Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 20

Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 20
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Rúmlega tvöhundruð konur greinast með brjóstakrabbamein hér á landi á ári hverju. Það er sú tegund krabbameins sem flestar konur á Ís- landi fá en í dag eru 90% þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein enn á lífi eftir fimm ár. Brjósta- krabbamein eru mismunandi; sem dæmi er hægt að fá hormónatengt krabbamein sem er það algengasta, þríneikvætt brjóstakrabbamein og HER2-jákvætt, en það hefur til- hneigingu til að vera illvígara en aðrar tegundir brjóstakrabbameins. HER2 er gen sem stjórnar fram- leiðslu ákveðins prótíns, sem kallast HER2-viðtakar og á þátt í því hvernig frumur vaxa, skipta sér og gera við sig sjálfar, en offjölgun þeirra stuðlar að krabbameininu. „HER2-viðtakinn er ekki til staðar nema í 15% tilvika brjóstakrabba- meina en það skiptir máli að greina hann því án sértækrar meðferðar er þetta mjög illskeytt krabbamein og horfur þessara kvenna eru verri en annarra,“ segir Ásgerður Sverris- dóttir, krabbameinslæknir á Land- spítalanum. Bylting í krabbameinsmeðferð Á síðustu tveimur áratugum hefur komið fram mikil þekking á HER2- viðtakanum og þýðingu hans í vexti og þróun krabbameinsins, sem hefur meðal annars stuðlað að því að ný lyf gegn meininu hafa komið á markað sem þykja ein mesta byltingin í með- ferð brjóstakrabbameina síðustu ár. „Trastuzumab er fyrsta sértæka HER2-lyfið, en við byrjuðum að nota það fyrir meira en tíu árum. Síðar komu lyf eins og Lapatinib en nýjustu lyfin eru Trastuzumab emt- ansín, sem er frumudrepandi, og Pertuzumab, en á Íslandi höfum við haft aðgang að þeim á annað ár. Per- tuzumab erum við bæði að nota í for- lyfjameðferð við snemmgreiningu og fyrir skurðaðgerð ef æxlin eru stór og komin eitlameinvörp. Þá beitum við tvöfaldri meðferð sem hefur verið að skila mjög góðri svör- un; allt að helmingur æxla hverfur algjörlega. Það hefur forspárgildi fyrir bætta lifun eftir skurð- aðgerðina. Þetta er eitt það jákvæð- asta sem hefur verið að gerast hér í lyfjameðferðum við brjósta- krabbameini,“ segir Ásgerður. „Horfur þessara kvenna voru slæmar áður en við höfðum aðgang að lyfjunum. Á því ári sem við höfum verið að nota þessi lyf samtvinnuð höfum við séð dramatísk áhrif. En það er ekki enn farið að koma í ljós hvernig það mun skila sér til langs tíma, það tekur ár og áratugi að sýna fram á,“ segir Ásgerður. Litlar aukaverkanir Þær konur sem greinast með HER2-brjóstakrabbamein fá nýju lyfin í allt að eitt ár eftir greiningu en ef krabbameinið er dreift um líkamann eru þær á lyfjunum eins lengi og þarf og hægt er. „Bónusinn við þessi lyf er að þau eru svo sértæk að aukaverkanir eru mjög fáar. Þau beinast bara gegn þessum ákveðnu þáttum sem eru til staðar í þessum brjóstakrabbameinum og einstöku líffæri, eins og hjartavöðva sem við fylgjumst vel með, en hafa ekki ónæmisbælandi áhrif eða valda hár- missi, ógleði eða þreytu á sama máta og hefðbundin krabbameinslyf.