Morgunblaðið - 29.09.2016, Side 54
54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ígær hleyptimbl.is afstokkunum
nýjum vef um sjáv-
arútvegsmál.
Vefurinn stendur á
traustum grunni, hann byggist
annars vegar á vefnum sax.is
og hins vegar á mbl.is og
Morgunblaðinu. Sax.is, sem
Árvakur, útgefandi Morg-
unblaðsins og mbl.is, hefur fest
kaup á, hefur í átta ár þjónað
sjávarútveginum sem mikilvæg
upplýsingaveita um flest sem
greininni viðkemur.
Morgunblaðið og mbl.is hafa
alla tíð sinnt vandlega umfjöll-
un um sjávarútveg, en með
ólíkum hætti þó í gegnum tíð-
ina. Áður fyrr var gefið út viku-
legt sérblað um sjávarútveg
auk þess sem fréttir sem hon-
um tengdust voru birtar á
fréttasíðum blaðsins. Nú fer
umfjöllun um sjávarútveginn
bæði fram á fréttasíðum blaðs-
ins og með sérstakri umfjöllun
í Viðskiptamogganum, auk til-
fallandi sérblaða um málefni
greinarinnar. Sjávarútvegur
hefur einnig verið til umfjöll-
unar á fréttasíðum og á við-
skiptahluta mbl.is en með til-
komu nýja vefsins, sem fengið
hefur nafnið 200 mílur, verður
þessi umfjöllun aukin til muna
og þjónustan við þá sem að
greininni koma og áhuga hafa á
henni þar með.
Sjávarútvegur er vitaskuld
aðeins ein af mörgum atvinnu-
greinum landsmanna sem
Morgunblaðið og mbl.is sinnir
með yfirgripsmikilli umfjöllun,
en það er við hæfi að þessi at-
vinnugrein sé sú
fyrsta sem fær sér-
stakan undirvef á
mbl.is, enda um
undirstöðu-
atvinnuveg þjóðar-
innar að ræða og þá grein sem
átt hefur ríkastan þátt í að
lyfta landinu úr örbirgð í bjarg-
álnir og loks til þeirrar velmeg-
unar sem Íslendingar búa við í
dag.
Nafnið 200 mílur er viðeig-
andi þar sem útfærsla land-
helginnar var meiriháttar
skref í þá átt að tryggja af-
komu þjóðarinnar. Annað skref
sem nefna má á þeirri löngu og
farsælu braut er upptaka
fiskveiðistjórnarkerfisins sem
verið hefur við lýði í um þrjá
áratugi og hefur verið forsenda
þeirrar hagkvæmni sem náðst
hefur í íslenskum sjávarútvegi
og vakið hefur athygli og þótt
til eftirbreytni víða um heim.
Íslendingar eru lánsamir að
búa í landi þar sem ríkir al-
menn velsæld og þar sem sam-
anburður við önnur ríki er að
flestu leyti hagfelldur. Þetta
hefur þó ekki komið af sjálfu
sér heldur byggist á öflugu at-
vinnulífi og þeim skilningi sem
ríkt hefur á því að búa þurfi öll-
um greinum atvinnulífsins sem
allra best skilyrði til að þær
geti vaxið og dafnað. Með út-
gáfu 200 mílna á mbl.is standa
vonir til að áhugi og þekking á
þeirri mikilvægu undirstöðu ís-
lensks atvinnulífs sem sjávar-
útvegur er fari vaxandi og að
með því megi stuðla að enn
frekari vexti greinarinnar og
velsæld landsmanna.
Nýr vefur mbl.is
um sjávarútveg var
opnaður í gær}
200 mílur
Í fréttum „RÚV“í gær sagði
m.a.: „Umboðs-
maður Alþingis
hefur beint þeim
tilmælum til innan-
ríkisráðuneytisins
og fangelsismálastofnunar að
þau taki kvörtun fanga á Litla
Hrauni til endurskoðunar.
Fanginn kvartaði undan því að
fangavörður í fangelsinu hefði
sagt að hann væri „asni“.“
Nú hefur ekki verið kannað
hvort einhver hafi áður kallað
mann „asna“ á Íslandi, en eng-
in fyrirmynd úr dýraríkinu er
hér til staðar. Hefði fangi verið
kallaður „fálki“ hefði kerfið
varla eytt milljónum í málið
(þegar horft er til tímakaups
embættismanna). Nema fangi
væri samfylkingarmaður og því
djúpt særður yfir að vera líkt
við merki íhaldsins.
Eftir rækilega yfirlegu fjöl-
margra stofnana ákvað innan-
ríkisráðuneytið að hafast ekki
að. En þá komst málið í réttar
hendur. Umboðs-
maður Alþingis
sökkti sér niður í það
og skilaði yfirgrips-
miklu áliti. (Í ljósi
þess sést hversu
ósanngjarnt er að
óska eftir því að Umboðsmaður
kíki á nokkur hundruð millj-
arða stjórnsýsluklúður.)
