Morgunblaðið - 29.09.2016, Side 70
70 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
✝ Hilmar Sím-onarson fædd-
ist í Neskaupstað
24. ágúst 1937 í
gamla Lúðvíkshús-
inu. Hann lést 15.
september 2016.
Hann var sonur
hjónanna Símonar
Eyjólfssonar múr-
ara og Sigríðar
Tómasdóttur hús-
móður. Hilmar var
yngstur systkina sinna, en þau
eru Tómas, f. 1934, Ingibjörg, f.
1935, og Helga, f. 1936, sem lést
29.11. 1989.
Árið 1961 kvæntist Hilmar
lífsförunaut sínum, Pálínu
Helgu Kristjönu Thorvalds-
dóttur Imsland, f. 24.8. 1943.
Pálína er dóttir hjónanna Guð-
rúnar Þorsteinsdóttur verka-
konu og Thorvalds Imsland tré-
smiðs. Pálína og Hilmar hófu
búskap í Hlíð á Eskifirði hjá for-
eldrum Pálínu en fluttu á Norð-
fjörð 1965 þar sem þau byggðu
sér hús og eignuðust sex börn;
Thorvald Imsland, f. 1962, Guð-
rúnu Sigríði, f. 1964, Helgu
Eygló, f. 1965, Hildi, f. 1968,
Stefán, f. 1970, sem lést í fæð-
Hilmar tók sveinspróf í
málaraiðn 1964 og meistara-
réttindin fékk hann ári síðar.
Það sama ár stofnaði hann
málningarþjónustufyrirtæki
sem hann rak um árabil. Útsjón-
arsemi þurfti til að reka fyrir-
tækið og var verkefna leitað um
alla Suðurfirðina, frá Norðfirði
til Hafnar í Hornafirði. Hilmar
og Pálína fluttu suður til
Reykjavíkur árið 1986 þar sem
hann bjó til dauðadags. Hann
starfaði víða fyrstu árin í
Reykjavík en lengst af sem mál-
ari og viðhaldsmaður hjá Hjálp-
ræðishernum.
Hilmar var félagi í Lions, var
gjaldkeri Alþýðubandalagsins í
Neskaupstað, var félagi í Iðn-
aðarmannafélagi Norðfjarðar
og var lengi brennustjóri ára-
mótabrennunnar í Neskaupstað.
Kirkjan og trú áttu stóran sess í
lífi Hilmars. Hann var til fjölda
ára meðhjálpari í Norðfjarðar-
kirkju og söng í kirkjukórnum.
Hann fann trú sinni farveg og
gerðist hermaður í Hjálpræð-
ishernum ásamt Pálínu konu
sinni. Þegar Hilmar hætti störf-
um vegna aldurs var hann
áfram virkur í félagsstarfi.
Lengi var hann starfsmaður á
elliheimilinu Grund sem með-
hjálpari og söng í Grundar-
kórnum.
Útför Hilmars fór fram í
Breiðholtskirkju 23. september
2016.
ingu, og Lars Jó-
hann Imsland, f.
1972.
Thorvald er mál-
ari, í sambúð með
Joannu Kur-
piewsku hagfræð-
ingi, á soninn Vikt-
or Steinar með
Drífu Garð-
arsdóttur. Guðrún
Sigríður er starfs-
maður hjá Fjarða-
veitingum, gift Hauki Guðjóns-
syni vélvirkja, þeirra börn eru
Pálmar Ingi og Dagný Alda.
Helga Eygló er kennari, gift
Hreini Óskarssyni, bifvélavirkja
og kennara, þeirra börn eru
Helga Ósk, Heiðdís Rut, Hilmar
Þór og Hafey Lilja. Hildur er
bankastarfsmaður, í sambúð
með Inga Þór Oddssyni verk-
stjóra, þeirra börn eru Unnur
Líf og Pálína Líf. Lars er skóla-
stjóri og málarameistari, kvænt-
ur Ósk Guðmundsdóttur hjúkr-
unarfræðingi, þeirra börn eru
Bjartur Snær, Ásthildur Rós og
Sóley Lind. Barnabarnabörn
Hilmars eru Bjartey Perla og
Glódís Perla, börn Unnar Lífar
og Trausta Hjaltasonar.
