Morgunblaðið - 29.09.2016, Síða 72

Morgunblaðið - 29.09.2016, Síða 72
72 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Antík Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl. 10 til 18 virka daga. Þórunnartúni 6, sími 553 0755 – antiksalan.is Hljóðfæri Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðar-lausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Bókhald NP Þjónusta Tek að mér bókhald, endurútreikning og vsk. Hafið samband í síma: 861-6164. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Sundbolir • Tankini Bikini • Strandfatnaður Undirföt • Náttföt Sloppar • Undirkjólar Inniskór • Aðhaldsföt Frú Sigurlaug Fylgstu með á facebook Mjódd s. 774-7377 10.5 00. - 11.9 00. - 11.9 00. - 11.9 00. - Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Til leigu Til leigu nýlegt 285 - 1.000 fm atvinnuhúsnæði í Reykjavík 285 fm bil með allt að 9 m lofthæð, stórar innkeyrsludyr, góð malbikuð lóð, og greið aðkoma. Nánari upplýsingar veitir Sverrir í s. 661 7000 Smáauglýsingar Erlendur Stein- ar bróðir minn er dáinn eftir heils árs ójafna baráttu við krabbamein. Hann var þriðji í röð okkar fimm systkina og fæddist í Hveragerði. Fjöl- skyldan fluttist 1937 til Reykja- víkur. Hann var nefndur í höf- uðið á móðurafa okkar, Erlendi Kristjánssyni, og ömmu, Stein- unni Ólafsdóttur Thorlacius frá Dufansdal í Arnarfirði. Afi Er- lendur smíðaði báta, en forfeð- ur hans höfðu verið smiðir í fleiri ættliði. Erlendur erfði ríkulega þessa hagleikshæfi- leika. Erlendur nam vélsmíði og lauk síðan prófi frá rafmagns- deild Vélskóla Íslands 1961. Hann hélt til frekara náms til Danmerkur og varð vélfræðing- ur og starfaði þar 1965-1975 er hann flutti heim og starfaði lengst af sem vélfræðingur. Erlendur var hógvær í allri framgöngu, félagslyndur og jafnan ljúfur í fasi, jafnvel glettinn, en fastur fyrir ef hon- um mislíkaði. Á uppvaxtarárum nutum við systkinin góðs í margvíslegu starfi KFUM og K. Erlendur hélt alla tíð tryggð við félagið og var virkur í starfi þess bæði hér og í Danmörku. Hann var virkur í félagi Íslendinga í Kaupmannahöfn og aðstoðaði við guðsþjónustur. Hann var stofnfélagi Rótarýklúbbsins Reykjavík-Breiðholt og valdist til forystu í Félagi eldri borg- ara. Erlendur hafði mörg áhugamál. Á námsárum tók hann þátt í starfi Iðnnemasambandsins. Erlendur Steinar Búason ✝ ErlendurSteinar Búason fæddist 11. mars 1937. Hann lést 19. september 2016. Útförin fór fram 26. september 2016. Áhugamál voru einkum frímerkja- söfnun, bókband, saga, garðrækt, útivist. Hann var áhugamaður um bækur og eignaðist safn góðra bóka og tímarita, margra óinnbundinna. Hann lærði bók- band og batt fag- urlega í skinn og smíðaði sjálfur þau tæki, sem hann þurfti. Aðrir nutu jafn- framt kunnáttu hans og vand- virkni. Erlendur naut þeirrar gæfu að eignast lífsförunaut 1972, sem deildi með honum sömu lífsskoðun og verðmætamati í lífinu, Hólmfríði Pétursdóttur, húsmæðrakennara og skóla- stjóra Húsmæðraskólans að Löngumýri í Skagafirði. Þau eignuðust hús í Reykjavík með fögru útsýni yfir borgina og bjuggu sér og þremur dætrum sínum fagurt heimili. Þar höf- um við systkinin og börnin okk- ar notið gestrisni þeirra hjóna og margra ánægjustunda. Er- lendur var ræktarsamur við okkur systkinin og hjálpsamur alla tíð. Við minnumst af hlý- hug heimsókna hans til okkar í Ólafsfjörð og til Uppsala í Sví- þjóð. Þá er að minnast góðra stunda við laufabrauðsskurð þegar þau hjónin söfnuðu sam- an stórfjölskyldunni til sín fyrir jólin. Þau hjónin hafa notið mikils barnaláns og áður en yfir lauk nutu þau ríkulega samvistanna við fjölskyldur dætra sinna, tengdasyni og barnabörnin fimm. Dæturnar hafa lagt stund á verkfræði og listsköp- un. Erlendur var gæfumaður. Þó þekkti hann mótlæti, m.a. þeg- ar hann rúmlega fertugur greindist með illkynja æxli í fæti. Árangursrík skurð- og geislameðferð gaf honum þó lengra líf. Hinn illvígi sjúkdóm- ur gerði aftur ótímabært vart við sig fyrir rúmu ári. Erlendur átti athvarf í samfélaginu við Jesúm Krist, sem sagði við lærisveina sína: „Ég lifi og þér munið lifa.