Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 62

Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is „Sýningarárið fer frábærlega vel af stað og það sem er kannski óvenju- legt er hversu mörg verk við höfum þegar frumsýnt, strax í byrjun leik- árs,“ segir Atli Þór Albertsson, markaðsstjóri Þjóðleikhússins. „Mikil eftirvænting ríkti fyrir frum- sýningu Djöflaeyjunnar, sem Þjóð- leikhúsið hefur lagt mikinn metnað í. Þetta er söngleikur, framleiddur í samstarfi við Baltasar Kormák, sem allir helstu leikarar hússins koma að og sýna þar á sér nýjar og óvæntar hliðar. Sýningin hefur fengið frábærar viðtökur og það er alveg ljóst að leikhúsgestir hafa sterkar taugar til þessarar sögu. Við erum mjög stolt af því að hafa búið til nýjan, íslenskan söngleik og tónlist Memfismafíunnar rataði strax á topplista útvarpsstöðva. Það hefur verið nóg að gera hjá leikurum og starfsfólki hússins. Þarsíðustu helgi frumsýndum við til dæmis tvö verk á sama degi – Ís- lenska fílinn og Mann að nafni Ove. Íslenski fíllinn er frábært verk fyrir yngstu kynslóðina og hefur fengið fullt hús stiga hjá gagnrýnendum. Þetta er brúðuleikrit sem hinn þýsk-íslenski leikhúsmaður Bernd Ogrodnik galdrar fram og sagan er hjartnæm með fallegan boðskap. Sýningin er tilvalin leið fyrir unga áhorfendur til að kynnast leikhús- inu og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Hvað gerir fíll á Íslandi? Hvernig er honum tekið af for- ystuhrútum og öðrum íslenskum dýrum? Þetta eru spurningar sem nauðsynlegt er að velta fyrir sér.“ Konan Jagó Atli bætir við. „Ég verð að minn- ast á Sigga Sigurjóns sem nú fagnar 40 ára leikafmæli. Hann stendur einn á sviðinu í Maður sem heitir Ove, sem er sannkallað kassastykki. Bókin varð alþjóðleg metsölubók og kvikmyndin sló í gegn, en við erum fyrsta þjóðin sem sýnir einleikinn eftir að hann sló öll met í heima- landinu Svíþjóð. Þetta er þrælfynd- in en á sama tíma falleg saga sem snertir strengi sálarinnar og kitlar hláturtaugarnar. Maður heyrir áhorfendur bæði hlæja og gráta, þannig á leikhús auðvitað að vera.“ Samstarfssýningin Stertabenda var frumsýnd í Kúlunni fyrir viku og á morgun, föstudaginn 30. sept- ember, verður frumsýnt á Stóra sviðinu verkið Horft frá brúnni eftir Arthur Miller. „Þetta er auðvitað klassískt verk og leikstjórinn, Stef- an Metz, er alþjóðleg stjarna í leik- húsheiminum, Hilmir Snær, Harpa Arnardóttir, Lára Jóhanna Jóns- dóttir og fleiri bera þessa sýningu uppi, sem er sett upp í svokölluðum „film noir“ stíl og er sannkallað leik- húskonfekt.“ Jólasýning Þjóðleikhússins er Óþelló í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar. „Þetta er í annað sinn sem Vesturport tekst á við Shakespeare, en hin geysivinsæla sýning Rómeó og Júlía úr þeirra smiðju sló öll met,“ útskýrir Atli. „Gísli Örn fer ekki troðnar slóðar, frekar en fyrri daginn, því í upp- færslu hans er Jagó kona, í fyrsta sinn svo vitað sé, hlutverkið er í höndum Nínu Daggar Filipp- usdóttur. Aldís Amah Hamilton, ný- útskrifuð leikkona, tekst á við Desdemónu og Ingvar E. Sigurðs- son leikur Óþelló. Shakespeare sjálfur sendi mér skilaboð í gegnum landsþekktan miðil á dögunum, skilaboðin voru skýr, hann er spenntur.