Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Barnahátíðin Kátt á Klambra verð- ur haldin í fyrsta sinn á Klambra- túni á morgun frá klukkan 2 til 5. Hátíðin er ókeypis og er hún ætluð börnum á öllum aldri og fjölskyldu þeirra. Morgunblaðið ræddi við Valdísi Helgu Þorgeirsdóttir, sem skipu- leggur hátíðina ásamt Jónu El- ísabetu Ottesen, í gær. Afslöppuð og skemmtileg barnahátíð „Jóna Elísabet fékk þessa hug- mynd þegar hún var með stelpuna sína á Secret Solstice í fyrra á sunnudegi. Það voru mörg börn á svæðinu að leika sér, reggae-tónlist í gangi og bara góð stemning. Þá fékk hún þá hugmynd að það væri gaman að útfæra eitthvað svipað sérstaklega fyrir börn. Síðan hafði hún samband við mig síðasta haust og við ákváðum að gera þetta saman tvær,“ sagði Valdís Helga. Hún sagði að markmið hátíðarinnar væri að hafa afslappaða og skemmtilega barnahátíð fyrir alla fjölskylduna. Á dagskrá er fjöldi viðburða og mun Friðrik Dór meðal annars stíga á svið. Einnig verður boðið upp á kennslu í ungbarnanuddi, barna- jóga, húllasýningu, barnadiskó, and- litsmálningu og sögustund ásamt ýmsum fleiri uppákomum. Listasmiðja á Kjarvalsstöðum Jóna og Valdís fengu styrk frá hverfisráði Reykjavíkurborgar til þess að halda hátíðina og hefur þeim þannig tekist að fjármagna hana. Hátíðin er í samstarfi með Kjarvals- stöðum og verður listasmiðja á safn- inu. „Listasmiðjan heitir Náttúra og vegglist og fer fram á Kjarvals- stöðum. Það verður gengið með börnin í gegnum safnið til þess að kynna þeim verkin hans Jóhannesar Kjarvals. Síðan nota þau verkin hans og náttúruna sem innblástur þegar þau mála,“ sagði Valdís Helga við Morgunblaðið í gær. „Við erum í fullu samstarfi með Kjarvalsstöðum og það verður tilboð á kaffihúsi safnsins í tilefni dagsins.“ Reist verða þrjú indíánatjöld á svæðinu þar sem meðal annars er boðið upp á kennslu í ung- barnanuddi fyrir foreldra og sögu- stund með börnunum. Á svæðinu er ljósmyndabás þar sem hægt er að láta taka mynd af sér í búningum og með alls kyns dýragrímur. „Það verður grímugerð þar sem krakkar geta búið sér til grímur,“ sagði Val- dís. Valdís telur það líklegt að há- tíðin verði haldin aftur á næsta ári. „Við höfum fengið mjög góð við- brögð við Facebook-viðburðinum þannig að ég sé ekki fram á annað en að við munum gera þetta aftur.“ Karnivalstemning á Klambratúni Morgunblaðið/Freyja Gylfa Klambratún Jóna Elísabet Ottesen og Valdís Helga Þorgeirsdóttir skipuleggja skemmtunina á Klambratúni.  Friðrik Dór tekur lagið á barnahátíðinni Kátt á Klambra Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Það sem af er ári hafa verið færri útköll hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg en síðustu tvö ár. Fjölgun ferðamanna hefur ekki haldist í hendur við fleiri útköll líkt og við mætti búast. „Tölfræði okkar sýnir það,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, björgunarsveitarmaður hjá Landsbjörg. „Tíðin er búin að vera tiltölulega róleg frá áramótum þó að inni á milli komi gusur,“ segir Guð- brandur og bætir við: „Það er mest álag á stöðum þar sem saman fer fámenni og mikill fjöldi ferðamanna, t.a.m. svæðið á milli Kirkjubæjar- klausturs Hornafjarðar. Þar eru talsvert alvarlegir atburðir sem eiga sér stað en að sama skapi þarf að fara langar