Morgunblaðið - 23.07.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 23.07.2016, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 SUMARÚTSALA TALIA SÓFI 216 cm kr. 179.800 / ÚTSÖLUVERÐ kr. 143.840 SÓFAR / STAKIR STÓLAR / SKÁPAR / BORÐSTOFUBORÐ BORÐSTOFUSTÓLAR / SKENKIR / PÚÐAR / SMÁVÖRUR 20 - 50% AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM / 10% AFSLÁTTUR AF ÖÐRUM VÖRUM BÆJARLIND 14 - 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUG. 11 - 16 Stelpan sem Hilmar kyssti… Hannes, hvað er þetta sem? Þeir fé-lagar Hannes og Hilmar sátu aftast í bekknum og fylgdust ekkialltaf með í málfræðitímum. Þeir kipptust dálítið við þegar éghafði skrifað þessa hálfu setningu á töfluna og benti með ann- arri hendi á orðið sem en með hinni á Hannes. Þegar hann hafði áttað sig á aðstæðum svaraði hann hátt og snjallt: – Hún skaut sig. Þetta er eitt af mörgum atvikum frá kennsluferli mínum sem er ógleymanlegt og vekur ævinlega bros. Og það er alltaf hollt að brosa. Þessir tápmiklu félagar töldu sig almennt hafa annað við tíma sinn að gera en að eltast við smásmyglislegar spurningar sem komu daglegu lífi þeirra svo sem ekkert við. Og hvað var kennarinn að pæla með þessari spurningu? Tilgangurinn var raunar sá að gera bekknum ljóst að orðið sem gat vísað til einhvers í setningu, verið ýmist frumlag, andlag eða hluti forsetningarliðar. Í þessu tilviki var það andlag, stýrðist af sögninni að kyssa og átti við þessa ímynduðu stelpu. Eða með öðrum orð- um: Hilmar kyssti stelpuna. Og hvað með það! Er ekki nóg að tala sómasamlega ís- lensku í stað þess að greina orðin niður í einhverjar öreindir sem hafa engan tilgang í sjálfu sér. Ég er ekki á sama máli. Mér fannst og finnst enn það dýpka skilning nemenda á tungunni að fara í saumana á orðum og orðhlutum, þræða þau upp á band og sýna hvernig þau tengjast sam- an, hvernig eitt kallar á annað og hvernig merking getur hæglega riðlast þegar eitthvað vantar eða birtist á skökkum stað eins og í eftirfarandi málsgrein: Tíkin skreið upp í rúm kerlingar sem var nýgotin. Já, það er þetta sem. Samkvæmt gömlum kokkabókum mínum var það kallað tilvísunarfornafn enda vísaði það til einhvers, til dæmis stelp- unnar hans Hilmars eða tíkarinnar sem gaut. Gallinn við að flokka það sem fornafn var sá að það beygðist ekki í kynjum, tölum og föllum eins og önnur í þeim orðflokki, til dæmis persónufornöfn og spurnarfornöfn. Fyrir vikið hefur ýmsum málfræðingum þótt ofrausn að skipa þeim í sömu fylkingu en flokka það fremur með samtengingum. Það er raunar ekki út í bláinn enda tengir það að öllu jöfnu aukasetningu við aðra og stendur yfirleitt ekki í upphafi málsgreinar. Sem getur líka verið sam- anburðartenging eða jafnvel tíðartenging þegar setja má orðið þegar í staðinn fyrir það. Ég veit dæmi þess að þeim, sem kenna erlend tungumál, til dæmis þýsku og frönsku, þykir það ljóður á íslensku máli að hafa ekki til að bera beygjanlegt tilvísunarfornafn, sem þeir gætu yfirfært við kennsl- una. Mér þótti hins vegar mjög skemmtilegt að sýna nemendum með ýmsum skringilegum dæmum hvernig sem, í hlutverki tilvísunarfor- nafns, tengist ævinlega því sem það stendur hjá hvort sem það er stelpa eða tík þótt maður þurfi stundum að fara nokkrar krókaleiðir að því. Stelpa eða tík Tungutak Guðrún Egilson Orðaleikur „Tíkin skreið upp í rúm kerlingar sem var nýgotin.