Morgunblaðið - 23.07.2016, Síða 28

Morgunblaðið - 23.07.2016, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 ✝ JóhannesTómasson frá Höfn fæddist 13. mars 1921 í Vest- mannaeyjum. Hann lést 18. júlí 2016. Foreldrar hans voru Tómas Mar- íus Guðjónsson, f. 13. janúar 1887, d. 14. júní 1958, og Hjörtrós Hannes- dóttir, f. 20. febrúar 1888, d. 16. mars 1926. Systkini hans voru Hannes Guðjón, f. 1913, d. 2003, Martin Brynjólfur, f. 1915, d. 1976, Guðjón, f. 1925, d. 1977, Magnea Rósa, f. 1928, Gerður Erla, f. 1933, og Bragi, f. 1939, d. 2002. Árið 1947 giftist hann Guð- finnu Stefánsdóttur frá Skuld Orri. Stefán Haukur, f. 1959, giftur Halldóru Hermanns- dóttur, f. 1964, börn þeirra Agnes, Einar Hrafn og Stef- anía. Ingunn Lísa, f. 1961, gift V. Þór Valtýssyni, d. 2002. Sambýlismaður Ingunnar er Sveinbjörn Guðmundsson, f. 1967. Börn Ingunnar og Þórs, Valur, Erna og Aron. Iðunn Dísa, f. 1961, gift Ágústi Ein- arssyni, f. 1960, börn Minna og Birkir. Barnabarnabörn eru 28. Jóhannes sótti sér nám til Reykjavíkur í Verslunar- skólann og síðan um sinn til Ameríku. Að því loknu átti hann farsælan starfsferil hjá Íslandsbanka í Vestmanna- eyjum. Eftir starfslok sneri hann sér að aðaláhugamálinu og sótti sjóinn við Eyjar á trillunni sinni og undi sér best á sjó. Jóhannes var félagi í Akoges og var gerður að heið- ursfélaga þar. Jarðarförin hans fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum, í dag, 23. júlí 2016, klukkan 11. í Vestmanna- eyjum, f. 8. júni 1923. Þau bjuggu á Fífilgötu 8 í Vestmannaeyjum allan sinn búskap fyrir utan síðustu árin á dvalar- heimilinu að Hraunbúðum. Börn þeirra eru Margrét Rósa, f. 1948, gift Gylfa Tryggvasyni, f. 1951, börn þeirra Daði Jóhannes, Kári Tryggvi og Gylfi Mar. Erna, f. 1950, gift Agli Egilssyni, f. 1947, börn þeirra Huginn Magnús, Jóhannes og Davíð. Tómas, f. 1956, giftur Fann- eyju Björk Ásbjörnsdóttur, f. 1956, börn þeirra Tinna, Thelma Ýr, Tanja og Tómas Jóhannes tengdafaðir minn gaf orðinu öðlingur djúpa og inni- haldsríka merkingu. Hann var gæfumaður með góða og hlýja nærveru. Kankvís, glettinn og áhugasamur um alla sína nán- ustu. Hann var börnum mínum einstakur afi og betri tengdaföð- ur er ekki hægt að hugsa sér. Kærleikurinn milli hans og Minnu tengdamömmu var smit- andi og okkur hinum innblástur. Í gegnum þau öðluðust börnin mín sterka tengingu við Eyjar og rætur. Fífilgatan var alltaf opin fyrir okkur, þeirra heimili var okkar heimili ekki síst þegar við bjuggum erlendis. Við áttum ófá- ar og dýrmætar stundir með þeim í Brussel og Genf. Ég er einstaklega þakklát fyrir sam- ferðina. Hann var mér og börn- um mínum fyrirmynd og gerði líf okkar innihaldsríkara. Ég og börnin mín, Agnes, Einar Hrafn og Stefanía, kveðjum Jóhannes með kökk í hálsi en sátt og þakk- lát fyrir að þessi góði maður var stór hluti okkar lífs. Halldóra Hermannsdóttir. Afi Jodd er fallinn frá. Afi Jodd var og verður ávallt fyrirmynd okkar á svo mörgum sviðum. Lífsgleðin, jákvæðnin og kærleikurinn einkenndi þennan einstaka mann sem snerti okkur bræður með margvíslegum hætti. Við eigum eftir að sakna hans sárt, en um leið ylja okkur við allar ánægjulegu minning- arnar. Húmoristinn: Þegar hann sagði okkur frá því að hann var orðinn svo