“ Erlends er sárt saknað. Ég, fjölskylda mín og Þórðar bróður þökkum honum samfylgdina. Megi guð gefa okkur öllum huggun í sorginni. Kristján Búason. Kveðja frá Éljagangs- mönnum Við Erlendur kynntumst í KFUM. Þar voru nokkrir ungir menn sem höfðu keypt skíða- skála á Hellisheiði sem þeir nefndu Éljagang. Við urðum fé- lagar í þessum hópi, sem taldi 24 félagsmenn. Það var regla að hittast einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Erlendur var einn af þeim sem aldrei létu sig vanta á þessar sam- verustundir. Hin síðari ár höf- um við reynt að hittast tvisvar á ári, enda er meðalaldur fé- lagsmanna orðinn yfir 80 ár og aðeins eru 11 félagar eftir. Þeg- ar við hittumst síðastliðið vor hafði Erlendur orð á því að hann vænti þess að geta tekið á móti okkur í haust, en raunin er orðin önnur, en sá siður hafði verið ríkjandi hjá okkur að hittast á heimilum hver ann- ars. Þrátt fyrir að hafa lamast að hluta, eftir geislameðferð, lét hann sig ekki vanta. Hann var bjartsýnn á að ná fullri heilsu að nýju. Raunin varð önnur, þar sem aðgerðin hafði ekki tekist sem skyldi. Erlendur var einstaklega trú- fastur félagi og góður vinur. Hann hafði mörg áhugamál, en aðal-tómstundaiðja Erlendar var bókband. Persónulega naut ég góðs af kunnáttu hans þegar hann endurvann gamla bók sem ég á. Við Éljagangsmenn sökn- um Erlendar úr okkar hópi og bíðjum Hólmfríði, börnum þeirra og fjölskyldum blessun- ar Guðs. Einnig biðjum við Guð að blessa bræður hans sem nú sjá á eftir kærum bróður. Narfi. Leiðir okkar Ottós lágu fyrst saman í Kaup- mannahöfn haustið 1958, en þar vorum við báðir við nám, ég í byggingarverkfræði og hann í stærðfræðilegri líkinda- fræði og tölfræði. Með okkur hófst strax góður kunningsskap- ur og lentum við m.a. saman í stjórn Félags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, hann sem for- maður. Þá bjuggum við tvo vetur hlið við hlið á sama gangi á Stud- entergården við Tagensvej. Ottó var úrræðagóður maður. Eitt sinn vorum við í kjallaran- um hjá Jóni Helgasyni prófessor í Vanløse, en hjá honum átti stúdentafélagið athvarf, að frí- merkja dreifibréf til fé- lagsmanna. Urðum við uppi- skroppa með frímerki og mörg bréf eftir. Ottó tók þá til þess ráðs að klippa niður hvíta ramm- ann utan um frímerkjaarkirnar í hæfilega búta og skrifaði tilhlýði- lega upphæð í aurum á pappírinn og upphafsstafi félagsins, FISK, undir. Gaf þannig út frímerki sjálfur í nafni félagsins. Allt komst þetta til skila, og danska póstinum hefur eflaust þótt frumkvæði hans gott. Já, það var Ottó J. Björnsson ✝ Ottó J. Björns-son fæddist. 27. ágúst 1934. Hann lést 10. september 2016. Ottó var jarð- sunginn 20. september 2016. oft glatt á hjalla á þessum árum. Síðan liðu mörg ár, en við hittumst svo aftur á Íslandi veturinn 1968 er við lentum saman í því verkefni að gera tölfræðilega úttekt á umferðar- slysum fyrir Hægri nefnd áður en umferðarbreytingin frá vinstri til hægri átti sér stað. Aftur skildi leiðir, en mörgum árum síðar vorum við allt í einu orðnir samstarfs- menn hjá Háskóla Íslands með skrifstofur á efsta gangi í bygg- ingunni VR II. Eftir það hitt- umst við reglulega á kaffistof- unni og rifjuðum upp gamla og góða daga í Kaupmannahöfn. Þegar ég skrifaði bók mína, Stochastic Proceses and Random Vibration, sem kom út hjá Wiley & Sons 1997, hjálpaði Ottó mér að skrifa fyrsta kaflann um al- menna líkindafræði og sá til þess að hann væri í lagi. Ræddum við þá um stærðfræðinginn Andrey Kolmogorov, einn af helztu frum- kvöðlum nútíma líkindafræði og tölfræði, en Ottó sagðist hafa hitt hann um borð í rússneska olíu- leitarskipinu Akademik Kurtsa- tov, sem kom til Reykjavíkur einhvern tímann snemma á átt- unda áratugnum. Þótti mér mik- ið til koma. Þannig var Ottó. Blessuð sé minning hans og ég færi aðstandendum hans innileg- ar samúðarkveðjur. Júlíus Sólnes. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.