Morgunblaðið - 29.09.2016, Síða 27

Morgunblaðið - 29.09.2016, Síða 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 til þeirra sem rækta hana VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA 16 -2 68 8 – H VÍ TA H Ú S IÐ /S ÍA Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Breyting á reglugerð um fram- kvæmd raforkulaga gefur aukið svigrúm fyrir ný iðnaðarsvæði og orkuöflunarsvæði. Kröfur um nýjan tengipunkt fyrir virkjanir á norður- hluta Vestfjarða eru hvatinn að því að reglugerðin var sett. Guðni A. Jóhannesson orkumála- stjóri segir að það geti leitt til vit- lausra fjárfestinga ef sá sem fyrstur byrjar á nýju svæði þarf að taka á sig allan kostnaðinn við að tengjast landsnetinu. „Þarna er spurning um að gefa svigrúm svo hægt sé að líta til fjárfestinga til lengri tíma,“ segir Guðni og bendir á ákvæði þess efnis í raforkulögunum. „Við eigum ekki aðeins að hugsa fyrir þeim virkjun- um og iðnaðarkostum sem ligga fyrir í dag, heldur eigum við að tryggja að fjárfestingarnar nýtist vel. Þær þurfa því að fara fram úr þörfinni á hverjum tíma, annars þarf að fjár- festa strax aftur,“ segir Guðni. Önnur jákvæð áhrif Til að skilgreina svokallaðan tengipunkt Landsnets við Ísafjarð- ardjúp, til að taka við raforku frá hugsanlegum virkjunum á Norður- Ströndum og í Djúpinu, þarf að kort- leggja vel hvaða möguleikar eru til raforkuframleiðslu á þessu svæði, að sögn Guðna. Sjá hvaða efnahagsleg- ar forsendur eru fyrir slíkum tengi- punkti. Síðan þarf að líta til þess hvaða lágmarks viðskipti þarf að tryggja til þess að hægt sé að setja tengipunktinn upp. Með öðrum orð- um, kortleggja þarf stöðuna og áætla hvers sé að vænta. Guðni bendir á varðandi Vestfirði að ekki þurfi annað en að skoða nýja tillögu að rammaáætlun til að sjá að mikilvægt er að huga að svæðum sem geta aukið raforkuframleiðsl- una. „Ekki aðeins frá sjónarhóli Vestfirðinga heldur einnig til að tryggja þá aukningu sem venjulegt atvinnulíf og stærri iðnfyrirtæki í landinu þurfa, til þess að við getum haldið áfram að byggja upp atvinnu- lífið. Þar fyrir utan geta virkjanir þarna haft önnur jákvæð áhrif. Þær eru utan gosbeltisins. Við aukum raf- orkuöryggi landsins í heild með því að framleiða rafmagn á slíkum stöð- um. Með því að framleiða rafmagn inn á miðja Vesturlínu myndi af- hendingaröryggi raforku á Vest- fjörðum aukast og minni líkur á að keyra þurfi dísilvélar sem varaafl,“ segir Guðni. Orkufyrirtækin sem óska eftir nýjum tengipunkti þurfa að greiða gjald, svokallað kerfisframlag. Í reglugerðinni eru birtar forsendur þeirra útreikninga. Svigrúm fyrir nýja kosti  Orkumálastjóri segir að kortleggja þurfi stöðuna og meta möguleika svæðisins þegar nýr tengipunktur er skilgreindur Morgunblaðið/Einar Falur Háspenna Það hefur góða kosti í för með sér ef hægt verður að tengja virkjanir inn á miðja Vesturlínu, með tengipunkti í Ísafjarðardjúpi. Kattafló fannst á ketti á Suðurlandi Kattafló fannst á ketti á Suðurlandi í síðustu viku, en það er fyrsta stað- festa greining á þeirri óværu utan höfuðborgarsvæðisins, segir á vef Matvælastofnunar. Kattaflóin er nýr landnemi sem greindist fyrst hér á landi sl. vetur. Kattafló getur valdið bæði dýrum og mönnum miklum óþægindum og jafnvel veikindum. Dýralæknir hjá Dýralæknaþjón- ustu Suðurlands tilkynnti Matvæla- stofnun í síðustu viku um grun um kattafló á köttum á býli í Flóanum. Flær voru sendar til Tilraunastöðv- ar Háskóla Íslands á Keldum, sem staðfesti að um kattafló væri að ræða. Matvælastofnun rannsakar nú hvernig flóin getur hafa borist á býl- ið og hvort hún leynist á köttum eða hundum sem tengjast býlinu. Jafn- framt er í undirbúningi samræmd meðhöndlun á dýrum á býlinu sem flóin greindist á og tengdum heim- ilum. Stefnan að uppræta óværuna Stefna Matvælastofnunar er áfram að uppræta óværuna og hindra að hún nái fótfestu hér á landi. Því er mikilvægt að katta- og hundaeigendur sem og dýralæknar verði vel á varðbergi og sendi Mat- vælastofnun tilkynningu ef grunur leikur á um flóasmit. Flóin er það stór að auðvelt er að sjá hana með berum augum, en hún hreyfir sig hratt og því getur verið erfitt að koma auga á hana á dýrum með þéttan eða dökkan feld. Oft er auð- veldara að sjá saur flónna, en hann minnir helst á sandkorn í feldinum. Kláði getur verið mismikill og hjá sumum dýrum alls ekki áberandi. Kattafló getur lifað á og fjölgað sér bæði í hundum og köttum, en það getur fuglafló ekki. Einnig geta gæludýrin þrátt fyrir meðhöndlun endurtekið smitast aftur frá innan- húss umhverfi ef það er ekki þrifið gaumgæfilega samtímis meðhöndl- uninni. Óþægindi Kattafló getur lifað á og fjölgað sér bæði í hundum og köttum.  Fyrsta skipti sem óværan er staðfest utan höfuðborgarinnar Morgunblaðið/Þórður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.