Tíminn er fljótur að líða. Það
var í mars síðastliðnum sem ég
fylgdi þér til læknis og þú fékkst
tíðindin um að þú værir með
ólæknandi krabbamein. Læknir-
inn vildi ekki gefa þér neinn
ákveðinn tíma en við skildum báð-
ir að hann var ekki langur.
Þau voru þung sporin út og við
keyrðum heim til mömmu og fór-
um yfir stöðuna með henni. Þú
varst ákveðinn í að sigrast á þessu
því þú varst ekki tilbúinn að deyja
strax.
Þú vildir lifa lengur, fá að vera
lengur með okkur og upplifa
áfanga í lífi barna og barnabarna
þinna. Sjúkdómurinn sem þú
fékkst var miskunnarlaus og fljót-
lega fór að halla undan fæti.
Lífsgæðin fóru fljótt að skerð-
ast en þú sýndir hversu sterkur þú
varst allt fram á síðustu stundu.
Fjölskyldan stóð þétt saman í
veikindum þínum og á margan
hátt erum við orðin nánari eftir
þetta ferli sem tók ekki nema hálft
ár.
Ég fann að það er gott að vera
hluti af stórum systkinahópi og
arfleifð þín og mömmu er mikil og
góð. Er ég lít til baka er mér
margt minnisstætt. Þú vildir
ávallt það besta fyrir mig og lengi
vel vildir þú að ég yrði prestur.
Þér fannst það hljóma svo tign-
arlega „séra Lars Jóhann Ims-
land“. Þú varst mjög umburðar-
lyndur sem faðir og þó ég reyndi á
þolrifin þá var aldrei staldrað
lengi við málin. Árin sem við
bjuggum fyrir austan eru mér
kær og við systkinin verðum ávallt
Norðfirðingar í hjarta okkar.
Ákvörðun þín að flytja suður var
samt mikið gæfuspor hvað mig
varðar því í næstu götu leyndist
verðandi eiginkona mín, sem fljót-
lega kom inn á heimili okkar á Vík-
urbakka. Þú varst alltaf duglegur
að biðja fyrir okkur Ósk sem og
allri stórfjölskyldunni og lengdist
bænalistinn eftir því sem fleiri
makar, barnabörn og barnabarna-
börn bættust við. Við höfum öll
notið þessarar blessunar og fyrir
það er ég þakklátur.
Þú komst ávallt færandi hendi
þegar þú komst í heimsókn til
okkar Óskar. Að sama skapi vildir
þú einnig að við færum ekki tóm-
hent frá ykkur mömmu þegar við
komum með krakkana í heimsókn
til ykkar. Þannig varst þú bara og
við vorum vön því. Það er margt
sem breytist við fráfall þitt. Eftir
standa minningar um góðan föður
sem ég finn að ég líkist á margan
máta.
Þinn sonur,
Lars Jóhann.
Með þessum fáu orðum vil ég
minnast pabba míns. Ég hóf ung-
ur störf hjá pabba með þeim
Hreini og Dóra, en þeir störfuðu
hjá honum til fjölda ára við máln-
ingarfyrirtæki hans í Neskaup-
stað. Á þeim tíma var mikil upp-
bygging fyrir austan. Pabbi var
með marga menn í vinnu á þessum
árum, allt að 11 manns um tíma,
þó oftast hafi þeir verið um 6 til 8.
Árin fyrir austan voru hlý og
góð. Mikill gestagangur var á
sumrin. Tómas, bróðir pabba, kom
alltaf á sumrin og var alltaf beðið
með eftirvæntingu eftir honum.
Hann hafði þann sið að fara í
eina góða gönguferð í þessum
heimsóknum og er ein slík mér
mjög minnisstæð. Tommi fékk
Þorberg, mág sinn, til að sigla með
okkur til Dalatanga þar sem við
fengum góðar móttökur hjá Er-
lendi og konu hans, skoðuðum vit-
ann og gróðurhúsið sem var sem
vin í eyðimörkinni á þessum stað.
