Morgunblaðið - 23.07.2016, Page 33

Morgunblaðið - 23.07.2016, Page 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 ✝ Karitas Ingi-björg Jónsdótt- ir fæddist í Bol- ungavík 12. mars 1939. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ísa- firði 12. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Jón Krist- ján Guðnason sjó- maður og Jónína Magnúsdóttir hús- móðir. Karitas giftist Birgi Bjarna- syni í júní 1962, hann er fæddur í Bolungavík 13. júlí 1931. Börn þeirra eru: 1) Jónína Birgisdóttir, f. 10. nóvember 1959. 2) Lárus Guðmundur Birgisson, f. 30. október 1962, kvæntur Hugrúnu Öldu Kristmundsdóttur, f. 14. maí 1963. Saman eiga þau þrjár björtu Pétursdóttur, f. 2. apríl 1987. Barn þeirra er Sigurrós Freyja Birgisdóttir, f. 11. maí 2013. Fyrir á Jóna soninn Matt- hías Breka Gunnarsson, f. 14. ágúst 2007. b) Ingibjörg Snjó- laug Jóhannsdóttir, f. 10. októ- ber 1992. Karitas, sem ávallt var köll- uð Kaja, fæddist á Sólbergi í Bolungavík og starfaði við fisk- vinnslu á unglingsárum. Hún stundaði nám við húsmæðra- skólann Ósk á Ísafirði og síðar fluttist hún með eiginmanni sín- um Birgi Bjarnasyni að Miðdal í Bolungavík þar sem þau stund- uðu sauðfjárbúskap og áttu heimili til ársins 2013. Samhliða búskap stundaði Karitas vinnu við fiskvinnslu í Bolungavík í áraraðir. Karitas var ávallt þekkt fyrir vinnusemi og dugn- að og sinnti húsmóðurhlutverki sínu í sveit af sérstakri rögg- semi og snyrtimennsku. Útför Karitasar Ingibjargar fer fram frá Hólskirkju Bol- ungavík í dag, 23. júlí 2016, klukkan 14. dætur: a) Kristín Halla Lárusdóttir, f. 15. ágúst 1984. b) Katrín Hrönn Lár- usdóttir, f. 23. júní 1986. c) Karitas Heiða Lárusdóttir, f. 23. júní 1986, eiginmaður hennar er Jeppe Frosch, f. 22. september 1977 og sonur þeirra Baldvin Nói Jep- pesson Frosch, f. 13. ágúst 2015. 3) Guðný Eva Birg- isdóttir, f. 28. ágúst 1965, sam- býlismaður hennar er Elías Þór Elíasson, f. 8. október 1961. Fyrrverandi eiginmaður Guð- nýjar er Jóhann Sveinmar Há- konarson og börn þeirra eru: a) Birgir Már Jóhannsson, f. 17. júní 1987, kvæntur Jónu Dag- Elsku besta Kæja amma mín. Það er skrýtið að sitja hér í Bol- ungarvík og hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Það fara ótal minningar í gegnum hugann sem ylja mér svo sannarlega um hjartarætur. Dugnaðarkonan sem þú varst og krafturinn í þér var hreint ótrúlegur. Ég er stolt af því að vera nafna þín, ég var alltaf litla Kæja og þú stóra Kæja en svo þegar ég var orðin stærri en þú var ég orðin litla stóra Kæja og þú stóra litla Kæja svo þegar það var kallað á aðra hvora okkar þá svör- uðum við stundum báðar og hlóg- um svo. Stundirnar í sveitinni eru ógleymanlegar, að vakna við hljóð- ið í hrærivélinni neðan úr búri eða ilminn af sunnudagssteikinni var hreint dásamlegt. Það kom ekki sumar eða páskar nema maður færi vestur í sveitina, ég sagði við þig eitt sinn og segi enn að þú vær- ir langbesta amma í öllum heim- inum og ég væri svo heppin að þú og afi væruð amma mín og afi. Snyrtilega heimilið ykkar, matur- inn sem þú lagðir á borð og kök- urnar sem þú bakaðir er það besta sem ég hef séð og smakkað. Það var nú ekki vandamál fyrir þig að dúka upp borð og bera fram dýr- indiskökur fyrir gesti sem bönk- uðu óvænt upp á. Brúnkakan þín er mest umtalaða kakan enda með eindæmum góð og ekki að ástæðu- lausu sem ég vildi hafa hana sem brúðartertu í brúðkaupinu okkar Jeppe. Ég gleymi ekki svipnum á þér þegar ég kom vestur