Morgunblaðið - 23.07.2016, Side 26

Morgunblaðið - 23.07.2016, Side 26
26 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Lára Bryndís Eggertsdóttir er organisti og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Minni á bílastæðin gegnt Þórshamri. GRAFARVOGSKIRKJA | Sumar- kaffihúsamessa kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar, þjónar og býður í kaffi ásamt Herdísi Guðbrandsdóttur kirkjuverði. Arnhildur Valgarðsdóttir er organisti og Hjörleif- ur Valsson leikur á fiðlu. GRENSÁSKIRKJA | Vegna sumarleyfa er Grensáskirkja lokuð til 12. ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, hugleiðing, bænagjörð, altarisganga. Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti er Douglas A. Brotchie. Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir stundina. Orgeltónleikar þriðjudaga kl. 12.15 - 12.45. Ókeypis aðgangur. Douglas A. Brotchie leikur. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Dr. Sig- urður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Steinar Logi Helgason. Sögustund fyrir börnin. Alþjóðlegt orgelsumar, tónleikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Ligita Sneibe frá Lett- landi, organisti í Svíþjóð, leikur. Fyrirbæna- guðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdeg- ismessa miðvikud. kl. 8. Tónleikar Schola cantorum miðvikud. kl. 12 og orgeltónleikar fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti er Bjarni Þór Jónatansson. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Hjúkrunarheimilið Eir | Guðsþjónusta kl. 15. ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11, sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða söng og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson. ÁSKIRKJA | Vegna sumarleyfa sóknarprests og starfsfólks Áskirkju fellur helgihald niður á morgun. Næst verður messað í Áskirkju sunnu- daginn 31. júlí kl. 11. BÚSTAÐAKIRKJA | Sumarmessa kl. 11. Kór Bústaðakirkju leiðir sönginn undir stjórn kant- ors Jónasar Þóris. Fermdur verður Eyþór Smári Sigurðsson Ringsted. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir messu. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18 og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. Sr. Vigfús Þór prédikar og þjónar fyrir altari. Þorvaldur Halldórsson syngur létt lög frá kl. 14.30. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristín Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Organisti er Lenka Mátéová, kantor kirkj- unnar. NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Lítill drengur borinn til skírnar. Skírnarminning og skírnarsálmar. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng. María Kristín Jónsdóttir leikur undir. Prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Kaffihressing eftir guðsþjónustuna. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson og félagar úr Kór Seljakirkju leiða almennan safn- aðarsöng. Molasopi að messu lokinni. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund kl. 11 í umsjá sóknarprests. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Hátíðarmessa á Skálholtshátíð kl. 14. Vígslubiskup, sr. Krist- ján Valur Ingólfsson, prédikar. Fyrir altari þjóna sr. Egill Hallgrímsson, sr. Halldór Reynisson, sr. Axel Á. Njarðvík, sr. Jóhanna Magnúsd., sr. Solveig Lára Guðmundsd. Hólabiskup og bisk- up Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir. Skál- holtskórinn syngur. Einsöngvari er Benedikt Kristjánsson. Sellóleikari er Steinunn Arnbjörg Stefánsd. Semballeikari er Brice Sailly. Tromp- etleikarar eru Jóhann I. Stefánsson og Vil- hjálmur Ingi Sigurðsson. Organisti er Jón Bjarnason. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Kór Njarðvíkurkirkna syngur undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. Orð dagsins: „Hver sem mikið er gefið verður mikils krafinn og af þeim verður meira heimtað sem meira er léð.“ (Lúk 12.48b) Morgunblaðið/Brynjar Gauti Búðakirkja Skrítið dæmi um óstjórn er komið upp í Skaftafellssýslu. Þar hafa landsmenn um aldir barist við óblíð náttúruöfl, eldgos, hraunstrauma og stór- flóð sem ógna jafnt byggðinni, landinu og lífríkinu, hvort sem er mannfólki eða öðrum jarðarbúum. Og nú, þegar Skaftfellingar vilja bjarga fersk- vötnum og dýrmætum fiskistofnum sínum, stofnum sem að öllum líkum hafa verið í ánum allt frá síðustu ísöld, þá er uppi sú staða að tilbúið vald í höf- uðborginni virðist hafa getu til að stöðva þann mikla dugnað og sjálfs- bjargarviðleitni sem fólkið á svæðinu hefur sýnt í gegnum aldirnar. Þvílík skömm fyrir okkur sem þjóð og í raun léleg vinnubrögð Alþingis okkar að slíkar reglur skuli nokkurn tímann hafa verið samdar. Fróðlegt væri að fá að vita rökin sem liggja til grundvallar slíkri reglusmíði. Það má þakka fyrir að aðrir eins hraunstraumar og óáran verði ekki þarna og voru í móðu- harðindum. Ætli Skaft- fellingar þyrftu þá að fá leyfi sunnan úr Reykja- vík til að fá að berjast á móti eða koma sér und- an? En annars, hvaða þörf er á að Orkustofnun sé með puttana í svona mál- um? Hvaða tilgangi þjón- ar það? Er ekki kominn tími til að röksamir alþing- ismenn breyti svona vit- leysu hið snarasta þannig að lands- menn þurfi ekki að leita í einhverjar vitleysisreglur sem misvitrir menn hafa sniðið í gegnum tíðina. Skora ég hér með á hið háa Alþingi okkar að endurskoða og laga svona reglur hið snarasta. Á stjórn landsins að vera til góðs eða ekki? Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon » Fróðlegt væri að fá að vita rökin sem liggja til grundvallar slíkri reglusmíði? Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. Það vekur sannarlega athygli að nærri 90 einstaklingar hafa ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri sem Píratar hyggj- ast halda. Marga langar greinilega á þing, annars vekur það athygli varð- andi stefnu Pírata hvað hún er óljós og lítið gefið upp um stefnumál þeirra. En það virðist ekki koma að sök því fylgi þeirra heldur áfram að vera nokkuð mikið í hverri skoðanakönn- uninni af annarri. Manni finnst skrítið hversu margir eru tilbúnir að lýsa yfir fylgi við þá. Fólk veit nákvæmlega ekkert hvað það er að kjósa yfir sig með því að kjósa Pírata. Stefnumálin eru það óljós og þokukennd. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Óljós stefna Pírata Morgunblaðið/Eyþór Kosningar Bréfritara finnst stefnu- mál Pírata óljós. Feld u það Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.