Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 38
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Fyrsta skóflustunga var tekin í gær
að 360 fermetra byggingu sem mun
rísa við Bruggsmiðjuna á Árskógs-
sandi í Eyjafirði, sem framleiðir
bjór undir merkjum Kalda. Þar
hyggst fyrirtækið starfrækja bjór-
böð og veitingahús sem stefnt er að
því að vígja næsta vor. Um nýjung
er að ræða hér á landi og telur
Agnes Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar, að
mögulega séu þetta fyrstu bjórböð á
Norðurlöndum. Hún hafi þó ekki
fengið það skjalfest.
„Við viljum með þessu auka fram-
boð á afþreyingu hér á svæðinu,“
segir Agnes, en Bruggsmiðjan fær
orðið árlega um 12 þúsund ferða-
menn í heimsókn sem vilja skoða
brugghúsið og smakka á framleiðsl-
unni. Hafa sífellt fleiri ferðaskrif-
stofur verið að skipuleggja heim-
sóknir í brugghúsið og til fleiri
framleiðenda við Tröllaskagann.
Tékknesk fyrirmynd
Byggingin verður í tveimur ein-
ingum, annars vegar bjórheilsu-
lindin sjálf, þar sem verða sjö
tveggja manna bjórkör, sturtur og
nuddstofur, og hins vegar veitinga-
hús sem tekur um 70 manns í sæti.
Einnig verða útipottar með bjór-
blöndu, til að geta tekið á móti
stærri hópum ferðamanna.
Bjórböðin eru að tékkneskri
fyrirmynd en Agnes segir þau einn-
ig vinsæl í löndum eins og Slóvakíu
og Þýskalandi. Körin koma þannig
sérsmíðuð frá Þýskalandi.
Mælt er með því að liggja í yl-
volgu bjórbaði í um 25 mínútur og
fara síðan í aðrar 25-30 mínútur í
nudd eða aðra slökun. Ætlast er til
að bíða með sturtu í um fjóra tíma
til að hámarka virknina og gefst
gestum þá m.a. færi á að matast í
millitíðinni.
Að sögn Agnesar þykir bjórinn
heilnæmur fyrir húðina og þá eink-
um gerið. Körin verða fyllt með
bjór, saltvatni og geri, sem búið er
að nota í bjórframleiðslunni.
„Ég hef prófað þessi böð sjálf og
finn alltaf mikinn mun á húðinni á
eftir,“ segir hún.
Tíu ár frá fyrsta Kaldanum
Vonir standa til að byggingin
verði fokheld fyrir jól og starfsemin
hefjist í mars, apríl eða maí. Heilsu-
lindin mun skapa nokkur ný störf,
en rekstrarstjóri verður tengdadótt-
ir Agnesar, Ragnheiður Ýr Guð-
jónsdóttir. Hún og maðurinn henn-
ar, Sigurður Bragi Ólafsson,
bruggmeistari Kalda, hafa flutt sig
um set frá Akureyri til Árskógs-
sands vegna aukinna umsvifa fyrir-
tækisins. Áður keyrðu þau alltaf á
milli til daglegra starfa í brugghús-
inu, sem orðið er eitt hið stærsta á
landinu og fagnaði nýverið 10 ára
afmæli sínu.
Agnes og maður hennar, Ólafur
Þröstur Ólafsson, stofnuðu Brugg-
smiðjuna í desember 2005 en fyrsta
framleiðslan kom á markað haustið
2006. Síðan þá hafa hjónin smátt og
smátt aukið uppbyggingu fyrirtæk-
isins ásamt fjölskyldu sinni.
Ester Líf, dóttir Agnesar og
Ólafs, og móðurafi hennar, Sigurður
Tryggvi Konráðsson, tóku fyrstu
skóflustunguna, en Ester átti ein-
mitt afmæli í gær og saman mynda
þau Sigurður gott teymi.
Byrjað að reisa bjórböð Kalda
Fyrsta skóflustunga tekin á Árskógssandi í gær Þörf á aukinni afþreyingu fyrir ferðamenn
Veitingahús, slökun og sjö kör full af bjór Bruggsmiðjan fær til sín 12 þúsund ferðamenn á ári
Ljósmynd/Gunnar Konráðsson
Athöfn Ester Líf Ólafsdóttir og Sigurður
Tryggvi Konráðsson tóku skóflustunguna.
Teikning/Bruggsmiðjan
Bjórspa Svona munu bjórheilsulindin og veitingahúsið líta út við Bruggsmiðjuna á Árskógssandi, þar
sem Kaldi er framleiddur. Í heilsulindinni verða sjö bjórkör, slökunarherbergi og sturtur.
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
www.fr.isSylvía G. Walthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
Salvör Davíðsdóttir
Nemi til löggildingar fasteignasala
Brynjólfur Þorkellsson
Sölufulltrúi
FRÍTT
VERÐMAT
ENGAR SKULDBINDINGAR
HRINGDU NÚNA
820 8081
sylvia@fr.is
Sjöfn Ólafsdóttir
Skrifstofa