Morgunblaðið - 23.07.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.07.2016, Qupperneq 22
FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ísland er eitt örfárra landasem er laust við sníkjudýriðtríkínu, að því er fram kemurá veggspjaldi sem dr. Karl Skírnisson, dýrafræðingur við Til- raunastöð Háskóla Íslands í meina- fræði að Keldum, útbjó. Talið er að fábreytt fána villtra spendýra hér á landi, takmakaður innflutningur dýra og dýraafurða og einangrun landsins eigi stærstan þátt í að trík- ínur eru ekki landlægar hér. Fræðilega séð gæti tríkína (Trichinella nativa) sú sem einkum lifir í hvítabjörnum, rostungum, úlf- um og refum á norðurheimskauts- svæðinu náð fótfestu á Íslandi. Trík- ína þessi er algeng á Grænlandi, Svalbarða og í norðurhluta Skandin- avíu. Lirfur hennar þola að frjósa langtímum saman. Tríkína gæti til dæmis borist hingað ef hagamýs eða tófur ætu tríkínusmitað hvítabjarn- arhræ. Hringrásin gæti viðhaldist milli þessara spendýra og jafnvel borist úr þeim yfir í húsdýr. Hvað eru tríkínur? Tríkínur eru sníkjuþráðormar og eru þekktar ellefu tegundir, að því er fram kemur í grein Karls, Um líffræði tríkína og fjarveru þeirra á Íslandi, sem birtist í Náttúrufræð- ingnum, 3.-4. tbl 2013. Talið er að um tíu milljónir manna um allan heim séu smitaðar. Tríkínur valda mönn- um þjáningarfullum sjúkdómi sem stundum leiðir til dauða. Tríkínur sem hafa lirfur í þol- hjúpum hafa fundist í meira en 100 tegundum spendýra, auk mannsins. „Þolhjúpar meltast utan af lirf- um í maga spendýra. Eftir að hafa borist niður í smáþarma tekur lirfan sér bólfestu í slímhúð. Þar þroskast þær óvenjuhratt. Næstu 24-36 klukkustundir skiptir lirfan fjórum sinnum um ham og þroskast ann- aðhvort í kynþroska karl- eða kven- orm. Fullorðnu ormarnir leita þegar í stað uppi gagnstætt kyn til að mak- ast. Fljótlega eftir mökun drepast karlormarnir en lirfur fara strax að þroskast í kvendýrunum,“ skrifar Karl í fyrrnefndri grein. Fullþroska lirfur fara að fæðast að einungis fimm dögum liðnum. þær taka stefnuna inn í sogæðar og blóðrás hýsilsins og dreifast um all- an líkamann. Fljótlega fer að bera á bólguviðbrögðum í þeim vefjum og líffærðum sem lirfurnar stöðvast í. „Lirfurnar eru algengastar í sí- starfandi vöðvum sem krefjast stöð- ugs blóðflæðis (hjarta, þind, tungu, kjálkavöðvum og augnvöðvum),“ skrifar Karl. Lirfurnar vaxa á áfangastaðnum og fljótlega fara þær að framleiða efni sem myndar hjúp utan um lirfuna. Lirfurnar eru lang- lífar og er til dæmi um lirfu sem fannst í manni 31 ári eftir smitun. Sjúkdómseinkenni í mönnum eru þekkt. Í fyrri fasa ber á kvið- verkjum, niðurgangi og uppköstum. Einnig verður vart við svima, hita og kláða. Þessi einkenni geta varað frá 5-45 daga. „Þegar lirfurnar byrja að dreifast um líkamann fer fólk að fá höfuðverk, kuldaköst, hósta, lið- og vöðvaverki, bólgur og blæðingar í húð, augnabólgur og kláða. Þessi einkenni, áamt slappleika, geta svo verið viðvarandi mánuðum saman áður en bataferlið hefst og sárs- aukinn fer að dvína.“ Dauðsföll verða helst þegar mikið af lirf- um nær að trufla starfsemi hjartans. Tríkína er leitað hér á landi í sýnum úr hrossum og svín- um sem slátrað er. Lirfur hafa ekki fundist. Ekki fundust heldur lirfur í villiminkum sem rann- sakaðir voru 1990-1992. Eitt fárra landa sem laust er við tríkínu Morgunblaðið/Ófeigur Krufning Birnan sem felld var á Skaga 16. júlí sl. var krufin. Í ljós kom að hún var smituð af sníkjuorminum tríkínu sem ekki er landlægur hér. 