“ Ljósmynd/CC: Annaelk Hvalveiðar hafa lengi verið ágreiningsefni ámilli okkar Íslendinga og annarra þjóðaog jafnvel valdið pólitískum óþægindum ísamskiptum okkar við Bandaríkin. Nú virðist hins vegar sem þær séu að mestu að fjara út vegna þess að erfiðlega gengur að selja hvalaafurðir. Að auki er ljóst að hvalaskoðun er sennilega að verða ábatasamari atvinnugrein en hvaladráp enda eru hvalir bæði stórkostlegar og gáfaðar skepnur. Um skeið voru vísbendingar um að hvaladráp okkar gætu hamlað sölu á íslenzkum framleiðsluvörum í öðrum löndum. Hvalir vekja sterkar tilfinningar á báða bóga. Það er ekki fráleitt að ætla að það sama geti átt við um ísbirni. Þeir eru nágrannar okkar og stöku sinnum ber þá að garði. Nú er talið að fjöldi ísbjarna í heiminum sé um 25 þúsund eða þar um bil. Þeir lifa á yfirráðasvæðum Kanada, Bandaríkjanna (þ.e. Alaska), Grænlands, Noregs (þ.e. Svalbarða) og Rússlands. Um 60% þeirra eru talin búa á norðlægum slóðum í Kanada. Það er svolítið mismunandi eftir löndum, hvort ísbirnir eru taldir í útrýmingarhættu. Í Rússlandi eru þeir ýmist flokk- aðir sem fágæt dýr eða í hættu. Í Bandaríkjunum eru þeir taldir dýrategund í hættu. Í Kanada eru þeir taldir í hættu staddir á ákveðnum svæðum. Sumir vísindamenn telja að áframhaldandi hlýnun jarðar þýði að um 2/3 allra ísbjarna muni hverfa á þessari öld. Sú var tíðin að það var sport að elta uppi og drepa ísbirni. Þau viðhorf eru ekki lengur ríkjandi. Á árinu 1973 gerðu ríkin, sem eiga hagsmuna að gæta vegna ísbjarna og nefnd voru hér að framan, samkomulag sín í milli um ísbirni, en meginmarkmið þess sam- komulags er að vernda þá. Á Svalbarða er bannað með lögum að leggja gildru fyrir ísbirni, elta þá uppi eða leita að þeim. Raunar segja þeir sem komið hafa til Svalbarða að þar sé lit- ið á ísbirni sem eins konar betri borgara (þótt þeir geti verið hættulegir) en mannfólkið almenna borg- ara. Í ríkjum ísbjarnanna er það talið metnaðarmál að komast hjá því að drepa þá nálgist þeir fólk og fagn- aðarefni takist það sum árin að komast alveg hjá því. Þetta er umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga. Stöku sinnum hafa ísbirnir komið hingað á seinni árum. Það eru meiri líkur en minni að þeim heim- sóknum fjölgi næstu árin. Ástæðan er sú, að þeir eiga undir högg að sækja á heimaslóðum. Það verður stöð- ugt erfiðara fyrir þá að lifa af. Eigum við að drepa þá alla, eins og nú virðist talið sjálfsagt? Það er alls ekki óhugsandi að næstu ár og áratugi þróist sú skoðun og verði ríkjandi, að það sé villi- mennska að drepa þessi dýr sem kunna að hrekjast hingað í vaxandi mæli vegna þeirra áhrifa sem hlýn- un jarðar hefur í hefðbundnum heimkynnum þeirra. Og við vitum hvaða áhrif slíkar ríkjandi skoðanir á heimsvísu geta haft á beina efnahagslega hagsmuni okkar, svo að gripið sé til þeirra röksemda sem mest áhrif hafa hér. Síðustu daga hefur því verið haldið fram að það hafi verið nauðsynlegt að drepa ísbjörn sem hingað kom. Það er ekki rétt. Það hefði verið hægt að svæfa dýrið. Réttara kann að vera að yfirvöld hér séu ekki undir það búin að taka á móti ísbirni með þeim hætti og koma honum til sinna heimkynna á ný. En það er þá fyrst og fremst til marks um, að stjórnvöld hafi ekki gert viðeigandi ráðstafanir til þess að vera undir það búin. Það eru engin rök að Grænlendingar hafi lítinn áhuga haft á því að ísbirni yrði skilað til síns heima. Við hverja var talað? Einhvern einn mann í græn- lenzka stjórnkerfinu? Það er ástæða fyrir íslenzk stjórnvöld að taka þessi málefni al- varlega og hætta að fara þá auð- veldu leið að drepa dýrin. Það sýn- ist blasa við að taka eigi upp alvöru viðræður við Grænlendinga og Norðmenn og jafnvel Kanadamenn um þessi málefni. Þetta eru ríki sem aðild eiga að hinu alþjóðlega sam- komulagi frá 1973. Þótt ísbirnir séu drepnir í þessum löndum, ef ekki er annarra kosta völ, er ljóst að þetta alþjóðlega samkomulag snýst um að allar aðrar leiðir verði reyndar fyrst. Það er ekki