Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 48
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Í dag eru 39 dagar til 8. nóvember,
þegar Bandaríkjamenn ganga til for-
setakosninga þar sem valið stendur
fyrst og fremst á milli þeirra Hillary
Rodham Clinton, frambjóðanda
Demókrataflokksins og Donalds
Trump, frambjóðanda Repúblikana-
flokksins. Þau mættust í fyrstu sjón-
varpskappræðunum af þrennum að-
faranótt þriðjudagsins, flestir
fjölmiðlar vestanhafs telja Clinton
hafa staðið sig betur og þær skoðana-
kannanir sem gerðar hafa verið síðan
þá sýna að hún hefur forskot. Til
dæmis reiknaði bandaríska dagblaðið
The New York Post út meðaltal nýj-
ustu skoðanakannana í gær og nið-
urstaðan var að Clinton er með 45%
fylgi og Trump með 42%. Á grund-
velli þessa telur blaðið 70% líkur á að
Clinton verði kosin.
Næstu sjónvarpskappræður for-
setaframbjóðendanna verða 9. októ-
ber og þær þriðju og síðustu verða 19.
október.
Utan- og innanríkismál
En hvað er það sem helst er tekist á
um? Fyrir það fyrsta virðast banda-
rísku forsetakosningarnar snúast
álíka mikið um utanríkis- og innanrík-
ismál. Meðal helstu mála sem hafa
verið í brennidepli í kosningabarátt-
unni eru samtökin sem kenna sig við
íslamska ríkið, staða mála í Írak, jafn-
rétti kynjanna, tölvuöryggismál, fóst-
ureyðingar, rétturinn til að eiga og
bera skotvopn, loftslagsbreytingar,
innflytjendamál, kjarnavopn, fríversl-
unarsamningar, atvinnumál, heil-
brigðismál, samskipti ólíkra kynþátta
– fátt virðist frambjóðendunum óvið-
komandi.
Þau málefni sem helst brenna á
bandarískum kjósendum eru þó efna-
hagsmál og hryðjuverkaógnin, sam-
kvæmt könnun sem Pew rannsókn-
arstofnunin bandaríska gerði fyrir
nokkru meðal skráðra kjósenda í
Bandaríkjunum. Þar sögðu 84% svar-
enda að efnahagsmálin væru það mál-
efni sem helst réði því hvernig þeir
myndu kjósa þann 8. nóvember og
80% sögðu að hryðjuverkaógnin
skipti þá miklu máli í þessu sambandi.
Önnur málefni sem skiptu kjósendur
mestu máli samkvæmt könnuninni
eru utanríkisstefna Bandaríkjanna,
heilbrigðiskerfið, byssueign og inn-
flytjendamál. Könnun sem Gallup
gerði fyrr í vikunni sýnir áþekka nið-
urstöðu; að efnahagsmálin skipta
kjósendur mestu máli.
Af því að hún er ekki Trump
Í síðustu viku kannaði Pew rann-
sóknarstofnunin hvers vegna kjós-
endur hafa ákveðið að styðja annað-
hvort Clinton eða Trump. Hægt var
að velja á milli nokkurra möguleika og
sá sem flestir merktu við var: Vegna
þess að hún/hann er ekki Trump/Clin-
ton. Samkvæmt þessu er helsta
ástæða kjósenda fyrir því að velja
annan hvorn frambjóðandann hvað
hann er ekki, en ekki hvað hann er.
Aðrar ástæður sem stuðningsmenn
Clinton gáfu fyrir að kjósa hana voru
að hún hefði reynslu, stefna hennar og
persónuleiki. Ástæður þeirra sem
styðja Trump voru m.a. að hann væri
nýr í stjórnmálum og því líklegri til að
boða breytingar. Þegar spurt var um
hvað ylli stuðningsmönnum helst
áhyggjum í fari frambjóðendanna
nefndu þeir sem styðja Trump skap-
ferli hans og hversu óútreiknanlegur
hann væri. Stuðningsmenn Clinton
nefndu að hún hefði ekki alltaf komið
hreint fram og að fortíð hennar gæti
staðið henni fyrir þrifum. Þegar spurt
var um hversu þungt vægi reynsla eða
reynsluleysi frambjóðendanna hefði
sögðu 79% stuðningsmanna Clinton
að það væri ein aðalástæðan fyrir því
að þeir ætluðu að kjósa hana og 47%
stuðningsmanna Trump sögðu að
reynsluleysi hans væri aðalástæðan
fyrir stuðningi við hann.
Málin eru mörg og margvísleg
39 dagar eru til bandarísku forsetakosninganna Reynsla Clinton heillar suma en aðrir telja
reynsluleysi Trumps honum til tekna Efnahagsmálin skipta bandaríska kjósendur mestu máli
AFP
Frambjóðendur Vel fór á með þeim Hillary Clinton og Donald Trump áður en kappræður þeirra hófust á mánu-
dagskvöldið. Þær voru haldnar í Hofstra háskólanum í Hempstead í New York. Kannanir sýna að mjótt er á munum.
48 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
Hamraborg 10 – Sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18, laugardaga 11-14
Kynnum nýju margskiptu
glerin frá Essilor
Fáðu aukapar í kaupbæti
Verið velkomin í sjónmælingu
Traust og góð þjónusta í 20 ár