Morgunblaðið - 23.07.2016, Síða 49

Morgunblaðið - 23.07.2016, Síða 49
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Tríóið Kælan mikla býr yfirdulmagni, stöllurnar semþað skipa eru með got- nesku stílbrögðin á tandurhreinu og sveitin er glæsilega utangarðs í tónlistarsenu landsins. Fyrir stuttu kom fyrsta breiðskífa hennar, samnefnd henni, út á gríska merkinu Fabrika Records. Kælan mikla var stofnuð í ársbyrjun 2013 en Sólveig Matt- hildur Kristjánsdóttir, Margrét Rósa Dóru- Harrysdóttir og Lauf- ey Soffía Þórsdóttir skipa tríóið. Þær kynntust í hinum listvæna Menntaskóla kenndum við Hamrahlíð og bjuggu til sveitina er Sólveig tók þátt í ljóðaslammi það ár. Fyrst um sinn var tónlist- in nokkuð hrá, öskruð/sungin ljóð og stuðst við bassa og trommur. Síðasta ár var svo trommum skipt út fyrir hljóð- gervil og hljómur sveitarinnar varð fókuseraðri. Á plötunni sem hér er til umfjöllunar er lagt út frá skuggabylgjunni svokölluðu („darkwave“); tónlistin hjúpuð drungalegum, gotarokkslegum blæ með sterkri skírskotun til upphafs níunda áratugarins, þeg- ar frumstæðir hljóðgervlar leiddu m.a. framvinduna. Þessi sena rúllar stundum eins og eitt langt tilbrigði við Faith-plötu The Cure. Þessi samnefnda plata er fyrsta plat- an sem kem- ur ærlega út ef svo má segja, hún er þegar komin út á vínyl og sem streymi á bandcamp og geisladiskur kemur mögulega í haust. Til þessa hafa þær átt lög á safnplötum, gefið út „demo“ o.s.frv. Lag samnefnt sveitinni opnar plötuna, hægt og drunga- legt (þetta orð, drungalegt, var sérsamið fyrir stelpurnar) en svo hækkar aðeins í tempóinu í „Myrkrið kallar“ og Laufey öskr- ar tilhlýðilega texta. Lagatitlar eins og „Kalt“ og „Líflát“ segja sitt, restin af plötunni rúllar í nokkuð hefðbundnum skugga- bylgjugír, lögin eru mis- spennandi verður að viðurkenn- ast og textar eiga það til að vera helst til einfaldir og fyrirsjáan- legir á stundum. En heild- arstemman er það sem skiptir máli, hún er flott og dregur mann inn. Dregur mann inn í myrkrið kalt og svalt … (hér hefði verið gott að geta sett bros- karl). En þessi tiltekna plata er í raun bara einn angi af því sem Kælan mikla er að færa okkur. Meðlimir hafa nefnilega dálítið sem skortir glettilega oft í dæg- urtónlistinni, það er sterkan og eftirtektarverðan stíl. Þær eru m.ö.o. svalar. Þessi bragur er líka yfir umslagshönnuninni, heildarímyndin er þannig flott og aðlaðandi. Og þetta nafn! Kælan mikla. Snilld. Ljósmyndir gefa af sér sterka gengis-áru, svipað og ég upplifði þegar Mínus fór mik- inn í harðkjarnasenunni. Þetta er átatakalítil útgeislun sem aðeins þeir kornungu – sem eru óhrædd- ir og til í allt – hafa. Það er allt að vinna, engu að tapa, og hér vinnur þekkingar- og reynsluleys- ið, sérstaklega í upphafi, jafnan með fólki. Það er eitthvað ung- lingalegt við þetta líka, en alls ekki í neikvæðum skilningi. Þetta er fallegt, saklaust, orkuríkt. Hreint. Og það er meira. Meðlimir eru virkir í neðanjarðarsenu Ís- lands, duglegir að halda tónleika, skipuleggja tónleika o.s.frv. Sól- veig stofnsetti útgáfuna Hið Myrka Man sem