gamall þegar hann var skírður að hann skammaði prest- inn fyrir að skvetta á sig vatni. Söngvarinn: Þegar hann tók undir og „söng“ með óperusöng- num í útvarpinu. Hjálpsemin: Þegar hann kom út með gömlu smurkönnuna og smurði keðjurnar á reiðhjólunum þegar við áttum leið á Fífó. Þegar hann leyfði okkur að geyma lundapysjukassana í bílskúrnum eftir kvöldleitina og skutlaði okk- ur svo niður í fjöru til að sleppa daginn eftir. Gestgjafinn: Þegar hann reif allt úr eldhússkápunum og setti saman veislu þegar við kíktum í heimsókn. Gleðigjafinn: Þegar hann kom færandi hendi upp á Smáró með glassúrsnúða handa barnabarna- börnunum. Dýravinurinn: Þegar hann hélt villiköttunum í hverfinu uppi með soðinni ýsu og rjóma, „Rófulausi róninn“, eins og afi kallaði einn af villiköttunum, varð einn af hans bestu vinum. Trillukarlinn: Þegar við feng- um að fara með á trillunni og renna fyrir fisk í soðið. Stríðnispúkinn: Þegar hann setti upp ljótu grímuna og gerði okkur bilt við. Umhyggjusemin: Þegar hann fylgdist stoltur með öllu því sem var að gerast hjá hverjum og ein- um í stórfjölskyldunni. Fréttahaukurinn: Þegar hann las dagblöðin spjaldanna á milli, hlustaði á alla fréttatímana í út- varpinu og horfði svo á kvöld- og seinni fréttir. Nútímamaðurinn: Þegar hann lærði á tölvu á áttræðisaldri og skráði sig seinna á Fésbókina til að fylgjast með fréttum og fólk- inu sínu í gegnum tölvuna, sem hann gerði allt fram til síðasta dags. Ökumaðurinn: Þegar hann fór með okkur í bíltúr um eyjuna vopnaður sjónaukanum og kenndi okkur á heimahagana. Eiginmaðurinn: Þegar hann sýndi ömmu alla þá ást og um- hyggju sem hann átti og sýndi okkur í verki mikilvægi þess að rækta sambandið við okkar nán- ustu og halda lífi í ástareldinum sama á hvaða aldri þú ert. Alltumvefjandi: Þegar hann tók okkur peyjana og síðar okkar börn, kreisti kinnarnar og gaf okkur koss á kinn. Nú kveðjum við þig, elsku afi, þú hefur markað líf okkar sem og fjölda annarra. Sá sem auðgar líf annarra hefur vissulega lifað góðu og þýðingarmiklu lífi. Minn- ing þín mun lifa í hjörtum okkar og munum við deila öllum skemmtilegu sögunum af þér með börnum okkar. Takk fyrir samveruna, gleðina og umhyggjuna. Jóhannes, Huginn og Davíð. Lífið eins og við þekkjum það er ekki lengur. Það er breytt og ekkert verður eins. Yndislegi afi okkar hefur kvatt okkur og eftir skilur hann stórt skarð í hjörtum okkar allra. Við erum sorgmædd og döpur því frá okkur er farinn yndislegasti maður sem við höf- um kynnst. Afi var alltaf svo góð- ur, ljúfur og áhugasamur um aðra. Allir skiptu máli í hans huga, lét hann sig alla varða. Hann gerði heiminn að betri stað. Meiri húmorista var erfitt að finna enda eigum við margar minningar þar sem afi bregður á leik í alls konar gervum og með þennan stríðnisglampa í augun- um sem við þekktum svo vel. Afi var fallegur maður og svo glæsi- legur. Með ömmu sér við hlið voru þau allra flottustu hjónin hvert sem þau komu. Það ein- kenndi samband ömmu og afa hversu mikil vinátta, virðing og ást ríkti þeirra á milli og er það einn stærsti fjársjóður okkar barnabarnanna að geyma. Elsku afi Jóhannes. Söknuður- inn er ógurlegur en við vitum að nú líður þér ekki lengur illa. Þú áttir langa og góða ævi og erum við