Síðan var gengið frá Dalatanga
og inn í þorp. Á Höfðabrekku hjá
Hrefnu beið okkar matur og kaffi
og að lokinni veislumáltíð var siglt
með okkur yfir fjörðinn þar sem
við héldum yfir fjallið til Norð-
fjarðar. Þessi ferð með pabba og
Tomma var einstök og mér sér-
stakalega minnisstæð.
Árið 1986, þegar fjölskyldan
flutti suður til Reykjavíkur, hófum
við báðir störf hjá Ólafi Jónssyni
málarameistara, en pabbi stopp-
aði stutt þar og hóf störf sem mál-
ari og viðhaldsmaður hjá Hjálp-
ræðishernum og skildu þá leiðir
okkar hvað dagvinnuna varðar.
En við vorum góðir og nánir fé-
lagar og eftir að suður var komið
höfðum við þá hefð að fara í sund á
laugardagsmorgnum.
Eftir sundferðina var farið í
búð og verslað og haldið til Hillu
systur þar sem þjóðmálin voru
rædd og kaffi drukkið. Síðan var
haldið í bílaumboðin og bílar skoð-
aðir enda hafði pabbi brennandi
áhuga á bílum og skipti mjög
reglulega um bíla. Þessar stundir
eru mér líka kærar.
Ég er þakklátur að hafa átt þig
sem föður, í hjarta mér ertu ljós í
jarðneskri vegferð minni.
Þinn sonur,
Thorvald Imsland.
Elsku Hilmar afi, eða afi safi
eins og við kölluðum þig þegar þú
heyrðir ekki til. Við viljum þakka
þér fyrir allar stundirnar sem við
áttum saman. Það var alltaf gam-
an að koma til ykkar ömmu í Safa-
mýrina og fá cocoa puffs, ís og
nammi. Þú lagðir þig fram við að
finna til góðgæti handa okkur.
Fórst inn í alla skápa og athugaðir
hvort ekki leyndist eitthvað þar
handa okkur. Stundum fannstu til
skrítna hluti líkt og 10 pör af sokk-
um og við gátum ekki annað en
tekið þau með okkur heim.
Við fengum ekki val um annað.
Þú ert okkur fyrirmynd sem við
munum horfa til þegar við eld-
umst. Þú varst góður við alla og
það var ógleymanlegt að heyra þig
syngja Liljuna sem var lagið þitt.
Þið amma eruð búin að vera gift í
yfir 50 ár og voruð fullkomið dæmi
um gott hjónaband. Við eigum eft-
ir að sakna þín mikið. Sakna þess
að sjá þig sitja við gluggann í stof-
unni í Safamýrinni og heyra þig,
Todda og pabba hlæja saman.
Sakna þess að fá þig ekki lengur í
heimsókn til okkar þar sem við
borðuðum saman lambakjöt sem
var uppáhaldsmaturinn þinn.
Guð passi þig og verndi, elsku
afi okkar. Þín afabörn,
Bjartur Snær, Ásthildur
Rós og Sóley Lind.
Hann er ekki hér, hann er far-
inn, hann fór í gær, sagði hjúkr-
unarfræðingurinn á Landspítal-
anum þegar ég ætlaði að
heimsækja vin minn, Hilmar Sím-
onarson, f. 1937. Hann lést daginn
áður. 15. september, eftir löng og
erfið veikindi. Þetta var undarleg
tilfinning þrátt fyrir að við þessu
væri viðbúið.
Ég kynntist Hilmari fyrir
nokkrum árum þegar ég sótti
samkomur hjá Hjálpræðishernum
í Reykjavík, en Hilmar var her-
maður þar. Fljótlega tók ég eftir
þjónustu hans á samkomum.
Hann leiddi oft stundirnar með
bæn og í lokin, þegar boðið var til
fyrirbænar, gekk Hilmar oft fram
til þeirra sem krupu fyrir altarinu
og lagði hönd sína á öxl þeirra og
bað með þeim. Þessi þjónusta
Hilmars var einkennandi fyrir
starf hans á Her. Ég átti eftir að
kynnast honum nánar.
