Morgunblaðið - 29.09.2016, Síða 8
Morgunblaðið/Eggert
Litlar sem engar líkur eru taldir á
því að frumvarp Sigurðar Inga Jó-
hannssonar forsætisráðherra um
breytingar á stjórnarskránni verði
afgreitt á yfirstandandi þingi. Ef
það verður niðurstaðan verða eng-
ar breytingar gerðar á stjórnar-
skránni að þessu sinni en breyt-
ingar á stjórnarskránni þurfa að
hljóta samþykki á tveimur löggjaf-
arþingum til að öðlast gildi.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið aflaði sér í gær
virðist ekki hafa verið neinn
þrýstingur á að klára málið,
hvorki af hálfu stjórnarmeirihlut-
ans á þingi né minnihlutans.
Frumvarpinu var dreift á Al-
þingi 25. ágúst síðastliðinn. Því
var vísað til stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar Alþingis eftir 1.
umræðu sem fram fór 1. sept-
ember.
Fram kemur á vef Alþingis að
nefndin hafi sent út umsagnar-
beiðnir til 43 stofnana og félaga-
samtaka. Heimtur virðast hafa
verið dræmar því í gær höfðu að-
eins borist sex umsagnir, þar af
ein frá einstaklingi.
„Þingið er að klárast og því er-
um við einfaldlega að falla á
tíma,“ sagði Ögmundur Jónasson,
formaður stjórnskipunar- og eft-
irlitsnefndar, í gær. sisi@mbl.is
Stjórnar-
skrárbreyt-
ingar í salt?
Fáir sendu inn
umsagnir til þingsins
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
Í tillögu til þingsályktunar umsamgönguáætlun til ársins 2026
er eðli máls samkvæmt gert ráð
fyrir Reykjavíkurflugvelli og að
hann „geti áfram þjónað innan-
landsflugi á full-
nægjandi hátt“.
Þar segir einn-ig að við-
ræðum verði
haldið áfram við
Reykjavíkurborg
með þetta að
markmiði, en sem kunnugt er hafa
borgaryfirvöld gert allt sem í
þeirra valdi stendur til að flæma
flugvöllinn úr borginni og hefur
þegar tekist að ná fram lokun
neyðarbrautar vallarins, jafn ótrú-
legt og það nú er.
Framundan eru kosningar til Al-þingis og þess vegna er nauð-
synlegt að allir flokkar tali skýrt
um afstöðu sína til flugvallarins í
Vatnsmýrinni.
Sumir þeirra munu forðast þetta,því að þeir vita að afstaða
þeirra er á skjön við afstöðu kjós-
enda. Þess vegna munu þeir reyna
að gefa ekki upp afstöðu sína eða
tala með óskýrum hætti.
Samfylkingarflokkarnir meðborgarstjórann og aðra borg-
arfulltrúa meirihlutans innan sinna
raða munu án efa ganga lengst í
feluleiknum.
Ekki síðar en á næsta kjör-tímabili þarf Alþingi að taka
af skarið um að flugvöllur verði til
framtíðar í Vatnsmýrinni til að
tengja saman höfuðborg landsins
og dreifðar byggðir.
Ennfremur þarf að tryggja aðvöllurinn verði með fulla
virkni, ekki vængstýfður.
Það er líka kosið
um flugvöllinn
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 28.9., kl. 18.00
Reykjavík 9 léttskýjað
Bolungarvík 7 léttskýjað
Akureyri 9 skýjað
Nuuk 3 skýjað
Þórshöfn 8 alskýjað
Ósló 18 heiðskírt
Kaupmannahöfn 12 alskýjað
Stokkhólmur 15 rigning
Helsinki 11 rigning
Lúxemborg 20 heiðskírt
Brussel 18 heiðskírt
Dublin 21 alskýjað
Glasgow 17 rigning
London 21 léttskýjað
París 22 heiðskírt
Amsterdam 20 skýjað
Hamborg 20 léttskýjað
Berlín 19 skýjað
Vín 19 léttskýjað
Moskva 12 skýjað
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 24 léttskýjað
Barcelona 24 heiðskírt
Mallorca 26 skýjað
Róm 23 rigning
Aþena 21 heiðskírt
Winnipeg 11 heiðskírt
Montreal 10 heiðskírt
New York 19 heiðskírt
Chicago 13 skýjað
Orlando 29 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
29. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:33 19:04
ÍSAFJÖRÐUR 7:39 19:07
SIGLUFJÖRÐUR 7:22 18:50
DJÚPIVOGUR 7:03 18:33