Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 fótboltabuxur verð frá 5.990,- allt fyrir boltaiðkunnina Hummel I Sundaborg 1 I Sími 553 0700 I dansport@dansport.is I facebook: hummel Island Fæst í öllum helstu sportvöruverslunum Sigurður Ægisson sae@sae.is Í sumar mátti heyra undarlegan sönglanda hljóma úr turni Siglu- fjarðarkirkju og berast yfir miðbæ- inn tvisvar á dag enda vakti það furðu heimafólks jafnt sem ferða- manna. Það upplýstist um síðir að um „listrænan gjörning“ var að ræða, ætlaðan gestum Þjóðlagahá- tíðar í júlíbyrjun. Gústaf Daníelsson kvað þar gegnum hátalarakerfi gamla stemmu um ellina; þegar fátt annað væri eftir en yndið af því að yrkja vísur. Rök þeirra sem stóðu að gjörn- ingnum voru þau að hvar ætti þessi gamla tónlistarhefð betur við en í bæ sr. Bjarna Þorsteinssonar, þess mikla þjóðlagasafnara – og frá kirkj- unni sem var reist í hans tíð og hann þjónaði í fyrstur presta? En hvernig kom þessi hugmynd til? Tíðindamaður hafði uppi á þeim tveimur sem stóðu fyrir gjörn- ingnum, Örlygi Kristfinnssyni myndasmið og Gunnari Smára Helgasyni hljóðmeistara. Örlygur verður fyrst til svara: „Jú, forsagan er þannig að undan- farin ár hefur Kvæðamannafélagið Ríma í Fjallabyggð starfað af mikl- um krafti undir leiðsögn Rúnu Ingi- mundardóttur tónlistarkonu. Einn félaganna er Gústi Dan, eins og við köllum hann, eigandi Egils sjávaraf- urða, og hann hefur lagt það í vana sinn þegar hann tekur þátt í mat- vælakynningum á erlendri grundu að kveða íslenskar stemmur fyrir viðskiptavini sína – og er þess jafnan beðið með eftirvæntingu að smakka reykta og grafna laxinn hans við rammíslenskan rímnasöng – þegar menn treysta viðskiptasamningana. Eins og bænakall múslíma Á einni slíkri matvælaráðstefnu í Kaupmannahöfn í vor kvaddi Gústi sér hljóðs í virðulegu kvöldverðar- boði og fór með eina forna stemmu um ellina og yrkingar. Í veislulok þakkaði Júlíus Hafstein sendiherra fyrir sönginn og óskaði þess að hann hefði Gústa með í ferðum sínum um heiminn. Einnig vék danskur maður sér að Gústa og spurði hvort hann hefði heyrt rétt, að það hefði verið ís- lenskt þjóðlag sem hann söng, þetta hefði nefnilega hljómað eins og bænakall múslíma? Eftir heimkomu sagði Gústi frá þessu atviki og einhvern tíma á góðri stundu þegar sagan var rifjuð upp fæddist hugmyndin og ég stakk upp á að við fengjum Gunnar Smára, hljóðmann Íslands, eins og hann hef- ur oft verið nefndur, til liðs við okkur og við útvörpuðum laginu yfir bæinn á Þjóðlagahátíðinni. Þetta væri gert á laun og sem nokkurskonar hrekkur og ætti að koma Gunnsteini Ólafs- syni á óvart og öðrum þeim sem stóðu fyrir hátíðinni. Skemmst er frá því að segja að hugmyndin varð að veruleika og mæltist gjörningurinn svo vel fyrir meðal margra bæjarbúa að ákveðið var að leyfa honum að lifa út sum- arið, með góðfúslegu leyfi þeirra sem málefnum Siglufjarðarkirkju ráða. Við skiptum reyndar um stef eftir einhvern tíma, sjö mismunandi lög voru þá kveðin af sex félögum Kvæðamannafélagsins Rímu í Fjallabyggð – þremur Siglfirðingum, tveimur Ólafsfirðingum og einum Akureyringi – eitt lag hvern dag, klukkan 15.15 og 18.15, fram til 15. september.“ Gunnar Smári tekur undir þetta: „Þegar Örlygur nefndi hugmyndina við mig sagði ég um- svifalaust „Já, þetta gerum við“, án þess að vera búinn að hugsa til enda tæknilega lausn á verkefninu. Við hljóðrituðum flutninginn og eftir ör- litla umhugsun ákvað ég að nota ör- tölvu (Raspberry Pi) sem spilara og fékk svo lánaðan nokkuð öflugan há- talara hjá formanni karlakórsins í Fjallabyggð, Ægi Bergs. Síðan þurfti að koma nettengingu í turninn til að sjá til þess að allt gerðist á ná- kvæmlega réttum tímum og það var gert með þráðlausum netbúnaði frá útvarpi Trölla sem er staðsett nokkr- um húsum frá turninum. Ég hafði mjög gaman af því að fá að vera hluti af þessum gjörningi og vona að þetta megi verða fastur liður í blómlegu menningarlífi okkar hér á Siglufirði.“ Kveðið úr kirkjuturni Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Turn Siglufjarðarkirkju og gjörningsfólkið Aftari röð f. vinstri: Örlygur Kristfinnsson, Sigurður Hlöðversson, Gústaf Daníelsson og Þorgeir Gunn- arsson. Fremri röð f. vinstri: Margrét Ásgeirsd. og Svanfríður Halldórsd. Eins og hér kemur fram lýstu margir Siglfirðingar ánægju sinni með þetta framtak Gunn- ars Smára og Rímufélaga. En alltaf má gera ráð fyrir mismun- andi sjónarmiðum eins og geng- ur. Álit nokkurra kom fram í Facebókarfærslu Brynju Bald- ursdóttur hönnuðar sem hún deildi með vinum sínum 22. ágúst. Þar skrifaði hún: „Hrós dagsins fær Kvæðamanna- félagið Ríma fyrir kveðskapinn sem ómar frá kirkjuturninum tvisvar á dag. Það fer um mig sælutilfinning í hvert sinn sem ég heyri þessa dásemd. Vona að þetta sé komið til að vera og fastur liður í lífinu á Sigló. Takk fyrir mig.“ Kristín Sigurjónsdóttir bætti við: „Sammála þér Brynja. Ríma lyftir sannarlega upp bæjar- bragnum með þessum ramm- íslensku tónum!“ Ennfremur skrifaði Helgi Svavar Helgason tónlistar- maður: „Þetta er svo mikil snilld, ein sterkasta listupplifun þessa árs að mínu mati. Meiriháttar.“ Lyfti bæjar- bragnum VAKTI SÆLUTILFINNINGU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.