Í mörg ár var ég leiðsögumaður
í Ísrael og fór reglulega með hópa
héðan. Í einni slíkri ferð var Hilm-
ar með og þar átti ég eftir að
kynnast honum betur. Öll ferðin
gaf honum meiri trúarstyrk, boð-
skapur Biblíunnar varð nú að lif-
andi reynslu sem hann gat ekki
gleymt.
Staðir eins og Jerúsalem,
Betlehem og Olíufjallið fengu nýja
mynd í huga hans og trú. Ég man
þegar við héldum kvöldmáltíð í
Grafargarðinum, bað ég Hilmar
að lesa í Nýja testamentinu um
dauða og upprisu Jesú og fara
með bæn.
Þetta var ógleymanleg stund
sem Hilmar átti mjög oft eftir að
minnast, bæði í vitnisburðum og
bænum sínum. Oft rifjaði Hilmar
einnig upp þá stund þegar ég
skírði hann ásamt öðrum í ánni
Jórdan. Margt annað væri hægt
að rifja upp í lífi hans.
Í langan tíma var hann til hjálp-
ar við morgunguðsþjónustur á
vistheimilinu Grund.
Hilmar var söngelskur og hafði
fallega rödd. Einn sálm hélt Hilm-
ar mikið upp á, það var söngurinn
um „Liljuna í dalnum“.
Hilmar átti mörg hamingjurík
ár með konu sinni, Pálínu, og
börnum þeirra. Ég get ekki
gleymt þeim stundum sem ég kom
á spítalann nokkrum dögum áður
en hann yfirgaf þetta líf, fjölskylda
hans skiptist á að vera hjá honum
allan sólarhringinn. Fyrir mig var
þetta mikil blessun að sjá þennan
hóp vera hjá honum, þennan erf-
iða tíma. Hilmar sýndi með lífi
sínu kærleika og fórnfýsi til allra
sem áttu erfitt.
Hilmar var sannur hermaður
Krists.
Ég þakka þá blessun sem hann
var mér og veit ég að við eigum
eftir að hittast aftur í hinni Nýju-
Jerúsalem.
Og þó að í vindinum visni,
á völlum og engjum hvert blóm.
Og haustvindar blási um heiðar,
með hörðum og deyðandi róm.
Og veturinn komi með kulda
og klaka og hríðar og snjó.
Hún lifir í hug mér sú lilja
og líf hennar veitir mér fró.
Þessi lilja er mín lifandi trú,
þessi lilja er mín lifandi trú.
Hún er ljós mitt og von mín og yndi,
þessi lilja er mín lifandi trú.
(Þorsteinn Gíslason)
Guð blessi minningu um Hilm-
ar, hermann Krists.
Ólafur Jóhannsson.
Hilmar, kórfélagi okkar á
Grund og faðir eins af uppáhalds-
samstarfsmönnum mínum þar, er
látinn. Aðrir munu hér greina frá
þeim geðþekka manni en ég vil
láta hér nægja að birta ljóð eftir
mig í minningu hans. Enda var
hann orðinn þakklátur áskrifandi
að ljóðabókum mínum og sögum á
síðari árum.
Nýlega sá ég á Ómega að hann
hafði verið að láta baða sig í ánni
Jórdan, í fótspor Krists. En ég
orti ljóð um þetta er heitir: Um
hvítar dúfur; 2005; en þar segir
svo:
Það er erfitt að rökræða við suma:
T.d.: Heldur þú að dúfan hvíta
Hafi verið merkisberi Guðs?
Bara af því hún lenti á hausnum
Á einhverjum Jesú í ánni Jórdan?
Og kom mönnum til að hlæja?
Með sína bleiku, skrítnu fætur?
Og kannski með dúnfjaðrir
Fljúgandi út um allt?
Og hvað ef hún hefði verpt eggi
Fullkomlega hvítu í hárið hans,
Væri hún ennþá svona guðdómleg?
Eða ef hún drypi heitu, rauðu blóði
Á fötin hans, hvað þá?
Veistu ekki að dúfur hafa líka sína
Drifhvítu, fínlegu beinagrind?
Hann svaraði: Ég hefði hlegið
Ef ég hefði verið þar hjá,
En það hefði ekki endilega þýtt
Að ég tryði á Himnafeðgana!
