Morgunblaðið - 29.09.2016, Side 71
MINNINGAR 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
Þreyttur eftir
langan dag lagði
Palli tengdapabbi
upp í ferðalagið
mikla inn í ljósið,
ferðalagið sem við förum öll ein-
hvern tímann hvort sem við erum
tilbúin eða ekki. Palli var tilbúinn
og beið rólegur og æðrulaus eftir
að röðin kæmi að honum. Eins og
hann var vanur hafði hann gengið
frá öllum sínum málum, sáttur
við Guð og menn og skilur ekki
eftir neina lausa enda.
Ég kynntist Palla fyrst sum-
arið 1971 þegar við vorum að
draga okkur saman ég og Guðrún
dóttir hans. Ég man alltaf þegar
ég tók í hönd hans í fyrsta sinn.
Höndin var svo stór, hlý og þétt
að ég man að ég hugsaði að eitt-
hvað hlyti að hafa komið fyrir
hann fyrst höndin væri svona
bólgin. Svo var þó ekki heldur var
höndin stór og þétt eins og skap-
gerð Palla var. Hann var ekki
margmáll og kannski hefur það
verið þess vegna sem maður
hlustaði alltaf á það sem hann
hafði að segja. Aldrei, á þessum
Páll Sigurðsson
✝ Páll Sigurðs-son f. 10. apríl
1928. Hann lést 16.
september 2016.
Útför hans fór
fram 24. september
2016.
45 árum sem ég
þekkti hann, heyrði
ég hann hallmæla
nokkrum manni.
Hann var sjálfstæð-
ur og framkvæmdi
hlutina á sinn hátt
eftir að hafa íhugað
möguleikana í
hverri stöðu fyrir
sig. Afburðatalnag-
löggur og hafði
gaman af að fást við
tölur og útreikninga og var þess
vegna oft valinn til að gegna trún-
aðarstörfum í sínu samfélagi.
Palli var vinafastur og trygg-
ur. Eini félaginn sem ég veit til að
hann hafi slitið samskipti við var
Bakkus sem var félagi hans í all-
mörg ár. Þegar Palli var búinn að
fá nóg af þeim félagsskap sleit
hann sambandinu einn góðan
veðurdag og síðan hafa þeir ekki
hist aftur.
Palli hafði unun af söng og
söng bassa í kirkjukór Sauðár-
krókskirkju í áratugi. Hann spil-
að listavel á harmonikku með
stóru puttunum sínum, jafnvel á
takkaborðið, þó að ég skildi aldr-
ei hvernig hann komst hjá að ýta
þar á tvo takka í einu.
Að lokum vil ég þakka Palla
fyrir vegferðina með honum og
fyrir allt sem ég hef lært af ró-
semi hans og yfirvegun.
Ólafur Bernódusson.
Elsku afi.
Mikið var erfitt að fá fréttirnar
af því að þú hefðir fengið hvíldina
en á einhvern hátt líka léttir. Það
átti ekki vel við þig að geta ekki
verið eitthvað aðeins að brasa eða
hafa smá verkefni fyrir stafni og
kemur orðið harðjaxl upp í hug-
ann þegar ég hugsa til þín, elsku
Palli afi. Þú varst aldrei verk-
efnalaus og varst iðulega búinn
með hálft dagsverk þegar ég
komst á fætur á Hólmagrundinni
en alltaf mættirðu til að smyrja
ofan í mig hrökkbrauð með
hvítlaukssmurosti og smjöri. Það
skipti þig ekki máli hvort mig
langaði í tvær eða tíu hrökk-
brauðssamlokur, þú hafðir alltaf
tíma til að sitja með mér og
spjalla um allt á milli himins og
jarðar og smyrja þangað til ég
varð södd. Það skipti þig heldur
ekki máli klukkan hvað ég kom
heim á kvöldin, hvenær dags mig
langaði í hrökkbrauð eða að ég
væri orðin tólf ára og gæti vel
smurt ofan í mig sjálf, alltaf
nenntirðu að smyrja ofan í mig.