þakklát fyrir að hafa verið hluti af þínu lífi. Nú ertu farinn í þína hinstu sjóferð og við trúum því að þú horfir á okkur með stríðnisglampann í augunum og glottið á vörunum og að við mun- um hittast á ný. Þá verða glaðir endurfundir. Við biðjum allar góðar vættir að passa upp á ömmu Minnu og öll hennar börn, þeirra söknuður er svo sár. Elsku afi Jóhannes. Takk fyrir að vera hluti af okkar lífi, takk fyrir allt sem þú kenndir okkur. Takk fyrir allt. Hvíldu í friði. Þótt döpur sé nú sálin, þó mörg hér renni tárin, mikla hlýju enn ég finn þú verður alltaf afi minn. (Höf. ók.) Tinna, Thelma Ýr, Tanja og Tómas Orri. Eftir velheppnaðan eggjatúr út í Álsey fyrir réttum þremur árum sat ég í eldhúsinu hjá Jó- hannesi, eða Didda Jodd eins og pabbi heitinn kallaði hann oft. Það var kært á milli þeirra tveggja – frændur og um margt líkir; léttir og ljúfir Eyjapeyjar. Joddarinn, sem hafði kyrrsett mig, vildi endilega kenna mér að sjóða fýlsegg á hinn eina rétta máta. Hann dró fram sérstakan pott, lagði eggin varlega í og stillti þar til gerðan tímamæli. Þegar klukkan gall færði hann eggin upp á disk og við renndum þeim niður með svolitlu salti og sögum af bræðrunum úr Höfn. Það kviknaði jafnan sakleysis- legur stríðnisglampi í augum Jó- hannesar þegar bræður hans, Hannes og afa minn, Malla í Höfn, bar á góma. Þeir höfðu víst ýmislegt brallað; skítafýlubomb- ur í bókabúð Óskars á Þorláks- messu í boði Önglavina, rjúkandi vindill á skrifstofu nýlátins leigj- anda í Kuða og fleiri græskulaus- ir hrekkir. Einu sinni sýndi Jodd mér jólakortamynd frá Hannesi af klessukeyrðri Saab-bifreið þeirra Minnu. Hannes hafði feng- ið bílinn lánaðan og lent í óhappi sem hafði gert þau hjónin bíllaus um nokkurra vikna skeið. Jodd kunni vel að meta þennan óvenju- lega þakklætisvott. Ef til vill fannst honum að hann, æringinn sjálfur, ætti þetta bara skilið. Jodd varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga yndislegan lífsföru- naut, hana Minnu. Saman héldu þau utan um sinn glæsilega hóp af miklum myndarbrag. Þó mörgum stundum færi Jodd á skak á Hannesi lóðs, trillunni sem hann í hárri elli skipti út fyr- ir hraðskreiðan sportbát, leið honum aldrei betur en að loknu heimstíminu. Þegar hann var kominn í faðm fjölskyldunnar – þar var hjartans heimahöfn. Fífilgatan var sannkölluð félagsmiðstöð fjölskyldunnar og þar var ávallt nægt húsrými, líka fyrir þá fjarskyldari. Já, þau létu sér annt um frændgarðinn. Það var orðið að föstum lið að koma við á Fífó þegar við heimsóttum Eyjarnar. Það var ekki skyldu- ræknin sem dró mann þangað. Aðdráttaraflið var einstök hlýja og lífsgleði, auk þess sem alltaf var stutt í húmorinn. Guð blessi minningu öðlingsins Jóhannesar Tómassonar. Ég og fjölskylda mín vottum Minnu og allri fjölskyldunni okk- ar dýpstu samúð. Martin Eyjólfsson. Með Jóhannesi Tómassyni er genginn vænn maður og traust- ur. Hann gætti vel að öllu sem honum var trúað fyrir. Jóhannes starfaði í Útvegs- bankanum í Vestmannaeyjum allan sinn starfsferil. Það urðu yf- ir 50 ár. Fyrstu kynni mín af Jóhannesi voru í símtali. Þá var ég ungur maður í sumarstarfi í Seðlabank- anum rétt eftir eldgos í Vest- mannaeyjum. Þar lá inni gamalt mál sem við leystum. Jóhannes sagði við mig; clearaðu