Morgunblaðið - 23.07.2016, Page 21

Morgunblaðið - 23.07.2016, Page 21
AFP Góðmennska Prinsinn af Cambridge vill vera góður við dýr og gefa af sér. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Prinsinn af Cambridge, George Al- exander Louis, sonur Katrínar her- togaynju af Cambridge og Vilhjálms Bretaprins, varð þriggja ára í gær. Prinsinn hefur ekki aðeins verið eitt mesta uppáhald Breta heldur og heimsbyggðarinnar allrar. Í heim- sókn bandaríkjaforsetans Barack Obama virtist hann heilla forseta- hjónin upp úr skónum. Þá heillaði hann heimsbyggðina þegar hann var með systur sinni sem fæddist í fyrra og faðmaði hana og kyssti nýfædda. Opinberar ljósmyndir birtust af prinsinum í gær í tilefni af afmælis- deginum hans 22. júlí. Í Kensington-höll kom blaða- fulltrúi fram og sagði: „Hertoginn og hertogaynjan vona að fólk muni njóta þessara ljósmynda,“ en fjórar ljósmyndir voru birtar opinberlega í tilefni af afmælisdeginum. Allar voru þær teknar af Matt Porteous. „Þau vilja þakka öllum fyrir ham- ingjuóskirnar sem þau hafa fengið í tilefni af afmælisdegi sonarins.“ Krúttdúllan í konungshöllinni  George af Cambridge átti afmæli FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 lÍs en ku ALPARNIR s Faxafeni 8, 108 Reykjavík • sími 534 2727 • netfang alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is af öllum fatnaði 20% AFSLÁTTUR Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Seint í gærkvöldi hvatti þýska lög- reglan í München, höfuðstað Bæj- aralands, borgara sína til að halda sig frá almenningsstöðum þar sem hugsanlega gengi árásarmaður laus, jafnvel mögulegt að þeir væru þrír. Um klukkan 18 að staðartíma, klukkan 16 að íslenskum tíma, er ljóst að í það minnsta einn maður tók upp skotvopn og skaut á saklaust fólk. Talið er að allt að 10 manns hafi látið lífið í skotárásinni, mögulega er einn þeirra árásarmaður. Tugir eru særðir. Fjöldamorðin framin við verslunarmiðstöð Misvísandi fréttir bárust um á hvers vegum árásarmaðurinn var. Ekki var búið að tengja hann við hryðjuverkasamtök. Vitni heyrðu hann hrópa að hann væri Þjóðverji og hefði bætt við „helvítis útlending- ar“, áður en hann hóf skothríð. Önn- ur vitni töldu hann hafa hrópað „Al- lahu Akbar“ eða „Guð er almáttugur“. Til er myndband af hluta af atvik- inu þótt ekki heyrist skýrt hvað hann hrópi á myndbandinu sem er tekið upp á farsíma. Einnig er til mynd- band sem gæti verið af árásarmann- inum eftir árásina þar sem hann rífst við fólk og þar heyrist hann segja skýrt og greinilega að hann sé Þjóð- verji sem hafi fæðst í Hartz 4 hverf- inu sem er fátækt hverfi í München. Árásin átti sér stað fyrir utan McDonalds-veitingastað við verslun- armiðstöðina Olympia sem er í Moosach-hverfinu í München. Í gærkvöldi sveimuðu þyrlur yfir borginni í leit að árásarmanni/árás- armönnum og þýskar sérsveitir voru kallaðar til aðstoðar við aðgerðina. Bæverska útvarpið sagði frá því í gærkvöldi að sérsveitin GSG9 hefði verið kölluð til borgarinnar en hún er sérþjálfuð í aðgerðum gegn hryðju- verkamönnum og hefur yfir mörgum þyrlum að ráða. Strætisvagnar hættu að ganga og neðanjarðarlest- ir. Lestarstöðvar og strætisvagna- stöðvar voru rýmdar. Lögreglan fór víða um í 10-12 manna hópum á ferð sinni. Af viðtölum við almenna borgara um aðstæður í borginni í gær er ljóst að mikil