vegalengdir. Þar er engum til að dreifa nema heima- mönnum sem eru viðbragðsaðilar á Höfn og Klaustri,“ segir Guð- brandur en bætir við að álagið í heild sé ekki mikið. Forvarnir hafa skilað miklu Þakkar hann færri útköll vegna erlendra ferðamanna bættum upp- lýsingum til þeirra. „Við höfum ver- ið mjög virk í forvörnum og notum margar leiðir til þess að tala við ferðamenn. Við erum með um 60 upplýsingaskjái víða um land auk þess sem við notum netið og bækl- inga til þess að koma upplýsingum á framfæri. Svo erum við með mannaða upplýsingamiðstöð í miðbæ Reykjavíkur. Eins eru upp- lýsingarmiðstöðvar víða um land. Þá leggjum við mikla áherslu á að setja upp skilti,“ segir Guðbrandur. Hann segir að Íslendingar séu í miklum meirihluta þeirra sem þurfi að sinna. „Það er helst að við þurf- um að hjálpa erlendu ferðamönn- unum á vorin og á haustin þegar vetrarfærðin byrjar. Þess á milli eru þetta að mestu leyti Íslend- ingar. En svo má ekki gleyma því að hálendisvaktin tekur á sig mikið af því álagi sem myndi lenda á björgunarsveitunum öðru jöfnu.“ Öll útköll björgunarsveita 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Jan JúníFeb JúlíMar ÁgústApr Sept NóvMaí Okt Des 2013 2014 2015 Meðaltal 2001-2012 Fleiri ferðamenn en færri útköll Útköll björgunarsveita » Björgunarsveitir hafa farið í færri útköll en undanfarin ár. » Íslendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem þarf að sinna. » Tíðni útkalla hefur ekki hald- ist í hendur við aukinn ferða- mannafjölda. » Hálendisvakt að Fjallabaki, á Sprengisandi og norðan Vatna- jökuls hefur tekist vel. www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2016 Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 Bókaðu snemma til aðtryggja þér pláss.Þegar orðið fullt ísumar ferðir í sumar. Bókaðu núna! Sigríður Eyþórsdóttir, leikstjóri og kennari, andaðist á Landspít- alanum í gærmorgun, 22. júlí, á 76. aldursári. Sigríður var fædd í Torfabæ í Selvogi 21. ágúst 1940, dóttir hjónanna Bergljótar Guðmundsdóttur kenn- ara og Eyþórs Þórð- arsonar bónda. Hún var áður gift Jóni Laxdal Arnalds og eru börn þeirra Eyþór og Berg- ljót. Að loknu leiklistar- námi stundaði Sigríður leiklistar- kennslu og leikstjórn víða, auk þess sem hún sá um barna- og unglinga- þætti í Ríkisútvarpinu. Sigríður starfaði sem leikkona og lék í fjölmörgum leikritum. Um ára- tugaskeið kenndi hún börnum og ung- lingum leiklist og leikræna tjáningu á námskeiðum og í uppsetningu á leik- verkum. Þá stofnaði Sigríður leikhópinn Perluna árið 1982 og hefur hann starfað samfleytt í 33 ár og hefur Perlan sett upp fjölda leikrita og flutt leiksýningar víða um heim. Sigríður stjórnaði Perlunni alla tíð og tók virkan þátt í alþjóða- starfi Very Special Arts frá 1990, nú VSA í John F. Kennedy Center. Hún flutti fyrirlestra víða um heim þar sem fjallað var um frum- herjastarf Perlunnar á Íslandi. Fyrir störf sín hlaut Sigríður margvíslegar viðurkenningar, bæði er- lendis og hérlendis. Hún fékk ridd- arakross fálkaorðunnar árið 1997. Auk Perlunnar stofnaði Sigríður ýmsa leikhópa svo sem með áhuga- fólki, eldri borgurum og unglingum. Hún var kirkjuvörður í Strandarkirkju í Selvogi um áratugaskeið fram á síð- asta ár. Andlát Sigríður Eyþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.