Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 27

Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 til þeirra sem rækta hana VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA 16 -2 68 8 – H VÍ TA H Ú S IÐ /S ÍA Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Breyting á reglugerð um fram- kvæmd raforkulaga gefur aukið svigrúm fyrir ný iðnaðarsvæði og orkuöflunarsvæði. Kröfur um nýjan tengipunkt fyrir virkjanir á norður- hluta Vestfjarða eru hvatinn að því að reglugerðin var sett. Guðni A. Jóhannesson orkumála- stjóri segir að það geti leitt til vit- lausra fjárfestinga ef sá sem fyrstur byrjar á nýju svæði þarf að taka á sig allan kostnaðinn við að tengjast landsnetinu. „Þarna er spurning um að gefa svigrúm svo hægt sé að líta til fjárfestinga til lengri tíma,“ segir Guðni og bendir á ákvæði þess efnis í raforkulögunum. „Við eigum ekki aðeins að hugsa fyrir þeim virkjun- um og iðnaðarkostum sem ligga fyrir í dag, heldur eigum við að tryggja að fjárfestingarnar nýtist vel. Þær þurfa því að fara fram úr þörfinni á hverjum tíma, annars þarf að fjár- festa strax aftur,“ segir Guðni. Önnur jákvæð áhrif Til að skilgreina svokallaðan tengipunkt Landsnets við Ísafjarð- ardjúp, til að taka við raforku frá hugsanlegum virkjunum á Norður- Ströndum og í Djúpinu, þarf að kort- leggja vel hvaða möguleikar eru til raforkuframleiðslu á þessu svæði, að sögn Guðna. Sjá hvaða efnahagsleg- ar forsendur eru fyrir slíkum tengi- punkti. Síðan þarf að líta til þess hvaða lágmarks viðskipti þarf að tryggja til þess að hægt sé að setja tengipunktinn upp. Með öðrum orð- um, kortleggja þarf stöðuna og áætla hvers sé að vænta. Guðni bendir á varðandi Vestfirði að ekki þurfi annað en að skoða nýja tillögu að rammaáætlun til að sjá að mikilvægt er að huga að svæðum sem geta aukið raforkuframleiðsl- una. „Ekki aðeins frá sjónarhóli Vestfirðinga heldur einnig til að tryggja þá aukningu sem venjulegt atvinnulíf og stærri iðnfyrirtæki í landinu þurfa, til þess að við getum haldið áfram að byggja upp atvinnu- lífið. Þar fyrir utan geta virkjanir þarna haft önnur jákvæð áhrif. Þær eru utan gosbeltisins. Við aukum raf- orkuöryggi landsins í heild með því að framleiða rafmagn á slíkum stöð- um. Með því að framleiða rafmagn inn á miðja Vesturlínu myndi af- hendingaröryggi raforku á Vest- fjörðum aukast og minni líkur á að keyra þurfi dísilvélar sem varaafl,“ segir Guðni. Orkufyrirtækin sem óska eftir nýjum tengipunkti þurfa að greiða gjald, svokallað kerfisframlag. Í reglugerðinni eru birtar forsendur þeirra útreikninga. Svigrúm fyrir nýja kosti  Orkumálastjóri segir að kortleggja þurfi stöðuna og meta möguleika svæðisins þegar nýr tengipunktur er skilgreindur Morgunblaðið/Einar Falur Háspenna Það hefur góða kosti í för með sér ef hægt verður að tengja virkjanir inn á miðja Vesturlínu, með tengipunkti í Ísafjarðardjúpi. Kattafló fannst á ketti á Suðurlandi Kattafló fannst á ketti á Suðurlandi í síðustu viku, en það er fyrsta stað- festa greining á þeirri óværu utan höfuðborgarsvæðisins, segir á vef Matvælastofnunar. Kattaflóin er nýr landnemi sem greindist fyrst hér á landi sl. vetur. Kattafló getur valdið bæði dýrum og mönnum miklum óþægindum og jafnvel veikindum. Dýralæknir hjá Dýralæknaþjón- ustu Suðurlands tilkynnti Matvæla- stofnun í síðustu viku um grun um kattafló á köttum á býli í Flóanum. Flær voru sendar til Tilraunastöðv- ar Háskóla Íslands á Keldum, sem staðfesti að um kattafló væri að ræða. Matvælastofnun rannsakar nú hvernig flóin getur hafa borist á býl- ið og hvort hún leynist á köttum eða hundum sem tengjast býlinu. Jafn- framt er í undirbúningi samræmd meðhöndlun á dýrum á býlinu sem flóin greindist á og tengdum heim- ilum. Stefnan að uppræta óværuna Stefna Matvælastofnunar er áfram að uppræta óværuna og hindra að hún nái fótfestu hér á landi. Því er mikilvægt að katta- og hundaeigendur sem og dýralæknar verði vel á varðbergi og sendi Mat- vælastofnun tilkynningu ef grunur leikur á um flóasmit. Flóin er það stór að auðvelt er að sjá hana með berum augum, en hún hreyfir sig hratt og því getur verið erfitt að koma auga á hana á dýrum með þéttan eða dökkan feld. Oft er auð- veldara að sjá saur flónna, en hann minnir helst á sandkorn í feldinum. Kláði getur verið mismikill og hjá sumum dýrum alls ekki áberandi. Kattafló getur lifað á og fjölgað sér bæði í hundum og köttum, en það getur fuglafló ekki. Einnig geta gæludýrin þrátt fyrir meðhöndlun endurtekið smitast aftur frá innan- húss umhverfi ef það er ekki þrifið gaumgæfilega samtímis meðhöndl- uninni. Óþægindi Kattafló getur lifað á og fjölgað sér bæði í hundum og köttum.  Fyrsta skipti sem óværan er staðfest utan höfuðborgarinnar Morgunblaðið/Þórður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.