Í áliti Umboðsmannsins
kemur m.a. fram að fanginn
hafi orðið þunglyndur við að
hafa verið kallaður „asni“. Von-
andi hafa Bandaríkjamenn
ekki gengið svona langt í
Guantanamo.
Í niðurstöðu síns langa og
vandaða álits ákvað Umboðs-
maður Alþingis að „beina þeim
tilmælum til innanríkisráðu-
neytisins og fangelsismála-
stofnunar að þau taki kvörtun
fanga á Litla Hrauni til endur-
skoðunar“. Innanríkisráðu-
neytið samþykkti það! Íslandi
er því borgið og hringferð allra
þessara stofnana getur hafist á
ný.
Verður bók Einars
Kára, „Þetta eru
asnar Guðjón,“
bönnuð á Hrauninu?}
Gæta ber hófs, asni er hófdýr
E
itt og annað í stjórnmálaumræðu
er ekki hægt að ræða án þess að
umræðan fari út í tóma steypu.
Eitt af því sem svo gott sem
vonlaust er að reyna að ræða af
einhverri yfirvegun er sala tóbaks og tóbaks-
notkun mannsins.
Nú ætla ég ekki að æra óstöðugan með því
að fjalla um reykingar heldur einungis reyk-
laust tóbak. Þróun mála í þeim málaflokki er
yfirgengileg en sjálfsagt er mörgum ekki
kunnugt um það enda ekki það sem efst er á
dagskrá hjá fólki yfirleitt. Margt annað mikil-
vægara má auðvitað ræða og skoða.
Reyklaust tóbak rataði þó inn í sali Alþingis
árið 1996, ekki einungis vegna þess að nokkrir
þingmenn neyttu þess, heldur til að banna
slíkt, jaaaa að hluta til. Þá eins og nú voru þeir
enn til sem telja að boð og bönn skili einhverju. Ekki
þarf að efast um að hugurinn að baki sé góður og allt það.
Snillingunum á Austurvelli tókst þá að banna innflutn-
ing og sölu á því sem kallað var munntóbak og fínkorna
neftóbak. Bann á munntóbaki var tilskipun til aðildar-
landa EES frá hinu háæruverðuga Evrópusambandi en
ekki fínkorna neftóbakið. Þá hafði fengist hér á eyjunni
gæða munntóbak frá norræna velferðarríkinu Svíþjóð,
og er kallað General. Svíar fengu undanþágu frá hinu
háæruverðuga ESB og framleiða, og nota, munntóbakið
í stórum stíl í anda norrænnar velferðar. Generalið er
fínt og ef lyktin fer í mann má einnig fá sér Ettan, sem er
aldeilis ljómandi. Á þessum tíma sem hér um
ræðir var einnig hægt að gæða sér á aldeilis
fínu erlendu neftóbaki sem kallað er snuff. Á
tyllidögum var ekki slæmt að fá sér 99, Presi-
dent eða Löwen-Prise, allt eftir því í hvernig
stuði menn voru. 99 er svolítið fínna en hinar
tvær tegundirnar og bragðið öðruvísi. Lö-
wen-Prise er til dæmis með meira lakkrís-
bragði og er grófara. Íslenskir alþingismenn
sáu hins vegar til þess að maður getur ein-
ungis gætt sér á slíku erlendis, þar sem varan
er að sjálfsögðu víða leyfileg.
Þingheimur bannaði hins vegar ekki allt
reyklaust tóbak af mikilli prinsippástæðu,
eða vegna heilags stríðs gegn þeim vágesti
sem tóbak vissulega getur verið sé hófs ekki
gætt. Alls ekki. Þingheimurinn bannaði auð-
vitað ekki ríkisframleiðsuna á neftóbaki. Mér
hefur aldrei þótt íslenska tóbakið gott og manni var
skapi næst að byrja að reykja eftir þennan fíflagang
þingmanna, sem ég hef þó aldrei gert. Niðurstaðan er sú
að neysla munntóbaks og neftóbaks hefur stóraukist á
Íslandi. Sú breyting hefur orðið að margir (sérstaklega
ungir karlar) troða íslenska neftóbakinu í vörina á sér.
Ég veit ekki annað en íslenska tóbakið hafi ávallt verið
hugsað sem neftóbak en ekki munntóbak. Samkvæmt
upplýsingum frá Landlæknisembættinu, sem DV greindi
frá í fyrra, er nikótínið í íslenska tóbakinu 115% meira en
í General. Þar kom einnig fram að ríkið upplýsti ekki
embættið um innihald tóbaksins. kris@mbl.is
Kristján
Jónsson
Pistill
Stórsigur reyklausa ríkistóbaksins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ídag er einn mánuður í þing-kosningar, því kosið verður29. október nk. Alþingi siturenn og ekki er búist við að
störfum þess ljúki fyrr en í næstu
viku og því ekki fyrr en eftir það,
sem hin raunverulega kosningabar-
átta fer fyrir alvöru af stað, þótt vit-
anlega sé hún hafin.
