Morgunblaðið - 23.07.2016, Side 29

Morgunblaðið - 23.07.2016, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 ✝ JóhannesÞórðarson, fyrrverandi yfir- lögregluþjónn á Siglufirði, fæddist á Siglufirði 29. september 1919. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir í Reykjavík 5. júlí 2016. Foreldrar: Þór- unn Ólafsdóttir saumakona, f. 14. apríl 1884 í Reykjavík, d. 28. nóvember 1972, og Þórður Guðni Jóhann- esson trésmíðameistari, f. 13. júlí 1890 á Sævarlandi, Lax- árdal í Skagafirði, d. 15. mars 1978. Systkini Jóhannesar: Björn, f. 19. september 1913, d. 5. janúar 2006, Davíð, f. 29. september 1915, d. 12. apríl 2007, Sigríður Ólöf, f. 2. janúar 1917, d. 20. apríl 2002, Guð- björg Auður, f. 14. júlí 1921, d. 20. nóvember 1928, og Nanna Þuríður, f. 30. apríl 1923, d. 23. nóvember 2005. Hálfsystkini, sammæðra, Jóhanna Soffía Pét- ursdóttir, f. 3. nóvember 1904, d. 13. júní 1970, og samfeðra, Anna Pálína, f. 8. apríl 1935. Þorgerður Heiðrún Hlöðvers- dóttir, maki Sigrún Ásgeirs- dóttir, f. 15. ágúst 1979, dóttir Anna Lilja, f. 13. janúar 2015. c) Margrét Finney, f. 12. desember 1997, barnsmóðir Ólafía Mar- grét Guðmundsdóttir. 2) Soffía Guðbjörg hjúkrunarfræðingur, f. 11. maí 1957, maki Ólafur Kristinn Ólafs viðskiptafræð- ingur, f. 11. maí 1957. Dætur þeirra: a) Halldóra Sigurlaug, f. 23. júní 1985, maki Hobie Lars Hansen, f. 27. desember 1985, b) Magnea Jónína, 14. nóvember 1989, maki Björgólfur Hideaki Takefusa, f. 11. maí 1980, dóttir þeirra, Jasmín Ósk, f. 14. apríl 2015. Jóhannes ólst upp á Siglufirði og bjó í fæðingarbæ sínum alla tíð ef frá eru talin síðustu sex árin er hann dvaldi á hjúkr- unarheimilinu Eir í Reykjavík. Á unglingsárunum starfaði Jó- hannes meðal annars við síld- arsöltun, múrverk og trésmíð- ar, var í sumarstarfi í sjö ár hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og tvo vetur var hann í járn- og vélsmiðju. Var fastráðinn lög- regluþjónn á Siglufirði 1. apríl 1945 og tók við starfi yfirlögregluþjóns 19. október 1947, sem hann gegndi samfellt í 41 ár þar til hann fór á eft- irlaun 1988. Útför Jóhannesar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag, 23. júlí 2016, klukkan 14. Þann 24. ágúst 1946 kvæntist Jó- hannes, á Hólum í Hjaltadal, Halldóru Sigurlaugu Jóns- dóttur, f. 11. mars 1921 í Þverárdal í Bólstaðarhlíðar- hreppi, Austur- Húnavatnssýslu, d. 25. september 2009. Foreldrar Halldóru voru Jón Björnsson, bóndi á Heiði, f. 17. júlí 1891, d. 27. júlí 1983, og Finney Reginbaldsdóttir hús- freyja, f. 22. júní 1897, d. 7. des- ember 1988. Börn Jóhannesar og Halldóru: 1) Jón Finnur raf- iðnfræðingur, f. 24. september 1951, d. 28. maí 2003. Fyrri kona hans: Guðrún Helga Hjart- ardóttir, f. 25. desember 1961. Seinni kona hans: Ólafía Mar- grét Guðmundsdóttir, f. 28. mars 1955. Börn Jóns Finns: a) Jóhannes Már, f. 30. september 1974, barnsmóðir Þóra Hans- dóttir, maki Halldóra Íris Sig- urgeirsdóttir, f. 14. desember 1972, dóttir þeirra, Eydís Ósk, f. 10. mars 1999. b) Kjartan Orri, f. 20. júní 1978, barnsmóðir Ástkær tengdafaðir minn, Jó- hannes Þórðarson, er látinn á 97. aldursári. Tengdaforeldra mína, Halldóru og Jóhannes, hitti ég fyrst árið 1980 og það var greini- legt að Siglufjörður var þeim ákaflega kær þá og alla tíð. Enda var það svo að allan sinn búskap reyndist þeim erfitt að vera lang- dvölum að heiman. Jóhannes fæddist í