“ Fleiri ný lyf eru í deiglunni, m.a. Parphemlandi lyf sem eru talin gagnast hjá BRCA1/2 arfberum og jafnvel þríneikvæðu brjóstakrabba- meini. Þau lyf hafa gefið lofandi niðurstöður en eru enn sem komið er aðeins notuð hér í klínískum rannsóknum hjá arfberum. Þá er vonast til að lyf finnist til að endur- verkja hormónanæmið í þeim sem eru með dreift hormónatengt krabbamein. Vilja genaraðgreina æxli Ásgerður segir það vera stöðuga baráttu að fá ný lyf en Ísland sé ekk- ert sér á parti í þeim málum. „Lyfja- kostnaðurinn er mál sem öll lönd eru að kljást við. Við höfum náð að fá flest brjóstakrabbameinslyf sem eru með skráða ábendingu og þau mikil- vægustu að við teljum. En það er mikil vinna að baki, umsóknin þarf að fara í gegnum margar nefndir og Lyfjagreiðslunefnd og Sjúkratrygg- ingar Íslands þurfa að samþykkja greiðsluþátttöku. Öll þessi nýju lyf kosta gríðarlega mikið og eru í raun og veru að setja öll heilbrigðiskerfi á hausinn.“ Ásgerður segir það ekki vera spurningu fyrir hana sem lækni að kaupa eigi inn ný lyf ef þau bæti batahorfur krabbameinssjúklinga verulega. „Það sem við höfum reynt að gera eftir besta megni er að for- gangsraða þannig að þau lyf sem eru að sýna fram á bestan árangur fara fremst á listann og við vinnum meira í að fá þau en lyf sem sýna fram á skemmri ávinning.“ Eitt af því sem er verið að skoða núna í meðferð krabbameinssjúkl- inga er að koma í gang svokallaðri genaraðgreiningu á æxlunum til að geta gert meðferðina enn sértækari. „Við viljum helst geta raðgreint krabbameinsæxli allra nýgreindra. Margir eru farnir að nota þessa leið til þess að finna réttu meðferðina fyrir hvern sjúkling. BRCA1 og 2 eru fyrstu genastökkbreytingarnar sem við vissum að væru tengdar við auknar líkur á brjósta- og eggja- stokkakrabbameini en þær útskýra ekki alla þessa auknu áhættu sem liggur í fjölskyldum sem eru ekki með BRCA1 eða 2. Það eru fjölmörg gen sem geta verið breytt og það eru til aðferðir í dag til að gera raðgrein- ingu á þeim og þá finna út hvaða lyf eru talin vera heppilegust við hverju einstöku krabbameini.“ Ásgerður segir að slík tækni geti hjálpað til að gefa réttum sjúkling- um meðferð og forðað hópi sjúklinga frá því að fá óþarfa meðferð. „Við vitum það að í dag erum við að meðhöndla mun fleiri með lyfjum en þurfa því við getum ekki valið betur úr eftir gerð krabbameina. Það er hópur kvenna með hormóna- jákvæð æxli og eitlameinvörp sem eru að fá frumudrepandi lyfja- meðferð að óþörfu, andhormóna- meðferð væri líklega nóg fyrir þær. Þar kæmi slík raðgreining inn til að frekari greiningar.“ Horfa til Norðurlandaríkjanna Ásgerður segir að krabbameins- læknar á Landspítalanum reyni að fylgist vel með nýjum rannsóknum og lyfjum sem koma fram við með- ferð við krabbameinum. „Bandarík- in eru yfirleitt í fararbroddi við að samþykkja notkun nýrra lyfja. Það tekur síðan oftast einhvern tíma áð- ur en lyfin eru samþykkt af Evr- ópsku lyfjastofnuninni. Þá getum við hafist handa við að fá lyfin samþykkt hérlendis. Okkar meðferðir taka mið af al- þjóðlegum klínískum leiðbeiningum sem eru uppfærðar reglulega. Við lítum líka mikið til Norðurlandaríkj- anna, Danir hafa á síðustu árum tek- ið forskot í innleiðingu nýrra lyfja og við lítum mjög til þeirra og reynum að leggja áherslu á að fylgja þeim eftir,“ segir Ásgerður. Bylting í meðferð brjóstakrabba  Ný lyf gegn HER2-jákvæðu brjóstakrabbameini gefa mjög góða raun  Horfurnar áður mjög slæmar  Vilja geta raðgreint krabbameinsæxli allra nýgreindra svo þeir fái sértækari meðferð Morgunblaðið/Golli Bleika slaufan Bergdís Björt Guðnadóttir og Ásgerður Sverrisdóttir. