Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 ✝ Margrét BjörgÞorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 17. október 1930. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Mörk í Reykjavík 6. júlí 2016. Foreldrar Mar- grétar voru Þor- steinn Jónsson, verslunarfulltrúi, síðar skrifstofu- stjóri hjá Garðari Gíslasyni hf. í Reykjavík, f. 16.5. 1884 í Ólafsvík, d. 26.8. 1970, og síð- ari kona hans Katrín Jóhanns- dóttir, f. 9.4. 1888 í Lækjar- botnum í Landsveit í Rangár- vallasýslu, d. 12.12. 1941. Bræður Margrétar voru Grétar Jón, f. 29.2. 1924, d. 17.4. 1925, og Magnús, barna- læknir, f. 10.3. 1926, d. 22.6. 2001. Hálfbræður Margrétar samfeðra voru: Einar, skrif- stofustjóri, f. 20.12. 1906, d. 3.1. 1972 og Ingólfur, skrifstofustjóri, f. 31.7. 1910, d. dóttir, f. 1965. Börn Knúts Þórs og Evu Sifjar Heimis- dóttur eru Alma Karen, f. 1996, og Daníel Þór, f. 1997. Sonur Knúts Þórs og Stein- unnar Sigurðardóttur er Sig- urður Karl, f. 2006. Dætur Hönnu Kristínar eru Snædís, f. 1989, Hildur, f. 1990, og Stein- unn, f. 1993. Margrét ólst upp í Reykjavík og lauk prófi frá Gagnfræða- skólanum í Reykjavík árið 1948. Hún stundaði nám við Haandarbejdeds Fremme í Kaupmannahöfn þaðan sem hún lauk prófi árið 1954 og ári síðar frá Den Suhrske Hus- moderskole Köbenhavn. Árið 1956 stofnaði Margrét heimili á Íslandi ásamt Torben eiginmanni sínum. Hún var handavinnukennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1956-1963 en árin 1963-1965 bjuggu þau hjón í París þar sem Torben starfaði á vegum OECD. Árið 1973 hóf Margrét störf sem handavinnukennari hjá Styrktarfélagi fatlaðra í Bjarkarási. Hún fékk réttindi til framhaldsskólakennslu árið 1989, en Margrét starfaði við Bjarkarás til sjötugs. Útför Margrétar hefur farið fram í kyrrþey. 6.11. 1998. Margrét giftist 6. september 1956 í Kaupmannahöfn Torben Friðriks- son, f. 21.4. 1934, d. 4.2. 2012. For- eldrar Torbens voru Karen Signe Cecilie Skov- gaard, f. 27.11. 1903, d. 20.7. 1982 og Knut Frederik- sen, landsréttarlögmaður, f. 1.12. 1903, d. 31.8. 1954. Börn Margrétar og Torbens eru: 1) Steen Magnús, f. 1961, maki Heléne Westrin, f. 1965. Dætur þeirra eru Ellen, f. 1998, og Agnes, f. 2002. Börn Steen Magnúsar og Maríu Ólafsdóttur eru Einar Búi, f. 1986, og Una Björg, f. 1990. 2) Hanna Katrín, f. 1964, maki Ragnhildur Sverrisdóttir, f. 1960. Dætur þeirra eru Elísa- bet, f. 2001, og Margrét, f. 2001. 3) Knútur Þór, f. 1968, maki Hanna Kristín Péturs- Elskuleg tengdamóðir mín, Margrét Björg Þorsteinsdóttir, er látin eftir erfið veikindi. Margréti kynntist ég fyrst þegar hún og Torben tengdafað- ir minn buðu mér í kvöldmat ásamt Hönnu Katrínu dóttur þeirra. Þau höfðu þá frétt af sambandi okkar og þótt það kæmi flatt upp á þau og vekti ekki endilega hreina kátínu til að byrja með ákváðu þau að blása til samkundu og kynnast þessari konu betur. Sá kvöldverður var að klassískum, dönskum hætti. Heiðurinn átti húsfreyjan ein, því þótt húsbóndinn væri sjálfur danskur hafði hún tileinkað sér allt það besta af gestrisni gömlu herraþjóðarinnar. Frá þessu fyrsta kvöldi, fyrir ríflega tveimur áratugum, var mér ávallt tekið með kostum og kynjum á heimilinu. Svo vel var mér tekið að stundum freistaðist ég til að hugsa með mér, að ég væri áreiðanlega einn af uppá- haldsgestum þeirra hjóna. Ég sá hins vegar, um leið og dætur okkar Hönnu Katrínar fæddust, að ég hafði stórlega ofmetið eigið mikilvægi. Barnabörnin voru ávallt í fyrsta sæti og fátt ef nokkuð sem afi og amma vildu ekki gera fyrir litlu yndin sín. Það var ósköp gott að vita af systrunum hjá afa og ömmu, þaðan komu þær úthvíldar og ró- legar, höfðu kannski verið að spila dálítið við ömmu eða læra fyrstu handtökin í prjónaskap. Afi Torben átti reyndar til að hleypa upp fjörinu, en amma gætti þess að láta það ekki fara úr böndum. Torben lést í febrúar 2012 eft- ir snarpa baráttu við krabba- mein. Þá sá ég tengdamóður minni verulega brugðið. Hún fór fljótlega að huga að því að minnka við sig, hún átti erfitt með að vera ein í fallega húsinu sem þau byggðu sér við Gilsár- stekk og höfðu