Tryggvi V. Líndal.
Hilmar
Símonarson
Okkur langar til
að minnast Ingi-
bjargar Gunnars-
dóttur, Imbu,
föðursystur okkar.
Þær þrjár systur föður okkar,
Imba, Ásta og Erla, voru miklir
skörungar hver á sinn hátt og að
mörgu leyti fór sú elsta þeirra,
hún Imba, ásamt manninum sín-
um, Mósesi, þar fremst í flokki.
Margar minningar eigum við um
það sem stórfjölskyldan gerði
saman á okkar yngri árum.
Við nutum þess að fara í ýms-
ar ferðir með foreldrum okkar
og stórfjölskyldunni, systkinum
föður okkar, þar sem Imba og
Móses voru að sjálfsögðu með í
för. Farið var um Suðurland, gist
á Edduhótelinu á Laugarvatni
og hverasvæðið við Geysi skoðað
Ingibjörg
Gunnarsdóttir
✝ IngibjörgGunnarsdóttir
fæddist 8. mars
1927. Hún lést 19.
september 2016.
Útför Ingibjarg-
ar fór fram 26.
september 2016.
þar sem Strokkur
gaus af miklum
krafti. Eftirminni-
leg er stórrigningin
þegar grillað var við
Hjálparfoss og
rigndi svo mikið að
aldrei þurfti að
bæta í glösin því
þau fylltust jafnóð-
um af rigningar-
vatninu.
Nokkrum sinnum
var farið í sameiginlega reisu
norður í Skagafjörð þar sem
gaman var að vera með þeim
Vallholtssystkinum, Imbu, Ástu,
Erlu, Ásgeiri, Sigurði föður okk-
ar og bóndanum Gunna í Vall-
holti á æskuslóðum þeirra. Unn-
ið var í heyskap sem þar var enn
að hluta með gamla laginu,
hlöðnum bólstrum og hey-
blæstri.
Skemmtilegt var fyrir okkur
systkinin, sem ólumst upp á Urð-
arstekk 8, að vita af Imbu og
Mósesi í næstu götu, Fremr-
istekk 9, þar sem við vorum allt-
af velkomin. Erindin gátu verið
margs konar. Stundum var
kannski bara ætlunin að fá rús-
ínu eða súkkulaðibita upp í
munninn. En það var líka farið í
merkilegri tilgangi þegar við
bræðurnir þóttumst vera upp-
finningamenn og fengum box
undan bökunarefnum til að gera
efnafræðitilraunir með.
Á margan hátt hélt Imba stór-
fjölskyldunni saman og árleg
voru til dæmis jólaboðin hjá
henni sem voru miklar stórveisl-
ur.
Þar sá hún ásamt Mósesi um
allan undirbúning og var hún svo
eins konar veislustjóri í hverri
veislunni á fætur annarri. Þá
hélt Imba ræður og fór með
heilu kvæðabálkana blaðalaust.
Möndlugjafir voru til siðs og ein-
hvern veginn tókst Imbu alltaf
að sjá til þess að það okkar
systkinanna sem hafði mátuleg-
an þroska hverju sinni fékk
möndlugjöfina.
Imba og Móses voru einnig
miklir heimsborgarar og eftir
ferðir víða um heim var gjarnan
boðað til myndasýningar á
Fremristekk 9.
Á margan hátt voru þau
systkinin úr Vallholti samheldin
fjölskylda og minnumst við til
dæmis þess þegar allir sem
hamri gátu valdið tóku þátt í að
endurnýja þakið á húsinu hennar
Imbu í Fremristekk. Flatt þakið
fékk nýtt og fallegt ris sem var
sett upp undir stjórn smiðsins og
bróður Ingibjargar, hans Ás-
geirs.
Við systkinin samhryggjumst
innilega eftirlifandi systkinum
Imbu og sérstaklega einkadótt-
urinni, henni Ragnheiði, og fjöl-
skyldu hennar þeim Matta,
Katrínu, Kára og Susanne.
Gunnar, Einar Ragnar
og Ragnhildur Hrönn.
