án vinnu  Hægar hefur dregið úr atvinnuleysi háskólafólks en annarra starfsstétta Atvinnuleysi eftir greinum Viðskiptafræði 144 Lögfræði 52 Grunnskólakennaranám 48 Sálfræði 45 Myndlistarnám á háskólastigi 38 Hönnunarnám á háskólastigi 29 Tölvunarfræði 25 Markaðsfræði 24 Félagsráðgjöf 22 Tónlistarnám á háskólastigi 21 Hagfræði 20 Leiklistarnám á háskólastigi 18 Stjórnmálafræði 15 Ferðamálafræði 15 Tækniteiknun 15 Líffræði 14 Uppeldis- og menntunarfræði 14 Alþjóðasamskipti 12 Fjölmiðlafræði 12 Grafísk hönnun á háskólastigi 12 Félagsfræði, afbrotafræði 11 Hjúkrunarfræði i 10 Iðnaðarverkfræði 10 Leikskólakennaranám 10 Kennslufræði til kennsluréttinda 10 Sagnfræði 10 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Matthías Matthíasson, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eim- skips, segir að Eimskip muni ekki hækka gjaldskrár sínar aftur á þessu ári. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ekki væri hægt að svara því í dag, hvort Samskip þyrftu að hækka gjald- skrár sínar aftur á þessu ári. „Við hjá Eimskip munum ekki hækka gjaldskrár okkar aftur á þessu ári. Við endurskoðum gjald- skrána fyrir 1. júlí ár hvert og svo í árslok,“ sagði Matthías í samtali við Morgunblaðið í gær, en Eimskip hækkaði sjóflutningsgjaldskrár og þjónustugjöld sín um 3,4% um síð- ustu mánaðamót. Matthías segir að við endurskoð- un sé horft á þróun vísitalna og reynt að halda hækkun gjaldskráa undir hækkun vísitalna. „80 til 90% af hækkun okkar 1. júlí sl. má rekja til aukins launakostnaðar. Launa- vísitalan hefur hækkað um yfir 5% á síðustu 6 mánuðum, þannig að hækkun okkar er vel innan mark- anna sem hækkun launavísitölu hef- ur sett,“ sagði Matthías. Útilokar ekki frekari hækkanir Samskip hækkuðu sínar gjald- skrár um 3% í febrúar sl. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa, var í gær spurður hvort um frekari hækkanir yrði að ræða hjá fyrirtæk- inu á þessu ári: „Ég get ekki svarað þeirri spurningu, hér og nú. Það er alveg ljóst, að þær hækkanir sem hafa verið hjá okkur undanfarið, duga ekki til þess að mæta auknum kostnaði út af launahækkunum. Ég myndi ekki útiloka að við þurfum að grípa til frekari hækkana, en um það hefur engin ákvörðun verið tek- in,“ sagði Pálmar Óli. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, segir að ASÍ fylgist vel með þróun matvöruverðs hér á landi. „Það hefur vitanlega hjálpað til við að halda matvöruverði í skefjum, ekki síst verði á innflutt- um matvörum, hversu mikil styrk- ing hefur orðið á krónunni,“ sagði Gylfi í samtali við Morgunblaðið í gær. Gylfi telur að verðlækkun á inn- fluttri matvöru hafi unnið á móti hækkunum á innlendri matvöru. „Þegar verðbólga er eins lág og hún er núna, er ljóst að það er ákveðin kyrrð yfir verðbreytingum. Við höfum lagt áherslu á að þegar tilefni eru til lækkunar, sé verðið lækkað og almennt held ég að það hafi gerst,“ sagði Gylfi. Hækkanir undir launahækkunum  Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ákveðna „kyrrð yfir verðbreytingum“ í lágri verðbólgu  Ekki kemur til frekari hækkana hjá Eimskip á þessu ári, en óvíst er hvort Samskip hækka sínar gjaldskrár Innflutt flugvélaeldsneyti árið 2013 nam um 158 þúsund tonnum, en í nýútgefinni eldsneytisspá Orkustofnunar er ráðgert að um 282 þúsund tonn verði flutt inn á þessu ári. Vöxturinn verði mikill næstu ár og er gert ráð fyrir um 363 þúsund tonnum árið 2020. Ekki er gert ráð fyrir að vöxturinn hætti, en árið 2050 er búist við að inn- flutt flugvélaeldsneyti verði um 583 þúsund tonn. Ágústa Loftsdóttir, verkefnisstjóri eldsneytis og vist- vænnar orku hjá Orkustofnun, segir að stofnunin hafi verið gagnrýnd fyrir hógværa spá. „Spár um farþega- flutninga til landsins lýsa mikilli bjartsýni. Við gerum ráð fyrir að á næstu einu eða tveimur árum verði mikill vöxtur, en svo verði vöxturinn sam- bærilegur því sem gengur og gerist erlendis,“ segir hún. Dregur úr vextinum síðar meir MIKILL VÖXTUR Í FLUGVÉLAELDSNEYTI NÆSTU ÁR Þotur Icelandair. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Olíuflutningaskipið Navig8 Ex- ellence kom til Helguvíkurhafnar aðfaranótt fimmtudags, en skipið er það stærsta sinnar tegundar sem komið hefur í höfnina. Kom skipið frá Indlandi. Þegar lokið hefur verið við af- fermingu á eldsneytinu, um 40 þús- und tonnum, hefur verið flutt jafn mikið eldsneyti um Helguvíkurhöfn á þessu ári og allt árið 2013, en allt eldsneyti sem notað er á Keflavík- urflugvelli fer um Helguvíkurhöfn. Navig8 Exellence er 219 metrar á lengd og 38 metrar á breidd. Hæsta djúprista skipsins er 13 metrar, en Helguvíkurhöfn er 14 metra djúp. Þrír dráttarbátar til aðstoðar Aðspurður hvernig skipinu hafi gengið að athafna sig segir Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri að það hafi gengið áfallalaust. „Hingað til hefur mér vitandi ekki komið stærra skip en 214 metrar á lengd, þetta er um fimm metrum lengra og mun breiðara. Þetta er í raun einstakt tilfelli. Við gefum okk- ur ekki út fyrir að taka lengri skip inn en 200 metra,“ segir hann, ekki hefði verið tekið við skipinu nema vegna þess að árstími og veðurskil- yrði hafi boðið upp á það. Dráttarbátarnir Magni, Jötunn og Hamar, þeir stærstu á suðvest- urhorni landsins, drógu skipið að höfninni. „Dráttarbátarnir sem við Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Helguvík Skipið Navig8 Exellence rúmar um 40 þúsund tonn af eldsneyti. Þrír bátar drógu það inn í höfnina. Stærsta olíuskip sem komið hefur í höfnina  Jafn mikið flugvélaeldsneyti flutt inn og allt árið 2013 KLEINUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.