þegar ég var orðin ólétt og farið að sjást á mér, þú leist niður á kúluna og ljómaðir öll, þú dróst svo fram barnasængurfötin hvert á eftir öðru sem þú hafðir saumað sjálf, prjónaða sokka sem þú og mamma þín höfðuð prjónað sem ég er svo ánægð að hafa fengið. Myndirnar sem ég á af ykkur Baldvin eru dýr- mætar og þú ljómar á hverri ein- ustu mynd. Þér fannst harmon- ikkutónlist svo skemmtileg og ef hún hljómaði í útvarpinu kom allt- af bros hjá þér og þú byrjaðir að taka lítil og létt spor. Ég er ánægð að hafa verið með þér síðustu dag- ana þína og ég veit að þú fórst dansandi við harmonikkutónlist inn í Sumarlandið. Ég skal gera mitt besta við að halda „Kæju ömmu brúnkökunni“ við. Hvíldu í friði elsku amma. Þín litla stóra Karitas (Kæja). Elsku amma mín, ég sit hérna með tárin í augunum að skrifa þessi orð, margar góðar minning- ar renna í gegnum hausinn á mér þegar ég hugsa til þín og ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég vil bara þakka þér fyrir öll þessi ár sem við áttum saman, þú varst alltaf svo góð við mig. Bestu árin mín voru þegar þið afi bjugguð á Miðdal, fallegasta stað á jörðinni, mér leið alltaf svo vel hjá þér og afa, þú að elda, baka eða sauma fötin mín, þér fannst alveg hræði- legt að sjá mig í fötum sem göt voru á. Það situr fast í minni mínu þegar þú varst búin að koma okk- ur í bælið þegar ég gisti hjá þér og afa og fórst með Faðirvorið og sagðir að ég ætti alltaf að fara með það áður en ég færi að sofa. Það er svo margt sem mig lang- ar að skrifa, en ég ætla að eiga þessar fallegu minningar fyrir mig sjálfa. Besta ákvörðunin sem ég hef tekið er að hafa hoppað upp í næstu vél vestur á firði til að vera með þér síðustu dagana, þessi stund var falleg og ég gleymi henni aldrei. Ég veit að þér líður miklu betur núna, elsku amma mín, og ég veit að þú vakir yfir okkur fjölskyldunni og hlærð að vitleysunni í okkur. Ég ætla að láta eitt erindi úr ljóði fylgja sem Hákon afi samdi sem mér fannst eiga vel við. Þó við sjáumst aldrei aftur endurminning skín. Hugann fyllir hulinn kraftur. er ég hugsa til þín (Hákon Aðalsteinsson) Ég elska þig, elsku amma mín, og guð geymi þig. Þín dótturdóttir, Ingibjörg S. Jóhannsdóttir. Karitas Jónsdóttir, nafna mín og frænka, er látin. Æskuminn- ingar mínar eru nátengdar Kaju frænku og foreldrum hennar, Ninnu frænku og Jóni Guðnasyni. Kaja fæddist heima á Sólbergi og átti sín fyrstu uppvaxtarár þar. Foreldrar hennar leigðu tvö her- bergi og aðgang að eldhúsi heima hjá okkur. Síðar byggðu þau sér fallegt hús í túnfætinum svo að að- eins voru nokkrir metrar á milli heimilanna. Ég var tveimur árum eldri en nafna mín og þar sem við áttu heima í sama húsinu eða hlið við hlið, vorum næstum því jafngaml- ar og hétu sama nafninu, varð ein- hvern veginn að aðgreina okkur. Ég hélt mínu nafni en hún var annað hvort kölluð Kækæ eða litla Kaja. Það var gaman fyrir okkur yngri systkinin, Sólberg og mig, að hafa Kaju í húsinu enda var heimilisfólkinu á Sólbergi farið að fækka þar sem eldri systkinin voru farin að heiman. Við Kaja vorum eins og systur og lékum okkur saman öllum stundum. Á heimili Ninnu og Jóns Guðna- sonar ríkti mikill höfðingsskapur, gestrisni og einstök snyrti- mennska. Ninna frænka var fræg fyrir myndarskap. Þegar gesti bar að garði bar hún fram endalausar kræsingar úr búrinu sem í mínum augum var heill töfraheimur og var ég þó góðu vön. Kaja umvafin ást og umhyggju enda einkabarn foreldra sinna. Hún erfði