Morgunblaðið - 23.07.2016, Síða 32

Morgunblaðið - 23.07.2016, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson.) Það er með sorg í hjarta að ég kveð nána vinkonu til langs tíma. Á milli okkar var strengur djúprar vináttu sem einkenndist af virðingu, trausti, kærleika og hreinskilni. Það var í raun ekk- ert sem ég ekki gat rætt við Bryndísi. Bæði hjartans mál og stórar praktískar ákvarðanir sem taka þurfti. Alltaf ræddi ég við hana áður og segja má að hún hafi verið einhvers konar „men- tor“ í mínu lífi. Rökvís og hrein- skilin. Málin voru rökrædd í þaula og allir fletir skoðaðir út frá mínum hagsmunum. Það var síðast nú í byrjun maí að ég heimsótti hana á Stokks- eyri til að létta undir með gisti- heimilið en þá var heilsan farin að gefa meira eftir. Fyrir þær gæðastundir sem ég átti með henni er ég afar þakklát. Við rifj- uðum upp gamla, ógleymanlega tíma og púlsinn tekinn á öðrum praktískum málum. Þá hvatti hún mig til að standa með sjálfri mér í ákveðnu máli sem ég svo gerði, að sjálfsögðu. Fárveik inni á sjúkrahúsi spurði hún mig í þaula um málið og var afar sátt við framgöngu mína. En það voru ekki bara gátur lífsins sem við ræddum því við áttum óteljandi gleði- og flipp- stundir saman í gegnum tíðina þó einhvern veginn hafi samræð- ur okkar síðustu árin verið í meiri þungavigt. Hvílíkir mann- kostir í einni manneskju; falleg að utan sem að innan. Ég er afar þakklát fyrir að hafa átt hana sem nána vinkonu og mun sakna hennar alla daga. Elsku Guðbjörg, Sessý, Hreggviður, bróðir og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og megi ljós hennar lifa um ei- lífð í hjörtum ykkar. Sigríður Friðriksdóttir. Við vorum ekki há í loftinu þegar við hófum skólagöngu í Langholtsskólanum í Reykjavík. Flestir voru sjö ára, fáeinir bætt- ust í hópinn, örfáir skiptu um skóla á þessum níu árum sem við vorum í sama bekk. En það skipti ekki máli, því allir sem byrjuðu eða hættu í bekknum voru alltaf hluti af honum. Við vorum nefnilega „Bekkurinn hans Eiríks Stefánssonar“ eða ES-bekkurinn, og það varð til vinátta innan Bekkjarins sem hefur styrkst og eflst með hverju ári sem liðið hefur. Bryndís, sem nú er kvödd, var einn af máttarstólpum Bekkjar- ins. Hún tók virkan þátt í fé- lagslífi okkar og vílaði ekki fyrir sér að skipuleggja alls konar við- burði af þeirri röggsemi og Bryndís Valgeirsdóttir ✝ Bryndís Val-geirsdóttir fæddist 11. mars 1953. Hún lést 17. júlí 2016. Bryndís var jarðsungin 22. júlí 2016. myndarskap sem einkenndi hana alla tíð. Hún var ákveð- in í fasi og fram- komu, alltaf stutt í hlátur og kímni, og ávallt traustur vin- ur allra í hópnum. Við stelpurnar hitt- umst gjarnan í há- degisverði og þá er eins gott að fá sér- herbergi á veitinga- stöðum, mikið spjallað og hlegið, rifjaðar upp gamlar minningar og skemmtileg atvik, ekki alltaf á lægstu nótunum. Strákarnir eiga líka sín hádegi og þar hefur lífs- gátan áreiðanlega einnig verið leyst og gleði ríkt. Í gegnum árin hefur Bekkurinn hist af ýmsum tilefnum, og heimsóknir í gamla skólann og stórafmæli hans gáfu líka tækifæri til að fagna saman. Í apríl síðastliðnum tóku Bryndís og fleiri í hópnum sig til og skipulögðu vorferð Bekkjar- ins í tilefni af því að 50 ár voru liðin frá því að við lukum barna- prófi frá Langholtsskóla. Í upp- hafi ferðarinnar tók hún á móti okkur 30 félögum í hádegisverð á Stokkseyri, í Húsinu sínu fallega við hafið. Síðan var þéttskipuð dagskrá þennan ógleymanlega dag, sem endaði á miðaldamáltíð í Skálholti. Við vissum að Bryn- dís hafði barist af miklum dugn- aði og krafti við krabbamein, vonuðum að hún fengi lengri tíma en þarna hafði vágesturinn gert illilega vart við sig á ný, og þetta reyndist vera hennar kveðjuhóf með okkur gömlu skólafélögunum. Eftir sitjum við sorgmædd en yljum okkur við minningar um góða vinkonu sem á vísan stað í hjörtum okkar bekkjarfélag- anna. Við sendum Guðbjörgu, Sessý, Hreggviði og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur á sorgarstundu. Blessuð sé minning Bryndísar okkar Val- geirsdóttur. Fyrir hönd bekkjarfélaga, Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir. Þegar ég hugsa um Bryndísi vinkonu mína koma orðin dugn- aður, áræði og