Talið er merkið þróttar þrátt
það að vera sonur
en landið hefur löngum átt
líka sterkar konur.
(Ólína Andrésdóttir)
Ingibjörg Gunnarsdóttir var
ein af þessum sterku konum.
Skagfirsk mær sem hleypti
heimdraganum til höfuðborgar-
innar, bjó þar og starfaði en var
alltaf sami Skagfirðingurinn. Ár-
ið 1968 var um margt einstakt
ár, í mars hóf Ingibjörg störf á
skrifstofu félagsins. Eitt af mín-
um betri verkum, sagði Ingi-
björg Ólafsdóttir við mig, þegar
ég benti Maríu Pétursdóttur á að
ráða nöfnu mína á skrifstofuna.
Félagið var til húsa að Þingholts-
stræti 20 og í byrjun var rýmið
ekki meira en að í peningaskápn-
um var jafnframt kaffiaðstaðan.
Ingibjörg var hamphleypa til
allra verka og áður en varði var
hún orðin hluti af félaginu. Þann-
ig var staðan þegar ég gerðist
formaður árið 1982. Að vísu var
búið að kaupa hinn helminginn af
hæðinni og kaffistofan var kom-
in. Við tóku skemmtileg og við-
burðarík ár. Ingibjörg stjórnaði
á skrifstofunni með miklum
skörungskap, Sigríður ekkert
nema ljúfmennskan og við hinar
bara nokkuð góðar líka. Allur
vandi var leystur, hvort heldur
það var að sinna börnum for-
manns sem birtust fyrirvara-
laust og þurftu að kaupa sér efni
til að sauma með ömmu sinni
heima og fara síðan í á skólaball-
ið. Nú eða svara hjúkrunarfræð-
ingum. Ingibjörg bæði vissi og
kunni allt, enda sat hún flestum
stundum í símanum að svara fyr-
ir kjaramál eða hvað eina sem
upp á kom. Bókhaldið var oft
gert eftir kl. 17 en aldrei sá ég
reikning yfir það. Tala nú ekki
um þegar tónleikar voru hjá Sin-
fóníunni. Móses kom með eitt-
hvað að borða og lagði sig oft í
hægindastól meðan Ingibjörg
sat í bókfærslunni þar til farið
var á tónleikana. Þegar ákveðið
var að kaupa hæðina að Suður-
landsbraut 22 fékk stjórnin Mós-
es til að vera sinn fulltrúa hjá
teiknistofunni sem hannaði hæð-
ina. Að mörgu var að hyggja, t.d
að járnabinda aukalega til að
hægt yrði að hafa fjölda manns
þarna á fundum. Þau hjón voru
vakin og sofin yfir framkvæmd-
unum og fyrir þetta voru síðan
Móses gefnar hjólbörur sem
hann vantaði í garðinn sinn.
Höfðingjar voru þau heim að
sækja og bæði þar og á góðum
stundum hjá félaginu var Ingi-
björg alltaf beðin um að sækja í
sinn ljóðabrunn, og hann var
djúpur. Hvort heldur var Skag-
firðingurinn Stephan G. Steph-
ansson „Láttu hug þinn aldrei
eldast eða hjartað. Vinur aftan-
sólar sértu, sonur morgunroðans
vertu.“, Einar Benediktsson „Í
morgunljómann er lagt af stað.
Allt logar af dýrð, svo vítt sem
er séð.“ eða Jónas Hallgrímsson
„Fanna skautar faldi háum, fjall-
ið allra hæða val.“ Allt flutt með
eldmóði. Alþjóðaþing hjúkrunar-
fræðinga var haldið árið 1985 í
Ísrael, héðan fór tíu manna hóp-
ur.
Þau hjón voru sjálfkjörnir far-
arstjórar, höfðu verið í landinu
áður. Ferðin var ógleymanleg
enda byrjaði hún vel. Móses
kraup á hné og kyssti jörðina
þegar hann kom út úr flugvélinni
og sagði „Loksins er ég kominn
heim.“
Ingibjörg mín, ég þakka þér
fyrir samfylgdina og samstarfið
sem aldrei bar skugga á.
Gakktu á guðsvegum.
Sigþrúður Ingimundardóttir.