firðinum fagra, Siglu- firði og bjó að Hafnargötu 6. Halldóra og Jóhannes giftu sig árið 1946 og voru fyrst til heim- ilis að Hvanneyrarbraut 6 þar til þau fluttu 1949 í hús sem þau höfðu byggt sér að Hverfisgötu 31. Jóhannes gekk í barnaskóla Siglufjarðar, var fermdur af Bjarna Þorsteinssyni, tónskáldi og presti, í Siglufjarðarkirkju og útskrifaðist 1936 frá gagnfræða- skóla Siglufjarðar, sem var á kirkjuloftinu. Á uppvaxtarárum Jóhannesar var mjög erfitt fyrir börn og unglinga að fá vinnu. Fyrsta vinna Jóhannesar var síldarsöltun með móður sinni og handlang við múrverk. Árið 1937 komst Jóhannes að hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði og starfaði þar í sjö sumur við mjölvinnslu, í þró verksmiðjunnar, við trésmíðar og múrverk við þurrkara- hleðslur. Tvo vetur vann Jóhann- es í járn- og vélsmiðju á Akureyri og um tíma á vélaverkstæði Olav Olsen á Siglufirði, síðar vélaverk- stæði Rauðku. Jóhannes vann í ríkislögreglunni 1944 og kynnti sér starfsemi lögreglunnar í Reykjavík, var ráðinn lögreglu- þjónn á Siglufirði 1945 og tók við starfi yfirlögregluþjóns 1947 og gegndi því starfi til ársins 1988, samfellt í 41 ár. Jóhannes var ákaflega farsæll í starfi og vel lið- inn af samferðafólki. Var ávallt reiðubúinn til að leysa hvers manns vanda. Jóhannes fékkst við ljósmyndun og svarthvítar myndir litaði hann listilega vel. Hann var ákaflega vandvirkur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, s.s. við tréútskurð, skrautskrift, teiknun og margt fleira. Jóhannes stundaði skíði og stangveiði. Hann sat meðal ann- ars í stjórn Rótarýklúbbs Siglu- fjarðar, skíðafélagsins og starfs- mannafélags Siglufjarðar. Tengdaforeldrar mínir, sem höfðu verið gift í 63 ár þegar Halldóra lést 2009, voru ákaflega samhent alla tíð og var Jóhannes konu sinni mikil hjálparhella í fé- lagsstarfi hennar. Þegar Hall- dóra var fallin frá flutti Jóhann- es, þá níræður, á hjúkrunarheimilið Eir í Reykja- vík til að vera nær dóttur sinni. Það reyndist honum og okkur mikið gæfuspor því það gerði okkur Soffíu og dætrum okkar kleift að fylgjast með honum og vera með honum alla daga. Jó- hannes var allt til enda lífsglaður, ungur í anda og hafði gaman af því að vera til. Á þessum tímamótum er þakk- læti og söknuður efst í huga okk- ar þegar við Soffía, Dída, Hobie, Maddý, Bjöggi og Jasmín Ósk kveðjum ástkæran föður, tengda- föður, afa og langafa. Blessuð sé minning hans. Ólafur K. Ólafs. Elsku besti afi. Þetta er erfið kveðjustund, en á sama tíma eitthvað svo falleg. Við vitum að þinn tími var kom- inn og að amma hefur án efa tek- ið vel á móti þér. Nú ertu svo sannarlega á leiðinni heim, til Siglufjarðar, sem hefur alltaf verið þér svo kær. Söknuðurinn er mikill og ég finn fyrir svo mikl- um tómleika, en það er huggun í því að hugsa til þess að nú fáið þið amma að liggja hlið við hlið á ný. Það sem er mér efst í huga á þessari erfiðu kveðjustund er þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt þig sem afa, þakklæti fyrir allar skemmtilegu minningarnar sem ég á af okkur og síðast en ekki síst er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynna þig fyrir dóttur minni og að þú hafir verið með okkur allt hennar fyrsta ár. Ég mun aldrei gleyma síðustu orðunum sem þú sagðir við mig. Þegar þú horfðir svo fallega í augu mín og bauðst góða nótt, og þegar ég kom svo heim og horfði á það sem stendur