kjarkur í hugann. Ég minnist þess ekki að verkefni yxu henni í augum. Kannski tengdist það uppeldi hennar. Hún þurfti snemma að hjálpa til heima við og á veitingastað sem mamma hennar rak. Þessir eig- inleikar komu vel í ljós þegar hún ákvað að festa kaup á húsi á Stokkseyri fyrir um það bil tveimur árum og búa sér þar heimili með gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. Það gerði hún þrátt fyrir að hún hefði áður verið greind með illvígt krabbamein. Stundum er sagt að tilgang- urinn með lífinu sé að lifa því, láta drauma sína rætast, taka þátt í þessu undri sem lífið er. Það var nákvæmlega það sem Bryndís gerði. Hún gafst ekki upp þrátt fyrir slæmar horfur. Hún lét drauminn, sem hún hafði átt lengi, rætast. Og hún gerði það með glæsibrag eins og svo margt annað sem hún tók sér fyrir hendur um dagana. Allt í Húsinu við hafið ber smekk hennar og vandvirkni vitni. Reksturinn gekk vel enda var Bryndís mjög félagslynd og stjanaði við gesti sína eins og hún gerði jafnan við vini sína. Hún var hrein og bein í fram- komu og óspar á hrós þegar vinir hennar áttu í hlut. Hún átti auð- velt með að kynnast fólki og gerði sér aldrei mannamun. Til- gerð og fals átti hún ekki til. Þessir eiginleikar löðuðu fólk að henni enda var hún vinmörg. Best kom það í ljós eftir að hún var lögð inn á Landspítalann snemma í sumar. Til hennar streymdu vinir, bæði gamlir og nýir, sem vildu létta henni stund- irnar og styðja hana sem best. Við Helgi og Stína sendum fjölskyldu Bryndísar innilegar samúðarkveðjur. Farðu vel, elsku Bryndís. Auður Guðjónsdóttir. Við hittumst á hinu ljúfa vori „þegar alls staðar sást til vega“. 6. bekkur A, stúdentar frá MR árið 1973. Við höfum haldið hóp- inn síðan og treyst vinaböndin, hist reglulega og búið til dýr- mætar minningar. Bryndís lét ekki sitt eftir liggja í þeim efn- um. Bryndís var falleg kona með einstaka útgeislun. Hún hafði myndarlega og tilgerðarlausa framkomu og var alltaf smart. Hún var lífsglöð og hafði góðan húmor – ekki síst fyrir sjálfri sér. Hún ræktaði garðinn sinn og faðmurinn stóri var alltaf op- inn. Þess nutum við vinkonur hennar í ríkum mæli. Hún lét sér annt um velferð okkar. Hún kunni listina að lifa vel – að fara vel með líf sitt og takast á við at- burði og áföll sem henni mættu sannarlega í lífinu. Það var lær- dómsríkt að fylgjast með því hvernig hún tókst á við þau með sínum sterka persónuleika og já- kvæðu lífssýn. Gildismat hennar ætti að vera okkur öllum til eft- irbreytni. Minningarnar streyma fram, sterkar og ljúfar. Æskuheimili hennar sem stóð okkur ávallt op- ið með tónlist þess tíma og veit- ingar úr Fjarkanum sem móðir hennar átti og rak. Saltvík 1971. Árlegir fundir okkar, samtöl og símtöl – hún blés lífi í hvunndag- inn og var öllum kær sem kynnt- ust henni. Bryndís kvartaði aldrei. Það lýsir henni vel þegar hún fékk úrskurð um að hún væri með ólæknandi krabbamein. Þá söðl- aði hún um, eins og reyndar oft áður, seldi íbúðina í Reykjavík og keypti hús austur á Stokks- eyri til að reka ferðaþjónustu. Þannig tókst hún á við mótlæti í lífinu – með því að láta aðra drauma rætast. Dýrmæt er stund okkar vinkvenna á Stokks- eyri í október síðastliðið haust þar sem hún sat í öndvegi og súpan unaðslega og heimabak- aða brauðið var góð birtingar- mynd draumsins. Bryndís var einstök móðir. Hún studdi börnin sín með ráð- um og dáð og var þeim góður bakhjarl og ekki síst vinur. Þau eiga nú um sárt að binda en megi minningin um góða og kærleiks- ríka móður veita þeim styrk um alla framtíð. Fyrir hönd bekkjarsystra í 6.-A, Ragnhildur Hjaltadóttir, Guðríður Guðmundsdóttir, Ragnheiður M. Guðmundsdóttir. Í dag er myrkur og þögn í lífi þeirra sem þekktu Bryndísi Val- geirsdóttur; þögn vegna þess að það langar engan að tala þegar vinurinn er hættur að syngja; myrkur vegna þess að það er ekki lengur eins töfrandi að lifa. Þegar stólpastelpa eins og Bryndís hverfur þá vitum við sem eftir erum varla hvert á að líta; alls staðar er þoka og í henni minningar sem meiða þótt þær séu bara fallegar og gefandi. En sársaukinn hverfur þegar við sjáum fyrir okkur stelpuna sem var stærri en presturinn þegar hún fermdist, sem var alltaf fyrst í mark, sem rak út