Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fulltrúar Ríkisskattstjóra stöðvuðu
sl. þriðjudag með aðstoð lögreglu
starfsemi fyrirtækis í byggingar-
starfsemi bæði á Suðurnesjum og í
Reykjavík. Voru starfsstöðvar fyrir-
tækisins innsiglaðar og á fjórða tug
starfsmanna sendir heim þar sem
fyrirtækið hefur ekki staðið skil á
virðisaukaskatti né skilað stað-
greiðslu af launum starfsfólks.
Vangoldin gjöld, bæði vegna stað-
greiðslu og virðisaukaskatts sem
ekki hefur verið skilað, nema á annað
hundrað milljónum króna.
Um er að ræða undirverktaka í
byggingarstarfsemi á framkvæmda-
svæðinu við Bláa lónið samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Fyrir-
tækið, sem er bæði í eigu Íslendinga
og útlendinga, hafði ekki orðið við
ítrekuðum tilmælum um úrbætur og
var því gripið til þess ráðs að loka
fyrirtækinu.
Innsigla gáma og vinnuskúra
„Þetta var ein stærsta aðgerð sem
við höfum farið í á þessu sviði,“ segir
Sigurður Jensson, yfirmaður eftir-
litssviðs Ríkisskattstjóra. .„Við höld-
um úti vettvangseftirliti á hverjum
degi þar sem við förum á starfsstöðv-
ar og skoðum staðgreiðsluskil og þar
fram eftir götunum,“ segir hann. Ef í
ljós kemur að fyrirtæki hefur ekki
staðið skil á sköttum og gjöldum eru
því veitt skrifleg tilmæli og leiðbein-
ingar um úrbætur. Sinni það ekki
ítrekuðum tilmælum er gripið til
þess neyðarúrræðis að loka og vísa
öllum starfsmönnum út af starfsstöð
eins og gert var í aðgerðunum sl.
þriðjudag að sögn Sigurðar.
Alls var ríflega 30 starfsmönnum
vísað af viðkomandi starfsstöðvum,
allt að 20 starfsmönnum í Reykjavík
og 12 starfsmönnum suður með sjó
að sögn hans. ,,Tæki og verkfæri
voru sett inn í vinnuskúra og gáma
sem voru síðan innsiglaðir og hið
sama var gert við bifreiðar,“ segir
hann.
Alls komu sex fulltrúar Ríkis-
skattstjóra og þrír til fjórir lögreglu-
menn að þessum aðgerðum. ,,Þetta
gengur þannig fyrir sig að við mæt-
um á staðinn ásamt lögreglunni. Í
þessu tilviki er um að ræða undir-
verktaka á svæðinu og starfsmenn-
irnir eru leitaðir uppi og rætt við að-
ila á svæðinu. Síðan er aðstaðan
þeirra fundin og hún innsigluð. Því
næst er þessum starfsmönnum ein-
faldlega vísað út og verkkaupanum
gerð grein fyrir því að óheimilt sé að
eiga frekari viðskipti við þessa aðila
þar til úrbætur hafa verið gerðar,“
segir Sigurður.
Neyðarúrræði til að knýja
fram skil opinberra gjalda
„Við grípum til þessara aðgerða í
þeim tilgangi að knýja fram skil hjá
þessum aðilum sem hafa skirrst við
að verða við tilmælum. Það hefur
verið umtalsverður aðdragandi að
þessum aðgerðum, sem eru neyðar-
úrræði ef menn fara ekki eftir regl-
unum,“ segir hann.
Um er að ræða árangur af daglegu
vettvangseftirliti Ríkisskattstjóra til
að kanna ástandið hjá fyrirtækjum.
Sigurður segir fremur sjaldgæft að
loka þurfi fyrirtækjum því flestir
taki leiðbeiningum vel og komi hlut-
unum í lag. En í mörgum tilfellum
geti þó þurft að grípa til harðari að-
gerða til að stemma stigu við hátt-
semi af þessu tagi.
„En það er ákveðinn veikleiki í
kerfinu okkar vegna þess að það er
ekkert sem kemur í veg fyrir að
þessir aðilar geti komið jafnvel strax
í dag og stofna nýtt félag og haldið
sinni starfsemi áfram. Það er í raun
alveg galið að þurfa að horfa upp á
það.
Okkur vantar sem fyrst sterkari
löggjöf sem tekur á svona tilvikum
til að fyrirbyggja að sömu mennirnir
haldi áfram svona brotastarfsemi
undir nýjum formerkjum,“ segir
Sigurður.
Lokað og öll starfsemi stöðvuð
Starfsmenn Ríkisskattstjóra og lögregla lokuðu fyrirtæki á Suðurnesjum og í Reykjavík sem ekki
stóð skil á opinberum gjöldum Yfir 30 starfsmenn sendir heim Hafði ekki skilað yfir 100 milljónum
Breytingarnar á kjararáði, sem boð-
aðar eru í frumvarpi fjármálaráð-
herra sem nú er til meðferðar í efna-
hags- og viðskiptanefnd, eru
umdeildar. Verði það lögfest verður
mikil fækkun í hópi þeirra sem kjara-
ráð ákveður laun og starfskjör hjá.