Þessa sérmeðferð fékk ég hugs-
anlega því ég er yngsta barna-
barnið og fékk ég að njóta góðs af
því á fleiri en eina vegu. Klink-
boxið í bílnum var okkar leyni-
verkefni, þangað fór allt klinkið
þitt og beið mín þegar ég kom
næst í heimsókn, þá var það talið
og keyrt í Skagfirðingabúð til að
kaupa dót. Þvílíkur gleðidagur
fyrir klinkboxið þegar hundrað
krónurnar breyttust úr bréfpen-
ing í mynt, það breytti því þó ekki
að allt klinkið skyldi ofan í boxið.
Takk, elsku afi, fyrir að vera
með þetta stóra hjarta og hafa
endalausan áhuga á barnabörn-
um og langafabörnum. Þú varst
með allt á hreinu, fylgdist með
strákunum í öllum þeirra tóm-
stundum og hafðir alltaf áhuga á
því sem við vorum að gera. Af-
mæliskortin sem þú skrifaðir svo
fallega eru minningar sem við
munum alltaf eiga því að ekki
klikkuðuð þið amma á einum af-
mælisdegi hjá okkur strákunum
og alltaf voru kortin komin
nokkrum dögum fyrir afmælis-
daginn. Þú varst ömmu svo góð-
ur, hugsaðir vel um hana og varst
hennar eigin uppþvottavél þang-
að til þið fluttuð í blokkina sem
sýnir hversu einstakur þú varst.
Þú varst gull af manni og ég á eft-
ir að sakna þín.
Guðríður Sveinsdóttir.
Kæri vinur, mér
varð litið á mynd-
ina af þér sem
birtist með til-
kynningunni um andlát þitt og
útför. Í myndinni sá ég á ein-
um stað allt sem þú stóðst fyr-
ir: Glaðværð, heiðarleika,
væntumþykju og síðast en
ekki síst einstaka hjálpsemi
sem einkenndi öll samskipti
þín við samstarfsmenn þína og
er augljós öllum þeim sem þig
þekktu með dassi af stríðni
sem enginn okkar slapp við.
Fas þitt ber þess vitni að þú
varst mikill vinur vina þinna
og alltaf reiðubúinn að aðstoða
og beina á réttar brautir vær-
um við komin af leið. Ekki að
alltaf hafi verið lognmolla í
kringum þig eða skapleysi,
það duldist engum ef þér mis-
líkuðu hlutirnir. Alltaf varstu
tilbúinn ef eitthvað átti að
gera sér til skemmtunar enda
gleðimaður mikill í bestu
merkingu þess orðs. Ekki
duldist heldur neinum hve
mikils þú mast fjölskylduna
þína og ófá eru samtölin þar
sem hún Inga þín og börnin,
Siggi, Elín, Kári, Bjarki og
Bjartur, ásamt barnabörnun-
um höfðu komið við sögu.
Tækjaóður varstu og ófáar
tölvurnar og tækin sem þú
taldir bráðnauðsynlegt að
eignast þótt ekki væru allir
alltaf á sömu blaðsíðunni hvað
það varðaði.
Aldrei bar skugga á sam-
Þorleifur Stefán
Guðmundsson
✝ Þorleifur Stef-án Guðmunds-
son fæddist 1. febr-
úar 1957. Hann lést
1. september 2016.
Þorleifur var
jarðsunginn 15.
september 2016.
starf okkar og
mikið finnst mér
ég vera ríkari að
hafa átt þig fyrir
vin. Ein minning
af mörgum er
ferðin okkar til
Liverpool þar sem
þú tókst mig með í
fyrstu pílagríms-
för mína á Anfield
hvar þú hafðir
komið margoft áð-
ur og líklega áttum við okkar
einlægasta samtal þegar við
fengum ekki leigubíl/ eða vild-
um ekki taka bíl og röltum við
frá vellinum niður í bæ og átt-
um hátt í tveggja klukkutíma
samtal um sameiginleg áhuga-
mál, vinnuna, vinina og ekki
síst fjölskyldur okkar.
Flestum sem þig þekktu ber
saman um að þú hafir verið
einn heiðarlegasti maður sem
þeir hafi kynnst og drengur
góður, mikið erum við sem
unnum með þér því sammála.