úr sér tung- una á Lækjartorgi og spurði hvort hún væri eins og landakort núna, stelpuna sem við sögðum öll leyndarmálin á Hjallveginum heima hjá Fríðu þar sem við átt- um okkar annað heimili, sem bjó til bestu brauðsneiðar í heimi, stelpuna sem saknaði alltaf pabba síns sem dó þegar hún var fimm ára. Við fengum alltaf kökk í hálsinn þegar við horfðum á myndina af Valgeiri Magnússyni, það sást nefnilega í augum hans hvað hann elskaði hana Bryndísi mikið, við sáum það með henni, hún mundi það líka. Bryndís var dugleg, rosalega dugleg, kraftmikil og skapandi. Hún var fljót að hugsa, fljót að framkvæma, fljót að hrífast og fljót að koma öðrum til hjálpar. Hún var nefnilega meiri háttar. Hún var það þegar við vorum stelpur og hún var það þegar við vorum orðnar kellingastelpur. Þegar hún var rétt að deyja sagði hún – hvernig á mér að líða, stelpur? – við svöruðum – bara eins og þér líður – hún brosti leyndardómsfull – hvernig líður þér? spurðum við – mér líð- ur nefnilega vel, svaraði hún – láttu þér líða vel, elskan, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af öðrum núna. Og Bryndísi Valgeirsdóttur leið vel þótt hún yrði að kveðja líf sem hún naut þess að lifa og svo dó hún. Við vinkonurnar vor- um alltaf vissar um að til væri strönd þar sem við myndum hitt- ast og faðmast aftur og að til þeirrar strandar kæmu allir sem við hefðum alltaf elskað. Það er hvítur sandur á þessari strönd og við erum berfættar og það er alda og það er léttur vind- ur og við fáum okkur hvítvíns- glas og hnetur og svo bíðum við þeirra sem eiga eftir að koma til okkar. Það er gott að eiga í hug- anum strönd þar sem allir hittast aftur og þar sem tíminn er ekki til. Bíðum aðeins við, stendur hún ekki þarna á ströndinni, berfætt í sandinum í hvítum kjól, hún Bryndís Valgeirsdóttir, og hún er að syngja. Hvað manneskjan gat alltaf sungið dásamlega, það er ekki að furða að báðar dætur hennar, Guðbjörg og Sessý, eigi gulltóna í brjósti sér. Ef til er ást komum við vin- konurnar til Bryndísar einn dag- inn til að syngja með henni og hlæja með henni og dansa með henni á þessari hvítu strönd þar sem lífið er án nokkurra einustu kvaða. Við höfum til nokkurs að hlakka, stöllurnar. Við finnum til með börnunum hennar Bryndísar, barnabörnun- um hennar, bróður hennar og vinunum öllum sem sjá á eftir kletti í mannhafinu, konukletti sem alltaf var hjartastelpa, stelpukonu sem gaf meira en hún tók og vildi alltaf öllum í húsinu vel. Blessað veri líf henn- ar. Einfríður Þórunn Aðalsteinsdóttir, Vigdís Grímsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGU SIGRÍÐAR INGÓLFSDÓTTUR, sem lést 21. júní. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Skjóli, 4. hæð, fyrir hlýhug og góða umönnun. . Björg Jónsdóttir, Gestur Pálsson, Hjördís Jónsdóttir, Jörgen Moestrup, Ásta Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kærar þakkir fyrir hlýjar kveðjur og vinarhug vegna fráfalls og útfarar ÞÓRNÝJAR JÓNSDÓTTUR frá Reyni í Mýrdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka velvild og umönnun. . Erla Pálsdóttir, Jón Sveinsson, systkini og fjölskyldur. Þökkum aðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, GUNNARS GEIRS GUNNARSSONAR, vörubílstjóra frá Hofsósi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki endurhæfingardeildar Landakots og Landspítalans fyrir alúðlega umönnun. . Gunnar Geir Gunnarsson, Þröstur Viðar Gunnarsson, Pálína Sif Gunnarsdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, KRISTJÁNS GUNNARS BERGÞÓRSSONAR, Reykjavíkurvegi 52 B, Hafnarfirði. Sóley Örnólfsdóttir, Birna Kristjánsdóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson, Erna Kristjánsdóttir, Þórður Örn Erlingsson, Albert Þór Kristjánsson, Sigríður Sigurðardóttir, Stefán Örn Kristjánsson, Elva Björk Kristjánsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGVALDA ÁRMANNSSONAR bónda, Borgartúni, Þykkvabæ. . Jóna Katrín Guðnadóttir, Dagný Sigvaldadóttir, Guðni Sigvaldason, Sigrún Þorsteinsdóttir, Sigurjóna Sigvaldadóttir, Emil J. Ragnarsson, Magrét Á. Sigvaldadóttir, Óskar E. Aðalsteinsson, Guðfinna B. Sigvaldadóttir, Erlendur R. Guðjónsson, Eyþór Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.