Nefndinni hafa nú borist hátt 20
umsagnir og koma þar fram skiptar
skoðanir. Ýmsir sem færa á undan úr-
skurðarvaldi kjararáðs gagnrýna
frumvarpið en einnig er lýst stuðningi
við það í umsögnum m.a. BHM.
Ásta Þórarinsdóttir, formaður
stjórnar Fjármálaeftirlitsins, segist í
umsögn styðja þá ráðagerð frum-
varpsins að forstöðumenn stofnana
verði teknir undan ákvörðunarvaldi
Kjararáðs um launakjör, ekki síst að
því er varðar þær stofnanir sem hafa
stjórn sem ber ábyrgð á rekstri og ár-
angri forstöðumanna. Miklu máli
skipti að sjálfstæði FME sé tryggt,
eins og ítrekað hafi komið fram þegar
gerðar hafa verið úttektir á eftirlitinu,
m.a af hálfu Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins.
„Hins vegar verður að gera athuga-
semd við það að svo virðist sem mið-
stýringin við ákvörðun launa og ann-
arra kjara eigi með frumvarpinu að
flytjast nánast óbreytt frá Kjararáði
til sérstakrar skrifstofu í fjármála- og
efnahagsráðuneytinu og að lítið sem
ekkert samningsfrelsi verði til staðar
eftir breytingamar. Verður að telja
þetta óheppilegt fyrirkomulag, eink-
um að því er varðar þær stofnanir
sem lúta sérstakri stjórn,“ segir hún.
Sá hinn sami og fer með fjárveit-
ingarvaldið gagnvart HÍ
Í umsögn Guðmundar R. Jónsson-
ar, framkvæmdastjóra Háskóla Ís-
lands, og Þórðar Kristinssonar, sviðs-
stjóra kennslusviðs HÍ, er eindregið
hvatt til þess að kjararáði verði áfram
falið að ákvarða laun og starfskjör
rektors HÍ.
„Vegna eðlis starfs háskólarektors,
sem æðsta yfírmanns og ábyrgðar-
aðila sjálfstæðrar stofnunar, er þann-
ig mikilvægt að tryggja að laun hans
og starfskjör ráðist ekki með samn-
ingum á hefðbundinn hátt þar sem
samningsaðilinn er sá sami og fer með
fjárveitingarvald gagnvart skólanum.
Í ljósi þeirra fjármuna sem um ræðir
er mikilvægt að skil séu þarna á
milli,“ segir í umsögn þeirra.
Sigríður Logadóttir, aðallögfræð-
ingur Seðlabanka Íslands, og Jón Þ.
Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri al-
þjóðasamskipta og skrifstofu banka-
stjóra, benda á í umsögn að skv. frum-
varpinu falli ekki lengur undir
verkefni bankaráðs að ákveða rétt
seðlabankastjóra og aðstoðarseðla-
bankastjóra til biðlauna og eftirlauna
o.fl.
Ekki sé ljóst hvort breytingarnar
hafi afturvirk áhrif í för með sér og
leggja þau til að tekið verði fram að
þrátt fyrir gildistöku laganna skuli
ákvarðanir bankaráðs um rétt núver-
andi aðstoðarseðlabankastjóra og
seðlabankastjóra til biðlauna og eft-
irlauna og ákvarðanir um önnur rétt-
indi sem varða fjárhagslega hags-
muni seðlabankastjóra halda gildi
sínu. omfr@mbl.is
Boðaðar breytingar á
kjararáði eru umdeildar
FME varar við að lítið samningsfrelsi verði til staðar
Þjóðskrá Íslands hefur opnað að-
gang að rafrænni kjörskrá sem
þýðir að kjósendur geta með ein-
földum hætti kannað hvar þeir
eru á kjörskrá í komandi þing-
kosningum. Þegar slegin er inn
kennitala á skra.is kemur upp
nafn, lögheimili og sveitarfélag.
Yfirleitt birtast einnig upplýs-
ingar um kjörstað og kjördeild.
Þetta kemur fram í frétt á vefn-
um kosning.is.
Kjósendur eru á kjörskrá í því
sveitarfélagi þar sem þeir áttu
skráð lögheimili
fimm vikum fyr-
ir kjördag, 24.
september síð-
astliðinn. Flutn-
ingur lögheim-
ilis eftir þann
tíma breytir
ekki skráningu
á kjörskrá.
Kosning utan
kjörfundar hófst hjá sýslumönn-
um um land allt hinn 21. sept-
ember síðastliðinn. sisi@mbl.is
Kjósendur geta nú kannað hjá Þjóðskrá
hvar þeir eru á kjörskrá í kosningunum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hóf í gær opin-
berlega söfnunarverkefni Hjartaheilla við hátíðlega at-
höfn á Bessastöðum. Hjartaheill stendur fyrir lands-
söfnun dagana 28. september til og með 8. október
næstkomandi. Landsmenn eru hvattir til þess að kaupa
Hjartanæluna og styðja þannig við margþætta starf-
semi samtakanna, svo sem forvarnir og ókeypis mæl-
ingar á blóðgildum sem hafa sýnt sig að geta bjargað
mannslífum.
Á myndinni með forsetanum eru Sigrún Eðvalds-
dóttir, Sveinn Guðmundsson og Guðrún Bergmann
Franzdóttir.
Ljósmynd/Árni Rúnarsson
Söfnun fyrir Hjartaheill hófst í gær