fyrir ofan rúmið hennar Jasmínar. Jú, þar stendur „góða nótt“. Við elskum þig afi og munum ávallt sakna þín. Minning þín lifir. Magnea Ólafs. Í dag kveðjum við Jóhannes föðurbróður minn, sem alla tíð reyndist mér vel og var hvers manns hugljúfi, sérstaklega barngóður og hið mesta ljúf- menni. Hann starfaði á Siglufirði alla sína ævi, lengst af sem yfirlög- regluþjónn og var í starfi sínu einstaklega vel liðinn, réttsýnn en ákveðinn. Siglufjörður var á starfsárum hans vagga síldariðn- aðarins og voru hér starfandi að- ilar frá öllum Norðurlöndunum við síldarkaup og útgerð og í höfninni lágu oft erlend skip. Oft þegar landlegur voru slógu skip- verjar upp dansleikjum á bryggj- unum sem gátu orðið svallsamir. Kom sér vel að Jóhannes hafði einstakt lag á að tala menn til, með sinni sérstaklega rólegu skapgerð, enda ekki pláss í fang- elsi fyrir marga menn ef allt ætl- aði úr böndum að fara. Munum við vel stóraslaginn 1958 þegar Hótel Höfn var rýmd og fáum lögregluþjónum tókst að koma á friði í bænum, var það talið einstakt afrek. Jóhannes var mjög laginn við smíðar, útskurð og ljósmynda- tækni, svo nokkuð sé nefnt, sem hann hafði ánægju af í tómstund- um. Hann ólst upp hjá Þórunni móður sinni og Nönnu systur sinni á neðri hæðinni í Hafnar- götu 6, en foreldrar mínir á efri hæðinni með fimm börn. Þegar síldarvertíð lauk, var oft lítið um vinnu og man ég vel eftir að hann og faðir minn voru að smíða alls konar leikföng í kjallaranum á vetrum til að selja fyrir jólin. Jóhannes giftist Halldóru Jónsdóttur og bjuggu þau sér fallegt heimili að Hverfisgötu 31, þar sem við eigum ótal minning- ar um góðar heimsóknir. Þegar Jóhannes lauk störfum sínum hjá lögreglunni aðstoðaði hann eig- inkonu sína í hennar félagsmála- störfum, svo eftir var tekið á Siglufirði. Eftir lát Halldóru flutti Jó- hannes til Reykjavíkur og dvaldi á Hjúkrunarheimilinu Eir og naut þar góðrar umönnunar. Genginn er nú góður frændi minn sem við hugsum til og kveðjum með virðingu og þökk fyrir áralanga vináttu og tryggð. Við Sverrir sendum Soffíu og fjölskyldu og öllum aðstandend- um innilegar samúðarkvejur við andlát og útför Jóhannesar Þórð- arsonar. Auður Björnsdóttir. Jóhannes Þórðarson ✝ SvanhildurÁrnadóttir fæddist 25. febr- úar 1929 á Ísafirði og lést á Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, 15. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Árni Jón Árnason bankarit- ari, f. 17. maí 1894, d. 13. júlí 1939, og Guðbjörg Tóm- asdóttir, f. 6. desember 1898, d. 23. apríl 1960. Svanhildur var þriðja í röð systkina sinna en systkini Svanhildar eru: Theódór Árnason verkfræð- ingur, f. 11. janúar 1924, d. 27. mars 2013. Sigurður Árna- son, fyrrverandi verslunar- maður, f. 5. maí 1926. Yngstur er svo Árni Jón Árnason. Hann er sammæðra, fæddur 2. júlí 1945. Þann 2. ágúst 1952 giftist Svanhildur Kristjáni Bene- dóttur; 8) Kristján, f. 9. des- ember 1963, sjómaður á Höfn í Hornafirði, í sambúð með Stefaníu Hilmarsdóttur; 9) Theódór, f. 7. apríl 1966, líf- fræðingur í Hafnarfirði. Tóm- as er fóstursonur Kristjáns. Barnabörn Svanhildar eru alls 16 og fjögur langömmubörn. Eftir barnaskóla hóf Svan- hildur nám við Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 1947. Svanhildur vann ýmis störf í Reykjavík og Vestmannaeyjum á sínum yngri árum. Árið 1952 réði Svanhildur sig sem kaupakonu á Þverá í Öxarfirði þar sem