Elsku Inga, Siggi, Elín,
Kári, Bjarki, Bjartur og fjöl-
skyldur, ykkar missir er mikill
en minningin um einstakan
dreng mun lifa.
Þín verður sárt saknað,
elsku vinur, en víst er að við
hittumst aftur þegar sá tími
kemur og þangað til færi ég
þér kveðju okkar Liverpool-
manna, „YNWA“.
Þórarinn M.
Friðgeirsson.
Það er eitthvað öfugsnúið
við það að Leifi frændi sé dá-
inn.
Hann sem var alltaf svo lif-
andi.
Takk fyrir allar góðar
stundir.
Helgi og Martha Eiríks.
✝ Walter Borgarfæddist á Borg
í Miklaholtshreppi
12. ágúst 1943.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Suðurnesja 20.
september 2016.
Walter var sonur
Óskar Ásgríms-
dóttur, f. 12.11.
1921, d. 1.2. 1999,
og Walters Herman
Steve Wall frá NC,
Bandaríkjunum, f. 15.10. 1922, d.
28.7. 2009. Ásmundur Böðv-
arsson, f. 11.5. 1920, d. 27.12.
1999, gekk Walter í föður stað.
Walter kvæntist Ásu Jónu
Þorsteinsdóttur, f. 13.2. 1944, d.
20.1. 1999, hinn 26.11. 1966. Ása
var dóttir hjónanna Þorsteins
Nikulássonar, f. 3.10. 1909, d.
22.12. 1990, og Eiríku Sigurjónu
Jónsdóttur, f. 18.8. 1908, d.
22.10. 1990.
Börn Ásu og Walters eru: 1)
Þorsteinn Ásmundur, öryrki,
Keflavík, f. 13.2. 1966. Börn Þor-
steins og fyrrverandi sambýlis-
konu, Sigríðar Þorleifsdóttur,
starfsmanns Isavia, f. 13.2. 1964
eru: Ása Sigurjóna, f. 17.12.
1992, dóttir Ásu er Ísabella Lilja
f. 5.7. 2015, Bjarki Már, f. 25.1.
1994, Margrét Hulda, f. 3.11.
1999, Berglind Rún, f. 21.2. 2002.
2) Anna Borg, f. 4.9. 1968, býr á
sambýli í Hólabergi
76, Reykjavík. 3)
Ósk Wall, félags-
ráðgjafi, Esbjerg,
Danmörku, f. 23.1.
1970. Eiginmaður
hennar er Óskar
Snorrason húsa-
smiður, f. 15.4.
1966. Börn þeirra
eru: Snorri Borgar,
f. 29.6. 1987, Elín
Dögg, f. 2.8. 1992,
sambýlismaður Thomas Boll-
erup Jensen, f. 24.7. 1988, og Al-
exander Steve, f. 25.8. 2006. 4)
Eiríkur, starfsmaður Hertz,
Keflavík, f. 11.10. 1972, sam-
býliskona Svava V. Ólafsdóttir, f.
30.8. 1968, öryrki. 5) Ásgrímur
Stefán Waltersson, tónlistarmað-
ur og sölumaður hjá Honda, Mel-
bourne, Ástralíu, f. 23.11. 1982,
sambýliskona Renee Pedretti,
rekstrarstjóri JurAvon Park
Equestrian Centre.
Walter starfaði í mörg ár hjá
bandaríska hernum á Keflavík-
urflugvelli. Síðustu tvo áratugi
starfaði hann við þungavinnu-
vélar og sem viðgerðamaður hjá
H. Péturssyni í Garði. Frá 2002
var Walter öryrki.
Útför Walters fer fram frá Út-
skálakirkju í dag, 30. september
2016, og hefst athöfnin klukkan
14.