mann- kosti þeirra, dugnað, vinnusemi og heilindi. Kaja giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Birgi Bjarnasyni, og eignuðust þau þrjú börn, Jónínu, Lárus og Guðnýju. Áður en þau giftust var Birgir búinn að kaupa jörðina Miðdal í Syðridal. Hann var aldeilis búinn að vinna í haginn fyrir komu Kaju að Miðdal með því að rækta jörðina og leggja grunn að nýju íbúðarhúsi. Á með- an stundaði Kaja nám í hús- mæðraskólanum á Ísafirði. Það var alltaf gaman að koma á Miðdal og hitta heimilisfólkið, spjalla og þiggja rausnarlegar veitingar. Ég er einstaklega þakklát fyrir að hafa átt Kaju að sem frænku og nöfnu. Guðs blessun fylgi þér og þín- um afkomendum. Karitas B. Jónsdóttir. Í huga okkar kemur fyrst upp hvað Kæja vildi gera öllum vel. Hún passaði vel að við ungu drengirnir fengjum nóg að borða og að við værum hreinir og fínir þegar við hjóluðum heim á sunnu- dögum að hitta okkar fólk. Kæja var húsmæðraskólagengin og vissi sínu viti um næringargildi fyrir unga pilta og ekki nóg með það; hún lét okkur taka þátt í upp- vaskinu eftir hádegið á meðan Birgir lagði sig. Að vísu þvoði hún sjálf upp, en að þurrka upp kenndi hún okkur og erum við meistarar í því að þurrka upp hnífapör án þess að snerta málminn nema með stykkinu, berar hendur máttu ekki koma við af hreinlætis- ástæðum. Við vinnumenn Kæju vissum ekki til þess að vikulega væri þurrkað ofan af hurðum fyrr en við sáum hana gera það. Þegar heyjað var á Gili gerði Kæja okkur út með nesti fyrir daginn og var þar ekki skorið við nögl frekar en í annan tíma. Birgir lét okkur þó gefa Smala og Víga afganga ef nokkrir voru, til að kosturinn yrði ekki minni daginn eftir. Það er á reiki í okkar huga hvort brauðsneiðarnar voru 5 eða 7 sem við áttum að torga áður en við fórum í sætabrauðið. Auðvitað bakaði Kæja sjálf allt sitt brauð. Hún var þarna ekki að spara sæt- indi en vissi að við þurftum að hafa magafesti til að vinna. Alltaf var farið til vinnu kl. 8 að morgni. Klukkan 9.30 var hafragrautur, slátur og brauð sem alltaf stóð vel með okkur. Agnar var þó stundum að fúlsa við súrmetinu. Á laugar- dagskvöldum var oft dálítil hátíð á Miðdal því að loknum önnum dönsuðu Kæja og Birgir í skálan- um við dansmúsík úr útvarpinu. Mikið sem þau dönsuðu og Kæja hló svo innilega sínum hvella og smitandi hlátri að við upplifðum að þau væru ástfangin. Kannski var þetta fyrsta upplifun okkar af ástinni. Kæja var mikil blóma- kona, stofan hennar var full af blómum sem öll blómstruðu og báru vott um umhyggju húsmóð- urinnar. Kæja kom ekki mikið í fjárhús- in, nema á vorin þegar hjálp þurfti við burð. Þá mætti hún, eins og alltaf, þegar mikið lá við; þannig var Kæja, dugleg og ósérhlífin. Í heyskap kom Kæja alltaf þegar verið var að þurrka, hvort sem verið var að raka í föng, lanir eða galta. Það sópaði að henni með hrífuna og mikið fannst henni þá gaman. Gleði okkar var mikil því að við vissum að þegar Kæja kom gengu hlutirnir hratt. Á Miðdal var vakað yfir okkur, við vorum hvattir til að gæta okkar,það var bæjarlækurinn, Stekkjafossinn, Tröllagilið, Kikinn og að ekki sé nú minnst á Núpinn. Þarna var það Birgir sem leiddi okkur og gætti en ekki voru áhyggjurnar minni heima á Miðdal. Eftir að Miðdalsdvöl okkar lauk hefur allt- af verið gott að koma þangað í heimsókn. Molasopi hjá Kæju var aldrei minna en þrjár sortir af tertum. Nú, þegar við kveðjum Kæju, er þakklæti okkur efst í huga. Það er ekki sjálfgefið að eignast vináttu fólks til