gert hér. Nú þegar má finna víða í okkar samfélagi andúð á endurteknum ísbjarnardrápum hér. Það er líklegt að sú andúð fari vaxandi, ekki sízt ef í ljós kemur að þeim dýrum fjölgar sem hrekjast hingað. Með sama hætti má búast við að ísbjarnardráp hér muni vekja vaxandi athygli í öðrum löndum vegna þess að fólk er að vakna til vitundar um að það er ekki sjálfsagt að sú dýrategund, sem við erum, drepi og drepi aðrar dýrategundir eins og henni sýnist. Eitt karlmenni sem drap ljón fyrir nokkrum misserum þurfti að fara huldu höfði um skeið vegna reiði fólks um allan heim. Auðvitað má segja að það sé ákveðin hræsni í því fólgin að við mennirnir ölum upp dýr til að drepa til þess að lifa af en tölum svo um að sum þeirra þurfi að vernda en ekki önnur. Það er réttmæt ásökun í okkar garð. Sem svínahirði í Danmörku fyrir meira en 60 árum varð mér ljóst að svínin vissu hvað var að gerast, þegar þau voru send í sláturhús. Fyrir utan náttúruna sjálfa er fátt sem setur sterk- ari svip á norðurslóðir en ísbirnir. Og með sama hætti og fólk kemur til Íslands til að skoða hvali sigl- ir fólk um höfin norður af Íslandi í von um að sjá ís- birni. Alþingi kemur saman um miðjan ágúst. Vonandi tekur einhver þingmaður að sér að tala máli þessara tignarlegu dýra svo að stefnubreyting verði í þeirra garð hjá íslenzkum stjórnvöldum. Í ríki ísbjarnanna Það er metnaðarmál sumra þjóða að komast hjá því að drepa ísbirni. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Fugl viskunnar tekur sig ekki áloft, fyrr en rökkva tekur, skrifaði Hegel í Réttarspeki sinni 1821. Hann átti við, að okkur verður sjaldnast ljóst sögulegt gildi og sam- hengi viðburða, fyrr en nokkuð er um liðið. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er lífið þó umfram allt salt- fiskur, en ekki draumaringl, mælti Salka Valka í samnefndri skáldsögu Laxness 1932. Hvort sem skáldið var sammála þessari söguhetju sinni eða ekki, hefur sjávarútvegur lengi verið undirstöðuatvinnuvegur Ís- lendinga. Hér staldra ég við fjögur ártöl, 1876, 1976, 2006 og 2008. Þótt fáir hafi veitt því athygli, er eitt merkilegasta ár Íslandssög- unnar eflaust 1876, því að það var síðasta árið, þegar meira var flutt út af landbúnaðarafurðum en fiski. Eftir það breyttust Íslendingar í fiskveiðiþjóð. Vistarbandið rofnaði, kapítalismi kom til sögunnar með öllum sínum sköpunarkrafti, fólk flykktist á mölina. Þótt tilviljun sé, var tímamótaár réttri öld seinna, 1976, þegar síðustu bresku togararnir sigldu út af Ís- landsmiðum, en fyrsta skráða dæm- ið um sókn enskra fiskiskipa hingað er úr Nýja annál frá 1412. Fram að útfærslu fiskveiðilögsögunnar lönd- uðu erlend fiskiskip helmingi aflans af Íslandsmiðum. Ísland á nokkra granna, Noreg, Bretland, Bandaríkin. En eini raun- verulegi nágranninn er sjálfur sjór- inn, Ægir konungur. Hann veitti ekki aðeins björg í bú, heldur girti líka af landið. Bjarni Benediktsson, þá utanríkisráðherra, benti hins vegar á það í frægri ræðu 1949, að þessi gamla vernd, fjarlægðin, væri úr sögunni vegna nýrrar tækni. Breski flotinn og bandaríski flug- herinn, síðar bandaríski flotinn, komu því í stað Ægis konungs frá því löngu fyrir 1940, þegar Bretar hernámu Ísland, og allt til 2006, þeg- ar Bandaríkjaher hvarf frá Íslandi án þess að kveðja eða þakka fyrir sig. Nú er Ísland án verndar. En til- veran leggur líkn með þraut. Eitt ánægjulegasta árið í Ægis sögu kon- ungs og Íslendinga er 2008. Það var fyrsta árið, líklega frá öndverðu, þegar ekki fórst neinn íslenskur sjó- maður við vinnu sína. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ægis saga konungs og Íslendinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.