Eftir erfiða mánuði er komið
að leikslokum og er viss léttir að
kvölum þínum sé lokið. Elsku
pabbi, það var komið að svefn-
inum langa og munt þú nú sam-
einast móður okkar sem lést
fyrir 17 árum síðan. Lífið hefur
ekki alltaf verið þér auðvelt og
mannleg samskipti hafa ekki
alltaf verið þín sterkasta hlið –
þó svo að þú hafir verið ljúf-
menni í samskiptum. Áhugamál
þín í sambandi við tónlistina,
harmonikkan og orgelið, hafa
fylgt þér alla tíð og fátt hefur
notis jafnmikils áhuga hjá þér
og tónlistin. Tónlistina gafstu
áfram til barna þinna og hafa
mörg þeirra notið góðs af því og
gera enn þann dag í dag. Lífið
er stundum skrýtið, og oft
merkilegt hvernig hlutirnir
þróast. Sama dag og við komum
til Íslands í sumar þá veikist þú
alvarlega. Það er okkur ómet-
anlegt að hafa getað eytt stund-
um með þér á sjúkrahúsinu þó
svo óáttun hafi verið farin að
hrjá þig.
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum;
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíð-
um.
Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og
friði;
kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði;
blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríð-
um.
(Jónas Hallgrímsson)
Elsku pabbi, ég er viss um að
þú hafir það gott í sumarland-
inu. Ég er ekki í vafa um, að þú
tekur nokkra slagara fyrir aðra
gesti þar.
Faðmlag og kærleikur frá
fjölskyldunni þinni í Danmörku.
Ósk Wall.
Walter Borgar
Hjartkær systir okkar og frænka,
GUÐRÚN FINNBOGADÓTTIR
sjúkraliði,
Ránarbraut 15a, Vík í Mýrdal,
lést að dvalarheimilinu Hjallatúni
laugardaginn 17. september.
Jarðsungið verður frá Reyniskirkju í Mýrdal
laugardaginn 1. október klukkan 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Þorgerður Finnbogadóttir
Einar Reynir Finnbogason
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
JÓHÖNNU G. GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Þórarinsstöðum.
Fyrir hönd vandamanna,
.
Steinunn Þorsteinsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN HAUKUR JÓHANNSSON,
Fífumóa 6, Selfossi,
lést fimmtudaginn 22. september á
Landspítalanum, Fossvogi. Útförin fer fram
frá Selfosskirkju þriðjudaginn 4. október klukkan 12.30. Blóm
og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Björgunarfélag Árborgar.
.
Ragnheiður Zóphóníasdóttir,
Ingibjörg Stefánsdóttir, Guðjón Haukur Stefánsson,
Margrét Stefánsdóttir, Gylfi Guðmundsson,
Jóhann Ingvi Stefánsson, Elín Kristbjörg Guðbrandsd.,
Soffía Stefánsdóttir, Reynir Guðjónsson,
barnabörn og langafabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi,
bróðir, mágur og vinur,
JÓN S. MÖLLER
verkfræðingur,
Ljósalandi 6,
lést á líknardeild LSH Kópavogi 22. sept-
ember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
3. október klukkan 13.
.
Helga Hauksdóttir,
Sigurður Möller, Ásta Kristín Gunnarsdóttir,
Jón Trausti Möller,
Haukur Möller, Hrafnhildur Jónsdóttir,
Valfríður Möller, Jón Karl Ólafsson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
GUÐMUNDUR Ó. GUÐMUNDSSON,
Stillholti 9,
Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Akranesi 24. september 2016.
Útför fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 5. október
klukkan 13.
.
Sigurður Guðmundsson Ólöf Helga Halldórsdóttir
Lidia Andreeva
Birgir Guðmundsson Ragnheiður Hafsteinsdóttir
Jón Þór Guðmundsson Ástríður Jónasdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Þökkum vináttu og samúð við fráfall og
útför bróður míns,
JÓNS PÁLSSONAR KRISTINSSONAR
trésmiðs,
Langholtsvegi 147.
.
Anna S. Kristinsdóttir Fredriksen
og fjölskylda.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa
ATLA HELGASONAR,
prentara
og knattspyrnuþjálfara.
.
Björg Helga Atladóttir, Jón Ægir Pétursson,
Auður Atladóttir, Helgi Þórðarson,
Hildur Atladóttir, Jón Hrafn Björnsson,
Þorkell Atlason,
barnabörn og barnabarnabörn.