lífstíðar en svo varð milli okkar og Kæju og reyndar alls fólksins á Miðdal. Miðdalsdvölin setti leyniþráð á milli okkar vinanna sem aldrei hefur slitnað. Það er ómetanleg gjöf á lífsgöngunni. Við felum Kæju þeim Guði sem sólina hefur skapað. Jón Guðni, Bjarni og Agnar. Karitas Ingibjörg Jónsdóttir Laugardaginn 9. júlí sl. barst okkur sú frétt að félagi okkar, Ástráður Karl Guðmundsson, hefði látist fyrr um daginn eftir skamma dvöl á sjúkrahúsi aðeins 56 ára að aldri. Ástráður starfaði til margra ára hjá Tollstjóra og gegndi síð- ustu árin stöðu innri endurskoð- anda. Ástráður gerðist fé- lagsmaður í Félagi um innri endurskoðun fljótlega eftir að hann tók við starfi innri endur- skoðanda. Hann hafði mikinn áhuga á framgangi innri endur- skoðunar sem faggreinar og tók virkan þátt í störfum félagsins. Ástráður tók þátt í störfum al- Ástráður Karl Guðmundsson ✝ Ástráður KarlGuðmundsson fæddist 19. október 1959. Hann lést 9. júlí 2016. Útför Ástráðs Karls fór fram 20. júlí 2016. þjóða- og staðla- nefndar félagsins um árabil og var for- maður nefndarinnar frá árinu 2014 til 2016. Hann tók jafn- framt þátt í að koma á samstarfi þeirra sem starfa við innri endurskoðun hjá tollstjóraembættum á Norðurlöndum, en slíkt samstarf er mikilvægt til að byggja upp góða þekkingu og miðla reynslu milli þeirra sem starfa á þessum vett- vangi. Við minnumst Ástráðs, eða Kalla, eins og sumum okkar var gjarnt að kalla hann, sem fróðs og skemmtilegs félaga þar sem stutt var í húmorinn. Það var orð- in árleg hefð að á aðalfundi legði hann til hækkun félagsgjalda um- fram það sem stjórn lagði til og var sú tillaga ávallt felld, þar til á aðalfundinum í vor þar sem breytingartillaga Ástráðs var samþykkt. Á þeim aðalfundi upp- lýsti Kalli að hann ætlaði að taka sér stutt hlé frá nefndarstörfum til að vinna á heilsubresti, en að hann kæmi af fullum krafti til baka að nýju. Ekki grunaði okkur þá að hann yrði kallaður á braut svo fljótt. Við fráfall Ástráðs Karls sér Félag um innri endurskoðun á bak góðum félaga. Félagsmenn þakka störf hans og minnast hans með virðingu. Við sendum fjöl- skyldu hans og vinum hugheilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar Félags um innri endurskoðun, Ágúst Hrafnkelsson. Mætur og góður maður er genginn – langt um aldur fram. Ég sakna sárt góðs fagmanns og ekki síður góðs vinar og sam- herja. Það skarð sem hann skilur eftir sig verður seint fyllt. Hamingjusól Ástráðs skein skærast eftir að hann, Hrefna og Jóhannes urðu fjölskylda. Eng- um sem á hann hlýddi duldist að þau voru ljósið í lífi hans. Þeirra missir er mikill og sár. Bið ég þeim guðs blessunar á þeim erf- iðu tímum sem framundan eru. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. ( Úr Hávamálum) Kæri vinur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Blessuð sé minning Ástráðs Karls Guðmundssonar. Edda Símonardóttir. Kveðja frá Dómkórnum Fallinn er frá Ástráður Karl Guðmundsson, félagi okkar í kórnum um árabil. Hann er hrif- inn frá okkur fyrirvaralaust en þegar við kvöddum hann fyrir sumarfrí við lok starfsárs kórsins óraði okkur ekki fyrir að sú kveðja væri hin síðasta. Ástráður söng bassarödd og tók virkan þátt í fjölbreyttu starfi kórsins svo sem flutningi stórra verka, söngferðalögum innan- lands og erlendis og messusöng. Sem dæmi má nefna að í október síðastliðnum tók hann þátt í flutningi á Messíasi í Eldborgar- sal Hörpu og á seinasta ári ferð- aðist hann með kórnum til Lissa- bon