búið í í rúma fjóra áratugi. Því miður gripu örlögin í taumana. Margrét fékk heila- blóðfall haustið eftir að Torben kvaddi og náði aldrei fyrra at- gervi. Hún naut besta hugsan- lega atlætis á hjúkrunarheim- ilinu Mörk og fyrir hönd dóttur hennar og ömmustelpna þakka ég Markarfólki allan sinn hlýhug og umhyggju. Minning tengdamóður minnar lifir áfram. Hún lifir í öllu því ótrúlega handverki sem þessi flinki Kaupmannahafnarmennt- aði handavinnukennari lætur eft- ir sig. Hún lifir í börnunum henn- ar þremur, sem nú fylgja henni til grafar eftir að hafa sinnt henni svo vel á þessum síðustu, erfiðu árum. Og hún lifir skýrast hjá barnabörnunum, sem eru enn að reyna að átta sig á að amma Magga er núna alveg far- in. Ragnhildur Sverrisdóttir. Elsku amma, það er erfitt að hugsa til þess að ég muni aldrei sjá þig aftur en á sama tíma er fallegt að vita af þér í faðmi afa. Þú hefur reynst mér vel í gegn- um tíðina og ég vona að þú vitir hve ótal margt ég lærði af þér og hversu mikil fyrirmynd þú varst mér og ert mér enn. Amma hafði yndislega nær- veru. Svo yndislega að það var ekki hægt að líða illa í návist hennar. Það var eitthvað við hana og brosið hennar sem kom manni alltaf í gott skap. Hún var hjartahlý, góð og alltaf glöð. Amma var handavinnukennari og kenndi okkur barnabörnunum ýmislegt. Allt frá því að prjóna í að útbúa servíettuskreytingar. Við eigum margar góðar minn- ingar saman, minningar sem munu lifa með mér og sögur sem ég mun segja mínum barnabörn- um. Árleg rifsberjatínsla, frá- bæru kjötbollurnar hennar og góðar stundir fyrir framan Spaugstofuna á laugardags- kvöldum eru meðal þeirra. Þú varst vön að hóa okkur fjöl- skyldunni saman og ég lofa að við munum halda því áfram þó svo að þú sért ekki lengur hér. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr) Þín Alma Karen. Það sem ég vildi óska þess að ég gæti ennþá komið til þín í rifs- berjatínslu á hverju ári. Farið með þér inn í eldhús með fullar fötur af berjum og horft svo á sultugerðarferlið eiga sér stað. Litli sælkerinn í manni starði gapandi á allt sykurmagnið fara ofan í pottinn ásamt berjunum. Svo gat maður ekki beðið eftir því að koma til þín í næstu heim- sókn og fá ristað brauð með osti, nýlagaðri sultu og ískalt mjólk- urglas. Oftar en ekki var maður svo saddur eftir á að maður fann sér góðan stað í stofunni á Gilsó til að leggja sig. Svo vaknaði maður með teppi yfir sér sem engin önnur en þú, elsku amma, hafðir breitt yfir mann. Þú hugs- aðir alltaf svo vel um mig og því mun ég aldrei gleyma. Ég sakna þess að fá stórt ömmuknús frá þér. Ég sakna þess að koma til þín í pössun á Gilsó og leika með alla dótabílana á ganginum langt fram á kvöld. Ég sakna þín meira en nokkru sinni áður og veit að þú munt halda áfram að passa upp á mig, hvar sem ég er staddur, elsku amma mín. Daníel Þór. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Við elskum þig til tunglsins og lengri leiðina til baka. Elísabet og Margrét. Nú er komið að kveðjustund, Margrét Björg, eða Magga eins og við kölluðum hana, hefur kvatt þessa jarðvist eftir erfið veikindi. Magga, systir tengdaföður míns Magnúsar, var fædd í Reykjavík þar sem hún ólst upp, umvafin elsku foreldra sinna, Þorsteins og Katrínar. Katrín féll frá í blóma lífsins, þegar systk- inin voru einungis 11 og 15 ára og setti það óneitanlega mark sitt á líf fjölskyldunnar upp frá því. Magga sagði mér að hún hefði ekki tekið gleði sína á ný eftir móðurmissinn fyrr en hún fór með vinkonu fjölskyldunnar að Hnappavöllum í Öræfasveit. Það kom mér ekki á óvart, því Öræf- ingum hef ég líka kynnst. Þeir eru tryggir og góðir vinir vina sinna. Magga fór til Kaupmanna- hafnar í nám í handavinnu- kennslu og vann lengst af við kennslu fatlaðra. Þar nutu eðlis- kostir hennar sín vel, róleg, þol- inmóð og elskuleg. Falleg handavinna hennar og smekkvísi þeirra beggja, hennar og Torbens, báru þeim fagurt vitni á glæsilegu heimili þeirra í Gilsárstekk. Boðin í Gilsárstekk eru eftirminnileg, enda voru Magga og Torben frábærir gest- gjafar. Torben léttur og skemmtilegur, eins og títt er um