hún kynntist eiginmanni sin- um Kristjáni. Þau Svanhildur og Kristján tóku síðan við búi á Þverá og ráku þar mynd- arbú um áratuga skeið. Svan- hildur var virk í félagsstarfi innan kvenfélags Öxarfjarðar, safnaðarstarfi og kirkjukór Skinnastaðarkirkju. Árið 2012 flutti Svanhildur alfarið á Hvamm, heimili aldraðra á Húsavík, þar sem hún bjó síð- ustu árin. Útför Svanhildar fer fram í dag, 23. júlí 2016, frá Skinnastaðarkirkju og hefst athöfnin kl. 14. diktssyni, bónda á Þverá, en hann er látinn. Kristján var fæddur 21. júlí 1917 en hann lést 30. september 2011. Börn þeirra eru: 1) Tómas Magnús, f. 10. nóvember 1950, verkamaður í Reykjavík; 2) Edda, f. 17. febr- úar 1953, deildarstjóri í Reykjavík; 3) Benedikt, f. 20. janúar 1954, framkvæmda- stjóri í Öxarfirði, í sambúð með Erlu Ingólfsdóttur; 4) Árni Jón, f. 20. desember 1955, vaktmaður í Öxarfirði; 5) Björg, f. 30. nóvember 1956, hjúkrunarfræðingur í Kópavogi; 6) Ásgeir, f. 24. apríl 1958, verkstjóri á Kópa- skeri, giftur Elsu Ramires Pe- res; 7) Jónas, f. 15. desember 1959, skipstjóri í Reykjavík, í sambúð með Katrínu Einars- Þverá þegar ég var lítill strákur, þar voru alltaf svo margir krakk- ar. Mikið gat nú gengið á í stórum krakkahóp og hvílík og önnur eins læti. Mikið mæddi á þér að halda svona stórt heimili og hafa stjórn á okkur systkinunum. Ósköp varst þú okkur alltaf öllum góð, mamma mín. Ég man eftir öllum teikningun- um og listaverkunum sem áttu hug þinn allan og alls staðar er að finna teikningar eftir þig. Mikið hefurðu náð að koma miklu í verk og þú varst að allt fram undir hið síðasta. Það var alltaf svo gaman að kíkja við í málaraherberginu í kjallaranum á Hvammi á Húsavík, þar sem þér leið svo vel hjá frá- bæru starfsfólki. Minningarnar um þig eru margar og hlýjar og við munum geyma þær með okkur. Theódór, Kjartan Ari og Benedikt Kári. Þegar ég leita að orði til að lýsa ömmu minni dettur mér helst í hug orðið stórkostleg. Ég held að það eigi vel við því hún var engri lík. Síðustu dagana hef ég látið hugann reika og rifjað upp minn- ingar. Minningarnar eru margar og svo skemmtilegar að ég er oft búin að skella upp úr. Amma var nefnilega snillingur. Hún var mik- ill listamaður og sá framúrstefnu- legasti og hugmyndaríkasti sem ég veit um. Oft var það svo að hún hringdi í mig með innkaupalista því það væri ýmislegt sem hana vantaði. Ég spurði stundum hvað í ósköpunum hún ætlaði að gera við þennan búnað því það gat ég eng- an veginn ímyndað mér. Þá var einhver mögnuð hugmyndin að listaverki að fæðast. Ömmu hef ég dýrkað og dáð síðan ég var barn. Hún var hlý, góð og umfram allt mikill húmor- isti og alveg stórskemmtileg. Síð- astliðin ár hef ég notið þess að hafa ömmu nær mér eftir að hún fluttist til Húsavíkur í Hvamm, heimili aldraðra. Á þessum árum höfum við nýtt tímann vel, farið í margar kaffihúsaferðirnar, rúnt- að um bæinn og farið í ýmsar heimsóknirnar. Er ég sérstaklega þakklát fyrir þennan tíma. Mér fannst fátt betra en að kíkja í kvöldkaffi til gömlu minnar, koma mér vel fyrir undir teppi í rúminu hennar og mala við hana um dag- inn og veginn. Við áttum það sam- eiginlegt að tala hratt, mikið og vaða úr einu í annað svo úr varð stundum gríðarlegur misskilning- ur á milli okkar sem við síðan hlógum okkur máttlausar að. Elsku gamla mín, ég hef áður sagt að fleiri ættu að taka þig til fyrirmyndar því þú sást jákvæðar og