Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 MENNING í vetur Helstu kostir kerranna eru: • 7 blaða blaðfjaðrir tryggja góða fjöðrun. • Stórar legur í hjólnáum og 6,50 x 16“ dekk. • Plast á fjaðraendum dregur úr hávaða. • Hraðlæsing á afturhlera. • Öryggislæsing á dráttarkúlu. • Hluti framhlera opnanlegur sem auðveldar upprekstur gripa á kerruna. • Heilsoðinn botnplata við hliðar einfaldar þrif og eykur styrk kerrana. Kr.1.390.000 Einnig sturtukerrur, flatvagnar og vélakerrur! + vs k Kr. 1.723.600 með vsk. Gripakerrur Höfum hafið innflutning á vönduðum breskum gripakerrum frá framleiðandanum Indespension. Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Ve rð og bú na ðu rb irt ur m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur og /e ða m yn da br en gl . „Haustið hefur farið mjög vel af stað hjá okkur,“ segir Gunnar þegar við tökum tal saman um veturinn fram undan. „Meðal stykkja sem hafa gengið frábær- lega vel eru Stripp, sem fékk bæði mjög fínar viðtökur og dóma, og svo barnasýningin Fjaðrafok. Við buðum þar upp á fjórar sýningar sem seldist alger- lega upp á, án þess að við gætum boðið upp á aukasýningar því sýn- ingin var í samstarfi við írskan fjöllistahóp sem var búinn að bóka sig í viðamikinn túr um Ír- land og því engin leið að bæta við að svo stöddu. En vonir standa til þess að við getum bætt við sýn- ingum við tækifæri því hún féll í alveg svakalega góðan jarðveg.“ Svo er það Sóley Rós, sem hef- ur að sögn Gunnars algerlega sprungið út síðustu vikurnar. „Það kemur okkur í sjálfu sér ekkert á óvart enda er þetta hreint ótrúlega sterk og flott sýn- ing. Sóley Rós er einfaldlega með svo sterkum mennskum tón, fullt af trega en samt ekki þrúgandi sorglegt, og snertir áhorfendur djúpt um leið og verkið er drep- fyndið. Einstaklega falleg saga af íslenskri hvunndagshetju.“ Barnaverk og heimildarleikhús Gunnar segir Tjarnarbíó í óða- önn að bæta við sýningum enda anni hann og samstarfsfólk varla eftirspurninni – sem er að hans sögn indælt „lúxusvandamál“. En eins og starfsfólks framsækinna leikhúsa er háttur horfir Gunnar fram á veginn og þar er ýmislegt sem gefur menningarþyrstum til- efni til eftirvæntingar á næstu mánuðum. „Það er nóg af hlutum fram undan. Nú taka við spennandi frumsýningar, hver af annarri, og þannig helst það í allan vetur,“ segir Gunnar. „Þetta er bara rétt að rúlla af stað.“ Fyrst nefnir Gunnar að vegna gríðarlegra vinsælda verði efnt til fleiri sýninga á barnasýningu árs- ins á Grímunni 2016, sem nefnist Vera og vatnið. Verkið er sýnt af Bíbí og Blaka, sem er fyrsti ís- lenski danshópurinn sem vinnur dansverk sérstaklega fyrir börn. „Það verður í það minnsta ein sýning og svo skoðum við fram- haldið ef sýningin springur aftur út,“ segir Gunnar. „Í kjölfarið frumsýnum við svo Suss!!! eftir leikhópinn RaTaTam, en þar er á ferðinni verk sem hverfist um heimilisofbeldi, byggt á ótalmörg- um viðtölum sem leikhópurinn, undir stjórn Charlotte Bøving, hefur tekið við fólk sem þekkir til af eigin raun, þolendur, gerendur og aðstandendur. Það mætti kalla þetta heimildarleikhús, en það er form sem er að ryðja sér ræki- lega til rúms hin seinni misseri. Þetta er eldfimt efni sem allir þekkja á einhvern hátt, óhöndl- anlegt og erfitt viðfangs, og í nafni verksins liggur þöggunin og feimnin sem liggur yfir þessum málaflokki. Vonandi verður til umræða í kjölfarið um þessi við- kvæmu mál.“ Suss!!! verður frumsýnt í októ- ber. Barneignir og Ævisaga einhvers Það er heldur léttara yfir verk- inu Who’s the Daddy? sem leik- hópurinn Pörupiltar sýnir í Tjarnarbíói í nóvember. Pörupilt- ar eru í reynd þrjár leikkonur – Sólveig Guðmundsdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir og María Pálsdóttir – sem bregða sér í karlkyns gervi og tefla fram verki sem er einhvers konar blanda af uppistandi og leikhúsi. „Þarna er aðeins verið að gera grín að okk- ur karlmönnunum og undirtitill verksins er á þá leið að hér sé komin „sýning fyrir allar konur sem vilja skilja karlmenn eða vilja skilja við karlmenn“. Gunnar hlær við. „Heimurinn verður flóknari þegar barn kemur í spilið og verkið fjallar um það hvernig þær, sem karlmenn, takast á við það.“ Leikhópurinn Kriðpleir mætir einnig til leiks í nóvember með nýtt stykki og segir Gunnar mikla spennu ríkjandi fyrir því, enda fái þeir Friðgeir Einarsson, Árni Vil- hjálmsson og Ragnar Ísleifur Bragason sem leikhópinn skipa nánast alltaf Grímutilnefningar þegar þeir stíga á svið. „Þeir hafa verið að leika sér með fyrirlestrarformið þótt efnið sé alltaf mismunandi. Húmorinn er á þá leið að lagt er upp með af- skaplega háleit markmið en ekki endilega niðurstöður sem ríma við það. Ég er mikill aðdáandi þeirra og þessi svokallaði „stoneface“- húmor, þar sem þeir eru mjög al- varlegir og íbyggnir á svip að fjalla um alvarleg málefni án þess að neitt af viti komi út úr því, finnst mér alger snilld. Verkið heitir Ævisaga Einhvers og þeir eru að vinna með þessa íslensku ævisagnahefð, búnir að kynna sér efnið ofan í kjölinn og ég get eig- inlega ekki beðið eftir afrakstr- inum. Sýningar Kriðpleirs hingað til eru með því fyndnara sem ég hef séð,“ segir Gunnar að end- ingu. Þar með er Gunnar rokinn í skyldustörfin enda nóg fram und- an. Leikár Tjarnarbíós í heild sinni má svo skoða á tjarnarbio.is jonagnar@mbl.is Tilfinningaskalinn í Tjarnarbíói  „Ég er í þeirri skemmtilegu stöðu að vera markaðsstjóri í leikhúsi þar sem ekkert nema spennandi sýningar,“ segir Gunnar Hansson hjá Tjarnarbíói  Leikárið fer vel af stað og fullt af alls konar fram undan Morgunblaðið/Ófeigur Fjölbreytni Það er óhætt að segja að efnisskrá Tjarnarbíós sé með fjölbreyttu sniði í vetur, og sviðsverkin spanna nokkurn veginn allan tilfinningaskalann. Vinsældir „Haustið hefur farið mjög vel af stað hjá okkur,“ segir Gunnar Hansson, leikari og markaðsstjóri Tjarnarbíós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.