Morgunblaðið - 23.07.2016, Page 46

Morgunblaðið - 23.07.2016, Page 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Ég er kominn heim aftur og farinn að gera það sem er náskylt við það sem ég gerði í gamla daga,“ segir Sig- urður Örlygsson myndlistarmaður, sem opnar myndlistarsýningarnar Málaðar klippimyndir annars vegar í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi 28. júlí og hins vegar í Listhúsi Ófeigs 29. júlí en báðar hefjast þær kl. 17. „Sýningarnar kallast á en það eru sömu formin sem koma fyrir í mynd- unum á báðum stöðum og myndirnar eru sömu stærðar í hvoru galleríi,“ segir Sigurður en þrettán verk verða til sýnis í Gróttu en tólf myndir í List- húsinu. Heldur upp á sjötugsafmælið „Ég er að verða sjötugur og þá verður maður að gera eitthvað,“ segir Sigurður léttur í bragði, en hann hafi langað til að halda upp á tímamótin með myndlistarsýningu. Hann hefur áður haldið upp á merk tímamót í lífi sínu með sýningum, en þegar hann varð fimmtugur bauð hann upp á yf- irlitssýningu í Gerðarsafni og þegar hann fyllti sextíu árin hélt hann sýn- ingu í Listhúsi Ófeigs. Sigurður hefur málað frá unga aldri og eru 45 ár síðan hann hélt sína fyrstu myndlistarsýningu. Innblást- urinn að sýningunni nú eru einmitt fyrri verk frá því fyrir um fjörutíu ár- um. „Ég er búinn að fara í langt ferðalag en er aftur kominn heim.“ Sigurður hefur farið um víðan völl í listsköpun sinni í gegnum árin en myndirnar eru ávallt geometrískar. „Það eru bara stærðfræðilegar upp- setningar á formum og svo vel ég lit- ina meira eftir tilfinningum,“ segir hann en arkitektúr hefur ávallt vakið mikinn áhuga hjá honum og því lýsir hann myndunum einnig sem arkitek- tónískum. Hann fór þó oft í aðrar átt- ir í listinni og á tímabili málaði hann fígúratífar myndir og um aldamótin málaði hann einnig myndir af fjöl- skyldu sinni. Klippimyndir í sterkum litum Myndirnar á sýningunni eru klippi- myndir sem Sigurður svo málar. „Ég bý til skapalón og stækka þau upp og mála svo eftir skapalónunum,“ segir hann en litirnir eru óblandaðir, til dæmis hreinn rauður, gulur og blár en hann notast ekki við svartan, hvítan eða gráan. „Ég hef kannski orðið svona glaðari í litunum með ár- unum,“ segir Sigurður en hann spenni litina mjög hátt en þá verði þeir sterkari. Verkin í Gallerí Gróttu eru stærri en þau sem finna má í Listhúsi Ófeigs eða um 2 fm. „Ég hugsaði það þannig að allar myndirnar eru jafn stórar í hvorum sal og það eru sömu formin sem koma aftur og aftur,“ segir hann en um sé að ræða innsetningu. Spenna og streita fylgir opnun Sigurður hefur haft þann háttinn á í gegnum tíðina að búa á vinnustofu sinni. „Ég vinn á öllum tímum og er alltaf að kíkja á myndirnar,“ segir hann en ekki myndi ganga að vinna einungis frá kl. 8-17 á daginn. „Ég hef það þannig að ég get horft á sjón- varpið og svo lít ég til vinstri og þá sé ég myndirnar mínar. Ég er svo spenntur að sjá þetta í heild sinni en þegar ég er á vinnustof- unni þá sé ég bara eina og eina,“ segir Sigurður, aðspurður hvernig sé að leggja lokahönd á sýningarnar tvær og opinbera verkin. Heildarmynd sýningarinnar breytist alltaf eitthvað þegar farið er að hengja verkin upp í galleríinu. „En það er ofboðsleg streita í kringum þetta,“ bætir hann við en hann sé að setja saman efnisskrá fyr- ir sýningarnar en það sé þó gott að eiga góða að í verkefni eins og þessu þar sem strákarnir sínir hjálpi mikið til. Aftur að upphafinu  Sigurður Örlygsson myndlistarmaður opnar mynd- listarsýningarnar Málaðar klippimyndir 28. og 29. júlí Morgunblaðið/Ófeigur Tímamót Sigurður Örlygsson myndlistarmaður fagnar sjötugsafmæli sínu með tveimur myndlistarsýningum í lok júlí. Hann segist vera kominn aftur heim en verkunum svipar til þeirra sem hann málaði við upphaf ferils síns. Málaðar klippimyndir Sýningarnar kallast á