skemmtilegar hliðar á öllu. Það ætla ég alla vega að temja mér. Ég er hálfvængbrotin eftir að þú kvaddir og er tómlegt í minni til- veru því þar áttir þú stóran sess. Með sárum söknuði og hjartans þökk fyrir allt kveð ég í dag. Án þín hefðu árin mín 30 ekki verið eins skemmtileg. Ég er sannfærð um að vel var tekið á móti þér í nýjum heimkynnum. Nú er mikið fjör þar því aðalstuðboltinn var að mæta á svæðið. Ég get ekki lýst því hversu mikið ég sakna þín. Þín ömmustelpa, Rebekka. Nú er hún Svana mín öll, ein sú stórkostlegasta manneskja sem ég hef kynnst. Svana, föðuramma Rebekku dóttur minnar, stóð alltaf þétt við bakið á okkur mæðgum og auðg- aði líf okkar með sinni einstöku gleði. Hún var aufúsugestur á öllum viðburðum í fjölskyldunni því með sínu geislandi brosi og hreinskilnu og hnyttnu athugasemdum kom hún stuðinu af stað. Svo var það listakonan Svana, með sinn ótæm- andi brunn hugmynda. Hún sá notagildi í öllu, hvort sem það var strigi, spýta, gler eða steinn. Hverjum öðrum hefði dottið í hug að mála á poppkex eða spreyja vínberjagrein? Enda voru lista- verkin falleg, fjölbreytileg og oft brosleg! Við áttum saman yndislegan dag þann 11. júní sl. við útskrift Rebekku. Svana kom í sínu góða skapi og fallega klædd að vanda. En allir sáu að mikið var af henni dregið. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún vildi taka þátt í partíinu og njóta stundarinnar með fjölskyldu og vinum. Ég sendi fjölskyldu Svönu inni- legar samúðarkveðjur. Elsku Re- bekka mín, þú hefur misst mikið, samband ykkar var fallegt og fullt af fjöri. Nú tekur þú við kyndl- inum og heldur uppi stuðinu eins og amma þín hefði viljað. Hjá mörgum varst ímynd hins göfuga og góða Svo gestristin einlæg af bjartsýni rík. En kallið er komið og mig setur hljóða Því horfin af sviðinu er perla slík. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma Gæta að sorgmæddum þerra burt tár. Upp í langferð ert lögð inn í sólríka heima Svo lánsöm að þekkja þig öll þessi ár. (SHL.) Takk fyrir samveruna. Margrét Þórhallsdóttir. Móðir mín kom með strand- ferðaskipinu til Kópaskers snemma vors árið 1952. Með sér hafði hún eins og hálfs árs gamalt barn sitt. Erindið var að gerast ráðskona á Þverá. Viðbrigðin við að koma í afskekkta sveit voru mikil fyrir stúlku úr Reykjavík á þessum tíma. Samgöngur voru erfiðar og varla til bílvegir að heit- ið gæti. Það fór þó svo að hún gift- ist bóndanum á Þverá og eignaðist átta börn til viðbótar, festi rætur í sveitinni með tímanum og vildi að lokum hvergi annars staðar vera. Hún var félagslynd og átti auðvelt með að kynnast fólki. Tók þátt í fé- lagslífinu í sveitinni, var í kven- félaginu og söng í kirkjukórnum. Hún var einnig virk í félagsstarfi aldraðra þegar árin færðust yfir. Móðir mín var rík af því sem máli skiptir í lífinu, hafði til að bera góðvild og hjálpsemi í ríkum mæli, átti stóra fjölskyldu og marga góða vini. Blessuð sé minning hennar. Edda. Það er eitthvað svo ósköp stutt síðan ég og strákarnir mínir stoppuðum hjá þér á Hvammi. Ömmustrákarnir þínir, Kjartan og Benni, sögðu alltaf að nú væru þeir að heimsækja ömmu í sveit- inni. Þeir höfðu alltaf svo gaman af því að hitta ömmu sína. Síðan gerðist allt svo hratt og glíman við veikindin var snörp og stutt. Margs er að minnast frá sam- ferð okkar. Ég man tímann á Svanhildur Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.