Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 58
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is
Moules Frites
Bière
Bláskel með frönskum
og bjór
3490,-
alla fimmtudaga
MENNINGí vetur
Veisla í hverri viku
Það stendur mikið til hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands sem er með fjölbreytt úrval á efnisskrá vetrarins að vanda
Sígild tónverk, tónlist fyrir börnin og uppistand með Sinfóníunni er meðal þess sem ratar á svið Eldborgar
Töfrandi „Tónlist er svo sterkt afl og falleg tónlist hrífur fólk auðveldlega
með. Svona upplifun erum við að bjóða upp á í allan vetur hér í Hörpu.“
Morgunblaðið/Ómar
Heimavöllurinn Það er ekki amalegt að eiga heimili í Eldborgarsal Hörpu en það er einmitt tilfellið hjá Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Hljómsveitin býður að vanda upp á fjölbreytta skemmtun fyrir alla fjölskylduna í vetur.
töfrastundir með Sinfóníu-
hljómsveitinni.“
Nýr aðalhljómsveitarstjóri
Það er auðheyrt að Arna Kristín
kann vel við sig í starfi og kannski
ekki að undra þegar haft er í huga að
starf hennar frá degi til dags hverfist
um Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem í
flestra augum telst til þjóðargersema,
fyrir utan að umgjörðin er Eldborg,
einn magnaðasti tónleikasalur Evr-
ópu og þótt víðar væri leitað – ef
marka má þá ótalmörgu erlendu tón-
listarmenn og stjórnendur sem stigið
hafa þar á svið og leyst galdur sinn úr
læðingi. Og það er nóg af töfrum á
efnisskránni fram undan.
„Þetta er auðvitað bara veisla í
hverri viku og munar ekki minnst um
að við kynntum nýlega til sögunnar
nýjan aðalhljómsveitarstjóra, Yan
Pascal Tortelier. Við væntum mikils
af samstarfinu við hann enda er hann
afskaplega virtur og alveg frábær
tónlistarmaður. Hann kemur hingað
reglulega yfir allt starfsárið í vetur og
meira en óhætt er að mæla með öllum
tónleikum sem hann mun stjórna,
bæði í Gulri, Rauðri og Grænni tón-
leikaröð.“
Arna Kristín bendir einnig í fram-
haldi af þessu á að von er á Víkingi
Heiðari í nóvember, en þá mun hann
leika einleik í Eldborgarsalnum
ásamt Sinfóníuhljómsveitinni, og ein-
mitt undir stjórn Tortelier. „Víkingur
er náttúrulega ein af skærustu stjörn-
um okkar og mikil tilhlökkun er fyrir
þeim viðburði. Þá er Daníel Bjarna-
son staðarlistamaður okkar, bæði
sem tónskáld og hljómsveitarstjóri,
og margt spennandi á efnisskránni í
vetur sem hann kemur að, til dæmis
tónleikar Bedroom Community, sem
verða á Airwaves í nóvember.“
Af uppistandi og
öðrum viðburðum
Þegar Arna Kristín nefnir svo við-
burð þar sem fram koma Ari Eldjárn,
einn okkar vinsælustu uppistandara,
og Sinfóníuhljómsveitin verður blaða-
maður að grípa fram í fyrir henni og
biðja um nánari útlistun. Hvernig
fara Sinfóníutónleikar og uppistand
við tilheyrandi hlátrasköllum saman?
Arna Kristín kímir við og útskýrir
svo. „Þetta fléttast snilldarvel saman,
ekki síst af því að Ari er svo músík-
alskur,“ segir hún ásamt því að upp-
lýsa að hún hafi kennt Ara á flautu
hér í eina tíð.
„Hann var með okkur á
Menningarnótt í fyrra og það sló ger-
samlega í gegn, troðfullur salur og
frábærar undirtektir. Þá sáum við að
við yrðum að gera meira á sömu
nótum. Þetta gengur þannig fyrir sig
að hann kynnir þekkt bíóstef og tón-
verk sem koma fram í kvikmyndum
og setur það svo í spaugilegt sam-
hengi af sinni alkunnu snilld. Hann
gerir stólpagrín að okkur í Sinfóní-
unni í leiðinni en það er allt í góðu,“
bætir Arna við og hlær.
Fantasía Disneys og fleira
Að endingu minnir Arna aftur á
viðburði sem verða á laugardögum í
vetur á vegum Sinfóníunnar og eru
hugsaðir fyrir alla fjölskylduna.
„Þar er fyrst að nefna Fantasíu
Disneys. Það verða svokallaðir bíó-
tónleikar sem við höfum lengi látið
okkur dreyma um að setja upp enda
alger klassík upp úr mynd frá árinu
1940. Þetta verða þrennir tónleikar,
6., 7. og 8. október.“ Af öðru efni fyrir
fjölskylduna nefnir Arna Kristín verk
sem nefnist „Skrímslið litla systir
mín“ þar sem Trúðurinn Barbara er
kynnir og Eivör Pálsdóttir syngur
einsöng. Þá mæta Múmínálfarnir ást-
sælu til leiks á næsta ári þegar Sin-
fóníuhljómsveitin flytur „Múmínálfa í
söngvaferð“ ásamt þeim Agli Ólafs-
syni og Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur.
„Það er því að vanda af nógu að taka
og við hlökkum til að eiga töfrandi
stundir með gestum okkar í Eldborg í
vetur.“ jonagnar@mbl.is
stórvirki mannsandans og því fylgja
undrun, gleði og andköf. Þú ert að
upplifa snilld. Það sem er aftur á móti
sérstakt við tónlist er að hún talar
beint inn í tilfinningarnar, fer rakleið-
is inn í sálarlífið. Tónlist er svo sterkt
afl og falleg tónlist hrífur fólk auð-
veldlega með. Svona upplifun erum
við að bjóða upp á í allan vetur hér í
Hörpu, nánar tiltekið í Eldborgar-
salnum, og fólk kemur til að upplifa
menntanna á borð við sinfóníur
Beethovens nr. 3 og 7 og svo 8. sinfón-
íu Bruckner,“ segir Arna um veturinn
fram undan. „Það er alltaf jafn gaman
að bera þessa snilld á borð fyrir tón-
leikagesti því verk frá þeim tíma þeg-
ar sinfónísk tónlist náði sínum há-
punkti hefur áhrif á áheyrendur ekki
ósvipað því þegar fólk gengur inn í
Sixtínsku kapelluna eða les Sjálfstætt
fólk eftir Laxness; þú ert að upplifa
„Við erum eins og venjulega með okk-
ar veglegu áskriftarraðir, Gulu,
Rauðu og Grænu tónleikaröðina, og
svo erum við með Litla tónsprotann
sem eru tónleikar hugsaðir fyrir alla
fjölskylduna,“ segir Arna Kristín Ein-
arsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands. „Á áskriftar-
röðunum erum við aftur á móti að
miklu leyti að flytja mörg af hinum
stóru, klassísku verkum tónbók-
Þjónustuauglýsingar
Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is