en sömu formin koma fyrir í myndunum á báðum stöðum og þær eru sömu stærðar í hvoru galleríi. Tónlistarmaðurinn Brent Knopf spilar í Gym & Tonic á KEX Hos- tel í kvöld klukkan 21:00. Brent Knopf kemur fram undir nafninu Ramona Falls og hefur hann gefið út tvær breiðskífur undir því nafni. Hann hefur komið víða við en Brent var áður í Menomena sem hann stofnaði árið 2000 og er sömuleiðis helmingur tvíeykisins El Vy ásamt Matt Berninger úr The National. Brent er í stuttu stoppi hér á landi og langaði hann að taka stutta ókeypis tónleika hér á Íslandi að eigin sögn og gefst gestum og gangandi því ein- stakt tækifæri til að kynnast tón- listarmanninum og njóta verka hans. Brent var að ljúka við sína þriðju breiðskífu sem kemur út á næstu mánuðum hjá útgáfufélag- inu Barsuk í Bandaríkjunum en meðal þess sem útgáfan hefur gef- ið út eru breiðskífur Death Cab For Cutie, Phantogram, Nada Surf o.fl. mæts tónlistarfólks. Tónlist Brent Knopf kemur fram und- ir nafninu Ramona Falls. Brent Knopf spilar á KEX Hostel í kvöld Lettneski organistinn Ligita Sneibe er gestalistamaður Orgelsumarsins í Hallgrímskirkju um helgina. Á efnisskrá helgarinnar er fjöldinn allur af sænskum og lettneskum orgelverkum sem forvitnilegt verð- ur að kynnast, þar á meðal tvö sem fjalla um sólina. Pastorales for a Summer Flute eftir Imants Zemz- aris lýsir gangi sólarinnar á sum- ardegi og Solkraft eftir Håkan Sundin fjallar um lífið, hlýjuna og ljósið sem sólin færir jarðarbúum. Sannarlega við hæfi á íslensku org- elhásumri. Ligita Sneibe er búsett í Svíþjóð þar sem hún starfar bæði sem kon- sert- og kirkjuorganisti. Hún lærði orgelleik við Lettneska tónlistar- háskólann og Sænska tónlistar- háskólann í Piteå og hefur sinnt kennslu í báðum löndum. Hún hefur unnið til verðlauna fyrir leik sinn, meðal annars fyrir túlkun sína á verkum Messiaëns, og ferðast um Evrópu og Japan þar sem hún hefur haldið tónleika. Efnisskrá Ligitu prýða einnig sí- gild og glæsileg orgelvek. Má þar nefna Fantasíu og fúgu í g-moll og Tokkötu og fúgu í F-dúr eftir J.S. Bach, kafla úr hinu þekkta orgel- verki Fæðingu frelsarans eftir Messiaen og Prelúdíu og fúgu um BACH eftir Liszt. Lettneskir orgeltónar frá Svíþjóð Orgel Ligita Sneibe spilar í Hallgrímskirkju um helgina. Söfn • Setur • Sýningar Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Með kveðju – Myndheimur íslenskra póstkorta í Myndasal Dálítill sjór – Ljósmyndir Kristínar Bogadóttur á Vegg Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni Norðrið í norðrinu á 3. hæð Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi LISTASAFN ÍSLANDS BERLINDE DE BRUYCKERE 21.5 - 4.9.2016 LJÓSMÁLUN – LJÓSMYNDIN OG MÁLVERKIÐ Í SAMTÍMANUM 7.5 - 11.9.2016 UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN 21.1 - 11.9 2016 PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016 HRYNJANDI HVERA 17.6 - 11.9 2016 Gagnvirk videó-innsetning eftir Sigrúnu Harðardóttur Leiðsagnir á ensku alla þriðjudaga og föstudaga kl. 12:10 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið daglega í sumar kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR GYÐJUR 5.2. - 4.9.2016 Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is KAFFISTOFA heimabakaðar kökur - Sumartónleikar næsta þriðjudagskvöld kl. 20:30 SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI 5.2.-16.9.2016 Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. Listasafn Reykjanesbæjar MANNFÉLAGIÐ 4. júní – 21. ágúst ÍSLENSK NÁTTÚRA, verk úr safneign 15. janúar – 21. ágúst Byggðasafn Reykjanesbæjar ÞYRPING VERÐUR AÐ ÞORPI SÖGUR ÚR BÆNUM Bátasafn Gríms Karlssonar Opið alla daga 12.00-17.00 Duusmuseum.is DUUS SAFNAHÚS DUUS MUSEUM Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Sýningin opin daglega frá 10-17 Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.