Morgunblaðið - 29.09.2016, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
Hverfisgötu 105, Sími 551 6688, www.storarstelpur.is • Munið bílastæði á bak við hús Við erum á facebook
STÓRAR
STELPUR
tískuvöruverslun
Gott úrval af fallegum haustvörum
VIÐTAL
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Eva Björk Sigurjónsdóttir var ekki
með hugann við húsa- og húsgagna-
smíði og stefndi annað en skipti um
kúrs, fór í smíðina og tók á móti
sínu öðru sveinsbréfi í liðinni viku.
Eva Björk segir að hún hafi
stefnt að því að verða flugvirki.
„Mér fannst það mjög heillandi, sér-
staklega vegna þess að pabbi minn
er flugvirki og hann var alltaf að
ferðast út um allan heim. Mér
fannst líka eitthvað einstaklega
„kósý“ tilhugsun að geta bara verið
í skítagallanum að vesenast eitt-
hvað,“ segir hún.
Heilög þrenna
Flugvirkjanámið var eingöngu í
boði erlendis og það hentað Evu
Björk alls ekki, svo þar með varð
ekkert úr þeirri hugmynd. „Ég var
ein af þessum óskynsömu sem fóru
ekki beint í framhaldsskóla eftir
grunnskólapróf, en eftir nokkur ár
á vinnumarkaðnum ákvað ég að
drífa mig í skóla.“
Leiðin lá í frumgreinadeild Há-
skólans í Reykjavík og eftir þrjár
annir skoðaði hún hvað var í boði og
leitaði hugurinn einna helst í mann-
fræði og sálfræði. „Mér fannst allir
vera að fara í þessi fög og þá var
það ekki eins spennandi.“ Hún velti
fyrir sér hvað henni fyndist
skemmtilegt að gera og staldraði
fljótlega við smíðar. „Ég hafði mik-
inn áhuga á húsgagnasmíði og þá
sérstaklega að hanna húsgögn,
kynnti mér námið í Tækniskólanum,
sá að það var mjög áhugavert og
þar með var það ákveðið. Námstím-
inn lengdist ekki mikið við að taka
húsa- og húsgagnasmíði saman, svo
ég ákvað að skella mér í þessa heil-
ögu þrennu, að klára það sem vant-
aði upp á stúdentinn og svo húsa-
og húsgagnasmiðinn. Betra seint en
aldrei.“
Lúxussmiður inni
Það er nóg að gera í húsasmíð-
inni. Eva starfar hjá HbH Byggi og
vinnur nú við að innrétta nýjan veit-
ingastað, Hard Rock. „Ég kýs að
vera lúxussmiður og vinna inni á Ís-
landi,“ segir hún. Hún segir að
stundum sé vinnan rútína en oft sé
eitthvað nýtt og krefjandi og smiður
sem hafi unnið í 20 ár þurfi gjarnan
að takast á við hluti sem hann hafi
aldrei gert áður. „Þetta hentar mér
vel,“ segir hún.
„Húsasmíði er erfiðisvinna, ég
vinn 10 tíma á dag og hendurnar á
mér eru ekkert stórkostlega fal-
legar,“ heldur Eva Björk áfram.
„Starfið er ekki fyrir pempíur, en í
framtíðinni stefni ég á að fara í
meistaraskólann og í kjölfarið get
ég til dæmis farið í eigin rekstur
eða kennslu.“ Hún segir áhugavert
að fara til útlanda og læra eitthvað
sem tengist húsasmíði eins og bygg-
ingafræði, húsgagnaviðgerðir eða
hönnun. „Maður þroskast á hverj-
um degi og það má breyta um kúrs
en aðalatriðið er að mér finnst gam-
an í vinnunni og það finnst mér
einna mikilvægast.“
Konur sjaldséðar í húsasmíði
Eva Björk segir að konur séu
sjaldséðar í húsasmíðinni. „Ég varð
að venjast því að vera kölluð strák-
ur, því strákar er samheiti yfir alla,
strákar gerið þetta, strákar, gerið
hitt. Normið í faginu er að vera
gaur og konur verða að velja hvort
þær nenni að rífast yfir öllum karl-
rembubröndurunum eða að vera
mestu karlremburnar. Ég valdi það
síðarnefnda vegna þess að það er
ekkert fyndnara en að hlusta á
konu á þeirra plani. Það er besta
vörnin en ég er samt enginn
trukkur.“
Annars ber Eva Björk strákun-
um vel söguna. Konur sæki á í
stéttinni og hún geti valið að vera
góð staðalímynd og berjast fyrir
kynsystrum sínum sem á eftir koma
eða finnast allt vera ómögulegt og
íþyngjandi. „Það er líklega gott fyr-
ir börn að alast upp hjá mömmu
sem er smiður. Dóttir mín er alveg
krúttlega stolt af því að ég sé
smiður. Ég held að ég sé bara nokk-
uð góð fyrirmynd en ég verð bara
að passa að setja markið ekki of
hátt fyrir komandi kynslóðir.“
Eva Björk mesta karlremban
Er með sveinspróf í húsa- og húsgagnasmíði Kann vel við sig í skítagallanum Stefnir á að fara
í meistaraskólann Gott að alast upp hjá mömmu sem er smiður og dóttirin krúttlega stolt
Morgunblaðið/Golli
Smiðurinn Eva Björk Sigurjónsdóttir smíðar á Hard Rock.
Sveinsstykkið Eva Björk smíðaði
náttborðið í Tækniskólanum.