þar sem kórinn hélt tónleika. Þá slóst eiginkona hans einnig með í för. Ástráður var góður félagi. Hann var kíminn og sá oftar en ekki skoplegu hliðarnar á tilver- unni. Hann hafði einnig sínar skoðanir á hinum ýmsu málefn- um en setti þær gjarnan fram á spaugilegan hátt. Við erum þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast honum og starfa með honum og munum minnast hans með hlýju. Við erum einnig þakklát fyrir að hafa kynnst eiginkonu hans sem ásamt því að ferðast með okkur erlendis mætti á skemmtanir kórsins og tónleika. Fyrir hönd Dómkórsins vil ég þakka Ástráði fyrir samstarfið og votta aðstandendum hans samúð okkar. Anna Þóra Benediktsdóttir. Við erum öll að láni frá guði, sagði pabbi okkar Hrefnu systur ítrekað, jafnan við dræmar und- irtektir. Hann hafði rétt fyrir sér þá eins og oft áður, nú þegar við kveðjum Ástráð Karl Guðmunds- son sem kvaddi okkur skyndi- lega, langt fyrir aldur fram. Það er sárt að horfa á eftir þessum heiðursmanni en frá honum staf- aði ætíð ekkert nema gott. Kalli rataði inn í tilveru okkar fyrir um 12 árum, kvæntist systur minni og gekk hann Jóhannesi Hrefnu- syni Karlssyni í föðurstað. Kalli var fólkinu sínu mikil stoð og stytta en þau færðu honum jafn- framt mikla gleði og ógleyman- legar stundir. Kalli hafði einstaka hæfileika, hann var þolinmóður, ráðagóður, hjartahlýr og alltaf stutt í glaðværð og hlátur. Dætur okkar muna ekki tilveru sína án Kalla og geta vart til þess hugsað að hann sé farinn enda þekktu þær ekki annað en að eiga hann að. Sú yngri skrifaði honum kveðjubréf sem enginn fékk að sjá nema Kalli og það fylgir hon- um inn í eilífðina. Ekki þekki ég orðin og ljóðið sem var skrifað á blaðið en innihaldið get ég vel ímyndað mér. Henni þótti ein- staklega vænt um Kalla. Það þótti okkur einnig og getum við aldrei alveg þakkað honum nóg fyrir. Það var ríkidæmi að kynn- ast Kalla og sjá hann og systur mína skapa sér sérstaklega fal- legt heimili og áttu þau gott, ást- ríkt hjónaband með Jóa ætíð sér við hlið. Farðu í friði, okkar kæri Kalli, að kynnast þér voru for- réttindi. Minning um góðan mann lifir um ókomna tíð. Pálmi Guðmundsson og fjölskylda. Elskuleg vinkona mín, Ásta, er látin eftir erfið veikindi. Við vorum æsku- vinkonur og vorum alltaf saman á okkar yngri árum, það var yndislegur tími, við upp- lifðum margt skemmtilegt sem seint mun gleymast í síldarbæn- um Sigló þegar mesta lífið var þar. Það var yndislegt að alast þar upp. Við fluttum síðan báðar suður í borgina og hittumst fyrstu árin þegar við höfðum tækifæri til. Eitt sem ég man sér- staklega eftir á okkar yngri árum var þegar við vorum að syngja fyrir gömlu konurnar sem spiluðu brids, og þegar mamma hennar Ástu fór til Reykjavíkur Ástríður Jóhannsdóttir ✝ Ástríður Jó-hannsdóttir fæddist 30. október 1936. Hún lést 5. júlí 2016. Útför Ástríðar fór fram 22. júlí 2016. keypti hún alltaf eins föt á okkur vin- konurnar. En í seinni tíð hefur liðið mikið lengra á milli, ég sakna þess. Ásta var mjög dugleg kona og lét veikindin ekki hafa mikil áhrif á sig. Hún átti yndislegan mann og börn sem munu sakna hennar. Guð varðveiti þig og geymi, elsku vinkona. Ég votta öllum ættingjum og vinum samúð mína. Í minningu mætrar konu margt um hugann fer. Eitt líf með gleði og vonum, úr heimi er farið hér. Ég bið að hana taki og geymi í faðmi sér, Sá er yfir vakir og heyrir allt og sér. (Sv. G.) Geirlaug Egilsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.