Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Verkefnastjóri pípulagna Óskum eftir reynslumiklum aðila í verkefnastjórn pípulagna hjá Mannverki Mannverk óskar eftir að ráða reynslumikinn aðila í verkefnastjórn pípulagna. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og tilbúin að takast á við áskoranir með góðri liðsheild. Mannverk ehf. var stofnað á vordögum 2012. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróunarverkefnum, stýriverktöku, verkefna- , hönnunar- og byggingastjórnun ásamt almennri framkvæmdaráðgjöf. Mannverk er ábyrgt og framsækið fyrirtæki og leggur áherslu á öfluga liðsheild. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess www.mannverk.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Helgadóttir mannauðsstjóri (ragnhildur@mannverk.is) í síma 771-1104. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið mannverk@mannverk.is. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsóknarfrestur er til og með 1.ágúst 2016. Helstu verkefni: • Fagleg yfirumsjón með pípulögnum í verkefnum Mannverks • Efnisinnkaup • Hönnunarrýni og samræming • Kostnaðareftirlit • Framvinduskýrslur • Áætlanagerð Menntunar- og hæfniskröfur: • Umsækjandi þarf að getað unnið sjálfstætt og hafa stjórnunarreynslu. • Umsækjandi þarf að hafa meistararéttindi í pípulögnum. Tæknimenntun er einnig kostur en ekki krafa. • Mikil og farsæl starfsreynsla í pípulögnum • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum Mannverk ehf – Hlíðasmári 12 201 Kópavogi – Sími 519-7100 – mannverk.is Vífilfell er framsækið markaðs- og þjónustufyrirtæki sem starfar fyrst og fremst á sviði drykkjarvöru. Vörumerkjaflóra Vífilfells samanstendur af mörgum af þekktustu vörumerkjum veraldar og eru vörumerki frá The Coca-Cola Company þar fremst í flokki. Við bjóðum upp á krefjandi starfsumhverfi þar sem hugvit, þekking og kunnátta starfsmanna gegnir lykilhlutverki. Sérfræðingur á sviði matvælaöryggis, gæða- og umhverfisstjórnunar – framtíðarstarf Við leitum að áhugasömum og ábyrgum sérfræðingi á starfsstöð okkar að Stuðlahálsi 1, Reykjavík. Viðkomandi vinnur náið með starfsfólki á framleiðslu- sviði auk þess að bera ábyrgð á rekstri Hreinsu, frárennslishreinsistöðvar Vífilfells. Sérfræðingurinn vinnur við matvælaöryggi, gæða- og umhverfisstjórnun ásamt því að hættugreina framleiðsluferla fyrirtækisins. Sérfræðingurinn vinnur einnig í sérverkefnum, s.s. úrlausnum frábrigða, tölfræðilegra greininga á framleiðslu o.fl. Það er ábyrgð sérfræðinga á sviði matvælaöryggis, gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnunar að öll framleiðsla Vífilfells á Stuðlahálsi uppfylli kröfur Coca-Cola (KORE) og Vífilfells og að frárennsli fyrirtækisins uppfylli KORE, lög og reglugerðir. Nánari upplýsingar um starfir veitir Ragnar Sævarsson netfang: ragnar@vifilfell.is Helstu verkefni m.a.: • Daglegur rekstur Hreinsu frárennslishreinsistöðvar Vífilfells • Mælingar og túlkun gagna í Hreinsu • Vinnur að matvælaöryggi, gæða- og umhverfisstjórnun • Hættugreining framleiðsluferla fyrirtækisins • Úrvinnsla frábrigða • Samskipti við erlenda sérfræðinga Hæfniskröfur: • B.Sc í Matvælafræði, efnafræði eða lífefnafræði • Framhaldsmenntun kostur • Reynsla af störfum í matvælaiðnaði kostur • Góð tölvu-og enskukunnátta • Reynsla af rekstri æskileg • Greinandi hugsun • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð Gildi Vífilfells eru ábyrgð, virðing, frumkvæði, gleði. Starf skipulags- og byggingafulltrúa Grundarfjarðarbær auglýsir starf skipulags- og byggingafulltrúa laust til um- sóknar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu umhverfi. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starfið á traustum grunni. Skipulags- og byggingafulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skrán- ingu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa. Helstu verkefni: • Framkvæmd skipulags- og byggingamála • Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar • Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulags- og umhverfisnefndar • Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar, sem vinna að verkefnum á sviði byggingamála • Yfirumsjón framkvæmda og eignasýslu í sveitarfélaginu • Önnur verkefni Hæfniskröfur: • Menntun og löggilding, skv. ákvæðum 8. og 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er nauðsynleg • Þekking og reynsla af úttektum og mælingum • Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingareglugerð • Reynsla af stjórnun er æskileg • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur • Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar • Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku • Góð almenn tölvukunnátta Umsókn skal fylgja greinargóð starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2016. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á netfangið thorsteinn@grundarfjordur.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri í síma 430 8500 eða í tölvupósti á netfangið thorsteinn@grundarfjordur.is Norðurflug leitar eftir góðum liðsauka. Um- sækjendur þurfa að hafa reynslu af sambærileg- um störfum, lipurð í mannlegum samskiptum og mikinn metnað fyrir starfinu. Um hlutastarf er að ræða. Helstu verkefni: • Umsjón og eftirlit með gæðakerfi fyrirtækisins • Skipulagning, framkvæmd og umsjón úttekta á starfssemi fyrirtækisins • Umsjón og uppfærsla á rekstrar handbókum fyrirtæksins • Aðstoð við túlkun og innleiðingu reglugerða í flugrekstur fyrirtækisins Hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi æskileg • Að minnsta kosti tveggja ára reynsla í sambærulegu starfi nauðsyn • Þekking á íslenskum flugreglum, EASA Air Operations og Part-M reglugerðum • Góð tölvukunnátta • Gott vald á Íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð Umsóknarfrestur er til og með 15. Ágúst 2016. Umsókn um starfið þarf að fylgja kynningarbréf ásamt ferilskrá, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir sendist á boh@nordurflug.is. Nánari upplýsingar veitir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdarstjóri. Gæðastjóri (Quality & Compliance Manager) Hringrás starfrækir móttökustöðvar fyrir brotajárn, dekk og spilliefni víðsvegar um landið. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í 66 ár og kemur málmum, brotajárni og öðrum efnum í umhverfisvænan endurvinnslufarveg. Umsóknarfrestur er til og með 1.ágúst 2016. Umsóknum um starfið þarf að fylgja kynningarbréf ásamt ferilskrá, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir sendist á starf@hringras.is. Nánari upplýsingar veita: Rut Hreinsdóttir (rut@hringras.is) og Sigurður Ágústsson (siggi@hringras.is) Hringrás óskar eftir liðsauka í metnaðarfullt stjórnendateymi Hæfniskröfur:  Háskólamenntun í verk- eða tæknifræði æskileg  Reynsla af stjórnun við verklegar framvæmdir  Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð  Hæfni í samskiptum  Tölvukunnátta Helstu verkefni:  Verkþáttastýring og gæðaeftirlit  Innleiðing skriflegra verkferla og eftirfylgni  Kostnaðareftirlit  Mótun öryggisstefnu  Áætlanagerð Gæða- og verkefnastjóri óskast til starfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.