“ Hús Guðmundar Atli er spurður út í aðrar leiksýn- ingar vetrarins, sniðnar fyrir yngstu áhorfendurna. „Börnin í landinu erfa leikhúsið og þeim vilj- um við sinna. Við sendum sýn- inguna Lofthræddi örninn Örvar í hringferð um landið og bjóðum börnum á hana. Hún verður frum- sýnd í Vestmannaeyjum 6. október næstkomandi og fer svo á flakk um landið. Á sama tíma tökum við á móti tæplega fimm þúsund leik- skólabörnum á nokkrum dögum og bjóðum þeim upp á sýningu hér í Þjóðleikhúsinu. Ef ég ætti að velja eitt barna- og fjölskyldustykki úr leikárinu, sem ég er hvað spenntastur fyrir, þá væri það Fjarskaland. Þetta er nýtt, íslenskt barnaleikrit eftir Guðjón Davíð Karlsson, sjálfan Góa. Selma Björnsdóttir leikstýrir og þetta verður risastórt og æv- intýralegt sjónarspil á Stóra svið- inu, með nýrri frumsamdri tón- list.“ Kristbjörg Kjeld snýr aftur í Þjóðleikhúsið í vetur og fer með hlutverk í Húsinu eftir eiginmann hennar heitinn, Guðmund Steins- son. „Þetta er frumuppfærsla á þessu verki sem verður frumsýnt í mars; Benedikt Erlingsson leik- stýrir en þau Guðjón Davíð Karls- son og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með aðalhlutverk,“ segir Atli. „Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðardóttur er svo klárlega spennandi kostur fyrir marga en bókin er auðvitað stórkostleg, frumsýningin er líka í mars. “ Hitler á svið Atli nefnir loks sýninguna Aftur á kreik, í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar, sem tekin verður til sýninga í apríl. „Þessi frábæra sýning byggist á samnefndri met- sölubók eftir Timur Vermes. Adolf Hitler vaknaði í Berlín árið 2011 og sló í gegn. Hann er nú kominn til Íslands og hyggur á landvinn- inga. Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að hitta einn umdeild- asta leiðtoga mannkynssögunnar, upplifun sem enginn má missa af. Ég hvet annars alla til að kynna sér sýningar Þjóðleikhússins í vet- ur á heimasíðu okkar. Þetta er sannarlega litríkt leikár þar sem við bjóðum upp á mjög fjölbreytta og spennandi dagskrá og ég full- yrði að allir geti fundið sýningar við sitt hæfi, líka Addi, Palli og Bergþóra.“ beggo@mbl.is Hvað gerir fíll á Íslandi? Morgunblaðið/Ómar Jólasýningin „Gísli Örn Garðarsson fer ekki troðnar slóðar, frekar en fyrri daginn, því í uppfærslu hans á Óþelló er Jagó kona, í fyrsta sinn svo vitað sé,“ segir Atli Þór Albertsson, markaðsstjóri Þjóðleikhússins. Djöflaeyjan Söngleikur framleiddur í samstarfi við Baltasar Kormák, sem lék einmitt í kvikmyndagerð sögunnar 1996. Brúðuleikhús Íslenski fíllinn, hjartnæm saga með fallegan boðskap í Þjóðleikhúsinu.  Söngleikurinn Djöflaeyjan, harmleik- urinn Óþelló, Húsið, Tímaþjófurinn, Horft frá brúnni og Íslenski fíllinn, hjartnæmt brúðuleikrit fyrir börn á öllum aldri, eru á meðal fjölbreyttra og spennandi leiksýn- inga Þjóðleikhússins í vetur  Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi Gott úrval af svefnsófum 2ja og 3ja sæta með eða án tungu. Opið virka daga 10 – 18 laugardaga 11 - 15 Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður Sími 565 4100 - www.nyform.is Teg. Feniks stillanlegur höfuðpúði Teg. Amigo Teg. Cubo Teg. Como Teg. Pluto Kveðjusamkoma Síðasta Hjálpræðisherssamkoman í Kirkjustræti 2 fimmtudaginn 29. sept kl 20 KK og Margrét Eir syngja og spila Allir hjartanlega velkomnir MENNING í vetur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.