Dani. Magga hlý, hógvær og lít- illát, lagði fallega á borð og bar fram dýrindisveitingar. Þau voru samhent og samtaka í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Magga var mikil heimsdama og þau Torben ferðuðust víða innanlands og utan. Þau kunnu að njóta lífsins og var lagið að gera hversdaginn að hátíðisdegi, með alls kyns huggulegheitum. Börn Möggu og Torbens, Maggi, Hanna Kata og Knútur, bera foreldrum sínum fagurt vitni. Í langvinnum veikindum móður sinnar voru þau trygg og traust og styttu henni stundir með margvíslegum hætti, ásamt tengda- og barnabörnum. Fjöl- skyldan var Möggu allt og hún naut svo sannarlega umhyggju hennar og elsku. Möggu þakka ég hve vel hún reyndist okkur Þorsteini og dætrum okkar. Katrín Sigríður og Jórunn María elskuðu hana og Torben sem væru þau amma þeirra og afi. Þau endurguldu ást þeirra og okkar á svo margvís- legan hátt. Magga síðast með fal- lega brosinu og þétta handtak- inu, þegar heilsa hennar fór þverrandi. Nú hafa orðið kaflaskil í fjöl- skyldunni, Magga, yngsta barn Þorsteins og Katrínar, fallin frá. En góðu minningarnar lifa og það er okkar að halda áfram að rækta og styrkja tengslin. Blessuð sé minning Margrétar Bjargar. Halla Bachmann Ólafsdóttir. Elsku Magga mín. Ég er svo þakklát fyrir stund- irnar okkar saman seinustu ár. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til þín á Mörk og eiga notalega stund með þér. Þú tókst svo fallega á móti mér með bros- inu þínu og minningarnar okkar saman lifa áfram í hjarta mínu. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin en þó gleðst ég yfir því að þið Torben séuð sam- einuð á ný, og ég veit að þú gerir það líka. Þú varst einstök kona sem bjóst yfir miklum styrk og góð- mennsku. Hvíldu í friði, Magga mín. Þú knúsar Torben frá mér. Þín, Jórunn María. Margrét Björg Þorsteinsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN JÓNSDÓTTIR frá Þingeyri við Dýrafjörð, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 12. júlí. Útför hennar fer fram frá Áskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 26. júlí klukkan 13. Starfsfólki Hrafnistu eru færðar sérstakar þakkir fyrir kærleiksríka umönnun. . Kristján J. Ágústsson, Ástrún Jónsdóttir, Jóhannes Ágústsson, Kristjana Ingvarsdóttir, Guðrún L. Ágústsdóttir, Njörður M. Jónsson, Ágúst Ágústsson, Björg H. Eysteinsdóttir, Arnbjörg Ágústsdóttir, Ólafur Ólafsson, Jónas Ágústsson, Rannveig Hjaltadóttir, Kristjana Ágústsdóttir, Guðmundur H. Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, FLOSI MAGNÚSSON, Patreksfirði, lést sunnudaginn 17. júlí. Útför mun fara fram í kyrrþey. . Aron Magnússon, Ingibjörg Magnúsdóttir, Anna Magnúsdóttir og fjölskyldur. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARTMANN JÓNSSON (Manni), Hamraborg 14, Kópavogi, lést föstudaginn 15. júlí. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 26. júlí klukkan 13. . Áslaug Hartmannsdóttir, Ingvar Stefánsson, Hrafnhildur Hartmannsdóttir, Þorkell S. Hilmarsson, Ástríður Hartmannsdóttir, Ingólfur Magnússon, Daníel Rafn Hartmannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Systir okkar, OLGA ELÍSA ÓSKARSDÓTTIR LUNDBERG, lést 13. júlí í Seattleborg í Bandaríkjunum. Fyrir hönd barna hennar og tengdasonar; April, Roberts, Önnu og Tom Penner, auk annarra aðstandenda, . Guðbjörg Óskarsdóttir, Dagmar Óskarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐMUNDSSON, Jörundarholti 122, Akranesi, varð bráðkvaddur mánudaginn 18. júlí. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 26. júlí klukkan 13. . Alma Garðarsdóttir, Garðar Jónsson, Ólína I. Gunnarsdóttir, Herdís Jónsdóttir, Sigurgeir R. Sigurðsson, Ósk Jónsdóttir, Torfi S. Einarsson, Guðmundur Þór Jónsson og afabörn. Okkar kæri, EYJÓLFUR HJÁLMSSON frá Þingnesi, Ásbrún 2, Bæjarsveit, lést 19. júlí á Sjúkrahúsi Akraness. Jarðarför auglýst síðar. . Vinir og nágrannar. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNA ÖRNÓLFSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði, lést að kvöldi fimmtudagsins 21. júlí. . Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.