spenna var og óvissa og flestir borgarar urðu við tilmælum um að halda sig innandyra. Forsætisráðherra Bæjaralands hélt neyðarfund með stjórn sinni. Á sama tíma skipaði tékkneska ríkis- stjórnin fyrir um auknar varnir á landamærum sínum, en München er mjög nálægt landamærum Tékk- lands. Hryðjuverkaárásir í Evrópu Talið er minnst 527 hafi farist í hryðjuverkaárásum í Evrópu frá 7. janúar árið 2015. Þar af hafa ríflega 200 manns fallið í Tyrklandi. Forystumenn ríkja eins og Bret- lands og Bandaríkjanna komu fram í gærkvöldi, fordæmdu árásina og lýstu yfir samúð sinni. Tíu látnir í skotárás í München  Minnst 10 manns létust í München og tugir eru særðir  Árásarmaðurinn mögulega einn þeirra sem létu lífið  Samgöngur stöðvuðust í borginni og sérsveitir kallaðar til  Yfir 500 fallið í Evrópu frá 2014 AFP Hryllingur Í hinni fögru höfuðborg Bæjaralands áttu sér stað fjöldamorð. Hundruð fallin í Evrópu » Frá hryðjuverkaárás í Frakk- landi í janúar 2015 hafa minnst 527 manns fallið í Evrópu. » Yfir 220 hafa manns látist í Tyrklandi. » Aðeins á þessu ári hafa rúm- lega 220 látið lífið í hryðju- verkaárásum í Evrópu. Helstu hryðjuverkaárásir í Evrópu frá janúar 2015 * staðan í München kl. 23:55 7. jan. ‘15 Frakkland París Skotárás 12 létust 10 særðust 8. jan. ‘15 Frakkland París Skotárás 1 lést 1 særðist 14-15. feb. ‘15 Danmörk Kaupmannahöfn Skotárás 3 létust 6 særðust 19. apr. ‘15 Frakkland Villejuif Skotárás 1 lést 0 særðust 20. júl. ‘15 Tyrkland Suruc Sjálfsmorðsárás 32 létust ? særðust 10. okt. ‘15 Tyrkland Ankara Sjálfsmorðsárás 102 létust 508 særðust 13. nóv. ‘15 Frakkland París Árás 137 létust 368 særðust 12. jan. ‘16 Tyrkland Istanbúl Sjálfsmorðsárás 12 létust 14 særðust 15. feb. ‘16 Rússland Derbent Bílasprengja 2 létust 17 særðust 22. mar. ‘16 Belgía Brussel/Zaventem Skot- og sprengjuárás 35 létust 340 særðust 18. apr. ‘16 Tyrkland Kilis Sprengjuvörpuárás 5 létust 6 særðust 5. maí ‘16 Tyrkland Kilis Sprengjuvörpuárás 1 lést 8 særðust 7. jún. ‘16 Tyrkland Istanbúl Sprengjuárás 11 létust 36 særðust 16. jún. ‘16 Bretland Birstall Skotárás 1 lést 1 særðist 14. júl. ‘16 Frakkland Nice Árás 85 létust 303 særðust 22. júl. ‘16 * Þýskaland München Skotárás 10 látnir 20 særðir 9. jan. ‘15 Frakkland Porte de Vincennes Gíslataka 5 létust 9 særðust 31. mar. ‘15 Tyrkland Istanbúl Skotárás 3 létust 2 særðust 26. jún. ‘15 Frakkland St. Quentin Fallavier Sprengjuárás 1 lést 12 særðust 17. sept. ‘15 Þýskaland Berlín Hnífaárás 1 lést 1 særðist 22. okt. ‘15 Svíþjóð Trollhättan Hnífaárás 4 létust 1 særðist 7. jan. ‘16 Frakkland París Hnífaárás 1 lést 1 særðist 5. feb. ‘16 Írland Dublin Skotárás 1 lést 2 særðust 19. mar. ‘16 Tyrkland Istanbúl Sjálfsmorðsárás 5 létust 36 særðust 12. apr. ‘16 Tyrkland Kilis Sprengjuvörpuárás 2 létust 8 særðust 1. maí ‘16 Tyrkland Gaziantep Bílasprengja 2 létust 23 særðust 10. maí ‘16 Þýskaland München Hnífaárás 1 lést 3 særðust 13. jún. ‘16 Frakkland Magnanville Hnífaárás 3 létust 0 særðust 28. jún. ‘16 Tyrkland Istanbúl Skot- og sprengjuárás 47 létust 239 særðust 18. júl. ‘16 Þýskaland Würzburg Hnífaárás 1 lést 5 særðust 1 km 100 km Skotárásir í München Berlín Ólympíuleikvangurinn Verslunarmiðstöðin Til miðborgarinnar Untermenzing Neuhausen München Þýskaland maps4news.com/©HERE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.