Erfitt er að henda reiður á því
hvert fylgi stjórnmálaflokkanna er
um þessar mundir, því skoðana-
kannanir sýna afar mismunandi
fylgi við einstaka flokka og virðist
vera mikil hreyfing á fylginu.
Á mánudagskvöld gerðu
Fréttablaðið og Stöð 2 skoðana-
könnun þar sem spurt var um fylgi
flokkanna.
Í þeirri könnun mældist Sjálf-
stæðisflokkurinn langstærstur með
34,6 prósenta fylgi. Píratar voru með
tæp 20 prósent og Vinstri græn og
Framsókn með tæp 13 prósent.
Aðeins rétt rúmur helmingur
aðspurðra tók afstöðu í skoðana-
könnuninni, eða 51,5%.
Yrðu niðurstöður í þingkosn-
ingunum í líkingu við nýjustu skoð-
anakönnun Fréttablaðsins, héldi
þingmeirihluti Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks, þar sem Sjálf-
stæðisflokkurinn fengi 24 þingmenn
og Framsóknarflokkurinn 9, samtals
33 þingmenn í stað þeirra 38 sem
stjórnarmeirihlutinn hefur nú. Pír-
atar fengju 13 þingmenn kjörna,
Vinstri græn 8, og Viðreisn, sem
mælist með ríflega sjö prósenta
fylgi, fengi 5. Samfylkingin fengi 4
þingmenn með tæplega sex prósenta
fylgi.
Aðrar niðurstöður í könnuninni
voru að Björt framtíð mældist með
3,6 prósenta fylgi, Íslenska þjóðfylk-
ingin með 1,5 prósent en aðrir flokk-
ar mældust undir eins prósents
fylgi.
Skoðanakönnun MMR sem var
framkvæmd 20. til 26. september og
gerð opinber í fyrradag sýnir allt
aðrar niðurstöður en könnun Frétta-
blaðsins.
Helstu niðurstöður hennar eru
að Píratar mældust stærstir með
21,6% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn
mældist með 20,6% fylgi. Viðreisn
mældist með 12,3% fylgi, sem er 3,5
prósentustigum meira en í könnun
sem lauk 29. ágúst og hæsta mæling
flokksins hingað til.
Framsókn mældist með 12,2%
fylgi, Vinstri-græn með 11,5% fylgi
og Samfylkingin með 9,3% fylgi.
Björt framtíð mældist með 4,9%
fylgi, Íslenska þjóðfylkingin mældist
með 2,3% fylgi og Dögun með 2,1%.
Önnur framboð mældust undir einu
prósenti.
985 einstaklingar, 18 ára og
eldri svöruðu könnun MMR.
Hver skýringin er á svo ólíkum
niðurstöðum í tveimur skoðanakönn-
unum, sem gerðar eru á svipuðum
tíma liggur ekki ljóst fyrir. Á það er
þó bent að þær séu framkvæmdar
með ólíkum aðferðum. MMR könn-
unin er netkönnun sem gerð var á
sjö dögum. Það sem geti skekkt nið-
urstöðuna, sé m.a. það að eldra fólk
er ólíklegra til þess að taka þátt í
netkönnunum en yngra fólk. Þannig
sé margt eldra fólk í stuðningsliði
Sjálfstæðisflokksins og það
geti verið ein skýring þess að
flokkurinn fékk einungis
20,6% fylgi hjá MMR.
Könnun Fréttablaðsins
var framkvæmd með sím-
hringingum sl. mánudags-
kvöld og það sem gæti
dregið úr áreiðanleika
þeirrar könnunar er
hversu lágt svarhlut-
fallið var, eða 51,5%.
Fylgi flokkanna er
á fljúgandi siglingu
Morgunblaðið/Golli
Í forystu Þessir stjórnmálaforingjar og aðrir geta líklega farið að ein-
beita sér í næstu viku að kosningabaráttu, sem verður væntanlega snörp.
Grétar Þór Eyþórsson, prófess-
or í stjórnmálafræði við Há-
skólann á Akureyri, segist
nokkuð viss um að fleiri séu
óákveðnir nú, mánuði fyrir
kosningar, en alla jafna.
„Kosningabaráttan er varla
byrjuð. Leikritið í kringum
Framsókn er ennþá í gangi og
Píratar hafa verið áberandi í
tiltölulega neikvæðri umræðu,“
sagði Grétar Þór.
Hann kveðst telja að eigin-
leg kosningabarátta hefjist í
næstu viku. Þessi staða þurfi
ekkert endilega að koma á
óvart, miðað við það sem á
undan er gengið.
„Fólk er bara ekki búið að
melta stöðuna og mun
ákveða sig mjög
seint, að mínu mati.
Þetta er bara ólgandi
pottur þessa
dagana,“ sagði
Grétar Þór.
Ákveða sig
mjög seint
PRÓFESSOR Í
STJÓRNMÁLAFRÆÐI
Grétar Þór
Eyþórsson