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Laugavegi 103 við Hlemm | 101 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is TÖSKU- OG HANSKABÚÐIN er 55 ára Af því tilefni er 20% afmælisafsláttur af öllum vörum til 3. október Bergdís Björt Guðnadóttir greindist með brjóstakrabbamein rétt fyrir fertugt en í dag er hún 42 ára. Meinið reyndist vera HER2 jákvætt og var komið í þrjá staði í öðru brjóstinu, í eitla undir holhönd og í eitla við viðbein. Hingað til hefur ekki náðst alveg fyrir krabbameinið hjá Bergdísi, meinið er útbreitt en hægt hefur verið að halda því niðri meðal annars með nýju lyfjunum sem Ásgerður ræðir um hér að of- an. Þegar Bergdís greindist hóf hún fljótlega lyfjameðferð á Herseptíni, þá fór hún í brjóstnám, geisla- meðferð og aftur á Herseptín og gekk allt til baka á því lyfi. Hún klár- aði þann skammt eftir ár og fljót- lega eftir það greindist hún með mein í heila, hún fór þá í aðgerð og punktageislameðferð. Meinið tók sig svo upp aftur og síðasta ár hef- ur hún verið í stöðugri meðferð á Pertuzumab og Trastuzumabv emt- ansín með eða án frumudrepandi lyfja. En þau lyf eiga að stoppa frumurnar í að fjölga og dreifa sér og halda því meininu niðri. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og það sem mér finnst gott við lyfin er að það eru miklu minni aukaverk- anir en af öðrum lyfjum. Ég hef oft þurft að vera á öðrum lyfjum með og hef þá stundum fengið miklar aukaverkanir,“ segir Bergdís. „Það er ekki skemmtileg tilhugsun að þurfa að vera á lyfjum í kannski mörg ár en ef ég er bara á þessum lyfjum er það betri tilhugsun en að þurfa að vera á þeim lyfjum sem gefa mér aukaverkanir. Svo má líta á þetta þannig að kannski væri ég ekkert hér ef þessi lyf væru ekki til, það er jákvæður punktur.“ Í hvert skipti sem Bergdís hefur hætt á lyfjum hefur meinið tekið sig upp aftur. „Það hefur ótrúlega margt gengið til baka en í staðinn dúkkar upp eitthvað nýtt og nýtt,“ segir hún. Ásgerður, sem er læknir Berg- dísar, segir að hún hafi verið í mjög hárri áhættu út af dreifingu sjúk- dómsins við greiningu. „Meðferðin virtist ganga afar vel en meinið hef- ur tekið sig upp aftur þrátt fyrir meðferð en þá er hægt að beita henni áfram og bæta við öðrum lyfjum sem halda þessu niðri,“ seg- ir Ásgerður. Spurð hvort hún sé með margar konur í svipaðri meðferð og Bergdís er í segir hún þær vera allnokkrar og fari fjölgandi. „Af því að árang- urinn hefur batnað og konur lifa lengur, eins og í þessum hópi sem áður farnaðist verr. Þetta er hópur krabbameinsgreindra sem á mjög góðar horfur til langs tíma þegar vel gengur með meðferð því það hefur stöðugt verið að bætast við lyfin og meðferðarmöguleika,“ seg- ir Ásgerður. Var í mjög hárri áhættu MEÐ HER2 JÁKVÆTT KRABBAMEIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.