stendur m.a. fyr- ir tónleikaröð og í upphafi gáfu þær út ljóðabækur í takmörkuðu upplagi (í gegnum Fríyrkjuna). Kælan mikla er þá nýkomin úr tónleikaferðalagi um Evrópu. Þessi virkni er til fyrirmyndar og verður vonandi öðrum til eft- irbreytni. Morgunblaðið/Styrmir Kári Makt myrkursins » Tónlistin hjúpuðdrungalegum, gota- rokkslegum blæ með sterkri skírskotun til upphafs níunda áratug- arins, þegar frumstæðir hljóðgervlar leiddu m.a. framvinduna. Skuggalegar Þær Sólveig, Maggý og Laufey skipa Kæluna miklu. MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Funai Electric hef- ur gefið það út að fyrirtækið muni í lok þessa mánaðar framleiða síðustu VHS-spóluna. Framleiðslu er hætt þrátt fyrir að á síðasta ári hafi fyrirtækið selt 750 þúsund spólur en það er aðeins brot af þeim 15 milljón spólum sem fyrirtækið seldi á hápunkti vídeóspólunnar. Í fyrra hætti Sony framleiðslu á Betamax- vídeókassettum og ljóst er að spól- an er komin út á enda. Ný tækni hefur tekið við og þetta gamla form fer á safnið með öðrum gömlum og úreltum gripum. Síðustu vídeóspólurnar framleiddar í lok júlí Spólan kveður. Miklar vangaveltur hafa verið um það hver taki við hlutverki James Bond af Daniel Craig. Leikarinn Idris Elba hefur verið nefndur til sögunnar en í samtali við Good Morning America, þar sem Elba var mættur til að ræða hlutverk sitt í nýju Star Trek-myndinni, segist hann sjálfur vera orðinn of gamall. „Þeytast um í sportbílum, eltandi stelpur með martini við hönd, hver vill það? Það hljómar hræðilega,“ sagði Elba sem er 43 ára gamall. Rétt er að taka það fram að Ro- ger Moore var 45 ára þegar hann lék í sinni fyrstu James Bond-mynd, Live and Let Die. Er Idris Elba of gamall fyrir Bond? Njósnari Leikarinn Idris Elba virð- ist ekki hafa mikinn áhuga á Bond. Minnstu munaði að leikkonan Sa- rah Jessica Parker hafnaði hlut- verki í hinum vinsælu þáttum Sex and the City sem voru sýndir á ár- unum 1998 til 2004. Í frétt Daily Mail segir að leik- konan hafi næstum hafnað hlut- verki Carrie Bradshaw í þáttunum, að eigin sögn vegna áhyggna af nekt og á köflum fremur grófu orð- bragði sem þættirnir eru frægir fyrir. Parker segir að umboðsmaður hennar, Kevin Huvane, hafi þurft að beita fortölum til að fá hana til að taka að sér hlutverkið í þátt- unum goðsagnakenndu. Umboðs- maðurinn reyndist síðan hafa rétt fyrir sér, því þættirnir urðu gríðarvinsælir. „Það voru nokkrir hlutir sem ég hafði áhyggjur af, ég var ekki sérlega hrifin af því að sýna mikið hold og hafði áhyggjur af orðbragð- inu. En Kevin hélt áfram að segja mér að þetta væri öðruvísi, að ég hefði aldrei gert neitt þessu líkt áð- ur. Að enginn hefði gert nokkuð þessu líkt og ég ætti að slá til.“ Óttaðist nektina í þáttunum Sarah Jessica Parker ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is GHOSTBUSTERS 2, 5, 8, 10:30 THE INFILTRATOR 5, 8, 10:35 ÍSÖLD ÍSL.TAL 1:50, 3:50, 5:50 CENTRAL INTELLIGENCE 8 MIKE AND DAVE 10:25 FINDING DORY ÍSL.TAL 2 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 1:50 TILBOÐ KL 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.