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Flokksþingstóruflokkanna í Bandaríkjunum í aðdraganda for- setakosninga eru jafnan heilmikið sjónarspil. Oftast nær eru þingin hugsuð sem hálfgerðar hallelúja-samkomur, þar sem raðirnar eru þéttar og fólkið sem áður tókst á um hugs- anlega frambjóðendur geti komið af fundinum sameinað á bak við „sinn mann,“ tilbúið fyrir kosningaslaginn um haustið. Að vissu leyti var flokksþing repúblikana í Cleveland, sem lauk nú á fimmtudaginn, eftir bókinni hvað þetta varðar. Þó gekk ekki allt snurðulaust. Eftir að tilraun „uppreisnar- manna“ til þess að breyta regl- unum á þann veg að hægt yrði að koma í veg fyrir að Donald Trump hlyti útnefninguna var felld á fyrsta degi, fór þingið aftur í hefðbundinn farveg, þar sem ræðumenn stigu á stokk og mærðu frambjóðandann í löngu máli, sem stundum kom frá eigin brjósti. Öldungadeildarþingmað- urinn Ted Cruz, sá sem komst næst því að hindra framgang Trumps í vor, reyndi síðan sitt besta til þess að skemma fyrir. Honum voru úthlutaðar tíu mínútur, en hann ákvað að tala í rúmlega tvöfaldan þann tíma. Þannig náði Cruz að ýta Mike Pence, varaforsetaefni Trumps, út úr þeim tíma- glugga sem sjónvarps- stöðvarnar vestra nefna „Prime Time“, tímann þar sem líklegast þykir að flestir séu að horfa. Hafi einhver velkst í vafa um að það hafi verið viljandi hjá Cruz, tók efni ræðunnar af öll tvímæli þar um. Hann hvatti repúblikana og banda- ríska kjósendur til þess að fylgja samvisku sinni og velja þann frambjóðanda sem þeir teldu hæfastan til þess að verja stjórnarskrá Bandaríkj- anna. Þegar ljóst varð að Cruz hygðist ekki lýsa yfir stuðningi við Trump var hann baulaður af sviðinu. Það ríkti því nokkur spenna síðasta dag flokksþingsins, ekki síst vegna þess að há- punkturinn sjálfur var eftir, ræða frambjóðandans, þar sem hann myndi leggja lín- urnar fyrir flokkinn vegna komandi kosninga. Trump gerði þar sitt besta í að rekja það, hversu illa Obama- stjórnin hefði staðið sig, eink- um í utanríkismálum, þar sem Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trumps, hélt um taumana í fjögur ár. Trump hamraði á þeim skilaboðum sem fleyttu honum á toppinn í forkosningum repúblikana. Hann talaði um það hvernig Bandaríkjamenn skorti öryggi og um nauðsyn harðrar stefnu í innflytjendamálum. Og hann talaði um það hvernig Trump sjálfur væri lausnin við öllum þeim vandamálum sem nú hrjá Bandaríkin innan lands og ut- an. Trump hefur áður alið á ótta og uppskorið ríkulega. Ræða hans var vel flutt, og hefur ef- laust látið vel í eyrum margra Bandaríkjamanna. Trump höfðaði til dæmis sérstaklega til stuðningsmanna Bernie Sanders, sem varð undir í bar- áttunni gegn Clinton demó- kratamegin, og talaði um sér- stakar aðgerðir til þess að fjölga störfum og auka jöfnuð. Á öðrum stað lofaði Trump því að verja hinsegin fólk fyrir of- beldi, og uppskar dynjandi lófatak fyrir. Þrátt fyrir að skoðana- kannanir bendi flestar til þess að Clinton muni bera auðveld- an sigur úr býtum í nóvember sýnir ræða Trumps að í því efni er ekki á vísan að róa. Takist honum að færa um- ræðuna yfir á sinn „heima- völl“, gæti hann náð að snúa stöðunni sér í vil. Þá verður að hafa í huga að þær forkosn- ingar sem nú eru að baki hafa verið með miklum ólíkindum og einstakar á margan hátt, ekki aðeins hjá repúblikönum heldur einnig hjá demókröt- um. Eitt sem til að mynda er óvenjulegt við komandi for- setakosningar er hve óvinsælir frambjóðendur beggja flokka mælast í könnunum. Vonir frambjóðendanna tveggja um sigur snúast því venju fremur um það hversu illa kjósendum er við hinn frambjóðandann. Þess vegna má búast við að baráttan verði á neikvæðari nótum en oft áður, ekki aðeins af hálfu Trumps og stuðnings- manna hans, heldur einnig af hálfu Clinton og demókrata. Það má því búast við að þrátt fyrir að nú séu vísbend- ingar kannana Clinton í vil geti margt breyst fram að kosn- ingum. Og hvort sem mönnum kann að þykja baráttan upp- byggileg eða ekki eru allar lík- ur á að að hún verði áhugaverð og