Morgunblaðið - 29.09.2016, Síða 28

Morgunblaðið - 29.09.2016, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Hverfisgötu 105, Sími 551 6688, www.storarstelpur.is • Munið bílastæði á bak við hús Við erum á facebook STÓRAR STELPUR tískuvöruverslun Gott úrval af fallegum haustvörum VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eva Björk Sigurjónsdóttir var ekki með hugann við húsa- og húsgagna- smíði og stefndi annað en skipti um kúrs, fór í smíðina og tók á móti sínu öðru sveinsbréfi í liðinni viku. Eva Björk segir að hún hafi stefnt að því að verða flugvirki. „Mér fannst það mjög heillandi, sér- staklega vegna þess að pabbi minn er flugvirki og hann var alltaf að ferðast út um allan heim. Mér fannst líka eitthvað einstaklega „kósý“ tilhugsun að geta bara verið í skítagallanum að vesenast eitt- hvað,“ segir hún. Heilög þrenna Flugvirkjanámið var eingöngu í boði erlendis og það hentað Evu Björk alls ekki, svo þar með varð ekkert úr þeirri hugmynd. „Ég var ein af þessum óskynsömu sem fóru ekki beint í framhaldsskóla eftir grunnskólapróf, en eftir nokkur ár á vinnumarkaðnum ákvað ég að drífa mig í skóla.“ Leiðin lá í frumgreinadeild Há- skólans í Reykjavík og eftir þrjár annir skoðaði hún hvað var í boði og leitaði hugurinn einna helst í mann- fræði og sálfræði. „Mér fannst allir vera að fara í þessi fög og þá var það ekki eins spennandi.“ Hún velti fyrir sér hvað henni fyndist skemmtilegt að gera og staldraði fljótlega við smíðar. „Ég hafði mik- inn áhuga á húsgagnasmíði og þá sérstaklega að hanna húsgögn, kynnti mér námið í Tækniskólanum, sá að það var mjög áhugavert og þar með var það ákveðið. Námstím- inn lengdist ekki mikið við að taka húsa- og húsgagnasmíði saman, svo ég ákvað að skella mér í þessa heil- ögu þrennu, að klára það sem vant- aði upp á stúdentinn og svo húsa- og húsgagnasmiðinn. Betra seint en aldrei.“ Lúxussmiður inni Það er nóg að gera í húsasmíð- inni. Eva starfar hjá HbH Byggi og vinnur nú við að innrétta nýjan veit- ingastað, Hard Rock. „Ég kýs að vera lúxussmiður og vinna inni á Ís- landi,“ segir hún. Hún segir að stundum sé vinnan rútína en oft sé eitthvað nýtt og krefjandi og smiður sem hafi unnið í 20 ár þurfi gjarnan að takast á við hluti sem hann hafi aldrei gert áður. „Þetta hentar mér vel,“ segir hún. „Húsasmíði er erfiðisvinna, ég vinn 10 tíma á dag og hendurnar á mér eru ekkert stórkostlega fal- legar,“ heldur Eva Björk áfram. „Starfið er ekki fyrir pempíur, en í framtíðinni stefni ég á að fara í meistaraskólann og í kjölfarið get ég til dæmis farið í eigin rekstur eða kennslu.“ Hún segir áhugavert að fara til útlanda og læra eitthvað sem tengist húsasmíði eins og bygg- ingafræði, húsgagnaviðgerðir eða hönnun. „Maður þroskast á hverj- um degi og það má breyta um kúrs en aðalatriðið er að mér finnst gam- an í vinnunni og það finnst mér einna mikilvægast.“ Konur sjaldséðar í húsasmíði Eva Björk segir að konur séu sjaldséðar í húsasmíðinni. „Ég varð að venjast því að vera kölluð strák- ur, því strákar er samheiti yfir alla, strákar gerið þetta, strákar, gerið hitt. Normið í faginu er að vera gaur og konur verða að velja hvort þær nenni að rífast yfir öllum karl- rembubröndurunum eða að vera mestu karlremburnar. Ég valdi það síðarnefnda vegna þess að það er ekkert fyndnara en að hlusta á konu á þeirra plani. Það er besta vörnin en ég er samt enginn trukkur.“ Annars ber Eva Björk strákun- um vel söguna. Konur sæki á í stéttinni og hún geti valið að vera góð staðalímynd og berjast fyrir kynsystrum sínum sem á eftir koma eða finnast allt vera ómögulegt og íþyngjandi. „Það er líklega gott fyr- ir börn að alast upp hjá mömmu sem er smiður. Dóttir mín er alveg krúttlega stolt af því að ég sé smiður. Ég held að ég sé bara nokk- uð góð fyrirmynd en ég verð bara að passa að setja markið ekki of hátt fyrir komandi kynslóðir.“ Eva Björk mesta karlremban  Er með sveinspróf í húsa- og húsgagnasmíði  Kann vel við sig í skítagallanum  Stefnir á að fara í meistaraskólann  Gott að alast upp hjá mömmu sem er smiður og dóttirin krúttlega stolt Morgunblaðið/Golli Smiðurinn Eva Björk Sigurjónsdóttir smíðar á Hard Rock. Sveinsstykkið Eva Björk smíðaði náttborðið í Tækniskólanum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.