þetta á útibúið. Ungi maðurinn vissi ekki hvaða aðgerð þetta var en það var útskýrt fyrir honum í Seðla- bankanum, sem þá var clearing miðstöð. Einföld og hröð lausn á máli! Þannig má segja að allt starf Jóhannesar hafi byggst á trausti og að leysa mál. Það er einfaldlega þannig að einkunnar- orð fjármálastarfsemi er „traust“. Undir því orði stóð Jó- hannes. Kynni okkar Jóhannesar áttu eftir að verða nánari og merki- legri en símtalið. Nokkrum árum síðar hóf ég störf sem útibús- stjóri í Útvegsbankanum í Vest- mannaeyjum. Jóhannes var að- stoðarútibússtjóri. Traustari og heilsteyptari samstarfsmaður er vandfundinn. Reyndar er hægt að hafa þau orð um allt starfsfólk Útvegsbankans í Vestmannaeyj- um þegar ég starfaði þar. Þó var Jóhannes fremstur. Svo höfðum við einnig sama smekk á whisky eins og fínir bankamenn. Stundum þurftum við að fjalla um erfið mál þar sem nærgætni var þörf í nærveru sálar. Þá var gott að hafa Jóhannes með sér. Oft göntuðumst við með þá úti- bússtjóra sem höfðu orðið banka- stjórar í Reykjavík. Okkur þótti minni þeirra dálítið slakt. Það var einmitt í slíku máli sem ég sá Jó- hannes skipta skapi. Þá kom bankastjóri í Reykjavík í heim- sókn vegna leiðindamáls. Sá hafði talið mig ósanngjarnan við úr- lausn þess. Við hófum fundinn þrír en ég fann strax að það væri rétt að ég myndi bregða mér á snyrtingu og dvelja lengi. Þegar ég kom til baka voru ágreinings- efni úr sögunni, allt tal um ósann- girni búið og allir sáttir. Reykja- vík, eins og við kölluðum bankastjórana, ræddi málið aldr- ei framar. Samband okkar Jóhannesar var langt umfram vinnusamband, það var vináttusamband allt til loka. Við áttum báðir tvíbura. Þar höfðum við sameiginlegan skiln- ing. Jóhannes og Minna gættu stundum tvíbura okkar hjóna, og líka annar eða báðir tvíburarnir þeirra. Við vorum hluti af fjöl- skyldunni á Fífilgötunni. Jóhannes var heimamaður og heimsmaður. Honum leið vel þeg- ar hann reri á Hannesi lóðs. Hann stundaði nám í Trenton í New Jersey sem ungur maður. Hann undi illa í Reykjavík. Það var í lagi að koma á Seltjarnarnes til Rósu systur. En í alþjóðlegu umhverfi í Lúxemborg gat hann dvalið langdvölum, eða hjá syni sínum þar sem hann var búsettur á hverjum tíma. Jóhannes var eins og banki, hann var traustur. Allt í hans um- hverfi var gegnheilt. Hann stóð ekki einn því þau Guðfinna, Minna, áttu hvort annað. Svo eignuðust þau sex börn sem hafa hugsað um foreldra sína eins og þau hugsuðu um börnin. Enn kemur mér í huga traust. Nú kveður fjölskylda mín með þökk og virðingu vin, samstarfs- mann og læriföður. Guð geymir góðan dreng. Megi minning um Jóhannes Tómasson heiðrast í vitund þinni. Vilhjálmur Bjarnason. Mig langar að minnast góðs vinar, Jóhannesar Tómassonar, fv. skrifstofustjóra Útvegsbanka Íslands og Íslandsbanka í Vest- mannaeyjum. Elsku vinur, manni bregður alltaf þegar maður fréttir af and- láti fólks sem manni þykir mjög vænt um, en þannig persóna varst þú í mínum huga, góður og traustur maður sem var reiðubú- inn að hjálpa manni þegar maður þurfti. Ég man enn þann dag er ég ungur maður hóf störf hjá Út- vegsbanka Íslands í Vestmanna- eyjum, þú tókst á móti mér og sagðir mér í hvaða deild ég ætti að vera. Þú verður hjá Ingólfi og