spennandi. Trump markar sér stöðu gagnvart Clinton sem fær sviðið í næstu viku} Ótti og óvild gætu ráðið úrslitum í nóvember S íðastliðinn sunnudag lá leið mín á Klambratún. Veður var sæmilega hlýtt en fremur þungbúið og því kom á óvart að sjá fjölmenni á flöt- inni vestan Kjarvalsstaða. Þar voru samankomnir á að giska 100 einstaklingar, sem stóðu saman í misstórum hópum. Enn fleiri dreif að og nálguðust þeir svæðið star- andi í gaupnir sér, þar sem undantekn- ingalaust hvíldi snjalltæki. Á örskotsstundu áttaði ég mig; þarna voru samankomnir Poké- mon-þjálfarar. Vinsældir Pokémon Go eru lygilegar og út- lit fyrir að leikurinn muni skila eigendum hlutaðeigandi fyrirtækja góðum arði. Hluta- bréf í Nintendo, sem á um 13% hlut í leiknum, tvöfölduðust t.d. í verði í kjölfar útgáfunnar og fróðir hafa leitt líkur að því að hagnaður fyrirtækisins gæti sömuleiðis tvöfaldast. Í fyrstu fóru sögur af hættum leiksins; að furðuveruveiðarnar gætu leitt spilara á hættulegar slóðir, og hreinlega valdið slys- um vegna gáleysis notenda gagnvart umhverfi sínu, en síðan hafa kostir hans einnig verið lofaðir. Spilarar þurfa t.d. að ganga ákveðinn fjölda kílómetra til að fá Pokémon-eggin sín til að klekjast út og þá segja sér- fræðingar að leikurinn kunni að auka samskiptafærni einhverfra. Öllum nýjungum fylgja kostir og gallar, og það er eins með Pokémon Go eins og annað; sumir elska leikinn en aðrir virðast finna honum allt til foráttu. „Hjarðhegðun,“ heyrðist einn segja. „Slysagildra,“ kvað ann- ar við. Meira að segja ágætur samstarfs- maður minn harmaði það á síðum blaðsins að netið, þá ekki síst samskiptamiðlar og fjöl- miðlar, væru undirlagðir „Pokémon- vitleysunni“, og sagði að fullorðið fólk ætti að ráðstafa tíma sínum betur en í leit að furðu- verum. Ég er ósammála. Ef menn virða lög og reglur bak við stýrið og gá að sér þegar þeir ganga yfir götuna, hver er þá skaðinn? Framleiðnisamdráttur? Það er sumar, frekar gott sumar á íslenskan mælikvarða, og allir í fríi hvort eð er. Raunar var frekar huggulegt af Nintendo og samstarfsaðilum að gefa leik- inn út núna; ef hann hefði litið dagsins ljós að vetri hefðu kverúlantar getað bætt hálku- slysum á umvöndunarlistann. Nei, í alvörunni. Í fyrra Korintubréfi segir Páll að full- tíða maður lagði hann frá sér barnaskap. Oft er það þörf áminning; þegar alvarleg mál eru til umræðu þurfa menn að hugsa og álykta eins og fullorðið fólk. En þess á milli er um að gera að leika sér. Ef leitin að Pokémonum veitir fró í amstri dagsins, þá (Pokémon) Go for it. Sjálf var ég mætt á Klambratún til að spila Kubb. Og helgina þar á undan mætti ég í barnaafmæli fyrir fullorðna. Þar var fínn grillmatur á boðstólum og fullorðinskökur, en líka helíumblöðrur, spil og leikir. Lífið er of stutt til að taka það hátíðlega. Förum út að leita að furðuverum. Síðastur til að veiða Pikachu er apaköttur! holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Ert það þú, Pikachu? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Fimm hvítabirnir hafa verið felldir hér á landi frá árinu 2008. Ummerki eftir sjötta dýrið sáust við Bræðrabrekku í Bitrufirði í desember 2011. Þar fundust greinileg spor og fleiri vísbendingar en björninn sást ekki. Karlkyns hvítabjörn sem felldur var var á Þverárfjalli 3. júní 2008 var smitaður af tríkínum. Björninn var kominn á 22. aldursár og með elstu hvítabjörnum. Ung birna sem var felld í Þistilfirði 27. janúar 2010 var einnig smituð af tríkínu líkt og birnan sem felld var við Hvalnes á Skaga 16. júlí sl. Birna sem var skotin við Hraun á Skaga 17. júní 2008 og birna sem var skotin í Rekavík bak Höfn 2. maí 2011 voru ósmitaðar. Þrír af fimm voru smitaðir HVÍTABIRNIR Á ÍSLANDI Dr. Karl Skírnisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.