Tomma Páls. Alls var ég í bank- anum í sjö ár undir þinni stjórn og umsjón og ég verð að segja það að þótt ýmislegt hafi gengið á í fíflaskapnum í okkur starfs- mönnum eftir lokun, þá sá maður þig aldrei bregða skapi, ég held nefnilega að þér hafi fundist gam- an að þessum fíflaskap. Eftir að ég hóf afskipti af rekstri bæði hjá Herjólfi hf. og mínum eigin rekstri þá byrjaði ég alltaf á að leita fyrst til þín og fá ráðgjöf. Alltaf varstu tilbúinn að liðsinna mér og gefa mér ráðleggingar, sbr. þegar ég þurfti nýjan lyftara og þurfti bankaábyrgð. Þú redd- aðir þessu öllu og svo mörgu öðru fyrir mig sem ég mun ætíð verða þér þakklátur fyrir og geymi í hjarta mínu. Í hvert skipti sem ég er heima í Eyjum, sem ég er all- oft, hef ég hugsað um það að skreppa og kíkja á þig, en maður er alltaf svo upptekinn af sjálfum sér, að heimsækja fólk virðist gleymast, en ég reyndi að koma kveðjum til þín og margar kveðj- ur fékk ég frá þér í gegnum bróð- ur minn. Elsku vinur, ég mun sakna þín, en ég veit að þú ert á góðum stað þar sem allt er fallegt og gott og kærleikur mikill og ég veit að heimkoma þín hefur verið falleg og vel tekið á móti þér. Ég hefði gjarnan viljað vera heima í Eyj- um á útfarardegi þínum, en get það því miður ekki og ég veit að þú skilur það. Ég þakka þér sam- fylgdina í gegnum árin og bið þann sem öllu ræður og stjórnar, góðan Guð, að blessa og styrkja konuna þína Guðfinnu, börn, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn þín. Við hittumst síð- ar. Friðrik Ingi Óskarsson. Jóhannes Tómasson Ástkær móðir mín, HELGA INGVARSDÓTTIR, Ægisíðu 84, sem bráðkvödd varð 3. júlí í Bretlandi verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 27. júlí. Athöfnin hefst klukkan 13. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Elvar Sigurgeirsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURRÓS GÍSLADÓTTIR, Sléttuvegi 15, áður Ásgarði 27, lést miðvikudaginn 20. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 3. ágúst klukkan 13. . Svava Björnsdóttir, Sigurbjörn Björnsson, Eiður Björnsson, María M. Guðmundsdóttir, Gísli Björnsson, Anna Dórothea Tryggvadóttir, Anna Björnsdóttir, Róbert B. Agnarsson, Sigurrós B. Björnsdóttir, Guðmundur K. Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. Heittelskuð eiginkona, móðir og systir, INGIBJÖRG BALDURSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Starhaga 16, Reykjavík, lést 16. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 28. júlí klukkan 15. . Frans Jezorski, Baldur, Kristín, Hanna og Björg Jezorski, Jóhann Baldursson, Sigurður Baldursson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma, og langamma, JÓRUNN ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR, Miðgörðum, Grímsey, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 18. júlí. Minningarstund verður í Höfðakapellu á Akureyri mánudaginn 25. júlí klukkan 11. Útför hennar fer fram frá Miðgarðakirkju í Grímsey miðvikudaginn 27. júlí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Miðgarðakirkju og Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. . Hulda I. Einarsdóttir, Halldór Jóhannsson, Þorgerður G. Einarsdóttir, Magnús G. Einarsson, Bjarni R. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.